Alþýðublaðið - 22.09.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 22.09.1959, Blaðsíða 12
— KAÐ var alltaf steikjandi * hiti, yfir 40 stig flesta daga. Við þoldum hitann sæmilega, en þó sólbrann ég svo að skinnið flettist af mér. — Þó var þorstinn verstur. Þetta segir Hjörtur Jónas- son stud. theol. Hann er alveg nýkominn frá Túnis, þar sein hann vann við að reisa úr rústum skóla í þorpinu Sakiet -Sidi Youssef, rétt við landa- mæri Alsír, en hann eyðilagð- ist í ómannúðlegri loftárás Frakka í febrúar 1958 og sex börn létu lífið. COSEC, Al- þjóðastúdentasambandið á- kvað að senda sjálfboðaliða til Þetta er mynd Hirti með sólhatt eins og þeir notuðu í byggingavinnu í Túnis. að endurreisa skólann, og alls komu stúdentar frá 55 lönd- um á vegum þess og Túnis- stúdenta. — Við fórum tveir héðan með Drottningunni til Kaup- mannahafnar, Þórir Olafsson og ég, en með lest til Rómar og þaðan með flugvél til Túnis. Fimm eða sex daga urðum við að bíða í Túnisborg og Karþagó eftir leyfi til þess að fara til Sakiet-Sidi Youssef. — Var barizt þarna við landamærin? — Já, það heyrðust alltaf skothvellir, og við héldum, að það væru skærur fyrir hand- an þau. Frakkar beindu líka stundum að okkur sterkum ljóskösturum, og lýstu upp allt nágrennið. Það var getið um hópdvöl stúdentanna í Sakiet-Sidi Youssef í heimsfréttunum, og frá því skýrt, að Frakkar væru tortryggnir. — Vistin þarna var góð, heldur Hjörtur áfram, — fæðið sæmilegt, en þó ekki sem bezt. Kjötið var illa soð- ið, blæddi úr því, og menn voru slæmir í maganum*. Þar við bættist að þrifnaður er á lágu stigi og upp kom skæð blóðkreppusótt. Ég og margir fleiri veiktust. — Það var unnið frá hálf- sjö tií hálftólf árdegis, og frá þrjú til hálfátta á kvöldin, Stundum var líka unnið frá 8 til 12 á kvöldin við ljós> Heitasta kafla dagsins var Framhald á 3 síðu. 40. árg. — Þriðjudagur 22. sept. 1959 — 203. tbl. Stjarna Aden- auers fallandi ÞAÐ bendir allt til þess, að stjarna Adenauers sé ört fallandi í Þýzkalandi. Skoð- anakönnun var látin fara fram í Frankfurt og sýnir hún að hann er ekki eins vin- sæll og áður, en hins vegar er gengi Ludwig Erhards meira en áður. Adenauer virð- ist hafa farið flatt á því að draga sig til baka frá forseta- kjörinu og vilja halda áfram að vera kanzlari. BREZKIR „hellismenn“ eru i þann veginn að kanna betur ríki nornarinnar frá Wookey, sem um er rætt í sögnum. En þeir verða að fara niður í vatn neðan jarðar. Wookeyhellarnir í Somerset í Englandi voru bústaður frum manns og íorsögulegrar hýenu ALÞÝÐUBLAÐIÐ birti síðastliðinn laug- ardag tillögu þingmanna Alþýðuflokksins um athugun á afnámi telcjuskattsins, þá er alþingi samþykkti. Nú stendur yfir rannsókn nefndar á þessu atriði, en meðal vandasöm- ustu atriða málsins os öflun nýrra tekna í stað þessa skatts. Emil Jónsson, núverandi forsætisráðherra, flutti ýtaríega og skýra framsöguræðu með tillögunni á þingi. í þeirri ræðu benti hann meðal annars á þessi atriði: TEKJUSKATTURINN ER ORÐINN LAUNASKATTUR Tekjuskatturinn, sem Alþýðuflokkurinn vill afnema, er orðinn fyrst og fremst launa- skattur, er lendir á þeim, er taka föst laun og gefa þau öll upp til skatts. en ekki á hin- um, sem geta komið tekjum sínum undan skatti. ÍC FORSENDUR SKATTSINS ERU BROSTNAR Tekjuskatturinn var 'settur á 1921. ‘Þar áður voru nær eingöngu óbeinir skattar. Helztu forsendur skattsins eru nú ekki leng- ur fyrir hendi. Hann hefur aldrei reynzt með stærstu tekjustofnum, innheimtan er dýr og loks hafa framtöl verið fölsuð meira en nokkurn óraði fyrir. Rey.nslan af tekju- skattinum er því ekki góð. ★ SIÍATTURINN VERKAR ÞVERÖFUGT Daglega má hitta fyrir menn, sem greiða lágan tekjuskatt, en lifa ríkmannlegu lífi, en Iaunamenn greiða háan skatt, þótt fjöldi a.nnarra komizt undan. Skatturinn verkar því þveröfugt við það, sem upphaflega var til ætlazt. MENN HÆTTA AÐ VINNA Menn, er hafa af dugnaði háar tekjur, hætta bókstaflega að vinna, þegar svo er komið, að ríkið tekur 40% og bærinn 40% af viðbótartekjum þeirra. Það er skaði fyrir ríkisheildina að missa menn úr starfi. ÓBEINIR SKATTAR KOMI EKKI VIÐ LÁGU LAUNIN Hvað á að taka við af tekjuskattinum? Hægt er að leggja óbeina skatta á vörur þannig, að það komi ekki niður á lágu laun- in, enda eru allar aðstæður í þjóðfélaginu gjörólíkar því, sem var fyrir 35 árum. fyrir meira en 60 þús. árum. Þarna í flóknu og víðáttu- miklu gangakerfi hellanna fundu hinir fornu íbúar lands- ins ákjósanlegt hæli. En sagnirnar um nornina í hellinum á rót sína að rekja til seinni aldaskeiða. Enginu veit hvernig þetta hófst, en kynslóð eftir kynslóð hefur sagan borizt. í ljóði frá 18. öld er skýrt frá því, hvernig fólkið í ná- grenninu mátti þola áreitni flagðsins, unz lærður munkur frá Gladstonbury breytti henni í steindrang. Sögnin um nornina lifði á vörum fólksins lengi eftir að hellarnir voru týndir. Öldum saman vissi enginn, hvernig væri hægt að komast inn í þá, og það var ekki fyrr en á 19. öld, að munninn fannst á ný. Fyrsti könnuðurinn, sem at- hugaði hellinn, fór niður klettaþrep, sem náttúran hef- ur sjálf myndað, og þá blasti nornin við honum, kletta- drangur, sem minnir á höfuS og herðar af konu. Skammt þar frá hverfur áin, sem myndað hefur hellana, inn á lága ganga. Vel út búnir könnuðir nútímans hafa fylgt lienni ofan vatns og neðan gegnum 15 sali, og nú er þess vænzt, að komast megi að upp tökum hennar neðan jarðar í 15 mílna fywlægð langt inn í Mendiphæðum. Og eftir allt saman lítur út fyrir að sögnin um nornina sé reist á einhverjum sögulegum rökum. Fundizt hefur við upp-. gröft í hellunum konubeina- grind og við hlið hennar var kristalskúla. Hélt Kanada- dali verðlama NIAGARA FALLS, (UPI). — Kanadadollar cr nokkrum sentum verðmeiri en Banda- ríkjadollar, en það vita ekki allir Bandaríkjamenn. Fyrir skömmu var ungur maður tekinn fyrir að stela banda- rískuin, og kanadísluim doll- urum úr verzlun í Niagara Falls. Hann hafði eytt öllum bandaríkjadollurunum en rif- ið kanadadollarana, „af því atS ég hélt að þeir væru verð- lausir“. GERLAFRÆÐINGAR hafa allt frá því að fyrst var í alvöru farið að tala um að skjóta á tunglið, verið áhyggjufullir út af því, að með slíkum skot- um verði tunglið útverk- að í gerlagróðri frá jörð- inni. Þeir vilja fá að rann- saka, þegar kleift verður, hvort einhver gerlagróður er þar fyrir, hvort slíkur gróður getur borizt hjálp- arlaust um geiminn o. s. frv. Nú hefur rússnesk rak- etta lent á tunglinu, að sögn hinna vísú, en kvað hins vegar hafa verið dauð hreinsuð, áður en hún var send af stað, svo að hún á ekki að spilla fyrir rann- sóknarmöguleikum gerla- fræðinganna. En á annan möguleika hefur verið bent. Dr. P. C. Trexler við Notre Dame háskóla bendir á það, að hugsanlegt sé, að þegar að því kemur í framtíð- inni, væntanlega náinni framtíð, að geimfarar koma aftur frá öðrum hnöttum, t. d. Marz, að þeir komi með herskara af gerlum og veirum, sem valdið geti sjúkdómum og eyðileggingu á jörðinni. Hann bendir og á það, að sýkingarvarnir náttúr- unnar á jörðinni séu senni lega gagnslausar gegn slík um óvinaskörum. Hann segir og, að fundur Ame- ríku hafi leitt af sér í þrjár aldir sjúkdóma og dauða báðum megin Atlants- hafsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.