Alþýðublaðið - 20.09.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.09.1959, Blaðsíða 3
 Noel Coward (rithöfand- ur, tónskáld, leikari) fékk slæma dóma, þegar leik- ritið hans „Gefðu Lulu gætur“ var fært upp í London fyrir skemmstu. BLED, 19. sept. — Tal vann Smysloff glæsilega með drottn- ingarfórn í 25. leik í 8. umferð áskoren,damótsins. Keres vann Fisclier í 30 leikjum. Gligoric hefur betra í biðskák við Benkö og Friðrik vinningslíkur í bið- skák sinni við Petrosjan. Staðan í biðskákinni er þessi; Friðrik (hvítt); Ke4, Hc2, a4, b2, e3, g2, h2. Petrosjan (svart): Kh7, Hb3, a5, b6, g7, h6. Biðskákir úr 7. og 8. umferð voru tefldar í gær, en ekkert hafði frétzt af þeim, er blaðið fór í pressuna. Röðin var þá þessi: .—2. Keres og Tal 5 v. hvor, 3. Petrosjan 4J/ú v. og 2 bið. 4. Benkö 3 v. 5. Gligoric 2V2 v. og 2 bið. 6.—7. Smysloff og Fischer 2J/2 v. og bið. hvor. 8. Frikrik 2 v. og bið. UMHVERFIS Keflavíkurflug- völl er girðing, sem herinn hef ur komið upp til þess að hinclra óviðkomandi í því að sleppa inn á flugvöllinn. Girðingin er ekki betur úr gairði gerð en það, að rollur sleppa auðveldlega í ■gegnum hana. Rollurnar eru til mikils baga og geta verið hættulegar, ef þær flækjast inn á flugbraut- irnar. Nú fyrir skömmu tók herinn sig til og ætlaði að smala flugvöllinn. Voru 15 vask ir dátar g^sjjðir út með, prikum og gengu þeir að starfi sínu glaðir og reifir, því smala- mennska er íáheyrður atburður í hinu fábreytta lífi hermanns- ins. En, æ, illa þekktu þeir sauð- þráa íslenzku kindarinnar. Þeg ar þeim hafði loksins tekizt að ná nokkrum rollum saman í hóp og hugðust reka þær í gegn um hliðið, gekk það eitthvað ó- hönduglega. Stukku þeir þá á hópinn með ópum og óhljóðum, en við Það tvístraðist hópurinn og rollurnar þutu út í buskann. Enn smöluðu dátarnir rollun um saman,.en allt fór á sömu leið. Gekk svo um stund og voru hermennirnir orðnir dauð uppgefnir á hlaupunum og stoit þeirra sært. Gátu þeir ekki ann að gert en skýra yfiiboðurum sínum frá hvernig komið var. En þar sem sambúðin var stirð á þessum tíma við ís- lenzk stýóbnarv.öld og aldrei að vita, hvað þessar sauðþráu roll ur gætu látið af st leiða, var hinum uppgefnu bn mönnum: fyrirskipað að hætln smala- mennskunni Á hinn bóginn fékk Vivi- | en Leigh ágæta dóma fyr- | ir leik. sinn í aðalhlutverk- I inu. Hér rabba þau saman, | höfundurinn og leikkonan. I ser eins og Si LONDON, 19. sept. (REUTER). Ameríkumenn „haga sér eins og siðl.aus fífl“ gagnvart Krú- stjov, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, sem er í boði þeirra £ Bapdaríkjunum, segir í brezka jafnaðEirmannablaðinu ’ Daily Ilerald í dag. Blaðið minntist ekki á beinar jnóðganir af hendi Krústjovs til Harold Macmillans, forsæt- j Ssráðherra Bretlands, þegar liann var á ferð í Moskvu, og! óþasgilegar spurningar, sem lagðar voru fyrir Richard Nix- <Dn, varaforseta Bandaríkjanna, er hann var í heimsókn í Mos- [kvu, en ásakar „ameríska áróð- lirsseggi" fyrir, að „standa að almennri móðgunarherferð gegn Krústjov og fjölskyldu hans.“ Blaðið færir fram rök fyrir ásökunum sínum og m.a. það, að amerískt kvenfólk segi, að kjólar frú Krústjov séu aug- sýnilega heimasaumaðir, húð hennar sé gróf og veðurbitin og hún kjagi eins og gæs. Fyrirsagnir amerískra blaða hafi allar verið í þessum anda: „Komdu bara, morðingi“. Am- erískum blöðum er leyft að sví- virða gestina, segir blaðið. „Það er vonlaust, að reyna að manna slíka dóna, en þeir gera mikinn Skaða, áður en þeir láta af dólgs látum sínum og láta stjórn- kænskuna einhverju ráða.“ LONDON, 19. sep. (REUT- ER). Vestrænai^ þjóir eru var- færnar í viðbrögðum sínum við tillögum Krústjovs varðandi af vopnunarmál, en það er viður- kennt, að hann muni hafa hrundið af st^ áróðri, sem lík legur ci* til að fá mikinn hljóm grunn. Lítið hefur enn verið sagt op- inberlega um átælun Rússa, sem gerð var grein fyrir f gær á fundi Sameinuðu þjóðanna, nema að Maskvuútvarpið lýsti henni sem „athyglisverðri", „undursamlegri", „einlægri“. Ýmsir vændu. aftur á móti Rússa um óeinlægni í þessum tillögum. Brezkar opinberar heimildir sögðu, að krafa Krústjovs um afnám allra herja og eyðilegg- ingu allra vopna á fjórum árum hafi fyrst komið beiin fyrir sjónir sem óraunhæf og hafi vakið vonbrigði vegna þess, að hún hafi sýnilega ekki verið byggð á raunsæi. Þar sagði enn fremur, að þessar tillögur væru í rauninni ékkert nýjar af nál- inni, og Selwyn Lloyd, utan- ríkisráðherra Breta, sagði að sér virtust þessar tillögur líkar þeim, sem hann sjálfur hefði lagt fram fyrir Sameinuðu þjóð irnar áður en Krústjov hélt sína ræðu. í París hafa engar opinberar yfirlýsingar verið gefnar út, en opinber aðili í utanríkisráðu- neytinu sagði í einkasamtali, að þetta væri „kænn áróður“, en því var þó bætt við, að ef til vill sýndi þetta aukinn vilja Krúst- jovs til gagnkvæms skilnings og friðsamlegrar sambúðar þjóða á millum. Vestur-þýzka stjórnin hefur ætíð fagnað öllum afvopnunar tillögum" er haft eftir stjórnar heimildum í Bonn. í Belgrad var sagt, að júgó- slavneska stjórnin myndi fagna þessum tillögum. Indverska stjórnin vildi heyra nánar um tillögumar, en kvað gleðile)jt, ef síðustu uppá- stungur Krústjovs yrðu sam- þykktar af öllum. Forsætisráð- herra Ástralíu vildi ekkert um málið segja fyrr en hann hefði athugað tillögurnar nánar. Afstaða hins vestræna heims er því enn nokkuð á reiki, en í Moskvuútvarpinu var haft eft- ir rússneskum vísindamanni, sem tekur þátt í viðræðum aust urs og vesturs í Genf um afnám kjarnorkuvopna, að ef vestur- veldin vildu í rauninni örugg- an og traustan frið hljóti þau að samþykkja hinar greinagóðu og ákveðnu tillögur hinnar sov- ésku stjórnar. TAIPEI, 19. sept. (REUTER) Kínvérskir kommúnisíar réðusl fyrir dögun með stórskotahríð á eyjarnar umhverfis Quemoy og skutu 54 sprengjukúlum að Quemoy sjálfri. Vart var við þrjá kommún- istíska froskmenn við Lanshu, nálaegt Quemoy í gærkvöldi, en! þeir hörfuðu frá, þegar þjóð- ernissinnar skutu að þeim. mnuwmmmmnwHiv London — Sovézka frétta- stofan Tass hefur ásakað fréttablöð í Kaíró og Damaskus fyrir að reyna að eitra vináttu Sovét;— og Arabaríkjanna með andsovézkum áróðri. r'Si. Prenlsmiðju- stjórinn og Þjóðviíjinn leggur mik- ið á sig íil að telja Jes- enduni trú um, að öll vandræði skattamáíanna ‘ séu IIINUM FLOKKUN- UM að kenna, en menn eins og Magnús Ástmars- son séu hinir mestu skatt- níðingar. Blaðið virðist hafa gleymt því, að kom- múnistar eiga fulltrúa í niðurjöfnunarnefnd, sjálf- an prentsmiðjustjóra Þjóð viljans, og hann hefur eng an ágreining gert innan nefndarinnar. Hann ber því fulla ábyrgð á niður- jöfnuninni til jafns við fulltrúa annarra flokka. VETRARÁÆTLUN Loftleiða heí'st 1. október. Fækkar þá all- mikið ferðum frá því í sumar eða næstum því um helming, 5 ferðir í viku í stað 9 áður. Áætlun þessi gildir aðeins í fjóra mánuði eða til janúarloka, en þá á flugfélagið von á nýj- um vélum og um leið verður gerð ný áætlun. STÚLKA nokkur kom að máli við blaðið í gærmorgun og sagði sínar farir ekki slétt- ar. I fyrrakvöld, seint, átti hún leið um Freyjugötu, gekk hún hratt, þar eð slagveður var og því ekki fýsilegt að dóla lengi úti. Skyndilega verður eitthvað til þess, að hún lítur aftur fyr- ir sig, og það sem hún sá þá vaktj henni ógnarlegri furðu og skelfingu. — Maður, sem stóð í svo sem tíu skrefa fjarlægð, íldæddur kuldaúlpu, dregur í skyndi hettuna fram yfir andlitið, þrífur upp um sig úlpuna, . . . en skellir niður um sig hvoru tveggja buxum, ytri og innri. Þannig stóð hann kviknak- inn niður um sig í slagviðri og hálfmyrkri í glætu götu- ljóssins og pírði augum á stúlk una undan hettunni. Hún starði á manninn lé- magna af undrun og skelfingu, ■ greip síðan til fótanna, hljóp sem fætur toguðu á ákA'örðun- arstað og tyílæsti á eftir sér hurðinni, þegar þangað kom. Er hér f rá þessu sagt til þess að hvetja lögregluna <il þess að reyna að hafa hendur í hári þeirra manna, sem ganga með svo viðbjóðslegg sýninga- hneigð. LAKKPLOTUR (með flísamynstri, margir litir) WISA-plötur VEGGSPÓNN 2 tegundir EINANGRUNAR- KORKUR 1” IV2” 2” ÞAKPAPPI j sandborinn Og venjulegur. Alþýðublaðið — 20. sept. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.