Alþýðublaðið - 23.09.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.09.1959, Blaðsíða 5
I HEIMSFORINGI komm- únista og einn helzti auð- kýfingur Arneríku áttu 22 mínútna fund saman á föstudaginn (sjá mynd). Þeir hittust í húsi því, sem sovézki forsætisráðherr- ann hefur aðsetur í á með an á Ameríkudvöl hans stendur. Rockefeller hefur látið svo ummælt, að fundur þeirra hafi verið sérlega einlægur. Hann sagði, að sumir hefðu sagt, að heim sólmin mundi vera til þess að brúa djúpið á milli há- kommúnista og háauð- valds. Rockefeller hefur oft verið' nefndur líklegur sem frambjóðandi Repu- blikana í forsetakosning- unum 1960, og hann var því spurður eftir viðræð- ur hans við Krustjov, hvort Sovétleiðtoginn hafi ekkj látið í Ijósi neina undrun yfir því, að Rocke- feller skyldi hafa verið kosinn borgarstjóri, þar eð liann og ættfeður hans hver fram af öðrum hafi verið auðkýfingar. Rockefeller hló við, er hann heyrði þessa spurn- ingu, en svaraði því til, að í rauninni hafi Krús- tjov verið hissa á þessu, og hann hefði sagt, að svonalagað gæti aðeins hent í Ameríku. Rockefeller var spurður um persónulegt álit hans á Krústjov, Hann svaraði: „Ég mundi segja að hann væri mjög duglegur“. Halcðið verður I BYRJUN okt. n.k. er ald- arfjórðungur liðinn frá því er gamli stúdentagarðurinn var tekinn í notkun. Vistmenn fyrsta ársins, 1934—35, hafa nú bundizt samtökum um, að minnast Gamla Garðs, sem var fyrsta sameiginlegt heimili stúdenta við háskóla Islands. I framkvæmdanefndinni eru Jó- London, 22. sept. (Reuter). KVIKMYNDA- og lekfólk í London þyrptist í kirkju í dag til þess að vera viðstatt minn- ingarathöfn um hina fögru leik konu, Kay Kendall, sem lézt fyrir skömmu héf á sjúkrahúsi úr blóðliirabha aðeins 32 ára að aldri. , Rex Harrison, eiginmaður hinnar látnu og synir þeirra tveir komust inn um hlðardyr, en kirkjan var þéttskipuð. Vivien Leigh leikkona hélt meðal annarra þakkarræðu og sagði þar um Kay Kendall, að það hefði verið eins og hún hefði haft eítthvert hugboð um það, að hún mundi ekki njóta Iífsisn lengi, því að hún hefði varið hverri stund með slíkri niuiimiimittiiiiiiiiiittitMimKamiciiimiiitfemmuiK1 umhyggju eins og hún vissi, að hún mætti engum tíma eyða til ónýtis. Sambandsþing ökumanna KORSÍKUMAÐUR nokkur, sem starfaði sem aðstoðarmað- ur í eldhúsinu á hóteli því, sem Krústjov mun dvelja á í San Fransisco var handteldnn í gær ákærður'fyrir morð í París. Maðurinn þverneitaði ákær- unni og sagði, að myndin, sem lögreglan hafði í fórum sínum, væri af frænda hans en ekki honum sjálfum. Lögreglumenn irnir staðhæfðu aftur á móti, að fingraför hans væru þau hin sömu og morðingjans frá París, en fyrir tug ára var kona myrt í París og líkið rænt, en morð- ingjans hefur verið leitað um víðan heim án árangurs til fessa. Nú er lögreglan þess fullviss, að hún hafi fundið hinn rétta mann og situr nú fyrrverandi aðstoðarmaður í eldhúsinu inni, þrátt fyrir kröftug mót- mæli sjálfs hans. SAMBANDSÞING Bindind- isfélags ökumanna var haldið í Reykjavík s. 1. laugardag. Mætt ir voru á þinginu 12 fulltrúar víðs vegar að af landinu, svo og allir sambandsstjórnarmenn, utan einn, er átti um langan veg að fara. Nokkrar deildir gátu ekki sent fulltrúa. Miklar umræður urðu á þing inu um ýmis félagsmál, svo sem tryggingamálin, störf deildanna í umferðamálum, svo og félags starf innan þeirra. Rætt var um stofnun unglingadeilda, að taka upp góðakstra að nýju og auka kynningu á félaginu og starf- semi þess sem kostur væri. í ítarlegri skýrslu miðstjórnar kom frarn, að táía deilda og fé- laga hafði tvöfaldazt á tveim- ur árum. — Samþykktar vóru ýmsar ályktanir. Forseti sambandsins var end urkjörinn Sigurgeir Albertsson. Heiðursfélagi Bindindisfélags ökumanna var kjörinn Steinar Hauge, forstjóri í Osló. Næsti þingstaður var ákveðinn í Reykj avík. fagna ákvðrðiin neytenda FUNDUR var nýlega haldinn í Félagi bifreiðasmiða, og voru þar ræddir samningar félags- ins við atvinnuveitendur og ýmis önnur mál. Fundurinn gerði eftirfarandi ályktun samhljóða: „Fundur haldinn í Félagi bifreiðasmiða 21. sept. 1959 lýsir stuðningi sínum við þá ákvörðun fulltrúa neytenda í verðlagsnefnd land- búnaðarafurða að gera það, sem í þeirra valdi stendur til þess, að almennar verðhækkanir hefjist ekki á ný með þeim af- leiðingum, sem öllum ættu að vera ljósar“. BANDARÍKJAMENN á Kefla- víkurflugvelli hafa oft kvartað yfiir því, að íslendingar og aðrir aki þar allt of hratt. Einkum er þeim ilía við þennan hraða akstur við barnaskólann. Nú hafa þeir gripið til þess ráðs, að grafa niður í malbikið, þvert yfir veginn, 5 til 6 tommu rör báðum megin við barna- skólann og einnig við verzlun hersins. Eru rörin grafin niður til hálfs og verða bílarnir að hægja mjög á sér, til þess að taka ekki niðri. hann Hafstein bankastjóri, f®r- maður, en meðstjórnendur Ragnar Jóhannesson bókavörð- ur, Akranesi, Gunnlaugur Pét- ursson, borgarritari, Þorvaldur Þórarinsson, lögfræðingur ®g Þórarinn Sveinsson læknir. Áformað er, að sem flestir þeirra, er á Garði hafa búið næstliðin 25 ár komi saman til nokkurs fagnaðar, ásamt kon- um sínum, laugardaginn 10. okt. n. k. Er þess fastlega vænzt, að Garðbúar fjölmenni og tilkynni bókara Garðs, Gunnari Andrew, þátttöku sína í síma 16037 kl. 12—2 síðd. og 16842 kl. 2—5 síðd. eigi síðar en 25. þ. m. OIMMMMWWtvmMHmMMV Datí ofan í brunn MAÐUR NOKKUR, féll of- an í brunn í fyrrakvöld á móts við Laugaveg 178. Hafði hann stigið ofan á járnlok en það látiff undan og hann dottið ofan í brunnninn. Var maðurinn fluttur á slysavarðstofuna. — Kvartaði hann um verki í haki og höfði. VEGNA fillögu frá Banda- lagi íslenzkra listamanna um að listamaður verði Þjóðgarðs- vörður hefur komið fram tií- laga um að biskupsnn yfir ís- landi gegni emhætti Þingvalla- prests, en að prestssetur þar leggist niður. SAUÐARKROKI, 16. sept. — Ingvar Guðjónsson var að leggja hér upp í gærkvöldi ca. 50 lestir eftir rúmlega yiku tíma á trolli. Fiskiver Sauðár- króks hefur hann á leigu í eitt ár. Jassklúbburinn hefur sfarf JAZZKLtJBBUR Reykjavík- ur byrjar félagsstarfsemi sína næstkomandi laugardag 26. sept. í Framsóknarhúsinu. — Mjög verður vandað til þessa fyrsta fundar vetrarins og meðal annars kemur þar fram hljómsveit Björns R. Einars- sonar og kvartett Jóns Páls Bjarnasonar ásamt trompet- leikaranum Viðari Alfreðssyni. Félagsstarfsemin mun verða rekin með nokkuð breyttu sniði frá því sem var, og er þá fyrst að nefna að fundir verða að- eins hálfsmánaðarlega og verð- ur annar fundur músíkfundur á móti fræðslufundi, sem reynt verður að gera sem fjölbreytt' asta úr garði. Þar á meðal koma fram þekktir menn á sviði tón- listarinnar og flytja fyrirlestra auk margs annars, sem klúbb- urinn hefur á prjónunum til fræðslu og skemmtunar. Slátrun sauðfjár er að hefj- ast hér hjá Kaupfélagi Skag- firðinga og hefst fljótlega hjá Verzlunarfélagi Skagfirðinga, sem er að ljúka við byggingu sláturhúss. Mikil atvinna hef- ur verið hér þetta ár og af- koma fólks góð. Er nú svo komið, að fólk leitar eftir að flytjast hingað í bæinn frá öðrum stöðum, m. a. frá Rvík. Eru brögð að húsnæðisvand- ræðum hér, þó að mikið sé byggt. — K. Þ. TOKÝÓ; — Aðeins um 50 Kóreubúar meðal 600.000, sem nú dvelja í Japan, hafa beðið um að komast til Norður-Kóreu aftur, þegar japanski Rauði krossinn hóf móttöku heimfar-' arbeiðna í dag á 3.655 skrif- stofum hér og hvar um landið. GRINDEAL, Sviss, 21. sept. (Reuter). — Átta ára enskur skóladrengur kleif í dag ppp á hið 12. 000 feta háa Wetterhorn. Hann er sá yngsti allra þeirra, sem þetta afrek hafa unnið. Drengurinn heitir Tim- othy Fearon. Hann fór þetta í fylgd með bróður sínum, sem er tólf ára og föður sínum, brezkum lög- fræðingi, en tveir sviss- neskir leiðsögumenn leið- beindu feðgunum upp á tindinn. „Ég var ekki hræddur fyrir fimm aura“, sagði litli kappinn, þegar niður kom, „en það var skemmti legra að ganga upp en niður“. Hópurinn lagði af stað síðla í gærkvöldi, en dvöldu yfir nóttina í fjalla skýli. Tindinum náðu þeir í morgun. Afi Fearon var fyrstur allra manna til að klífa tind þennan fyrir nærri 100 árum. Fregn til Alþýðublaðsins. Reyðarfirði í gær. SLÁTRUN hófst hér 17. sept. Slátrað verður 40—50 þúsund fjár á vegum Kaupfélags Hér- aðsbúa, í þremur sláturhúsum: Egilsstöðum, Fossvöllum og Reyðarfirði. Lömbin virðast ætla að verða heldur rýrari en í fyrra, ca. 1 kg. minni meðal- þungi. Heyskapur er svo að segja búinn hér um slóðir, enda hef- ur verið ágætur þurrkur að undanförnu. í dag er að kólna í veðri. „Snæfugl“ fékk gott kast, 250 mál, hér úti á firðinum í vikunni sern leið. Rær bátur- inn út á kvöldin að huga að síld í firðinum, en aflinn er smár. — G. S. Alþýðublaðið — 23. sept. 1959 *§. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.