Alþýðublaðið - 20.09.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 20.09.1959, Blaðsíða 9
( ÍÞróWir a) ermeðlO VALBJÖRN Þorláksson er eini íslendingurinn, sem kemst á afrekaskrá Evrópu í frjáls- íþróttum í sumar, en hann er í 10. til 12. sæti í stangarstökki. Það gerist nú stöðugt erfiðara fyrir smáþjóðirnar að komast i fremstu röð, því að ,,breidd“ stórþjóðanna í hinum ýmsu greinum eykst stöðugt. Það eru t.d. aðeins tveir Norðmenn með al tíu beztu, spretthlauparinn Bunæs og langstökkvarinn Ber- thelsen, báðir í tíunda sæti. í dag birtum við aðeins skrá yfir þá beztu í stangarstökki, en síðar koma allar greinar. STANGARSTÖKK: Bulatov, Rússl., 4,64 m. Garin, Rússl., 4,55 m. Roubanis, Grikkl., 4,53 m. iþróttir erlendis POLITIS hefur sett grískt met í sleggjukasti á móti í Aþenu, hann kastaði 36,06 m. ★ Landström, Finnl., 4,52 m. Beljajev, Rússl., 4,50 m. Jeitner, A-Þýzkal., 4,50 m. Krasovskis, Rússl., 4,50 m. Valbjörn Þorláksson Petrenko, Rússl., 4,50 m. Hristov, Búlgaríu, 4,47 m. Valbj. Þorláksson, 4,45 m. Wasny, Póllandi, 4,45 m. Hlebarov, Bvilgaríu, 4,45 m, FORMOSA sigraði Siam í knattspyrnu með 3 gegn 1. Keppni fór fram í Taipei. WAERN heldur áfram sinni sigurgöngu (eða sigurhlaupum) og nýjasta afrekið er sigur í 800 m. hlaupi. Hann keppti í Lind- köping .í vikunni og andstæð- ingar hans voru margir beztu hlauparar heimsins, svo s6m heimsmethafinn Moens og Le- wandowsky, Póllandi. Tími m hlaupi. Hann keppti í Lin- Waerns var 1:13,0 mín., aðeins 2/10 úr sek. lakara en met. 2. Lewandowsky á 1:48,7 og þriðji Moens, 1:48,8 mín. Veður var frekar óhagstætt og gerir það afrekið enn meira, t.d. var ekki nema 7 stiga hiti. MWWHWWMMWtWMMM IHamrin beztur i| Sænski knattspyrnu- !> maðurinn Kurre Hamrin ;! er einn af þeim beztu í !> heiminum. Hann leikur ]| fyrir ítalska félagið Fior- j! entina og á dögunum, þeg- ; • ar félagið sigraði Real J! Madrid (2:1) var hann ein- !• róma álitinn bezti maður ;! vallarins. — Það voru þó % ekki lélegri menn að leika ;[ en Didi, di Stefano, Gento j! og Puskas. Blöðin fóru !> einnig lofsamlegum orð- ;i um um leik hans og sögðu !> hann stórkostlegan. ;! ítalska deildarkeppnin ;! hefst á sunnudaginn og þá ! > leikur Fiorentina gegn ;[ Udinese. !>l MMMMMMMMMMMMtMMW Lið Norð- Dan Waern, manna gegn Austurríki NORÐMENN þreyta lands- keppni í knattspyrnu gegn Aust urríki í Vín 23. september n.k. Norska knattspyrnusambandið hefur valið landsliðið og er það þannig skipað: Sverre Ander- sen, Viking, Arne Bakker, Ask- er, Yngve Karlsen, Sandfjord, Arne Natland, Eik, Thorbjörn Svensson, Sandfjord, Arnold Johannessen, Pors, Rolf Björn Backe, Gjövik/Lyn, Aage Sör- ensen, 'Valerengen, Har. Henn- um. Frigg, Ove Ödegaard, Odd og Finn Gundersen, Skeid. Varamenn: Sveinn Weltz, Frigg, Age Spydevold, Fred- riksstad. Odd Oppedal, Brann, Per Kristoffersen, Fredrikstad, og Roald Muggerud, Lyn. Framhald af 12. síðu. ið notað til þess að stýra flaug inni í nánd við tunglið. Fimmta þrepið væri notað til þess að skióta henni á loft frá tunglinu aftur og sjötta þrepið til að stýra henni til jarðar. Ef sendir yrðu tveir menn með slíkri geimflaug, yrði mjög þröngt um þá; klefi þeirra yrði aðeins 14 fet á hæð og 12 fet í þvermál. Förin til tunglsins tæki um hálfan annan sólaj-hring og þar yrðu þeir j vikutíma. Á þeim tíma mundu þeir safna meiri og nákvæmari upplýsingum um tunglið en nokkur ómönnuð geimflaug, hversu vel útbúin sem hún væri að vísinda- tækjum. FELIX VALVERT og NEO-QUARTETT og söngkona STELLA FELIX SÍMI 35936. Ný kápuefni Blá — Rauð — Græn — Brún '•— Grá Verzlunin SNÓT, Vesturgötu 17. NýkomiS: Hurðargiimmí Kistuloksgúmmí Lím Hurðarhúnar — ytri Hurðarstrekkjarar Slitboltar í Ford, Chevrolet, Dodge, Kaiser, Buick, Pontiac o.fl. Stýriskúlur í Ford ’55—’57 Spindilboltar í Ford vöru- og fólksbíla, Dodge, Chevrolet o.fl. Hosur í Chevrolet, Dodge, Ford, Kaiser o.m.fl. Hosubönd Vatnslásar í Dodge, Chevro- let, Ford, Will’s, o.fl. Glitaugu Hoodbarkar í flestar gerðir Innsogsbarkar í flestar gerðir Handbremsubarkar í flestar gerðir Hraðamælissnúrur í ame- ríska bíla Ljósaperur Ljósavír Tengi Rofar Kortavír og fjölda margt fleira. Laugavegi 103 Sími 2 40 33 AÐALFUNÐUR HAFNARFiARÐARKERKJU vei'ður haldinn í kirkjunni næstkomandi þriðjudag 22. þ. m. kl. 20.30. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Rædd verður og borin undir atkvæði ósk um stofn- un sérstakrar sóknar fyrir þjóðkirkjumenn í Garðahreppi. 3. Önnur mál. Sókna'rnefndin. Skólasfjórasfarf við verksfjéraskcla ■Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur í hyggju að stofnsetja verkstjóraskóla og óskar að ráða skóla- stjóra með háskólamenntun. Væntanlegum skóla- stjóra verður gefinn kostur á sérmenntun erlendis. Kjör samkvæmt samkomulagi. Skriflegár umsóknir óskast- sendar fyrir 20. október ásamt upplýsingum um menntun Oa fyrri störf. Upplýsingar um starf þetta verða ekki gefnar í síma. * Söiumiðstöð Hraðfrystihúsanna, Reykjavík. Auglýsingasími Alþýöuhlaðsins er 14906 Orðesending á vinnustaði frá Þvottahúsinu Lín h.f., Hraunteig 9. Framkvæmdastjórar, verkstjói'ar og starfsfólk. Látið okkur annast hreinlætið ásamt ykkur á vinnustað. Sendið hlífðarsloppana og handþurrkurnar til okkar. Sækjum. — Sendum. Þvollahúsið Lín h.f. Sími 34442. Útför mannsins míns, STEFÁNS Ó. STEPHENSEN, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn ,21. sept. kl. IV2 e. h. Athöfninni verður útvarpað. Blóm afþökkuð. Sigfríður Arnórsdótíir. Húgheilar þakkir færum við öllum þeim mörgu, sem sýndu okkur samúð og vináttu við fráfall og jarðarför elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, STEFÁNS DAGFINNSSONAR, skipstjóra., Sérstaklega þökkum við H.f. Eimskipafélagi íslands fyrir veitta aðstoð í veikindum hins látna erlendis, einlæga hlut- tekningu og velvild við útför hans. Skipshöfninni á m.s. „Dettifoss“ og Stýrimannafélagi íslands þökkum vð einnig sýnda tryggð og vináttu, Jáníana Stefánsdóttir. Dagfinnur Stefánsson. Soffía Haraldsdóttir. Þóra Stefánsdóttir. Bjatrni Júlíusson. Sigrún og Hannes Hafstein. Alþýðublaðið — 20. sept. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.