Alþýðublaðið - 23.09.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.09.1959, Blaðsíða 3
(NTB), 22. sept. — RITSTJÓRI Izvestia, málgagns sovézka kommúnistaflokksins, skrifar í grein í blaði sínu í dag, að hin nokkuð svo afstæða friðarþrá Bandaríkjamanna, sé nú ein- lægari og ennfremur ábyrgð- arfyllri en fyrr. Sveiaffan, Þjóðviiji! BANDARÍKJAMENN á Keflavíkurflugvelli hafa gert ráðstafanir þar syðra sem miða að því að draga úr ökuhraða bíla — ís- lenzkra og bandarískra — við barnaskóla vallarins. Alþýðublaðið tekur það fram strax, að því lízt á- gætlega á hugmyndina. Hins v.egar eru viðbrögð Þjóðviljans í gærmorgun fáránleg. Hann kallar þessa ör- yggisráðstöfun — þessa voku yfir lífi og limum litlu barnanna —1 »nýtt dæmi um yfirgang banda- ríska hernámsliðsins“. Alþýðublaðið segir: Megi „yfirgangur“ bandaríska varnarliðsins aldrei verða magnaðri en lýsir sér í þeim ráðstöfun- um, sem nefndar eru hér efra. Og hér er að lokum orð- sending til þeirra manna, sem stjórna umferðarmál- um Reykjavíkur: Hafa Bandaríkjamenn ekki þarna bent okkur á leið til þess að kenna bíl- stjórum að aka með gát í nágrenni skólanna okkar? Miffivikudagur 23. sepíember: 12.00 Hádegisútvarp 12.50—14.00 „Við ‘. 15.00 MiS d.egisútvarp. 10.00 Tónleikar. •— 20.00 Fréttir. 20.30 Að tjaldabaki (Ævar Kvaran leikari). •— 20.50 Tónleikar: •— Schwarz- kopf syngur aríur Puccini. 21.05 Upplestur: Hugrún les frumort Ijóð. — 21.20 Einleikur á píanó. Bela Siki leikur ,,Karneval“ eftir Schumann. 21.45 Samtalsþáttur við Jón Arason, skipstjóra á Þingeyri: Um sjómennsku og sjó eókn á Vestfjörðum (Ragnar Jóhannesson). 22.00 Fréttir. — 22.10 Kvöldsagan: Úr „Vetrar- œvintýrum“ eftir Karen Blixen. VII. Iestur (Arnheiður Sigurðar- dóttir). 22.30 í léttum tón: Pat Boone o. fl. syngja og leika létt Jög. 23.00 Dagskrárlok. Ritstjórinn, sem er giftur dóttur Krústjovs, er í för með tengdaföður sínum á ferð hans um Bandaríkin. Hann skrifar í blað sitt um ferð Krústjovs og skýrir frá jákvæðum kynnum hans við hina bandarísku þjóð. Ritstjórinn segir í grein sinni, að rokk og ról-andinn sé ekki einkennandi fyrir hina banda- rísku þjóð. Þar búi í landi fólk, sem hafi leitt til sigurs tækni- lega byltingu, komið á fót geysi miklu framleiðslukerfi og byggt stórkostlega vegi og bygg ingar. Bandaríkjamenn yfirleitt hafi ekki hingað til haft sér- stakan áhuga fyrir umheimin- um, en þetta sé nú óðum að breytast. M. a. hafi áhuginn fyrir því, sem sósíalisminn hef- ur upp á að bjóða aukizt mjög. Hann segir enn, að blöðin hafi sagt, að mannfjöldinn, sem tók á móti Krústjov í New York hafi verið 200.000 manns enda þótt lögreglan hafi gefið upp töluna 100.000. Fjöldi fólks hafi einnig safnazt saman við vegina sem Krústjov hafi ekið eftir með skiltum, þar sem á var skrifað: „Minnizt Ungverja lands“ eða friðar var krafizt. — Yfirleitt hafi þó Krústjov fengið hjartanlegar móttökur í Bandaríkjunum, segir í Izvest- ia. Og það hafi aðeins verið ör- smár minnihluti, sem ekki hafi skilið alvöruna bak við afvopn- unartillögur Krústjovs. Um 30 þúsund fjár sláfrað á Hvammstanga Fregn til Alþýðublaðsins. Hvammistanga í gær. GÖNGIJM er að ljúka um þessar mundir og eru réttir víffa í Vestur-Húnavatnssýslu í dag .Sums staðar, þar sem göng um var flýtt, t. d. í Víðidal, — voru iréttir bó á laugardaginn. Slátrun hófst hér 17. þ. m. — Verður alls slátrað um 30 þús. fjár hjá Kaupfélaginu hér. Eru dilkar í meðallagi. Tíð hefur verið sæmileg und- anfarið, en rlgningar þó öðru hvoru. Heyfengur er almennt sæmilegur í sýslunni og var grasspfétta ágæt í sumar. Hafa flestir bændur náð inn mestu af heyjum, en eitthvað er Þó úti en sums staðar. — B.G. Fregn til Alþýðublaðsins. Hnífsdal í gær. NÝR bátur er væntnalegur hingað á næstunni. Er það stál- skip, smíðað í Austur-Þýzka- landi, og eru skipstjóri og vél- stjóri í þann vegin að fara ut- an til að sækja bátinn. Mun hann verða tilbúinn um miðjan október. Eigandi bátsins er Mímir h.f. Ó.G. Glæpir borp si§! NOTTINGHAM. — Glæp- ir borga sig, því miður, að sögn brezks glæpasér- fræðings. Á síðasta ári var rænt í stærri innbrotum í London 8.000.000 punda verðmæti, en aðeins tókst a ðhafa uppi á 2.500.000 punda verðmæti aftur. fund alþingis í GÆR sendu þeir Hcirmann Jónasson og Eysteinn Jónsson bréf til Emils Jónssonar, for- sætisráðherra. í því óska þeir eftir, fyrir hönd Framsóknarflokksins, að forsætisráðherra fari þess á leit við forseta íslands, að al- þingi verði kvatt saman til aukafundar, til þess að ræða bráðabirgðalög ríkistsjórnarinn iar um verðlag landbúnaðaraf- urða. Fregn til Alþýðublaðsins. Grafarnesi í gær. VERIÐ er að vinna hér við hafnarframkvæmdir. Verður bryggjan lengd um 20 metra og breikkuð í 12 metira. Verkið hófst um mánaðarmótin maí- júní, hefur því miðað Sæmilega áfram og er nú langt komið. — Búið er að steypa upp veggina — en eftir er að fylla upp í. Byggingarframkvæmdir hafa verið geysimiklar hér í sumar. Sex íbúðarhús eru í smiðum. Haldið verður áfram með barna skólann í haust, en byrjað var á byggingu hans í fyrravetur. Rafveiturnar eru að ’byggja hérna nýj,a spennistöð og verið er að fullgera stórt verzlunar- hús, sem Kaupfélagið hefur í smíður. • Sex bátar héðan voru á sí]d í sumar og öfluðu í meðallagi vel. Hefur útkoman orðið sæmi leg á bátaflotanum. Rekneta- veiði er engin. Tveir nýir bátar eru í smíður MIÐ VSD EINN ÞJÓÐVILJINN hefur nú tekið upp þá áróðursaðferð að halda fram,. að Alþýðuflokk- urinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi samið sín á milli um stjórn eftir kosningar, verðhækkun landbúnaðarvöru o. fl. o. fl. Að gefnu þessu tilefni sneri Alþýðublaðið sér í gær til Em- ils Jónsson forsætisráðherra og spurði hann um sannleiksgildi þessara ásakana. Alþýðuflokkurinn hefur ekki samið við einn eða neinn um eitt eða neitt, er taki við eftir kosningar, svaraði Emil afdrátt arlaust. Núverandi ríkisstjórn vill aðeins halda dýrtíðinni í skefjum, og getur slík minni- hlutastjórn ekki hugsað lengra en til þess tíma, er eðlileg meirihlutastjórn tekur við og mótar framtíðarstefnuna í efna hagsmálunum. annar á Norðfirði, 70 lesta, en hinn í Noregi, 110 lesta. Er byrjað á báðum og annair vænt anlegur hingað í vertíðarbyrj- un, um áramót, en hinn síðar. Tíðarfar var mjög stirt í sum- ar.. Geysimiklar úrkomur hafa verið nú í mánaðartíma Hey- skap er annars víðast hvar langt komið eða lokið. — S.H. Grafarnesi í gær. TALSVERT hefur verið unn- ið að vegageirð hér um slóðir í sumar. T. d. var byrjað á nýj- um vegi yfir Berserkjahraun, að Mjósundi. Er í ráði að leggja brú yfir Mjósund næsta vor. — Einnig er hafin vinna við lagn- ingu vegair frá Fróðárhreppi fyrir Búlandshöfða. — S.H. Mendes France og éháiir Jafnaiar- menn samelnasf FLOKKUR Mendes France, er á sínum tíma klofnaði frá róttæka flokknum í Frakk- landi hefur nú sameinast flokki óháðra jafnaðsirmanna en sá flokkur klofnaði frá jafnaðar- mannaflokknum út af afstöð- unni til de Gaulle. Báðir þessir flokkar voru andvígir de Gaulle og nú virðist andstaðan við for- setann hafa sameinað þá. Hér er brfnasfa verkefnið að dómi Alþýðnflohksins: STEFNA Alþýðuflokksstjórnarinnar eir VIÐNÁM GEGN VERÐBÓLGU. Þessa stefnu markaði stjórnin með niðurfærslu í byrjun ársins. Ef sú ráðstöfun hefði ekki verið geirð, hefði verið stöðugt vax- andi dýrtíð í allt sumar og gamla vísital- ian væri nú 260—270, en er í dag 185. ÞESSI varnargarður gegn verðbólgunni hefur haldizt cirofinn allt árið. Þjóðin hefur eklti haft alvarlegar áhyggjur af sífelldum verð- og kauphækkunum, — skollaleikurinn hefur stöðvazt. Góðæri og góð stjórn hafa sameinazt og veitt þjóðinni mesta velmegunarár í sögu hennar. ÞEGAR bændur gerðu kröfur til hækkun- ar á landbúnaðarverði, bað stjcirnin þá að bíða, unz þjóðin hefði kosið og komið á laggirnar eðlilegri meirihlutastjórn. Það er ósk Alþýðuflokksins, að skila af sér hreinu borði, þegar minnihlutastjcn'n lýkur og eðlileg meirihlutastjórU tekur við. En forráðamenn bænda sögðu NEI. SAMTÍMIS gerðist það, að fulltrúar neyt- enda í Sexmannanefndinni dirógu sig út úr henni. Þarmeð var fallinn grundvöll- ur sá, sem afurðasölulögin byggjast á — samvinna framleiðenda og neytenda. — Ríkisstjórnin tók því hiklaust þann kost- inn, sem skynsamlegastur var, að stöðva allar breytingar á veirðlagi landbúnað- arafurða um tveggja mánaða skeið. ÞAÐ er vitað, að jafnvel smávægilegar breytingar á kaupi bóndans (eða nokk- urrar annaurar stéttar) mundu leiða til almennrar kauphækkunaröldu. Hér er því ekki verið að gera aðgerð, sem mið- ast við eina stétt, bændur. Hcir er verið að stöðva dýrtíðarflóð, sem mundi sópa öllum stéttum þjóðfélagsins með sér. Er ekki þjóðin búin að fá nóg af slíku? Eru bændur nokkru nær, þótt þeir fengju nú kauphækkun í fölskum ávísunum — fölsleum af því að dýrtíðarflóðið niundi á nokkrum vikum gcira hækkun þeirra að engu? ALÞÝÐUFLOKKURINN stendur nú einn í viðnámi gegn verðbólgunni. Hinir flokkarnir hafa allir tekið afstöðu, sem hlýtur að leiða til nýrrar vnrðskrúfu. Kommúnistar fordæma viðnámsstefn- una og kalla hana kauprán. Framsókn krcfst hækkunar fyrir bændur, enda þótt það hljóti að leiða til nýirrar dýr- tíðaröldu. Sjálfstæðlsflokkurinn vill einnig verða við óskum hænda — en segir ekkert um afleiðingar þess. Hvað vilja þessir flokkar? Er það ósk þeirra, að hleypa dýrtíðaröldunni af stað á nýj- an leik? Vilja þeiir ekki gera nánari grein fyrir stefnuleysi sínu í þessum efnum? ÞJÓÐIN er búin að fá nóg af kapphlaupi kaup-gjalds og verðlags, sem fer verst með hina efnaminni borgara og fast- launafólki.. Þjóðin mun því styðja VIÐ- NÁMSSTEFNU ALÞÝÐUFLOKKSINS við kosningarnar eftir einn mánuð. HHWmWWiMWWMWMWWViWWiWWMWMWWMWWWWWWWWIWVWWWM Alþýðublaðið — 23. sept. 1959 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.