Alþýðublaðið - 26.09.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 26.09.1959, Blaðsíða 12
Að ofan: Safnið rekið fcam Þjórsárdalinn. Myndin tekin úr Bringu. Að neðan: Fólkið kom á móti gangnamönnum, og auðvitað þurftu krakkarnir að fá að koma á hestbak. Hún fór í lengsfii leif KRISTÍN frá Hamarsheiði, dóttir Jóhanns fjallkóngs, var ein af þeim sex gangnamönn- um, sem fóru í lengstu leit, inn að Arnarfelli. Þetta er í sjötta sinn, sem hún fer þang- aS í leitum, og henni finnst „ægilega gaman að vera á f jalli“. Hún gefur ekki karlmönn- um eftir í svaðilförum, og kemur það sér betur, því að oft er kaldsamt í lengstu leit. Ekki mun Kristín vera eina konan sem fer í göngur, en líklega mun vera fátíðara að kvenfólk fari í lengstu leitir. FÉÐ VAR REKIÐ af fjalli. Ljósmyndari Alþýðublaðsins fór á móti gangnamönnum af Gnúpverjaafrétti, er þeir voru að koma af fjalli með safnið í vikunni. Hann fór upp í Þjórsárdal og fylgdist svo með þeim niður byggðina. Þeir eiga langar göngur, Gnúpverjar, fara alla leið inn í Arnarfell hið mikla suðaust- an í Hofsjökli. Þangað fara sex menn og eru þeir níu daga á fjalli. Eftir því sem kemur neðar á afréttinn og safnið stækkar, er gangnamönnum fjölgað. Þeir bætast við í þremur flokkum eg eru orðn- ir milli 30 og 40, þegar niður er komið. Alls er talið, að um 12 þús. fjár hafi komið af Gnúpverja- afrétti í haust. Ekki voru gangnamenn heppnir með veður inni á ó- byggðum að þessu sinni, fengu þeir slyddu og kúlda í marga daga og er heldur ó- hrjálegt að vera dögum sam- an í óbyggðum í slíku veður- fari, en leitarmenn eru ýmsu vanir og kipptu sér ekki upp við smámuni. Til vinstri: A síðasta áningar- stað. Til hægri: Litli drengur- inn tekur á móti pabba sínum eftir viku á fjalli.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.