Alþýðublaðið - 26.09.1959, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 26.09.1959, Qupperneq 1
UTANRJKISRAÐUNEYTIÐ hefur endurskipulagt yarnar- málanefnd. Hafa þeir Tómas Arnason og Hannes Guðmunds son verið leystir frá störfum en í síað þeirra skipaðir þeir Lúðvík Gizurarson hdl. og Tómas A. Tómasson fulltrúi. Alþýðublaðinu barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu: Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að leysa þá Tómas Árnason deildarstjóra og Hannes Guðmundsson full- trúa frá störfum í varnar- málanefnd frá deginum í dag að telja. í stað þeirra hefur ráðu- neytið skipað þá Lúðvík Giz- urarson, héraðsdómslögmann, og Tómas Á. Tómasson, full- trúa í utanríkisráðuneytinu. Lúðvík Gizurarson var jafn- ■ framt skipaður formaður og framkvæmdastjóri nefndar- . innar. Utanríkisráðuneytið, Rvík, 25. september 1959. Fyrir í nefndinni voru Páll Ásgeir Tryggvason, deildar- stjóri í utanríkisráðuneytinu og Hallgrímur Dalberg, fulltrúi í félagsmálaráðuneytinu. ALÞÝÐUBLAÐINU barst í gær greinargerð frá fulltrúum neytenda í 6-mannanefndinni ásamt tillögum þeim, er þeir fluttu í verðlagsnefndinni um nýjan grundvöll verðlagningar landbúnaðarafurða. Samkvæmt þessum tillögum hefði átt að verða 7—8% lækkun á afurða- verðinu en fulltrúar framleið- enda í nefndinni hafa hins vegar haldið því fram, að af- urðaverðið hefði átt að hækka. Greinargerðin fer hér á eftir: „Greinargerð frá fulltrúum neytenda í verðlagsnefnd land- búnaðarafurða. 1) 21. febrúar síðastl. sögðu fulltrúar framleiðenda upp þá- gildandi grundvelli. Fulltrúar neytenda höfðu þá þegar á- kveðið að segja upp, en töldu ekki ástæðu til að senda gagn- uppsögn, þar sem grundvöllur- inn er felldur, segji annar að- ilinn upp. 2) Að venju kom verðlags- nefndin saman í ágúst, í þetta skipti ekki tii þess að sam- þykkja útreikning Hagstofunn- ar á gildandi grundvelli, færð- um til verðlags haustsins 1959 — heldur til þess að semja um nýjan grundvöll, þar sem hinn eldri var úr sögunni með upp- sögn framleiðenda í febrúar þ. á. _ 3) í samræmi við þetta lögðu fulltrúar framleiðenda fram til- lögu til grundvallar, sem hefði haft í för með sér um það bil 5% hækkun á afurðaverði til bóndans. Þessari tillögu höfn- uðu fulltrúar neytenda, en skipaður formaður bankaráðs L.í. BALDVIN Jónsson, hrl., hef ur veriS skipaður formaður bankaráðs Landsbanka ís- lands £ stað Valtýs heitins Blöndal. Baldvin Jónsson hefur verið bankaráðsmaður í átta ár. ÞESSI sauður kom af Gnúpverjaafrétti í s,l. viku. Á baksíðunni í dag eru Alþýðublaðs- myndir af því er gangnamenn komu nið ur með safnið. Fregn til Alþýðublaðsins. Ólafsfirði í gær. VÉLBÁTURINN Margrét NK 49 strandaði í Héðinsfirði s. 1. þriðjudagskvöld, undan svo- nefndum Músadal. Þetta er 14 smálesta bátur og var áhöfnin þrír menn. . Nánari atvik eru þau, að vél bátsins bilaði þarna á firðin- um og lagðist báturinn þá við legufæri. Tveir af áhöfninni fóru í land á gúmmíbát og héldu gangandi til Ólafsfjarð- ar til að sækja hjálp. Er leiðin, sem þeir fóru, seinfarin og yfir erfiðan fjallveg að fara. Þegar til Ólafsfjarðar kom, var brugðið skjótt við og farið á M.s. Þorleifi Rögnvaldssyni út á Héðinsfjörð og komið þang að nokkru fyrir miðnætti. Var þá skollið á myrkur og sást Margrét hvergi, þrátt fyrir talsverða leit. Flaug mönnum í hug, að bát hefði borið að og dregið Margréti til Siglufjarð- ar. Þangað var lialdið, en árang urslaust, og förinni þá aftur hcitið til Héðinsfjarðar. Kom m.s. Þorleifur Rögn- valdsson þangað í birtingu á miðvikudagsmorgun og sáu Framhald á 5. síðu. lögðu hins vegar fram tillögu þá sem hér er birt sem fylgi- skjal. Með tillögunni er birt stutt greinargerð. Tillögu neyt- enda, sem lögð var fram sem umræðugrundvöllur, en ekki sem neinir úrslitakostir, höfn- uðu fulltrúar framleiðenda með öllu. 4) í blöðum og útvarpi hefur því undanfarið þrásinnis verið haldið fram, að til sé verðlags- grundvöllur, er lögum samkv. ætti að gilda fyrir verðlagsárið 1. sept. 1959-—31. ágúst 1960, reiknaður af Hagstofu íslands. Við mótmælum eindregið að slíkur grundvöllur sé til, eins og ljóslega sést af eftirfarandi: Þegar verðgrundvelli land- búnaðarafurða hefur ekki ver- ið sagt upp, en uppsögn skal komin til gagnaðilja fyrir lok febrúarmánaðar, reiknar Hag- stofa íslands framleiðslukostn- að landbúnaðarvara eða vísi- tölu hans á grundvelli sam- komulags verðlagsnefndarinn- ar og með þeim reikningsað- ferðum varðandi breytingu milli ára á gjalda- og tekju- liðum, sem samkomulag er um að nota, væri grundvellinum ekki sagt upp. Framhald á 5. síðu. TVÖ íslenzk útflutningsfyrir- tæki reka í Bandaríkjunum verksmiðjur, sem framleiða liið svokallaða „fish-sticks“. Er það Samband íslenzkra sam- vinnufélaga og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Er mjög góður markaður fyrir þessa vöru nú. Fyrir nokkru voru starfs- menn SÍS á ferðalagi um Banda ríkin til þess að kynna sér verksmiðjur,. sem framleiða ýmsar fiskvörur. Meðal annars skoðuðu ís- lendingarnir eina stærstu og fullkomnustu verksmiðju þess- arar tegundar þar í landi, Gorton Pew and Fisheries í Glouster í Massasusetts-fylki. Ennfremur skoðuðu þeir verk- smiðju SÍS í Harrisburg í Pennsylvania. Þegar íslendingarnir ætluðu að skoða verksmiðju Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna í Salisbury í Maryland-fylki, gerðist það undarlega. Þeim var neitað um leyfi til þess að skoða verksmiðjuna. Hvers vegna? HÉR eru fimm þeirra sjö Bandaríkjamanna, sem kunna að verða fyrstu geimfarar heimssögunnar. Mennirnir voru valdir eft- ir rækilega könnun meðal sjálfboðaliða, og þjálfun þeirra er þegar hafin. Á myndinni, sem tekin er í Kaliforníu, eru þeir búnir til köfunar. Aðaífundur Verzlunarráðs AÐALFUNDUR Verzlunar- ráðs íslands hófst í fyrradag. Fréttatilkynning um fundinn var send Morgunblaðinu sam- dægurs, hinum blöðunum degi seinna. ^ Af þessu leiðir, að ástæðu- laust er að hafa þessa frétt lengri. V-þýzkir verka- mennæfirút BONN, 25. sept. (NTB-Reuter). — Formaður sambands vestur- þýzkra námuverkamanna, Heinrich Gutermuth, skýrði frá bví á blaðamannafundi í dag, að 60.000 námuverkamenn. frá Ruhr muni fara mótmæla- göngu í Bonn á morgun, laug- ardag. „Við ætlum að sýna stjórninni, að hún getur ekki leikið sér að vestur-þýzkum verkalýðsfélögum“, sagði hann. Guthermut kvað stjórnina ekki hafa efnt fjölda loforða, sem hún hefði gefið. Adenauer kanzlari hefði sagt, að.engum námuverkamanni yrði sagt upp, en samt hefði 50.000 manna ver'ið vikið úr starfi síðan vand- ræðaástandið hófst í kolaiðn- aðinum 1 febrúar s. 1. Gangan mun standa í fimm klukku- stundir. 40. árg. — Laugardagur 26. sept. 1959 — 207. tbl.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.