Alþýðublaðið - 23.09.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 23.09.1959, Blaðsíða 10
HmmmmWMWMWMWWWWWmWMWWWWWWMW Nýstárleg kirkja hjá Zúlúum DINGAASTAT, S-Afríku. Nýstárleg kirkja mun bráð lega rísa þar, sem áður flæddi blóð, og afkomend- ur þeirra, sem féllu, reisa hana fyrir afkomendur þeirra, sem drápu. Árið 1838 komu hinir hollenzkumælandi Voort- rekkers inn í land Zúlú- manna, en þeir voru vold- ugastir dökkra kynþátta í Suður-Afríku. Höfðingi Zúlúmassna — Dingaan — gerði formlegan samning við innflytjendurna og af- henti þeim hluta af landi sínu, en nokkrum dögum síðar réðst hann ásamt her mönnum sínum á foringja Hollendinganna, Piet Ret- ief, og 66 fylgdarmenn hans og voru þeir allir drepnir. í kjölfar þessa at- burðar fylgdi blóðbað í héraðinu og hundruð hvítra landnema létu líf- ið. Tíu mánuðum síðar sigruðu hvítir menn Dung aan og lið hans og vald Zúlúmanna var brotið á balt aftur. , Nú er hollenzka kirkjan að byggja kirkju í Ding- aanstat, þar sem hermenn Dingaans réðust svo harkalega á Hollending- ana fyrir rúmlega hundr- að árum. í grennd við kirkjuna er verið að reisa hæli fyrir munaðarlaus Zúlúbörn. Arkitektarnir byggja kirkjuna í svipuð- um stíl og Zúlúmenn hús sín. i mMMMmWWWWWWWWMmWMWWWMMMWMlMiMW* Sextygiir í dag: SIGURDSSON 'SEXTUGUR er í dag Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri Tjarnarbraut 20 Hafnarfirði. Jón er fæddur 23. september 1899, sonur Sigurðar Bjarna- sonar skipstjóra og Vilborgar Þorsteinsdóttur, konu hans, og er Jón elztur þriggja systkina. Ölst hann upp í Hafnarfirði, sem þá var lítill bær, en vax- andi. Á uppvaxtarárum hans var mikill framfarahugur í landsfólkinu, ekki sízt við sjávarsíðuna. Nýir atvinnu- og framleiðsluhættir ruddu sér braut, þjóðin var að vakna efnahagslega og stjórnmála- lega. Ekki fór hjá því, að margir áhugasamir og dugmiklir ung- ir menn tækju þátt í þeirri þróun. Einn þeirra var Jón Sigurðsson. Hugur hans sner- ist snemma að vélum, enda eygði hann hina ótæmandi möguleika, sem þær gáfu. Hóf hann því nám í vélfræði, en við andlát föður síns, varð hann að gera hlé á og gerast fyrirvinna heimilisins, enda varð á þeim árum hver að búa að sínu, þótt skammt dygði stundum. 'Vann hann síðan heimilinu meðan erfiðasti hjallinn var klifinn og syst- kini hans bæði höfðu komizt til mennta. Þá fyrst fannst honum hann geta snúið sér að sínum hugðarefnum. Lauk hann prófi úr Vélstjóraskóla íslands og gerðist vélstjóri á fiskiskipum. Var hann m.a. vélstjóri á Surprise og bv. Garðari. Auk þess vélstjóri í frystihúsum um árabil. Fiskvinnsla Islendinga hafði um langan tíma staðið í stað og nýting aflans langt frá því að vera fullnægjandi. Jón Sigurðsson hafði á sjó- mannsárum sínum kynnzt fiskimjölsvinnslu og vildi gera þann iðnað stærri. Heimsstyrj öldin síðari gerði allar fram- kvæmdir í þá átt illmögulega, en þegar að henni lokinni hóf hann undirbúning að því að koma þessu hugðarmáli sínu í framkvæmd. Gerði hann til- raunir með fiskimjölsvinnslu í landi og notaði til þeirra vél- ar úr togara og er honum þótti einsýnt um góðan árangur undirbjó hann og kom fótun- um undir fyrirtækið Lýsi og Mjöl í Hafnarfirði. Sumarlangt vann hann kaup laust og á eigin ábyrgð að und irbúningi að byggingu verk- smiðjunnar og fyrir dugnað hans og þrautseigju tókst Jóni Sigurðssyni að koma Lýsi og Mjöli í tölu þeirra fyrirtækja, sem fremst, standa í fiskimjöls vinnslu, ekki aðeins hvað vöru gæði snertir, heldur einnig hvað viðkemur snyrtimennsku og reglusemi. Ytri aðstæður réðu því að Jón Sigurðsson hvarf frá Lýsi og Mjöli, sem þá var orðið eitt mesta fyrirtæki í bænum. Tók hann þá við rekstri fiskimjöls- verksmiðjunnar í Grindavík og hefur hann rekið hana s.l. 2 ár. Hefur Jón þegar stórbætt framleiðsluskilyrði þeirrar verksmiðju og er hún vaxandi fyrirtæki í höndum hans. Jón Sigurðsson er maður, sem brotizt hefur áfram af eigin rammleik, hann er íraust ur maður og athugull, vina- fastur þeim, sem hann tekur, og hefur mörgum rétt hjálp- arhönd. Stoð og stytta var hann móður sinni alla tíð, enda erfði hann góðmennsku hennar í ríkum mæli. Jóni hafa ævinlega verið eiginlegri athafnir en orð og gerir hann ekki endasleppt við það, sem hann tekur að sér. Er honum vel lýst með orðunum: „Betri þykja mér heit þín, en hand- söl annarra manna“. Gæfu- NYLEGA er komið á bóka- markaðinn rit, er nefnist „Árbók Þingeyinga“. Útgef- endur eru Þingeyj arsýslur báðar og Húsavíkurkaupstað- ur. í riti þessu kennir margra, og að ég tel góðra grasa, bæði í bundnu og óbundnu máli. Þar finnast engin ákvæði, og tel ég það útgefendum til sóma. En það, sem fyrst og fremst vakti athygli mína, er ég fór að blaða í bókinni, var auglýsing eða máske frekur ávarp til ungra Þingeyinga frá lyfsalanum í Húsavík. Auglýsing þessi er svo fágæt eða sérstæð, að mér fannst ég knúinn til að grípa pennann til að vekja athygli á henni, því sannarlega á hún erindi til allra ungra íslendinga. Og innan um allt það auglýsinga- moldviðri og skrum, er mað- ur ýmist heyrir í útvarpi eða sér í blöðum, er hún eins og andlegur heilsudrykkur. En orðrétt hljóðar hún þannig: „Ungir Þingeyingar Stundið íþróttir, syngið og dansið! Eflið hreysti ykkar og lífsgleði! Forðist vanheilsu, þjáningar og lyf! Húsavíkur apótek“. Lyfsalinn, Helgi Hálfdánar- son, er svo hógvær að setja ekki sitt nafn undir. Allir hljóta að finna þann anda og það hjartalag, sem að baki býr. Það fer um mann hlýr og notalegur straumur við að lesa svona auglýsingu, og því vildi ég að sem flestir sæju hana. Þetta greinarkorn á ekki að vera neinn ritdómur um Árb. Þing. í heild. Þó vil ég aðeins segja það, að verði framhald þessa rits á næstu árum ekki lakara en byrjunin, tel ég það eiga fullan rétt á sér meðal bókmennta okkar og útgef- endum til sóma. Vænti ég, að það verði vinsælt meðal íbúa þeirra héraða, er standa að út- UNDANFARIN 10 ár hefur starfað brezkur flugvélaeftir- litsmaður hjá íslenzku flug- málastjórninni, og hefur hann annazt skoðun og eftirlit á flug vélum íslendinga fyriir hönd ríkisins. Nú heyrist talað um, og er haft fyrir satt, að verið sé að ráða annan Breta til viðbótar til sömu starfa hjá flugmála- stjórninni. Vekur þetta mikla athygli og furðu, eins og mál- um er nú háttað á milli íslend- inga og Breta, en þó er hitt maður er hann í einkalífi sínu. Hann er kvæntur Sesselju Sig urjónsdóttur, hinni ágætustu ltonu, sem hefur búið honum fagurt og vistlegt heimili. Tvö börn eiga þau uppkomin, hið mesta myndarfólk. Hinir mörgu vinir Jóns og samstarfs menn munu í dag senda hon- um- hinar hlýjustu afmælis- kveðjur. X, gáfu þess og engu síður hinna, sem burt eru fluttir. En fyrst ég greip pennann á annað borð, get ég ekki stillt mig um að minnast með örfáum orðum á eina ritgerð, sem þarna er og er eftir Helga Hálfdanarson lyfsala. Grein- in nefnist: Eggjagrjót og fjall- ar'um tvo smásteina og gaml- an húsgang. Ekki er titillinn árennilegur eða mjúklátur. En sá, sem les þessa grein, gengur sannarlega ekki á neinu eggjagrjóti. Um efnið er farið svo skáldlegum og listrænum höndum, að enginn sem les, getur efazt um, að þar fjalli kunnáttumaður um, enda er H. H. löngu þjóðkunn- ur fyrir býðingar sínar á ljóð- um og leikritum. Það er ekki ætlun mín að reyna að lýsa því hárfína víravirki, sem II. H. hefur tekizt að smíða úr þessum efnivið, enda ekki á mínu færi, svo vel sé. Þeir, sem njóta vilja, verða að lesa rit- smíð þessa sjálfir. Hygg ég, að einhverjir meðal hinna yngri manna, sem vilja telja sig skáld, hefðu gott af að lesa hana sér til andlegrar heilsubótar. Af öðru efni árbókarinnar vil ég benda á mjög athyglis- verða grein eftir séra Sigurð H. Guðjónsson, nefnist hún: „Hvað óttaðist minn vin?“ og fjallar að nokkru leyti um vandamál nútímans. Af gamanmálum úr árbók- inni rná telja ljóð Egils Jón- assonar, „Áhyggjuefni“, bráð- snjallt eins og vænta mátti og „í fáum orðum sagt“. Þar eru ýms skemmtileg tilsvör, sem rétt var að bjarga frá glötun. Er þá ótalið allt hitt, sem þarna er birt af ljóðum og margs konar fróðleik. En það mun mörgum þykja ærið girnilegt lestrarefni. stórum furðulegra, að sóttir skuli menn út í lönd til að gegna ofangreindum störfum, þegar hér eru fyrir íslenzkir menn, sem eru sérmenntaðir i þessu .fagi og hafa staríað við skoðun og eftirlit flugvéla um margra ára skeið. Mun þetta vera eina starfið í íslenzkum flugmálum, sem íslendingum sjálfum er ekki treyst til að gegna, og er ekki vitað, hvað því veldur. Það er með öllu óskiljanlegt, að, við skulum alltaf þurfa að vera háðir Bretum í þessu efni. Það er engu líkara en að þetta starf verði' ekki unnið af öðrum en Bretum. Gengið er framhjá íslenzkum fagmönnum, eins og þeir séu ekki til, þrátt fyrir á- gæta menntun og dýrmæta reynslu eftir langt og giftu- drjúgt starf. Og það segja kunnugir, að íslendingarnir þekki ekki síður þær íiugvél- ar, sem hér eru reknar, en hin- ir brezku starfsbræður þeirra. Framhald á 11. síðu. Sfjörnuferðir Framhald af 12. síðu. síðar urðu þekktar undir nafn- inu V—2. (V—1 var ekki eld- flaug, heldur drifin áfram af þrýstiloítshreyflum, og þar af leiðandi ónothæf til geim- ferða). Eftir stríð var mikil samkeppni Rússa og Banda- ríkjamanna um að ná í sína þjónustu ungum þýzkum vís- indamönnum, er unnið höfðu að eldflaugasmíði. Meðal þeirra, sem komu til Bandaríkjanna, voru Werner von Braun og Walter R. Dorn- berger. Rússar náðu líka í marga toppmenn í þessum vís- indum. Með aðstoð þeirra reyndu þeir fyrsta tunglskot sitt 2. janúar sl., en það mis- tókst. ASalmál hjá SÞ Framhald af 4. siðu. Mörg Afríkuríki eru í þann veginn að fá sjálfstæði og fylg ist þingið með framtíð þeirra. Kynþáttavandamálið í Suður- Afríku verður til umræðu og auk þess kvartanir Indverja vegna meintra ofsókna á hend ur manna af indverskum upp- runa í Suður-Afríku. Marokkó hefur lagt fram ályktun vegna væntanlegra kjarnorkuvopna- tilrauna Frakka í Saharaeyði- mörkinni. Indverjar flytja tillögu um bann við frekari tilraunum með Vetnisvopn og írar tillögu um að fleiri þjóðir en þegar hafa smíðað kjarnorkuvopn fái ekki að koma sér upp birgð um þeirra. A F V OPNUN ARMÁL eru ekki á dagskrá þingsins enn sem komið er, en þess er að vænta, að svo verði, einkum eftir tillögur Krústjovs, er hann flutti á þinginu. Háværar raddir eru nú uppi um það víða um heim, að Sam- einuðu þjóðirnar hafi rekið upp á sama skerið og Þjóða- bandalagið gamla. Neitunar- vald stórveldanna lami starf- semi þeirra og í eina skiptið, sem þær hafi komið í veg fyr- ir styrjöld á takmörkuðu svæði hafi verið við Súez 1956, þegar Bretar og Frakkar urðu að draga herlið sitt til baka eftir að hafa náð til Súezskurð ar, en þá sameinuðust Banda- ríkjamenn og Rússar gegn á- rásaraðilunum. En ennþá eru Sameinuðu þjóðirnar eini vett vangurinn fyrir viðræður flestra þjóða og þær vinna meira starf en flesta grunar á mörgum sviðum heilbrigðis- mála, rnenriingarmála og líkn- armála almennt. Og öryggis- sveitir samtakanna, sem stað- settar eru við botn Miðjarðar- hafsins, hafa vafalaust komið í veg fyrir meiriháttar átök Araba og ísrelsmanna. Nýr forsefi Framhald af 12. síðu. kvæmismaður. Algjör eining var um Icjör hans að þessu siirni og voru Suður- og Mið- Ameríkuríkin, sem ráð áttu á hver yrði forseti þingsins að þessu sinni á einu máli um að enginn annar kæmi til greina. Hann fær sijm sé ekki tækif æri til að halda e’ins margar ræð- ur og hann hefur gert hingað til en hann á sér þá ósk heit- asta að geta átt þátt í að draga úr tortryggni, efla frið og styrkja samfök allra þjóða. Belúnde er kvæntur, á átta hörn og átján barnabörn. Jóhannes Guðmundsson. Hvers vegna ERLENDUR flugvélaeflirlifsmaður! 10 23. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.