Alþýðublaðið - 20.09.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 20.09.1959, Blaðsíða 10
Haukifr Morthens syngur með hljómsveit Árna Elvars í kvöld Matur framreiddur kl. 7—11. Borðpantanir í síma 1532? INCÍ3LF5 CAFÉ;4 Opnar daglega kl. 8,30 árdegis. ALMENNAR VEITINGAR allan daginn. Ódýr og vistlegur matsölustaður. Reynið viðskfptln. Ingólfs-Café. sparar án fyrirhafnar CUDOCLERHE. GRwmmoiT/ y Sjötugur á morgun: r ánrgrfmur Olafsson prenlari ÞÖTT Rogesen, Babbitt og Bör séu enn sem áður fyrir- ferðarmiklir á meðal vor, þá finnast einnig, sem betur fer, aðrar og viðfelldnari mann- gerðir, jafnt með öldnum sem ungum; menn, sem ekki miða hverja lífshræringu við það, að hún „borgi sig“, og e>ru skyggnir á „dýrðina á ásýnd hlutanna“. Einn hinn skemmtilegasti sjíkra manna, sem ég hef bor- ið gæfu til að kynnast, Arn- grímur Ólafsson starfsbróðir minn, verður sjötugur á morg- un. Hann er fæddur 21. sept- ember 1889 . að Hallgilsstöð- um í Hörgárdal. Prentnám hóf hann hjá Oddi Björnssyni á Akureyri 1906 og vann þar til þess í nóvember 1910, að hann sigldi til frekára lærdóms í starfinu og vann í Prentsm. Möllers í Kaupmannahöfn 1911—’14; kom þá heim á ný og vann um hríð í prentsmiðj- um í Reykjavík. Árið 1918 fór hann enn utan clj var erlend- is til 1923, En frá 1924 hefur hann unnið sem vélsetjari í Félagsprentsmiðjunni. Hann var formaður Reykjavíkur- deildar HÍP 1928. Hann hefur frá 1945 séð um garðinn við hús HÍP, og ber garðurinn smekkvísi hans og handbragði fagurt vitni. Ég kynntist Arngrími fyrst að ráði fyrir um hálfum öðr- um tug ára, er við urðum ná- grannar á jörð prentarafélags- ins í Ijaugardal, þar sem hvor átti sinn kofa. Ég hafði að vísu haft spurnir af honum áður, allt að því þj óðsagnakenndar sumar, um ævintýri hans með- al framandi þjóða og tamning hans á alls konar villtum kvik indum, og mundi hann kunna hitt og annað fyrir sér, jafn- vel skilja fuglamál. Ég hugði því gott til að kynnast þess- um félaga nánar, og ein fyrstu kynnin voru þau, að ég fékk far í jeppa hans austur yfir heiði. Barst þá í ta^ skáld- skapur, og var þar ekki komið að tómum kofunum. Hafði Arngrímúr jafnt á hraðbergi tilvitnanir í þá „stóru“ sem mergjaðan skáldskap kjarn- yrtan, á hreinni íslenzku, þeirrar tegundar, sem hélt þjóðinni vakandi í þúsund ár og fer eins og „kuldastraum- ur um_.líkama manns í hitum, en eins og hitastraumur 1 kuld um“, svo að vitnað sé í Kiljan. Sú ferðin yfir Hellisheiði fannst hvorki leið né löng, og síðan hafa verið farnar marg- ar slíkar! Arngrímur Ólafsson er af- burða hagur maður, og má svo að orði kveða, að allt leiki í höndum hans. Félagar hans, frumbýlingarnir í Laugardal eystra, hafa notið góðs af þessum eiginleika hans oftar en tölu verði á komið, bæði í ráðleggingum og verkfæra- lánum. Arngrímur Ólafsson hefur að upplagi verið fjölhæfur mjög, og myndu flestar leiðir hafa staðið honum opnar til fjár og frama, hefði hann ver- ið ungur nú. En hann hefur skeytt jafnlítt um fé sem borg- aralegan frama. Lífsfyllingin og gleðin yfir unnu starfi hef- ur verið honum fyrir öllu. Hann hefur verið áhlaupa- maður. Þegar hann hefur feng ið áhuga á einhverju viðfangs- Disney efni, hefur hann gengið að því eins og hamhleypa og vart unnað sér svefns né matar, enda hefur þá gengið undan honum. Það hafa verið hon- um nóg laun að leysa þraut- ina, sigrast á erfiðleikunum. Sínar beztu stundir mun Arngrímur hafa lifað einn í skauti íslenzkrar náttúru, eips og þeir fleiri, sem eru sama sinnis. Munu þeir ekki marg- ir vera, sem betur kunni tjl Framhald af 12, síðu. urríkis, til þess að vita, hvort hér væru ekki möguleikar. Walt Disney á miklum vin- sældum að fagna meðal yngri kynslóðarinnar. Á myndinni hér að ofan er blómarós að biðja hinn fræga mann um eiginhandaráritun. Arngrímur Ólafsson. ferðalaga hér á landi allan ársins hring, enda á hann vönduð klæði og búnað allan til slíkra hluta. Þó er eitt það klæðisplagg, sem ég veit ekki til að hann eigi og hefur senni- lega aldrei átt, en það er yfir- frakki, enda þykir honum það ljót flík! Arngrímur er náttúruskoð- ari mikill og náttúru-unnandi af lífi og sál, enda hefur hann með langri þjálfun fengið næma heyrn á tóna og hvassa sjón á liti í ríki náttúrunnar. Stend ég í þakkarskuld við hann meðal annars fyrir það, að hafa bent mér á mörg dýrð- leg - tilbrigði lita, er ég hafði ekki skynjað áður, ýsem og nokkra greiningu í fuglarödd- um, en Arngrímur er alveg sérstakur fuglavinur. Líður mér- ekki úr minni, þegar hann kenndi mér fyrst að þekkja flauelsmjúka altrödd ■ músarrindilsins, þessa dillandi tóna minnsta íslenzka söngv- arans. Á yngri árum stundaði Arn- grímur íþróttir, einkum ís- lenzka glímu, og var þar fram- arla í flokki. Og sjötugur er hann ennþá vöðvastæltur, teinréttur og spengilegur. — Eitt sinn eigi alls fyrir löngu leit ég sem oftar inn til hans í sumarbústaðinn. Þetta var árla morguns og steypiregn á, sem mest má verða í Laugar- dal. Arngrímur var ekki kom- inn á fætur og taldi litla á- stæðu til í slíku veðri. Nú var það sjaldgæft að ég væri hon- ur fyrri á fætur, og þóttist ég góður af því og mælti til hans frýjuorðum. Piltur hafði eng- in umyrði, snaraðist fram úr eins og guð hafði skapað hann — og út — undir fossandi steypibaðið af himnum ofan! Stóð hann þannig um stund og meðtók þessa hressandi skírn, og bar ekki á að setti að honum hroll. í hugarheimum eru Arn- grími, troðnar slóðir jafn lítt að skapi sem í efnisheiminr um. En hann er heimspekilega" þenkjandi og hefur yndi af að glíma við ráðgátur tilverunn- ar. Er hann víðlesinn í þeim efnum — og víðsýnn. Ég óska Arngrími vini mín- um Ólafssyni allra heilla á þessum tímamótum ævi hans. Gefi oss gæfan sem flesta slíka! Þorsteinn Halldórsson. Framhald af 4. síHu ur á Verkamannaflokknum en öðrum flokkum og það er einmitt með áróðri fyrir góðri þátttöku, sem foringjar flokks ins hyggjast vinna á við þess- ar kosningar. Flokkurinn hef- ur undanfarin ár endurskipu- lagt kosningavél sína og legg- ur höfuðáherzlu á starfið í þeim 200 kjördæmum, sem vafasöm eru, en það eru kjör- dæmi þar sem unnust með undir 5 prósent meirihluta á annan hvorn veg síðast. Mör- gan Phillips, aðalritari flokks- ins upplýsti nýlega, að flokk- urinn hefði eytt 4 milljónum króna til að styrkja afstöðu sína í þessum kjördæmum. Er ekki talið útilokað að Verka- mannaflokkurinn vinni 66 af kjördæmum þessum frá í- haldsmönnum. Hvað alla skipulagningu snertir stendur Verkamanna- flokkurinn langt að baki í- haldsflokknum, enda hafa þeir yfir margfalt minna fjár- magni að ráða. íhaldsmenn fá beinan stuðning frá ýms- um atvinnufyrirtækjum og auk þess hafa mörg fyrirtæki, með stáliðnaðinn í broddi fylkingar haldið uppi stöðug- um áróðri gegn Verkamanna- flokknum í sumar. Foringjar Verkamanna- flokksins telja að sú stað- reynd, að íhaldsmenn standa betur að vígi hvað skoðana- könnun snertir, breyti ekki þeirri staðreynd, að flokkur- inn hafi nokkra sigurmögu- leika. Frá 1955 hafa farið fram fast að .50 aukakosning- ar og hafa íhaldsmenn tapað fylgi í þeim öllum. En vafa- samt er hvort Verkamanna- flokkurinn nær að fella í- haldsmenn frá stjórn, enda þótt flokkurinn vinni talsvert á í mörgum kjördæmum. Fögur og rík Framhald af 12. jíðu. — Jæja, farðu út fyrir girð- inguna. Mig Iangar ekkert til að vera ókurteis, en ég er hætt öllu starfi og vil aðeins fá að vera ein og lesa. Svona fór um sjóferð þá. Hún var einu sinni grönn. (Þannig mundi blaðamaður- inn eftir henni). En nú var hún tekin að fitna. Ljósa hár- ið var meira en ljóst. Það var prðið grátt, hirðuleysislega hnýtt í tagl. Húsið hennar lætur lítið yfir sér, en inni er það fagur- lega skreytt og garðurinn um- hverfis það er einkar fagur. Nágrannarnir segja, að fyrst eftir að hún settist þarna að, hafi hún verið ræðin og fynd- in, en síðar hafi hún horfið meira og meira inn í sjálfa sig. Vinur hennar segir: — Ilún Iokar sig inni. Hún er alitaf í gönguferðum um ströndina og borgina. Hún notar sjaldan bílinn, fer allt gangandi — alltaf ein ... Annast viigerðir klæðningar, nýsmíði á bólstruðum húsgögnum. Húsgagnabólstrunin, Hverfisgötu 46. Sími 23957 Hfbinii: Bús/áhöld f)'á Taylbi' Law & Co. „Tala“. Kleinuhringjajái'n Uppþvottagrinduir Ruslafötur, stórar og litlar Rjómasprautur Sprautupokar og túður Eldhússkæri Eldhússagir Kökugrindur BoIIagrindur Tertubox Kökukeflj Snittusett Eggjaskerarar Þeytarar Möndlukvarnir Kökuform, ýmis konar Taflform Hjartaform Smákökuform Dósahnífar Rvík. — Hafnarf jö/rður. Miðaldra maður með góðan atvinnurekstur vill kynn- ast góðri stúlku , (ekkju) á aldrinum 40 til 50 ára. Til- boð ásamt mynd, er' end- ursendist, dendist Aiíþýðu- blaðinu fyrir 24. þ. m. — mtrkt: Góður félagsskapur. MoJasykur p ó 1 s k u r Strásykur. Cúba Flórsykur Púðursj'kur Kandís í lausu — og pökkum Nýbrentt og malað kaffi í cellophan-pökkum noa Þingholtsstræti 15 Sími 17283 Þýztar verkfræðingur óskar eftir -að kynnast Ijórhærðri og biáeygðri íslenzkri stúlku með hjónaband f hu-ga. Til- boð sendist afgr. blaðsins merkt: „888“ seim fyrst. BANANAR kr. 22,00 kg. AGÚRKUR kr. 8,35 stk. GULRÓFUR mjög ódýrar. Þingboltsstræti 15 Sími 17-283 10 20. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.