Alþýðublaðið - 18.09.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.09.1959, Blaðsíða 5
ÞESSAR tvær stúlkur láta til sín heyra í þætti unga fólksins í útvarpinu á þriðjudagiim, Þær ætla þó ekki að syngja, a. m. k. ekki aS sinni, heldur sjá um þátt- inn í stað Hauks Hauks- sonar, sem að uiidanförnu hefur stjórnað honum einn. Haukur er farinn til nárns í Vestu/heimi, en Kristrún Eymundsdóttir og Guðrún Svavarsdóttir sjá um að bara kveðjur milli unga fóiksins í land- inu í hans stað. Tíðindamður hlaðsins hitti þær í gær, þegar þær voru að fara í fyrstu upp- tökuna. Heill bréfahaug- ur bíður þeirra, cn þæ'r voru kvíðnar og ætluðu í gær að fara að „æfa sig“ með því að lesa tiikynn- ingar inn á band. Framhald af 1. síðu. lands, Sjómannafélag Rcykja- víkur og Landssamband iðnp.ð- armanna hafa undanfarið rætt viðhorf' þau, sem skapazt liafa við dóm þann. er kveðinn var upp í bæjarþingi Reykjavíkur 18. ágúst sl., í mjáli því, er full- trúar neytenda höfðuðu gegn Framleiðsluráði landbúnaðar- ins, vegna verðlagningar dilka kjöts haustið 1958. En svo sem kunnugt er, varð niðurstaða dómsins sú, að Fram leiðsluráði var talið heimiit að leggja á sérstakt verðjöfnunar- gjaid vegna dilkakjöts, sem selt er á erlendum markaði. Full- trúar neytenda áfrýjuðu dómi þessum til Hæstaréttar og má vænta niðurstöðu hans innan skamms. grundvöllur SAMSTARFSINS BROSTINN Samtökin líta dóm þennan mjög alvarlegum augum og telja grundvöll þann, sem sam- starf neytenda og framlei'denda í verðlagsnefndinni hefur byggzt á brostinn, verði dómur- inn staðfestur. Mcðan ekki fæst endanlega úr Því skorið, hvert vald Framleiðsluráðsins er í þessu efni, álíta samtökin ó- kleift að eiga jiátt að störfum vcirðlagsnefndarinnar. Á fundum stjórnasamtak- anna í gær var samþykkt ein- .róma að leggja fyrir fplltrúa samtakanna í verðlagsnefnd- inni, að taka ekki frekari þátt í störfum nefndarinnar að svo stöddu. Var landbúnaðarráð- herra tilkynnt þessi ákvörðun með bréfi dags. í dag, sem fylg- ir hér með í afriti. F. h. Alþýðusambands íslands. Óskar Hall-grímsson. (Sign.) F. h. Sjómannafél. Reykjavíkur Sigfús Bjarnason. (Sign.) F. h. Landssamb. iðnaðarm. Bragi Hannesson. (Sign.) EINS ÁRS ÁGREININGUR Biéfið til Friðjóns Skarphéðins sonar dómsmálaráðherra fer hér á eftir: 17. sept. 1959. Svo sem ráðuneytinu mun kunnugt, hefur um eins árs skeið verið uppi ágreiningur milli fulltcúa neytenda og fulltrúa framleiðenda í verð- lagsnefnd landbúnaðarafurda TIL fróðleiks fyrir les- endur skal hér rakið, hvernig verðlag landbún- aðarafurða skal lögum samkvæmt fara fram: Nefnd sex manna, 3ja fulltrúa Stéttarsambands bænda og 3ja fulltrúa neytenda, skal koma sam- an á hverju hausti og reyna að ná samkomulagi um grundvöll fyrir verð- ákvörðuninni. Fulltrúar neytenda eru: 1 frá Al- þýðusambandinu, 1 frá Sjómannafélagi Reykja- víkur og 1 frá Landssam- bandi iðnaðarmanna. Nái nefndin ekki samkomu- lagi skal málið fara fyrir 3ja manna gerðardóm, skipaðan 1 fulltrúa frá neytendum, 1 frá fram- leiðendum og hagstofu- stjóra sem oddamanni. Framleiðsluráð landbún- aðarins ákveður vinnslu- og dreifingarkostnað af- urðanna og annast end- anlega verðskráningu. og þess kjöts, sem áætlað var að selja erlendis. Þessu mót- mæltu fulltrúarr neytenda sem óheimilu og kröfðust þess, að verðjöfnunargjald þetta yrði fellt niður. Þar sem Fram- leiðsluráðið hafði mótmæli þessi að engu, höfðuðu fulltrú- ar neytenda, í samráði við samtök þau, er að tilnefnin-gu þeirrra standa, mál á hendur Framleiðsluráði fandbúnaðar- ins, með stefnu útg. 11/11 1958 og kröfðust þess, að við urkennt yrði með dómi, að Framleiðsluráðinu væri ó- heimilt að leggja umrætt verð jöfnunargjald á. FRAMLEIÐSLURÁÐIÐ SÝKNAÐ Með dómi, uppkveSnum í bæjarþingi Reykjavíkuir hinn 18. ágúst sl., var Framleiðslu ráðið sýknað af þessari kröfu. Fulltrúar neytenda ákváðu þegar í stað að áfrýja dómi þessum til hæstaréttar og er málið þa<r nú'til meðferðar. Samtök vor líta svo á, að með dómi þessum, ef staðfest ur verður, sé grundvelli þeim, sem þátttaka fulltrúa neyt- enda í verðlagsnefnd land- búnaðarafurða hefur byggzt á, gjörsamlega burtu svipt, og að ókleift sé fyri<r fulltrúa neytenda, meðan undirréttar- dómi þeim, er að framan get ur, ekki er hrundið, að taka þátt í störfum verðlagsnefnd- arinnar. Vé<r höfum því í dag lagt fyrir fulltrúa vorn í verðlags- nefnd landbúnaðarafurða, að taka eigi frekari þátt í störf- um nefrtdarinnar . að svo stöddu. Ákvörðun þessa mun utn vé<r taka til nýrrar yfir- vegunar, þegar fyrir liggur niðurstaða hæstaréttar i um ræddu máli.“ Fregn til Alþýðublaðsins. HÚSAVÍK í gær. SLÁTRUN hófst hér í gær og er áætlað að slátra hérna 32.500 fjár í haust. Er það held ur meira en í fyrra og stafar það af fjölgun fjár, því að hey- fengur bænda er það góður, að óvenju mikið verður sett á fyr ir veturinn. Tíð er ágæt og stendur hey- skapur víða yfir enn. Margar trillur róa héðan og hefur afli þeirra verið sæmilegur. Stærri bátar eru ekki byrjaðir, en tveir þeirra ætla að gera til- raun með þorskanet að lokinni sláturtíðinni. Sex bátar héðan stunduðu síldveiðar í sumar og var sam- anlagður afli þeirra um 36 þús- und mál og tunnur. Miklar byggmgaframkvæmd ir eru í bænum og munu 12—14 íbúðarhús vera í smíðum í sum- ar. ins sem mestan í alþingiskosn- ingunum í október. — E.M.J. MIKILL ÁHUGI. Þess má að lokum geta, að á síðasta fundi Alþýðuflokksfé- lagsins hér gengu átta nýir fé- lagar inn og er mikill áhugi' ríkjándi meðal jafnaðarmanna hérna á því, að gera sigur flokks HÚSAVÍK í gær. Ekki alls fyrir löngu var Guð- nuindur Pálmason, verk- firæðingur hjá raforku- málastjórn, á ferð hér og gerði hann þá viðnáms- mælingar í bæjariandinu í því skyni að kanna, hvort heitt vatn væri und ir bænum. Ýtarleg skýrsla er ekki tilbúin, en í munnlegri skyirslu hefur Guðmundur hvatt okkur til að láta fara fram reynsluboranir. Er ákveðið að bora á næsta ári, ef bor sá, sem vilyrði hefur fengizt fyr- ur, verður fáanlegur. Er mikill áhugi hér í bæmim á því að láta mál þetta komast í fram- kvæmd og heíur svo verið lengi. EMJ. mmn frá Sovét- ' r um valdsvið Framleiðsluraðs landbúnaðarins. Málavextir eru í stuttu máli þeir, scm nú skal greina: Eftir að vcirðlagsnefndin hafði á sl. ári gengið frá verð- lagsgrundvelli landbúnaðaraf urða fyrir verðlagsárið 1/9 1958 — 31/8 1959 gerðist það, að Framleiðsludáð landbúnað arins bætti á heildsöluverð dilkakjöts í I. verðflokki verðjöfnunargjaldi kr. 0,85 pr. kg. til jöfnunar milli kjöts seldu á innlendum markaði FJÓRIR listamenn frá Sovét- ríkjunum eru komnir hingað til lands á vegum MÍR. Munu þeir dveljast hér á landi í um það bil hálfan mánuð og halda tónleika víðs vegar um land. Fyrstu tónleikarnir í Reykjavík verða á sunnudaginn kl. 4 í Þjóðleikliúsinu. Listamenn þessir, sem koma hingað í fyrsta sinn, komu með flugvél Flugfélags íslands í fyrrakvöld. Létu þeir í ljós mikla ánægju yfir að fá tæki- færi til að leika hér á landi, enda hefðu sovézkir tónlistar- menn borið íslenzkum áheyr- endum vel söguna. Meðfylgj- andi mynd var tekin við komu listafólksins. Listamennirnir .fjórir eru þessir: Taisía Merkúlova, fædd í Moskvu 1929, og bóf nám í pí- anóleik á barnsaldri. Lauk hún prófi frá Tónlistarháskólanum í Moskvu. Hefur ferðazt sem einleikari og undirleikari víða u mlönd og hvarvetna hlotið hina beztu dóma. Ljúdmíla ísaéva, sópransöng- kona, fædd í Moskvu 1928, lauk ,prófi frá Tónlistarháskóla Gné- síns í Moskvu 1951. Síðan hefur hún verið fastráðin einsöngvari með hljómsveit Ríkisútvarps- ins og sjónvarpsins í Moskvu, og haldið marga hljómleika í Sovétríkjunum og víðar. Mikail Voskresenslcí, píanó- leikari, er fæddur 1935 í Úkra- ínu. Hann hóf nám fjögurra ára gamall og lauk prófi frá Tón- listarháskólanum í Moskvu 1958. Einkakennari hans var Oborin, hinn heimsfrægi píanó- snillingur. Voskresenskí er nú kennari við Tónlistarháskólann í Moskvu og nánasti samstarfs- maður Oboríns. Hann hefur leikið viða um heim, en undan- farið starfað sem einleikari með Fílharmóníuhljómsveitinni í Moskvu. Igor Pólitkovski, fiðluleikari, er fæddur 1930 í Moskvu. Nam fiðluleik hjá Davíð Oistrakh cg lauk prófi frá Tónlistarháskól- anum í Moskvu 1956. Hann hef- ur haldið hljómleika í fjölniörg um löndu.m, og er nú einleikari með Fílharmóníuhljómsveit Moskvuborgar. — Eiginkona hans, Marine Jashvíli, vakti at- hygli fyrir fiðluleik sinn hér á landi í fyrra. Alþýðublaðið — 18. sept. 1959 BJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.