Alþýðublaðið - 23.09.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 23.09.1959, Blaðsíða 11
KUðtnimRiHinmsaiiiHiimmiilfMiiiHUiB aBHUiiiiiiiiimim< .(eUTiiiiUKinim anten aftur fyrr en hann kem ur í kvöld“, svaraði hann. ,,Hann hafði mikilvægt er- indi til Berlínar“. „Já, hu'gsað Linda, víst er það mikilvægt: Hann þarf að . lækna Fay. ,,Ég skal lárta yður vita Fráulein ef Dr. Reichmann vill sjá yður“. Svo var biðin á ný. Klukk an var að ganga eitt þegar aft ur var, barið að dyrum hjá henni og hún varð ekki undr andi við að sjá Herr Weild- mann aftur. „Dr. Reichmann kom fyrir klukkutíma“ tilkynnti hann alvarlegur. ,.Hann er búinn að skoða föður yðar. Mér finnst leitt að þuíía að til- kynna yður að hann ætlar að skera hann strax upp. En hann .getur ekki skorið hann hér upp og vill því flytja hann á sjúkrahús sitt í Aust ur-Berlín. Hann er með sjúkrabíl með sér og hann heimtar að þér komið með vegna geðheilsu föður yoar. Hann vill gjarnan tala strax við yður“. „Er — er það rétt að það eigi að skera föður minn upp í Austur-Berlín?“ Á ég að fara með?" Léttirinn var svo mikill að Linda hafði ekki vald á rödd sinni“. „Já, Fi'álein. Þegar ég tal- aði við Herr Kommandanten í dag skipaði hann mér að gera það sem dr. Rieichmann legði til að gert yrði“. „Takk." hvíslaði hún. „Hvað á ég að taka með?“ „Þér getið farið með snyrti áhöld ef þér skylduð verða í Austur-Berlín í nótt. Annars skuluð þér skilja allt eftir“, svaraði hann stuttur í spuna. Hún gekk á eftir honum niður tröppurnar. Herbergið sfem læknirinn beið í var á annarri 'hæð hallarinnar. Linda barðist harðri baráttu til að halda stjórn á sér — hún vissi ekki livern hún myndi hitta né hvað myndi ske. Hún kreppti hnefana og hélt í sér andanum þegar Herr Weildmann opnaði dyrn ar að vinnuherbergi Hans. Það var fallegt herbergi skreytt gömlum fornmunum. í einu horninu var skápur með forn-feneyskum glösum. Linda horfði hatursaugum á þau. Þetta voru glösin, sem höfðu freistað föður hennar. Hún sór þess eið að ef hún og faðir hennar losnuðu nokkurn tíman úr þessari prísund, þá skyldi hann aldrei líta á forn- muni framar! Kannske horfði hún lengur á glösin en nauðsyn krafði til að þurfa ekki að líta á hinn fræga lækni — ef það þá var læknirinn, hvíslaði innri rödd. En hvað sem skeði, mátti hún ekki missa stjórn á sér. Hún hefði ekki þekkt Davíð aftur, hefði það ekki verið kraftalegar herðarnar. Dular- gerfið var fullkomið. Dökkar röndóttar buxurnar, dökkt nær því blásvart hárið með virðulegri silfurrák við gagn- augun. Hrukkur undir augun- um, lína frá munninum og til hökunnar, var þetta Davíð Holden? Augun voru dökk- blá, litnum gat hann ekki breytt en það voru baugar undi-r þeim. Hann sló saman hælunum megum við ekki missa, Fráu- lein“. Hún leit rólega á hann og svaraði: „Ég treysti yður, læknir“. „Takk“. Eitt augnablik mættust augu þeirra. Það var eins og hans brostu til henn- ar, en svo urðu þau aftur til- finningarlaus. Hann hneigði sig stíft. „Takk. Ég vona, að ég bregðist ekki trausti yðar, Fráulein. Og má ég svo biðja yður að klæða yður strax“. „Viljið þér ekki borða fyrst, Herr Doktor?“ spurði Herr Weildmann. „Takk fyrir, Herr Weild- mann, en prófessorinn er svo þungt haldinn, að ég þori ekki að dveljast hér lengur. Ef unnt er, vil ég helzt fara strax. Aðstoðarmaður minn og bíl- stjórinn geta borið prófessor- inn út í sjúkrabílinn“. „Já“. Herr Weildmann hneigði sig. L og hneigði sig fyrir henni. „Góðan dag, Fráulein Red- fern. Ég vona, að það sé ekki óþægilegt fyrir yður að tala við mig núna?“ „Nei — alls ekki — læknir“. Hún reyndi að láta ekki gleði sína heyrast. „Mig langaði einmitt til að vita hvernig faðir minn hefði það. Það var fallegt af yður að koma hing- að“. „Ég er alltaf reiðubúinn þegar fársjúkir menn eiga í hlut, Fráulein“, svaraði hann stuttlega. „Ég vona, að þér takið þessu með stillingu. Ég er hræddur um að faðir yðar sé alvarlega veikur og það er nauðsynlegt að skera hann tafarlaust upp. Það er bráð- nauðsynlegt að ég flytji hann til Berlínar. Ég sá svo um að ég ækihingað í sjúkrabíl, þeg- ar Herr Kommandanten sagði mér hve veikur hann væri. Ég hef gefið föður yðar ró- andi meðal, en ef svo færi að hann vaknaði á leiðinni, þá er bráðnauðsynlegt fyrir mig að hafa yður með til að róa hann og gefa honum von. Vonina P. I. B. 3o" 6 éopenlii f i| | — Slfili „Ef ég hefði vitaðj að ég ætti að fara í bað, þá hefði ég drullað mig miklu meira út“. „Viljið þér pakka niður því, sem þér þurfið að taka með yður, Fráulein?“ „Já, ég skal flýta mér“. Lindu langaði til að tala einslega við Davíð, en það hefði verið of hættulegt. Það var hægt að hlusta á allt sem þau segðu. Hún var spennt og glöð. Davíð gat allt. Hún treysti honum — ó, Guð, hve hún treysti honum! Hún þorði ekki einu sinni að líta á hann þegar hann gekk út úr herberginu. Hún fór að- eins orðalaust upp til sín. Hún pakkaði niður náttfötum og snyrtitækjum. Hin fötin skildi hún eftir og vonaðist til að sjá þau ekki framar. Hendur hennar skulfu meðan hún opnaði töskuna. Dyrnar opn- uðust hljóðlaust að baki henn- ar og rödd Helgu sagði: „Get ég hjálpað yður, Fráulein?“ „Nei, takk. Ó, þakka yður fyrir, Helga!“ sagði hún hlý- lega. Hún tók um hendur stúlkunnar, tárin stóðu í aug- - um hennar. „Biðjið fyrir okk- ur, Helga. Það er það eina, sem þér getið gert“. „Ég skal biðja. Við Karl biðjum fyrir ykkur“, hvíslaði Helga. „Gætið ykkar“, sagði Linda alvarleg. „Mér þykir svo vænt um ykkur Karl. Guð gefi að þið verðið hamingjusöm og gætið ykkar vel!“ Litla pólska stúlkan rétti úr sér. „Við gætum okkar, en við verðum að gera skyldu okkar. Og nú verð ég að fara, Fráu- lein. Ég má ekki sjást hér“. Hún hvarf jafn hljóðlega og hún kom. Linda tók töskuna og fór niður. Hún hrasaði þegar hún fór inn í sjúkrabílinn. Faðir henn ar lá þar á börum. Rauðhærð- ur maður sat við hlið hans. ,,Pabbi!“ Hún féll á kné við hlið hans. „Verið þér róleg. Verið svo góð að vera róleg, Fráulein“, sagði maðurinn. „Faðir yðar er meðvitundarlaus — það er bezt þannig; það er betra fyr- ir hann að ferðast þannig“. , Hún starði orðvana á að- stoðármanninn. Hann var hár og kraftalegur en það voru svo margir aðrir menn. And- litið þekkti hún ekki en hún kannaðist við röddina og leti- leg ljósblá augu. Það lá við að hún veinaði, en henni tókst að kæfa veinið í fæðingunni. Gerhardt Hell- mann — vinnumaðurinn á Goetz-bænum. -— Það gat ekki verið rétt! En það var það samt. Hann aðstoðáði Da- víð við þessa lífshættulegu björgunartilraun! Hana lang- aði til að taka í höndina á hon- um og þakka honum, en hún hafði hemil á sér. „Er faðir minn í lífshættu?“ spurði hún rólega. „Nei, Fráulein Redfern. Læknirinn sér um allt“. „Ég er svo glöð — svo hræðilega glöð!“ „Það er alltaf gott að vinna að góðu málefni, Fráulein“, svaraði hann rólega. „Það skiptir engu máli hvað það kostar“. Hún hugsaði um Helgu og Karl unnusta hennar. „Jafnvel þó lifið sé að veði?“ „Jafnvel þó lífið sé að veði“, endurtók han alvar- legur. Og mitt líf er einsk- is virði lengur.“ Þetta var leikrænt sagt en þó virðulegt og rólegt. — „Hvað hefur skeð?“i spurði Linda. „Yið skulum hugsa um sjúklinginn núna, fröfcen,“ svaraði hann afundinn: „Já, já, vitanílega,“ svar- aði hún lágt. Hún settist í lágan stól við hliðina á bör- unum sem faðir hennar lá í. Dyrnar opnuðust. „Eg býst við að bezt sé að ég sitji við hlið sjúklings- ins, hr. Heifitz,“ sagði Da- víð. „Ég hef áhyggjur af því að hann þoli ferðina illa. — Yiljið þér sitja hjá bíl- stjóranum?“ Ungi maðurinn laut höíði. „Já, herra doktor.“ „Biðjið hann að lfeggja af stað,“ sagði Davíð. Hann settist við hlið föður Lindu. Og augnabliki seinna gat Linda dregið andann léttara. Þau voru lögð af stað! Efelc- eriendur! Framhald af 10. síðu. Menn hljóta því að spyrja, hver beri ábyrgðina á ofan- greindum ráðstöfunum og krefjast skýiinga af ráðamönn- um flugmálanna. Sömuleiðis væri fróðlegt að fá vitneskju um þann kostnað í erlendum gjaldeyri, sem ríkið hefur þurft að greiða árlega vegna hins brezka_eftirlitsmanns. Vegna hvers er ekki hafður Islendingur í starfi flugvéla- eftirlitsmanns ríkisins? Þessari spurningu er hér með komið á- leiðis til réttra aðila og óskað skýringa. «■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■••■ .....Sparið yður hlaup á roilli murgra. verzlamal OÖKUODL ð ÖUUM tiimi fcra -Austuxstraeci miðvikudagur UISTASAFN Einars Jónsson- ar, Hnitbjörgum, er opið á sunnudögum og miðviku- dögum frá kl. 1,30—3,30. MYNDLISTARSÝNING Al- freðs Flóka er opin í Boga- ■sal Þjóðmiuiasafnsins dag- lega frá klukkan 1 til 10. Frá Kvenfélagi Hallgríms- kirkjsi: •— Ákveðið hefur verið, að hafa hina árlegu kaffisölu félagsins laugar- daginn 26. sept. í Silfur- tunglinu við Snorrabraut kl. 3 síðd. Félagskonur og aðrir velunnarar eru beðn- ir vinsamlega að gefa kök- ur og senda þær í Silfur- tunglið kl. 10—12 árd. á laugardaginn. Allar nánari upplýsingar í síma 12297. 83 SK*K-ÍÍ* m ''■ji:*: anleg frá Hamb. Kaupm.h. og Gautaborg kl. £$&íSíK*sg:fl 19 í dag. Fer til New York kl. fyrramálið. Fer til Gautaborgar, Kaupm.h. og Hamborgar kl. 9,45. Saga er væntanleg frá New York kl. 10.15 í fyrramálið. Fer til Glasgow og London kl. 11.45. Skipaútgerff ríkisins: Hekla er á Akur- eyri á austurleið, Esja er væntanleg til Rvk í dag að vestan úr hring- ferð. Herðubreið er væntanleg til Rvk í dag frá Austíjörðum. Skjaldbreið fór frá Rvk í gær til Breiðafj,- hafna. Þyrill er á leið frá Austfjörðum til Rvk. Skaft- fellingur fer frá Rvk í dag til Vestmannaeyja. Eimskipafélag íslands h.f.: Dettifoss fór frá Skagastr. í morgun til Súgandafjarðar, Akraness, Vestmannaeyja og þaðan til Grimsby, London, Kaupm.b. og Rostock. Fjall- foss kom til London í gær 21. 9. fer þáðan í kvöld 22.9. til Rotterdam, Bremen og Ham- bcrgar. Goðafoss fer frá Nevv Voik 23.9. til Rvk. Gullfoss for frá Leith síðd. í gær 12.9. tii Rvk. Lagarfoss korn til Anlwerpen 20.9. fer þaðan til Rotterdam, Haugesund og Rvk. Reykjafoss fór í;á New York 17.9. til Rvk. Selfoss kom til Rvk 19.9. írá Ham- borg. Tröllafoss er í Hull fer þaðan væntanlega á morgun 23.9. til Rvk. Tungufoss fór frá Ystad í gær 21.9. til Mant yluoto, Riga og Rvk. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell er í Ventspils. Arnarfell átti að fara frá Haugasundi í gær áleiðis til Faxaflóahafna. Jökulfell er væntanlegt til New York á morgun. Dísarfell fór frá Riga 20. þ. m. áleiðis til ís- lands. Litlafell er í Rvk. — Helgafell lestar síld á Eyja- fjarðahöfnum. Hamrafell fór frá Batum 11. þ. m. áleiðis til íslands. Alþýðublaðið — 23. sept. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.