Alþýðublaðið - 27.09.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.09.1959, Blaðsíða 1
40. árg. — Sunnudagur 27. sept. 1959 — 208. tbl. FYRIK rúmum tveim árum voru nokkrir menn dæmdir fyrir brot gegn gjaldeyrislög- um la^dsins, vegna gjaldeyris- svika o<r olöglegrar sölu á gjald eyri. Þ«úr fengu háar sektir, ólöglegur hagnaður gerður upptækur og ennfremur skyldu þeir greiða málskostnað. Séu sektir ekki greiddar varðar það fangeÞ’svist. Blaðið áflaði sér upplýsinga um það, hvort þessir menn hafi greitt sektir sínar. Kom í ljós, að nokkrir hafa gert það, en sumir þeirra, sem þyngstu dómana hlutu, eru ekki enn byrjaðir á því. Stefán A. Pálsson var dæmd- ur til að greiða um 1.4 milljón- ir króna í sektir, ólöglegan á- góða og málskostnað. Hefur Stefán ekki greitt eyri ennþá. Gretar Yngason var dæmdur fil að greiða um 181 þúsund krónur. Hann hefur heldur ekki greitt eyri ennþá. Kristján Ágústsson hefur greitt um. 27 þúsund krónur, en á eftir um 170 þúsund krónur. Stefán A. Pálsson hefur ver- ið að semja við dómsmálaráðu- neytið og fjármálaráðuneytið um eftirgjöf og greiðslu á sekt- um sínum. Þar af leiðandi hef- ur Sakadómaraembættið ekki talið sig geta gengið á eftir greiðslu hjá hinum, þar-sem sá stærsti hefur staðið í samning- um við ráðuneytin. Hafa þeir samningar staðið nú í rúm tvö ár og bólar ekkert á niður- stöðum. En austur á Litla-Hra;ini sitja inni smáþjófar og afbrota- j menn. Er furða þótt þeir: spyrji: „Hvenær fáum við fínu mennina?“ ■fa BEIRUT: — Sendiráðsbygg- ing íraks í Be:'rut skalf í dag af 7 sprengingum, er urðu í sam bandi við and-írakska mótmæla göngu stúdenta, sem voru að mótmæla aftökum Iiðsforingja, er reynzt höfðu sekir um sam- særi gegn stjórn íraks. Lögvegl- an beytti táragasi gegn mann- fjöldanum, sem var u.m 5000. skiltin Ekkert aukaping Forsæfisráðherra svarar Hemrranni og Einari EMIL JÓNSSON, for- sætisráðherra, svaraði í gær bréfum Hermanns Jónassonar og Einars 01- geirssonar, þar sem þeir kröfðust þess, að alþingi yrði kvatt saman til fund ar nú þegar vegna bráða- birgðalaganna um verð landbúnaðarafurða. Svarar forsætisráðherra á þá lund, að hann telji þingliald nú óþarft og þýðingarlaust og muni ríkisstjórnin þess vegna ekki beita sér fyrir því. Liggi hins vegar fyrir, að þingmeiri- hluti til myndunar nýrrar rík- isstjórnar sé fyrir hendi, er n.ú- verandi ríkisstjórn aftur á móti reiðubúin til að segja af sér þegar í stað með eða án þinghalds, en að öðrum kosti ekki. Bréf Emil Jónssonar, forsæt- isráðherra, til Hermanns Jón- assonar fer hér orðrétt á eftir, en bréfið til Einars Olgeirsson- ar er samhljóða því: „Ég héf móPekið bréf yðar dags. 22. þ. m., þar sem þess er óskað. að ég leggi til við for- seta íslands, að Alþingi verði 1 nú þegar kvatt saman til auka- fundar til þess að taka ákvörð- un um verðlagsmál landbúnað- j arins og bráðabirgðalög þau, ; sem út hafa verið gefin 18. þ. m. um það efni. Út af þessu skal ég leyfa mér að taka fram eftiHarandi: Lögin um verðskráningu iand búnaðarafurða byggjast eins og kunnugt er á því, að samkomu- lag sé milli fulLrúa neytenda oa framleiðenda, ef ekki öðru- vísi, þá um að leggja málið í gerð. — Nú hefur þetta sam- í komulag brugðizt, og viðbúið að það taki lengri tíma en fyr- ir hendi er til kosninga að finna nýjan grundvöll, eða , endurreisa þann gamla. Ríkis- | stjórnin telur auk þess, að ein- ! hliða hækkun verðlags á land- I búnaðarvörum nú geti haft og muni hafa skaðleg áhrif á allt Framhald á 3 síðu ÞAÐ var líf í tuskunum í Hafravatnsrétt s. 1. mánu- dag. Meim sem komu þarna tii þess að horfa á, máttu gæta sín á því að flækjast ekki fyrir. Ljós- myndari Alþýðuhlaðsins var þarna á ferð eins og lesendur blaðsins hafa orðið varir við og þessi Al- þýðublaðsmynd var tekin. BlaðiÁ heíur hlerað Að Thor Vilhjálmsson, r.R- höfundur sé að þýða nýj- ustu bók Franccise Sagan, „Aimez-vous Firahms . ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.