Alþýðublaðið - 22.09.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.09.1959, Blaðsíða 9
Haustmótið: REYKJAVÍKURMÓTIÐ hélt áfram á sunnudaginn. Þá voru leiknir tveir leikir. Annars veg ar KR—Víkingur og hins vegar Fram—Þróttur. Snarpur vind- ur var og auk þess gekk á með dynjandi regnskúrum, meðan ieikirnir fóru fram. Sannarlega ekki uppörvandi veður, hvorki fyrir leikmenn né áhorfendur, sem líka voru með fæsta mó1i. KR — VÍKINGUR 4:1 KR-ingar léku undan vindin- um í fyrri hálfleiknum. Þrátt fyrir mikla yfirburði þeirra, svo sem að líkum lætur, gegn hinu unga og líttreynda Vík- ingsliði, tókst því að halda marki sínu hreinu í allt að 17 mínútur. En þá fengu KR-ingar aukaspyruu rétt utan vítateigs, sem Örn Steinsen tók og sendi prýðilega í kollhæð til Þórólfs Beck, sem nýtti færið af mikilli list og skoraði með snöggri höf- uðsveiflu og lítt verjandi, fyrir Jóhann Gíslason, markvörð Vík ings, sem annars átti aligóðan leik. Hins vegar skipti það eng- um togum, eftir að leikur hófst að nýju, að Víkingur kvittaði. Hér kom að vísu meira til en snilli Víkings-sóknarinnar. — Meginþáttur þessa marks var viðvaningslegt tilvik Hreiðars ibakverðar KR. Viðbragð, sem ekki á að sjást til neins bak- varðar, hvað þá landsliðsbak- varðar. Hann nær til knattar- ins og hafði nægan tíma til að spyrna honum frá, í stað þess fer hann að gaufa við að senda hann til Heimis. Hægri útherji Víkings, Jón Magnús- son, kemst á milli Og skorar þegar Það skipti í sjálfu sér ekki miklu máli fyrir KR, hvort Það fékk þetta mark á sig eða ekki, en það var ósköp að sjá hvernig það bar að. Þetta jafn- ræði í mörkum stóð heldur ekki neina stund, aðeins frá þvi að knötturinn var aftur í leik, og er Þórólfur var kominn í skot- færi, eða röska mínútu, og skot hans dundi hörkufast upp undir slá og inn. Stuttu síðar átti Sveinn svo fast skot í stöng neðst í vinstra hornið, eftir sendingu Þórólfs og loks á 45. mínútu skorar Þórólfur þriðja markið. Ellert Schram átti all- an aðdraganda þess. Lék upp' að endamörkum, þvers og kruss 1 gegnurn Víkingsvörnina, sendi þaðan út til Þórólfs, sem skaut viðstöðulaust og skoraði. Þrátt fyrir mörkin stóðu Vík ingar sig furðu vel, sýndu oft rétt laglega knattmeðferð, en í heild var lítil baráttugleði yfir leik þeirra. í síðari hálfleiknum var jafn vel búizt við að þeim myndi tak LU J T 1. KR 2 2 0 0 6:1 4 st. 2. 'Valur 1 1 0 0 2:1 2 st. 3. Fram 2 10 1 3:3 2 st. 4. Víkingur 1 0 0 1 1:4 0 st. 5. Þróttur 2 0 0 2 1:4 0 st. ast að jafna dálítið metin, er vindurinn kæmi til aðstoðar, en svo varð ekki. KR var þá nær óslitið í sókn, þó ekki tækist að skora nema eitt mark, en það gerði Jón Sigurðsson, en hann hefur* nýlega hlotið gullmerki KSÍ fyrir leistar knattþrautir. Hann sýndi það líka, að hann hefur tileinkað sér nokkuð af þeirri lgikni, sem hverjum þeim, er eitthvað vill láta að sér kveða á knattspyrnuvellinum, er nauðsynleg. Þetta mark kom eftir skemmtilegan samleik þeirra Arnar og Þórólfs, þar sem sá síðarnefndi lagði knött- inn fyrir Jón, sem skaut við- stöðulaust og skoraði. í þessum hálfleik átti KR ýms góð tækifæri, þó ekki tækist að skora fleiri mörk. Ellert skall- aði t. d. mjög vel úr sendingu Arnar, en markvörður bjarg- aði. Skotum rigndi yfir eða ut- anhjá o. s. frv. auk þess sem Víkingsvörnin átti sinn drjúga Þátt í að bægja hættunni frá. Hins vegar mátti segja að íram línu Víkings tækist ekki að ógna KR-markinu svo neinu næmi, þó undan vindi væri að sækja. Aukaspyrnu fékk hún þó snemma í hálfleiknum, rétt utan vítateigs, á svipuðum stað og KR gerði sitt fyrsta mark úr. En hún var mjög illa fram- kvæmd og kom þar af leiðandi ekki að neinu gagni. Magnús Pétursson dæmdi leikinn vel. FRAM — ÞRÓTTUR 2:1 Stuttu eftir að leik KR—Vík ings lauk, hófst seinni leikur- inn. Fram lék fyrst undan vindi. Sótti i'ösklega á, en erfiðlega gekk að hitta á markið, eins og fyrri daginn, þó það lægi vel við skotum. Á 10. mínútu kom þó fast skot frá Guðjóni Jónssyni, en Þórður Ásgeirsson varði það mjög vel og eins öðru sinni, 10 mínútum síðar, frá Guðmundi Óskarssyni, hörkuskot uppi í vinstra horni. Sýndi Þórður í þessum tilfellum og enda fleir- um í leiknum, að hann er mjög vaxandi markvörður og hefur farið mikið fram í sumar. Má hiklaust telja hann í hópi hinna ’snjöllustu yngri markvarða vori'a. Er 25 mínútur voru liðnar kom fyrsta markið, en það gerði Reynir, fyrirliði Fram úr næsta ólíklegri stöðu, tókst að renna knettinum skáhallt inn í mark- ið milli markvarðar og stang- arinnar. Hér brást Þórði boga- listin í staðsetningu. Nokkrum mín. síðar jafna svo Þrótt- arar, en markið er dæmt rang- stætt, eftir að Hörður Óskars- son, sem leikinn dæmdi, hafði ráðfært sig við línuvörðinn. Rétt á eftir kemur sams konar atvik fyrir við mark Þxúttar, er Fram skorar, og enn ráðfærir dómarinn sig við línuvörðinn, sem telur að um rangstöðu hafi vexið að i-æða. Loks er 5 mínútur eru eftir skorar Guðjón Jónsson með góðu skoti. Hálfleikurinn endar með 2:0 fyrir Fram. Eftir frarnmistöðu Þróttar í fyrri hálfleiknum, þar sem Löve51f27ni. SEPTEMBERMÓT FÍRR átti aíf fara fram á laugardaginn, en vegna óhagstæðs veðurs vaff því frestað. Keppni fór þó fram í kringlukasti og sleggjukasti og í fyrrnefndu greininni náði Þorsteinn Löve, ÍR, bezta ár- angri íslendings í ór, kastaði 51,27 m. Úrslti kxinklukastskeppninn- ar urðu annars þessi: 1. Þorsteinn Löve, ÍR, 51,27 2. Friðrik Guðm.ss., KR, 49,53 3. Gunnar Huseby, KR, 45,26 4. Guðjón Guðm.ss., KR, 41,93 5. Björgvin Hólm, ÍR 41,63 Hann á heims- metið 59,91 m!.. HANN er sterkur og vel þjálfaður þessi kringlukast- ari — nafn hans kannast flest- ir íþróttaunnendur við — hann heitir Piatkowsky, er pólskur og á heimsmetið í kringlukasti, 59,91 m., sett á Janusz Kusocinski minningar- mótinu í Varsjá í júnímánuði síðastl. Piatkowsky er ekki stór en stíll hans er frábær og sterk- ur er hann. Hann varð Evr- ópumeistari í Stokkhólmi og margir hallast að því, að hann verði Olympíumeistari. Banda ríkjamenn eru ekki hrifnir af því, þeir hafa oftast lilotið þann titil allra þjóða í kringlu kasti og nýlega sagði OL- meistarinn frá Melbourne, Oerter, að hann ætlaði að kasta 61 til 62 metra næsta sumar og vonandi dugar það til þess að halda OL-titlinurti í Róm, sagði hann. KR og Fram sigruðu. þeir sýndu oft snerpu og sókn- arhug, þó illa gengi að finna markið, mátti ætla að þeir gætu velgt Fram verulega undir ugg um er vindurinn veitti þeim fuiltingi. Þó tókst þeim ekki að skora utan einu sinni, en það gerði Ómar Magnússon, h. nnh. er 31 mínúta var af leik. Fi'ek- ari marktækifæri tókst þeim heldur ekki að skapa sér í leiknum, svo að neinu gagni j kæmi. Hins vegar áttu Framar- | ar ýms góð tækifæri, svo flest hefðu átt að endast þeim til KEFLAVÍK sigraði Hafn- arfjörð í bæjarkeppni í knattspyrnu unt helgina með 5 mörkum gegn 4. Keppnin fór fram á gras- vellinum í Njarðvík og var hin skemmtilegasta. Nánar verður skýrt frá leiknum síðar. MtWMWMWWWtMMMWW 45,S sek. í 400 m.h VESTUR-Þjóðverjinn Karl Kaufmann setti nýtt Evrópumet í 400 m. hlaupi í . Köln á Iaugardaginn, hann ltljóp á 45,8 sek., en gamla metið, sem Rudolf Harbig og Rússinn Ignat- jev áttu var 46,0 sek. Annar í hlaupinu varð Kinder, V-Þýzkalandi á 46,7 sek., einnig mjög góður tími. þess að skora úr, ef almennilega hefði verið að staðið. Dagbjart- ur h. úth. gaf t. d. bæði Guð- mundi Óskarssyni og Gretari Sigurðssyni svo upplögð tæki- fæxi, að með fádæmum má telja að „brenna slíkt af“. Fæt- urnir böggluðust undir Guð- mundi er hann ætlaði að skjóta, en Gretar skaut hins vegar hátt yfir. Áuk þess skaut Guðmund ur einnig yfir síðar. Tala slíkra glataðra tækifæra, sem borið hafa að með svipuðum hætti og þessi, er orðin legíó á hinum ýmsu leikjum. En hvenær ætla framherjarnir að laga slíka galla? Snúa hlutunum þannig að það teljist ekki til tilviljun- ar ef þeir hitta á mark úr upp- lögðu færi? Hörður Óskarsson dæmdi leikinn og gerði það vel. Hann var auk Þess til fyrirmyndar í því að ráðfæra sig við línuverði um vafaatriði. EB. Alþýðublaðið — 22. sept. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.