Alþýðublaðið - 26.09.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.09.1959, Blaðsíða 4
Útgefanai, Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjónsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- Vin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- Ingasíml 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsina, Hverfisgata 8—10. Um hvað er deilt? ÞESSA DAGANA er mjög reynt að flækja staðreyndirnar um bráðabirgðalög ríkisstjórnar- innar. Þær liggja þó sannarlega ljóst fyrir. Full- trúar framleiðenda í sex manna nefndinni lögðu til, að landbúnaðarafurðir hækkuðu um 3,18%, en fulltrúar neytenda hins vegar, að þær lækk- uðu um 7—8%. Um þetta náðist ekki samkomu- lag í nefndinni. Ríkisstjómin ákvað þá, að verðið skyldi haldast óbreytt til 15. desember, svo að unnt yrði að leiða deiluna um landbúnaðarverð- ið til lykta í sambandi við heildarathugun efna- hagsmálanna, sem verður að sjálfsögðu verkefni næsta alþingis. Þess vegna er fjarri lagi, að ríkis- stjómin hafi níðst á bændum. Hún gengur í bráðabirgðalögunum lengra til móts við þá en neytendur eins og málin stóðu í sex manna nefndinni. Framsóknarmenn fullyrða, að bændur hafi átt rétt á 3,18% hækkun á landbúnaðaraf- urðum í haust, og Morgunblaðið er sömu skoð- unar, þegar það reynir að útskýra afstöðu Sjálf- stæðisflokksins. Vitnar það í gær í þessu sam- bandi til ummæla Jóhanns Hafsteins á alþingi, þegar stöðvunarlögin voru sett í vetur, og lítur á þau sem loforð við hændur. Sj álfstæðisflokk- urinn er auðvitað frjáls að skilningi sínum á þeim ummælum, en viðhorfin hafa óneitanlega gerhreytzt frá því að Jóhann Hafstein ræddi þessi mál á alþingi í vetur. Fulltrúar fram- leiðenda sögðu upp samkomulaginu um grund- völlinn að verðlagningu landbúnaðarafurðanna í febrúar í vetur. Ummæli Jóhanns Hafsteins miðast aftur á móti við, að sá grundvöllur sé nú hinn sami og í fyrra. Um það náðist ekki samkomulag í sex manna nefndinni eins og áð- ur greinir. Þess vegna var óhjákvæmilegt fyr- ir ríkisstjórnina að setja lög um verðlag land- búnaðarafurðanna. Alþýðublaðið rekur annars staðar í dag, hverjar voru tillögur og röksemdir fulltrúa neyt enda í sex manna nefndinni. Afstaða Framsókn- armanna til þeirra fer naumast dult. Tíminn fylgir tillögum og röksemdum fulltrúa framleið enda í nefndinni skilyrðislaust. Þjóðviljinn við- urkennir, að afstaða fulltrúa neytenda í sex manna nefndinni sé rökstudd og tímabær, en að öðru leyti langar Alþýðubandalagið ósköpin öll að láta' Valdimarssynina vera á línu Hermanns Jonassonar cg Framsóknarflokksins í deálunni. — Morgunblaðið á í nokkrum erfiðleikum með að útskýra afstöðu Sjálfstæðisflokksins. Það vill vera bændum velviljað, sem er vissulega góð dyggð tit áf fyrir sig. En hvað hefur það að segja um tillög- úr og röksemdir neytendafulltrúanna í sex manna nefndinni? Þessa er spurt mjög að gefnu tilefni. Alþýðuflokkurinn vill, að deilan leysist með sérfræðilegri athugun þess, sem fulltrúum neyt- enda og framleiðenda ber á milli. En hann tekur ékki í mál, að atkvæðakapphlaupið leiði stjórn- málaflokkana út í þá ógæfu, að verðbólgunni og dýrtíðinni verði sleppt lausri. Sú er stefna hans fyrir kosningar, og hún verður hin sama eftir kosn ingar. ( ÍÞrótfir 3 Handknattleiksmótin að hef jast Þreyfa Islendingar landsleiki við V- Þýzkaland og Beneluxlðndin í vetur? SÚ íþróttagrein, sem vinsæl- ust er orðin hér í Reykjavík Og nágrenni að vetrarlagi er hand knattleikur. Þar sem nú eru að eins nokkrir dagar þar til fyrsta handknattleiksmótið hefst, sneri fréttamaður íþróttasíð- unnar sér til formanns Hand- knattleikssambands íslands, Ás björns Sigurjónssonar, til að leita upplýsinga um, hvað fram undan sé hjá handknattleiks- mönnum. Per frásögn hans hér á eftir. * ÁRSÞING OG HRAÐ- KEPPNI í BYRJUN OKT. Ársþing handknattleikssam- bandsins verður háð hér i Rvík 3. október næstkomandi. Þar verða teknar ýmsar ákvarðan- ir um starfsemina í vetur og næsta starfsár. Fyrsta mótið innanhúss fer fram dagana 2. og 4. október og er það hraðkeppnismót á veg- um Handknattleiksráðs Reykja víkur. Síðan fylgja önnur mót í kjölfarið, svo sem Reykjavík- urmótið, jólamót, íslandsmótið o. s. frv. + VEREÐ AÐ ATHUGA MEÐ LANDSLEIKI í VETUR Stjórn HSÍ hefur skrifað til Vestur-Þýzkalands, og óskað eftir landsleikjum milli þjóð- anna. Jákvætt svar hefur bor- izt. HSÍ hefur skrifað aftur og lagt til, að keppt verði í marz ytra og í júní hér heima og þá utanhúss. Er nú beðið eftir svari viðvíkjandi leikdögum og verði það jákvætt, er meining- in að skrifa til Hollands, Belg- íu og Luxemburg og leika gegn þeim löndum í leiðinni. Þessi Ásbjörn Sigurjónsson skipti við 'V-Þjóðverja verða á jafnréttisgrundvelli. Ekki hef- ur orðið úr frekari samskipt- um við Norðurlöndin í bili og ástæðan er skortur á lögleg- um keppnisal Jiér. Forustu- menn á Norðurlöndum eru undrandi yfir getu okkar manna, þegar þeim er skýrt frá hinum lélega aðbúnaði hand- knattleiksfólksins hér, en geta ekki leikið landsleiki að Há- logalandi ir HKRR HEFUR LÍTINN ÁHUGA Á AÐ FÁ DANSKAN ÞJÁLFARA Okkur stendur til boða að fá hingað danskan úrvalsþjálfara, Heniy Larsen,en hann hefur þjálfað í Hollandi og víða um Danmörku. Á aðalfundi HKRR, þar sem rætt var um rnálið kom fram lítill áhugi að fá manninn, en það er enn í at- hugun. 1 it NÆSTA HEIMSMEIST- ARAMÓT 1961 — NORÐURLANDAMÓT KVENNA HÉR Á LANDI 1964. Ásbjörn skýrði frá því, að næsta heimsmeistaramót í Framhald á 9. síðu. -fc Styðjum lögregluna. Stríðið gegn hættum. ■jíf Saga úr umferðinni. 'fo Bréf frá gömlum manni. ÉG FAGNA þeirri ákvörðun umferðarstjórnar og iögregluyf- irvalda að herða eftirlitið með umferðinni, að hækka viðurlög við brotum og dæma strax þá, sem sekir reynast um ógætilegan akstur eða tillitsleysi í umferð. Slysunum fjölgar, árekstrarnir fara vaxandi. Allt stefnír að því sama: aukinni slysahættu og auknu tjóni. Mig furðar ekki á þeim hörmulegu slysum, sem orðið hafa undanfarið. Þó að ég vilji sízt af öllu bera í bætifláka fyrir bifreiðastjóra, þá virðast verstu slysin hafa verið að kenna þeim, sem fyrir þeim hafa orðið. ÞETTA ER SAGT til þess að vekja athygli á staðreynd svo að menn geti lært af henni, en ekki til þess að ásaka einn eða neinn. — Ég skal segja smásögu, sem ég reyndi sjálfur. Fyrir nokkrum kvöldum ók ég ásamt hjónum til Hafnarfjarðar. Heim leiðis ókum við Suðurnesjaveg- inn nýja, bak fjörðinn. Þar mættum við þremur mönnum, a n n es i o r n i n u sem ég verð að kalla banakandh data. Tveir þeirra voru á Ijós- lausum hjólum á öfugum kanti, einn lallaði leið sína með döklc- an mjólkurbrúsa í hendinni, einnig á öfugum kanti. Allir voru þessir menn í bráðri lífs- hættu, því að umferðin var ör og birtan mjög svikul. Allir buðu hættunum heim. Það var næstum því eins og þeir væru í sj álf smorðshugleiðingum. ÞAÐ ER EKKI NÖG fyrir lögregluna að hafa eingöngu auga með ökumönnum, þó að sjálfsagt sé að athuga þá og fram ferði þeirra gaumgæfilega. Ég fullyrði að mikill fjöldi manna hagar sér þannig í umferðinni, að stórvítavert er. Það þarf ekki annað en að fylgjast með fram- komu vegfarenda við götuvit- ana. Þar ana þeir athugunar- laust út á brautina þó að bönnuð sé og það er aðeins fyrir snar- ræði bifreiðastjóra, að ekki verða tugir slysa daglega ef þeim sökum. ALMENNINGUR ÞARF að styðja lögregluna. Ég vil þakka konunum, sem kærðu ökuníðing ana í fyrrakvöld. Þeir voru tekn ir og sektaðir eftirminnilega. Vonandi kennir það þeim að vera ekki í kappakstri á götun- um. En Úgreglan þarf líka við og við að taka gangandi fólk, sem þverbrýtur allar reglur, fara með það í lögreglustöðina og dæma það í háar sektir. ÉG HEF OFT og mörgum sinnum sagt það, að það verður ekki hægt að koma á reglu í umferðinni með fortölum ein- um saman. Mjög hækkandi við- urlög og harka verður að koma til, ekki aðeins gegn bifreiða- stjórum, heldur og gagnvart öðr um vegfarendum. Ef við gerum ekki þetta, þá mun slysunum fjölga og tjónið vaxa fyrir alla. Mér virðist sem lögreglan ætli nú að herða eftirlitið, hækka- sektirnar og dæma af meiri skyndingu en verið hefur. Þetta þykir mér gott og ég vil skora á borgarana að styðja af alefli starf lögreglunnar. Það er þjóð- félagslegt starf. Við eigum í hernaði við hættur, sem við get- um bægt frá að rnestu ef við viljum og erum vakandi. SIGURÐUR JÚLÍUSSON, Ak ureyri, skrifar: „Viltu vera svo góður að birta frá mér fáeinar línur í pistlum þínum? Ég er að verða 71 árs, búinn að þéna núna árið sem er að líða 38 þús. kr., er nú vinnulaus eins og fleiri á mínum aldri. ÉG HEF í SUMAR verið að laga til gamlan húskofa, sem við eigum og búum í gömlu hjónin, og skulda því töluvert og hef því lítið til að lifa á, nema ef ég gæti fengið lán út á húskofann minn. Mér datt því í hug að fara til bæjarfógetans og biðja hann um ellistyrk fyrir mig og konu mína, sem líka er komin á þann aldur, að hún hefur rétt til elli- launa. SVARIÐ HJÁ LAGAVERÐ- INUM var eftirfarandi: Nei, góði maður. Nú fer síldin að veiðast og þá færðu vinnu eins og hinir. Finnst þér ekki eins og mér, að lögin mættu vera hlið- hollari, gamla fólkinu? Að end- ingu þetta: Meira en þriðjung af þessu árs þénustu minni taka þeir af mér í skatta.“ Hannes á horninu. 4 26. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.