Alþýðublaðið - 20.09.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.09.1959, Blaðsíða 5
Guðm. Jónsson óperu- söngvari tekur sér far með Gullfossi n.k. laugardag MALVERKASYNING Valgerð- ar Árnadóttur Hafstad, sem staðið hefur síðan 4. þ.m. í sýn- ingarsalnum að Freyjugötu 41, er nú að Ijúka. Hafa 8 myndiir selzt. Sýningin er opin síðasta dag í dag (sunnudag) frá 2—10 síð- degis. Á sýningunni eru 19 olíu- málverk og 6 eða 7 vatnslitá- myndir. Sýningin er eins og áður er sagt til húsa í Sýningarsalnum Freyjugötu 41 eða sýningarsal Ásmundar Sveinssonar eins og hann er stundum nefndur. -—- (Gengið er inn frá Mímisvegi). Aðsókn að sýningunni hefur verið góð. — Valgerður Árna- dóttir Hafstað er búsett í Frakk landi, og er hún á förum þang- að í fyrramálið. mmwmwmwwtwwM«M lesi@ þeffa SJÖUNDA október verð- ur haidinn bazar til ágóða fyrir Styrktarfélag lam- aðra og fatlaðra. Bazarnefndin treystir á örlæti Reykvíkinga. Gjöf- um verður. veitt viðtaka á eftirtöldum stöðum: Sjafn argötu 14, Selvogsgrunni 16, Meðalholíi 15, Máva- hlíð 6. Auk jiess gefur skrif- stofa félagsins upplýsing- ar á venjulegum skrif- stofutíma. Sími hennar er 1 99 04. — Bazarnefndm. ti! Kaupmannahafnar. En ekki mun hann þó ílengj- ast þar, því að förinni er heitið til Vínar, þar sem söngvarinn mun dveljást í eitt ár við nám. „Ég hef ekki séð framan í kenn- ara í 10 ár,“ sagði Guð- mundur, er Alþýðuhlaðið ræddi við hann í gær, „svo að ekki er vanþörf á, að ég skreppi út.“ Márgir munu vafaláust sa.kna Guðmundar þetta ár, sem hann verður í burtu, enda hefur hann unnið hug og hjörtu allra Íslendinga, er á hann hafa hlýtt. En því meiri verður ánægjan, er hann snýr aftur heim. Al- þýðublaðið óskar Guð- mundi góðrar ferðar. SKOGRÆKT ríkisins ósk- aði eftir sjálfböðaliðum til þess að tína drasl af Mörkinni, Þórsmörk, fyrir nokkrum dög- um. Er drasl þetta eftir úti- legufólk, sem þar hefur hafzt við í sumar. í gær kl. tvö eftir hádegi lagði 27 manna sjálfboðaliða- hópur af stað, en með komust færri en jdldu, þar eð a.m.k. þrisvar sinnurrt fleiri hringdu og buðust til vinnu, en kom- ust með bílnum. Samkvæmt upplýsingum frá skógræktarskrifstofunni var meirihluíinn kveilfólk, en þær virtust fljótari að ákveða sig og fyrstu 10—12, sem liringdu og pöntuðu far, voru allt konur. ÁTTA TOGARAR lönduSu í Reykjavík í vikunni, sem leið, samtals rúmlega 1540 lestum. Brimnes landaði á mánudaginn eftir fiskileit 43 lestum og Ing- ólfur Arnarson sama dag 233 lestum. Á þriðjudag landaði Þorkell máni 256 lestum. Dag- inn eftir landaði Hallveig Fróða dóttir 219 lestum og Austfirð- ingur 96 lestum. Þormóður goði landaði á fijnmtudag 309 lest- um. Loks lönduðu á föstudag Þorsteinn Ingólfsson 205 lest- um og Úranus 182 lestum. Eng- in löndun var í gær og er eng- inn togari væntanlegur inn fyrr en eftir helgi. Efna til Jasshljómleika. GLASGOW, 19. sept. (REUT- ER). Björgunarmenn dældu miklu af vatni í námurnar, sem eldUrinn kom upp í hér í gær og þar sem 46 menn fórust. Talið er alveg vonlaust, að nokkur sé enn á lífi, en björg- unarstarfið er samt þrotlaust haldið áfram. Lík eins manns fannst í g'ær. Ættingjar bíða í hópum saman við námuopið, þar sem enn rýkur úr. Einn þeirra, sem í námunni voru, rétt í því, að eldurinn brauzt út, komst lífs af. Hann féll í yfirlið vegna reykjar- svælu, rétt þegar að hann komst upp í ferkst loft, en björgunar- mönnum tókst að ná honum lif- andi upp. Yfirmenn námanna segja, að tala hinna látnu hefði getað verið hærri, en námuverkfall hefur verið að undanförnu. Það endáði á fimmtudaginn, en margir námumenn voru ekki komnir til starfa aftur í gær. m NÆSTKOMANDI miðviku dagskvökl verður efnt til jazz- hljómleika í Austurbæjarbíói hinna fyrstu á þessu ári. Alls ■ munu fimmtíu hljóðfæraleikar- | ar og söngvarar koma fram á j hljómleikunum, og eru þeir í átta kunnum hljómsveitum. Nokkrar þessara hljómsveita hafa ekki leikið á hljómleikum : fyrr, svo sem hljómsveitirnar Fimm í fullu fjöri, City-kvint- ettinn og Plúto-kvintettinn, en þessar þrjár hljómsveitir eru allar skipaðar ungum og efni- legum jazzleikurum. Þá munu tvær litlar jazzhljómsveitir leika þarna, tríó Kristjáns Magn ússonár píanóleikára og kvint- ett trompetleikarans Viðars Al- freðssonar. Hinar hljómsveit- irnar eru Neó-kvartettinn, hljómsveit Árna Elfars og tólf manna hljómsveit Karls Jónat- anssonar. Söngvarar með hljómsveit- unum eru alls sex, þeir Haukur Morthens og Ragnar Bjarnason, ásamt nokkrum nýjum söngv- urum, þeim Sigurði Johnny, Stefáni Jónssyni, Þóri Nielsen og Berta Möller. Tilefni þessara hljómleika er næsta nýstárlegt, þar sem þær hljómsveitir, er að ofan getur, halda hljómleikana svo að hinn efnilegi trompetleikari Viðar Alfreðsson geti haldið áfram námi erlendis, því að allur á- góði mun renna til námskostn- aðar hans. Viðar Alfréðsson er mjög efnilegur trompetleikari, sem lék með ýmsum kunnum hljóm- sveitum hér, en hefur dvalizt við nám í Þýzkalandi á annað ár. Hins vegar brugðust vonir hans um lán til að hann gæti haldið áfram námi, og hlupu þá félagar hans undir bagga. Má því sannarlega segia, að málefnið sé gott, auk þess sem á hljómleikum þessum kemur fram slíkur fjöldi hljóðfæra- leikara og hljómsveita að til viðburðar má. teljast. Að sjálf- sögðu verða hljómleikarnir að- eins þetta eina kvöld, þár sem miðvikudagskvöldið er hið eina fríkvöld flestallra hljómsveit- anna. ÚRSLIT ensku knattspyrn- unnar í gær urðu þessi: I. deild: Birmingham 3 — Leicester 4. Blackburn 1 — Arsenal 1. Blackpool 3 — Volverhampt, 1. Bolton 3 — Fulham 2. Chelséa 2 — West Ham 4. Evei'ton 2 — Sheffield Wed. 1. Luton 1 — Notthingh. Forest 0. Manch. City 3 — Manch. Un. 0. Newcastle Un. 1 — Burnley 3. Tottenham 5 — Preston 1. West. Bromwich 3 — Leeds G. II. deild: Brighton 2 -— Fjymouth 2. Bristol 2 -— Portsmouth 0. Cardiff 1 — Rotherham 4. Berby 1 — LiverpooL2. Huddersfield 0 •— Aston Villa 1. Hul] City 0 — Scunthorpe 2. Ipswich 6 — Sundei'land 1. Leyton Orient 4 — Lincoln 0. Middlesboruogh 3 — Charlt. 0. Sheffield Un. 5 — Bristol 1. Swansea 2 — Stoke City 2. SÍÐNEY, 19. sept. (Reut- er). Enskur trúboði, sem kom til Sydney í dag, sagði, að hann hefði séð fólk á flúgi í fljúgandi diski yfir Nýju Guineu. Tniboðinn var frá sér numinn í hrifningu yfir því, sem hann hafði feng- ið að sjá „með eigin aug- um“, en diskaflug þetta átti sér stað þrjá dagana síðustu í júní. Hann greindi svo frá, að hann hefði séð hinar fjór- ar manneskjur birtast efst á disknum, en tvær þeirra virtust eitthvað vera að gera nálægt miðju far- kostsins. „Einn farþeg- anna virtist vera að horía á okkur. — Við veifuðum til fólksins — og viti menn — það veifaði aftur | til okkar.“ | Ung hjón, sem voru að byggja sér íbúð og langaði til að sjá það nýjasta í byggingariðnaðinum fundu upp á því að fara á milli fástéignasalannp Í Rseykjav<(k undir því ýfir-' skyni, að þau vildu kaupa og láta sýna sér það, sem á boS- síólum var . . . Þannig gátu þau fengið að sjá flestar nýj- ustu íbúðirnar og völdu það svo úr, er þeim nentaði í sína íbúð . . . Sennilega liafa fasteignasalarnir ekki orðið þakk- látir, er þeim varð ljóst hver tilgangurinn var. ☆ Viðnámsttfna ríkisstjórnarinnar, verð landbúnaðar- afurða. launamál og dýrtíðarmálin, verða aðalmál kosn- 'rnganna, sem fram fara í lck októtoer . . . Kosningabarátt an nú viðist ætla að verða mikln styttri en vandalega, og þannig var það líka 1942, er kosið var tvisvar sama árið. . .Margir stjórhímálamenn eru þeirrar skoðunar, að heppilegra væri að koma á þeirrj venju, að kosningabar áttan yrði alltaf styttri, eins og tíðkast víða erlendis. ☆ Aímenna Bókafélagið ætlar að fara að gefa út nútímá- Ijóðskáld á nlötum . . . Þar eru fremstir í flokki Matthías Jhanntsson ritstjóri og Sigurður A. Magnússon blaðamaður hjá Morgunhlaðinu. ☆ Bæjarstjórn veitir 50 þús. kr. til vegagerðar í Heiðmörk '* * * Skeljungur fær lóð fyrir benzínsölu við Birkimel * * * Valgerður Stefánsdóttir fær leyfi til kvöldsölu -á Loka- stíg 28 * * * Sæmundur Gíslason lögxegluþjónn lætur af stöif um fyrir aldurssakir. ☆ Ingimar Erlcndur Sigurðsson er biiinr! að selja Almenna bókafélaginu ljóðabókarhandrit fyrir 10 þús. kr. Alþýðublaðið — 20. sept. 1959 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.