Alþýðublaðið - 27.09.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 27.09.1959, Blaðsíða 9
Athugasemdir flugmálastjóra og flugvallarstjóra á Keflavíkurvelli 24. september 1959. Vegna mikilla blaðaskrifa, sem spunnizt hafa út af atburði þeim, er gerðist á Keflavíkur- flugvelli hinn 6. september s. 1., er einkennisklæddir starfs- menn flugmálastjórnarinnar voru beittir ofbeldi, er þeir voru að gegna skyldustörfum, þykir mér rétt að taka fram eftirfarandi: 'S'unnudagsmorguninn hinn 6. september var ég staddur á Keflavíkurflugvelli vegna nauð synlegra afskipta minna af þýzkri Skymasterflugvél, sem hafði laskazt allmikið í lend- ingu þar á vellinum aðfaranótt föstudagsins 4. september. Hafði flugstjórinn krafizt flug- taksheimildar að aflokinni við- gerð og iiltölulega takmark- aðri skoðun, en ég hafði synj- að um slíkt leyfi fyrr en fyrir lægi skýlaus yfirlýsing þýzkra flugmálayfirvalda um, að þau tækju á sig alla ábyrgð á flugi hinnar þýzku flugvélar vestur um hafið, þar eð ég taldi skoð- un þá, sem fram hafði farið á flugveilinum, ófullnægjandi. Var flugvélin auk þess mjög hlaðin, hafði innanborðs 82 farþega, nær eingöngu konur og börn. Hafði þýzki flugmálastjórinn fengið símsenda skýrslu um málið og beið ég því umsagnar hans. Er ég hafði lokið afgreiðslu þessa máls þar syðra, bárust mér þær" fréttir frá vaktstjóra flugvélaafgreiðslu flugmála- stjórnarinnar, að starfsmenn hennar hefðu verið beittir of- beldi af amerískum herlög- reglumönnum, að viðbættum þeim upplýsingum, að allt hafi logað í slagsmálum í flugstöð- inni milli drukkinna hermanna þá um nóttina og hefði það að sjálfsögðu verið til mikilla ó- þæginda fyrir hinn mikla fjölda farþega hinnar þýzku flugvél- ar, sem þar voru að reyna að sofa í stólum og á bekkjum. Ég spurði strax, hvorf ís- lenzka lögreglan hefði haft af- skipti af málum þessum og var mér tjáð, að svo hefði verið, enda taldi ég það staðfest í bók- un þeirri, er ég las þá um morg- uninn, og sem ég leyfi mér að birta hér orðrétta. „Sá atburður skeði hér um miðnætti, er aðstoðarmaður og flugþjónustumaður fóru áleiðis að flugvél CDL, sem var inni í flugskýli (B36) ásamt flug- stjórum vélarinnar, og voru þeir komnir langleiðina að skýlinu, er varðmaður (AP) skipaði þeim frá farartækjum sínum með byssu, sem miðað var á þá og þvínæst að leggjast ó magann á flugvélastæðið með hendur út og sundurglennta fingur og að þegja. Þannig urðu þeir að liggja góðan tíma eða þangað til einhver Sergeant frá AP frelsaði þá. Það skal tekið fram, að allan tímann var otað að þeim byssu. Svipað atvik kom fyrir flugvirkja flug málastjórnarinnar og kærði hann atvikið fyrir lögreglunni. Nauðsynlegt er, að tekin sé ná- kvæmari skýrsla um atburð þennan og hann kærður til ráðuneytisins“. Ég vil taka það fram, að enda þótt ég hafi um tveggja ára bil haft lítil sem engin af- skipti af daglegum rekstri Keflavíkurflugvallar af ástæð- um, sem ég tel ekki ástæðu til að greina að sinni, taldi ég at- vik þessi þó svo alvarlegs eðlis, að ég hlaut að láta þau tafar- laust til mín taka, þar eð þau vörðuðu öryggi starfsmanna ís- lenzku flugmálastjórnarinnar auk þess, sem einkennisbúning- ur íslenzka ríkisins hafði verið svívirtur. Ég gerði því sam- stundis boð fyrir yfirmann bandaríska flughersins hér á landi og bað hann að koma strax til fundar við mig í skrif- stofu flugmálastjórnarinnar á Keflavíkurflugvelli og það enda þótt sunnudagur væri og fyrir venjulegan fótaferðatíma. Yfirmaðurinn kom að vörmu spori og þó ég vilji ekki þreyta almenning á því að skýra frá því, sem okkur fór á milli, vil ég geta þess, að yfirmaður flughersins lét strax að af- loknu þessu samtali okkar gera ýmsar ráðstafanir, er til þess voru fallnar að auka starfs öryggi íslenzku flugþjónust- unnar auk þess, sem hann lof- aði að láta tafarlaust fara fram hina nákvæmustu rannsókn á atburðum næturinnar og skyldi hinum seku eins þunglega refs- að og tilefni gæfist frekast til. Þá um kvöldið lét yfirmaður- inn banna öllum hermönnum aðgang að hótelinu og flug- stöðvarbyggingunni og var að því hin mesta bót. Er þetta bann enn í fullu gildi. Að afloknu samtali okkar skýrði ég flugvallarstjóranum á Keflavíkurflugvelli, Pétri Guðmundssyni, þá samstundis nákvæmlega frá því, sem ég hafði aðhafzt í málinu og sýndi honum bókun þá, sem gerð hafði verið um mál þetta þá um nóttina. Taldi ég þar með lokið afskiptum mínum af máli þessu í bili eða þar til fyrir lægi tæmandi skýrsla um mál- ið, en ég hef ekki orðið þess var á tveggja áratuga embætt- isferli mínum, þar af nær átta ár sem lögreglustjóri, að mál væru kærð til ráðherra eða ráðuneytis án þess að nauðsyn- leg rannsókn færi fram áður. Hins vegar hefði með réttu mátt saka mig um frumhlaup og embættisafglöp, ef ég hefði kært málið til ráðuneytisins eða utanríkisráðherra án þess að það lægi ljóst fyrir í heild og öll atvik væru kunn, en ég var, eins og að framan getur og af augljósum ástæðum aldr- ei í neinum vafa um, að ís,- lenzka lögreglan hefði þá þegar fengið málið til meðferðar og hafið í því rannsókn. Ég tel mig því fyllilega hafa gert skyldu mína í umræddu máli og myndi fara eins að, ef svipað mál kæmi fyrir aftur. Mér þykir leitt av hafa ekki átt þess kost að gera grein fyr- ir atviki þessu fyrr, en ég var staddur erlends á fundi flug- málastjóra Evrópu, er blaða- skrif hófust út af málinu. Með þökk fyrir birtinguna, Agnar Kofoed-Hansen. Athugasemd frá flugvallar- stjóranum á Keflavíkurflug- velli við ofanritaða greinar- gerð flugmálastjóra: — Hvað snertir það, sem fór milli mín og flugmálastjóra í samband við atburðinn á Kefla víkurflugvelli þann 6. þ. m. vil ég taka það fram, að það eina sem flugmálastjóri fór fram á að ég aðhefðist í máli þessu var það að ég kæmi á fund með honum og yfirmanni flughers- ins daginn eftir, en á fundi þessum átti að fjalla um fram- angreinda atburði. Af orsökum, sem mér eru ókunnar, var fundur þessi aldrei haldinn. Pétur Guðmundsson. Jafnan fyrirliggjandi í flesta ameríska, enska og þýzka bíla: Kveikjulok Kveikjuhamrar Platínur Þétíar Bremsugúmmí Dynamókol Startarakol Couplingsdiskar Ljósasamlokur 6 og 12 volta Hurðargummí Kistuloksgúmmí Vatnslásar Hoodbarkar Innsogsbarkar Benzíndælur Benzínbarkar Olíuboltar Slitboltar Fjaðra- og strekkjara- gúmmí Amerískir handlampar Bremsudælur- og slöngur Olíu-, tank- og \Tatnskassalok Benzínstig Bremsuhnoð — allar stærðir Geyma- og jarðsambönd og fjöldi annarra varahluta. Laugavegi 103. Sími 24033. MELAVÖLLUR Haustmót meistaraflokks 1 dag kl. 2 leika Valur — Yf kingiir Dómari- Baldur Þórðarson. Línuverðir: Magnús Pétursson — Baldvin Ársælsson. Strax á eftir leika Fram — K.R. Dómari: Einar Hjartarson. Línuverðir: Ingi Eyvinds — Sigurður Ólafsson. Mótanefndin. Bifvélavirkja eða menn vana bifreiðaviðgerðum vantar oklcur nú þegar, eða sem fyrst. FORD-umboðið Kr, fCrist|ásisson Hf, Suðurlandsbraut 2. — Sími 3 5300. Opnutn í fyrramáEið Slálur og kjölmarkað Seljum: Dilkaslátur Dilkasvið Dilkalifur, hjörtu og nýru Vambir, hreinsaðar Mör Dilkakjöt í heilum kroppum Slátur og kjötílát Siáfur og kjötmarkaður SÍS, við Laugarnesveg í Þjóðleikhúsinu miðvikud. 30. sept. kl. 20,30. Einleikur á píanó: Mikail Voskresenskí. Einsöngur: Ljúdmila Isaéva, sópran. Einleikur á fiðlu: ígor Politkovskí. Undirleikari: Taisia Merkulova. Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu frá kl. 13,15 á mánudag, þriðju- dag og miðvikudag. Alþýðublaðið — 27. sept. 1959 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.