Alþýðublaðið - 27.09.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.09.1959, Blaðsíða 3
Framhald af 1. síðu. ©fnahagskérfi landsins, þar sem víxlhækkanir verðlags og launa mundu á ný auka verðbólguna til skaða fvrir alla, en engum til góðs. — Ef þess vegna, að þeirri stefnu verður horfið að sleppa víxlhækkuninni lausri á ný, mun ríkisstjórnin segja af sér, þar sem sú stefna gengur þvert á móti stefnu hennar, og verður þá að vera fyrir hendi Siý stjórn til að taka við. Ef það þess vegna liggur fyr- Sr, að þingmeirihluti sé fyrir hendi til myndunar ríksstjórn- ar, á þessum grundvelli eða oðrum, er núverandi ríkisstjórn auovitað reiðubúin til að segja af sér þegar í stað, með eop. án þinghalds, en að öðrum kosti ekki, og telur þinghald fyrir kosningar þýðingarlaust. Á það má og benda að lokum, að verði gú skoðun ofaná á hinu ný- kjörna þingi, að landbúnaðar- vörur beri að hækka í verði, og að greiða þá hækkun niður ®f opinberu fé, þá getur sú á- kvörðun komið til framkvæmda ®llt að því eins fljótlega með ákvörðun hins nýkjörna þings og þings, sem nú yrði kvatt Baman. Ber því allt að sama ferunni, að þinghald nú sé ó- þarft og þýðingarlaust. Mun ríkisstjórnin því ekki þeita sér fyrir því“. Emil Jónsson (sign). T.ÍTILL fiskur barst á lánd í Reykjavík úr togurunum í vik unni, sem leið. Alls löndtiðu 5 togarar samtals um llftO lest- um. Var aflinn mestmegnis íkarfi, eii hitt smáblandað. Skúli Magnússon landaði á mánudag 214 lestum og Geir sama dag 235 lestum. A þriðju dag landaði Marz 283 lestum og Fylkir á miðvikudag 228 lest- lim. Loks var verið að landa úr Ask í gær um 20(1 lestum. — Askur var á Nýfundnalandsmið um, Skúli og Marz við Vestur- Grænland, en Geir og Fylkir við Austur-Grænland. Nokrir togar’ar munu selja afla sinn á erlendum markaði í þessari viku. ; AÐALFUNDUR FUJ í : ; Keflavík verður haldinn ; ; n. k. þriðjudagskvöld kl. » « 8,30 í skrífstofu Alþýðu- » Z flokksins í Keflavík að I ; Hafnargöíu 62. Dagskrá: : ; 1) Inntaka nýrra félaga. ; ; 2) Vanaleg aðalfundar- « » störf. — Áríðandi að fé- : : lagar fjölmenni. «1 D * ■ : 'A' : « ■ • ■ ; FÉLAG ungra jafnaðar- ■ » manna í Reykjavík heldur : j fund í Alþýðuhúsinu við : : Hverfisgötu n. k. miðviku ; ; dagskvöld kl. 8,30. ■ ; Sigurður Ingimundar- ■ « son, efnafræðingur, for- : » maður BSRB, talar. : ............. T»AÐ er ennþá só! og sum- ar víða um lönd, þó að ís- lendingar hafi aðra sögu að segja. Hér er ný mynd frá Danmörku, sem vissu- lega hefur fengið sinn sól- skinsskammt ríflega úti- lótinn í sumar — of ríf- lega jafnvel að sumra dómi. Það er komið kvöld, en hjónin sitja snögg- klædd á veröndinni og steikja sér matarbita. ogFram-KR HAUSTMÓT meistarafJokks heldur áfram á Melavellinum í dag kl. 2. Þá leika Valur og Vík- ingur og síirax á eftir Fram og KR. Baldur Þórðarson dæmir fyrri leikinn, en línuverðir eru Magnús Pétursson og Baldvin Ársælsson. Síðari leikinn dæm- ir Einar Hjartarson; línuverð- ir éru Ingi Eyvinds og Sigurð- ur Ólafsson. — KR hefur hlotið 4 slig í mótinu, Fram og Valur 2 stig, en Þróttur og Vík’ngur ekkert. ÞESSI urðu úrslit leikja í I. deildarkeppninni ensku, er fram fóru í gær: Arsenal-Blackpoo| 2:1. Burnley-Birmingham 3:1. Leeds U.-Newcastle 2:3. Leicester C.-Totenham 1:1. Manch. C.-Blackburn R.2:l. Nott. For.-Bolton 2:0. Preston- aMnch. U. 4:0. Sheff. W.-Luton 2:0. West Ham-West Brom. 4:1. Wolves Everton 2:0. SVO sem getið hefur verið um í fréttum er Valdimar Björnsson, fjármálaráðherra í Minnesota, staddur hér á landi, og hefur þegar flutt einn fyrir- lestur á vegum Stúdentafélags Reykjavíkur. ! Ákveðið er, að Valdimar flytji annan fyrirlestur í dag, sunnudag, á vegum íslenzk- ameríska félagsins í Reykjavík. Verður fyrirlesturinn fluttur í veitingahúsinu Lídó og hefst kl. 3 e. h. Húsið verður opnað kl. 2,30 e. h. Hefur Valdimar valið fyrirlestri sínum heitið: „Það er svo bágt að standa í stað“. Efni fyrirlesturs Valdimars mun aðallega fjalla um sam- band Vestur-íslendinga við heimalandið, og verður það rætt frá sjónarmiði nútímans. Að fyrirlestrinum loknum geta menn fengið keyptar veit- ingar, og mun Valdimar þá jafn framt nota tækifærið til þess að heilsa upp á viðstadda og rabba við þá eftir því sem tími vinnst til. Aðgangur að fyrir- leit lögreglu Vín. 22 ÁRA STÚLKA, sem grun- uð er um að vera vændiskona, var dæmd til 15 daga varðhaíds í dag fyrir að híta lögireglu- mann í fótinn, þegar hann krafð ist persónuskilríkja hennar. AUSTURRÍS'KI píanóleikar- inn Friedrich Gulda hélt tón- leika í Þjóðleikhúsinu á föstu- dagskvöld á vegum Ríkisút- vaipsins og skal það tekið fram þegar í stað, að varla hefur í annan tíma verið betur leikið á píanó í þessari borg. Tækni Gulda er frábær og áslátturinn svo hárfínn og yndislegur, að varla verður á betra kosið. Gulda lék verk eftir Mozart, Beethoven og Chopin og var túlkun hans og skilningur á verkum þessara meistara fram- úrskarandi. Beztur fannst mér Beethoven, bæði tunglskinssón- atan og aukalagið, skozku dans ax’nir, enda er alltaf þyxkast á stykkinu hjá þeim ágætis- raanni. Við bíðum með eftir- væntingu eftr leik Gulda með hljómsveit Ríkisútvarpsms ann að kvöld — G.G. lestrinum er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. BLED, 26. sept. — f 12. um- ferð áskorendamótsins urðu úr- slit þau, að Keres vann Benkö í 21. leik, en jafntefíi varð hjá Tal og Petrosjan í 23 leikjum. Smysloff hefur betra í hið- skók gegn Gligoric, en staðan er flókin í biðskák Friðriks og Fischers. Biðskákir eru tefldar í dag (laugardag). - Freysteinn. Staðan var þessi fyrir bið- skákirnar: 1. Keres 814 v. 2. Petrosjan 7 v. 3. Tal 614 v. og bið. 4. Gligoric 514 v. og 2 bið. 5. -6. Smyslov og Fischer 4 v. og 2 bið hvor. 7. Benkö 4 v. og bið. 8. Friðrik 314 v. og 2 bið. Á rnorgun — 13. umferð — tefla þessir saman: Smysloff— Friðrik, Keres—Gligoric, Petro- sjan—Benkö og Fischer—Tal. Kl. Klukkan 11 í dag er útvarpað messu í Laugarneskirkju — (sr. Garðar Svavars son). Kl. 15 Miðdeg- istónleikar og kl. 16 Kaffitíminn. Kl. 20, 30 Raddir. skálda: - Smásaga og Ijóð eft ir Rósberg G. Snæ- dal (Höf. lesa). Kl. 21 Tónleikar frá A,- þýzka útvarpinu. — Kl. 21.30 Úr ýmsum 22.05—23.30 Dans- áttum lög. Annað kvöld: — Kl. 20.30 er útvarpað frá tónleikum útvarps ins í Þjóðleikhúsinu (Friderich Gulda). Kl. 21.30 Útvarpssagan Garman og Worse. K1 22.10 Búnaðarþáttur. — Kl. 22.25 Kammertónleikar. í FYRIRSÖGN á tillög- um neytenda í blaðinu í gær stóð: „Núgildandi grundvöllur og tillögur neytenda“. Fyrirsögn þessi getur verið villandi, þar eð enginn grundvöllur er nú í rauninni til, eins og- fram kemur f yfirlýsingu fulltrúa neytenda. Til þess að ítreka þetta atriði vill blaðið hér birta á ný nið- urlag yfirlýsingar neyt- endafulltrúanna: I hlöðum og útvarpi hef- ur því undanfarið þrásinn- is verið haldið fram, að til sé verðlagsgrundvöllur, er Iögum samkvæmt ætti að gilda fyrir verðlagsárið 1. sept. 1959—31. ágúst 1960, reiknaður af Hagstofu ís- lands. Við mótmælum eindreg- ið að slíkur grundvöllur sé til, eins og ljóslega sést af eftirfarandi: Þegar verðgrundvelli landhúnaðarafurða hefur ekki verið sagt upp, en upp- , sögn skal komin til gagnað- : ilja fyrir lok febrúarmán- aðar, reiknar Hagstofa Is- lands framleiðslukostnað landbúnaðarvara eða vísi- tölu hans á grundvelli sam- komulags verðlagsnefndar- innar og með þeim reikn- ingsaðferðum varðandi breytingu milli ára á gjalda og tekjuliðum, sem sam- komulag er um að nota, væri grundvellinum ekki sagt upp. f ár var grundvellinum löglega sagt upp af hálfu fulltrúa framleiðenda með hréfi dags. 21. fehr. 1959. Haustið 1959 var því eng- inn grundvöllur, né sam- komulag um reikningsað- ferðir fyrir hendi. Hins vegar lagði Hagstofa íslands fram, með öðrum upplýsingum, eins og venja er til, útreikning á því, hvernig verðlagsgrundvöll- urinn myndi hafa orðið EF uppsögn hefði ekki átt sér stað OG EF útreikningsreglur ákveðnar haustið 1957 væru nú (þ. e. haustið 1959) í gildi. Frá upphafi var fulltrú- um neytenda Ijóst, að-svo miklar hreytingar höfðu átt sér stað, síðan grund- völlurinn var síðast endui-- skoðaður hausíiþ 1957, að hinn uppsagði grundvöllur var aigerlega úreltur, og í tillögu framleiðenda um verðlagsgrundvöll var þetta sjónarmið einnið að nokkru viðurkennt. Reykjavík, 25. sept. 1959:, ÞÓRÐUR GÍSLASON, Tiín. af Alþýðusamb. ísl. EINAR GÍSLASON, Tiln. af Landssamb. iðn.m. SÆMUNDUR ÓLAFSSON Tiln. af Sjóm.fél. Rvíkur. Alþýðublaðið — 27. sept. 1959 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.