Alþýðublaðið - 29.09.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.09.1959, Blaðsíða 1
1 40. árg. — Þriðjudagur 29. sept. 1959 — 209. tbl, FRÉTT Alþýðublaðsins s.l. sunnudag um það, að Stefán A. Pálsson og nokkrir fleiri væru ekki farnir að greiða eyri af háum scktum, er þeir voru dæmdir í, hefu'r vakið mikla at- hygli. Vegna fréttarinnar komu hliðstæðum málum. M.a. var blaðinu skýrt frá því, að legið hafi verið á ávísanamáli hjá Sakadómaraembættinu í tvö ár. Þannig er, að fyrir rúmum tveim árum skrifaði Guðlaugur Einarsson hdl. Sakadómaraem- bæitinu og sendi þar með tvær ávísanir, er gefnar höfðu verið út án þess að næg innistæða væri fyrir þeim. Hafði Þorlák- ur Jónsson í Reykjavík gefið ávísanir þessar út á Kristján Guðmundsson, Sandi. Voru á- vísanir þessar upp á samtals 14 þús. kr. EKKERT HREYFT VIÐ MÁLINU. Alþýðublaðið frétti, að Þórð- ur Björnsson hefði fengið mál þetta til meðferðar og snéri blaðið sér því til hans í gær og leiiað upplýsinga um það, hvort málið hefði verið tekið fyrir. Svaraði Þórður því neitandi, en sagði, að málið yrði tekið fyrir einhvern næstu daga. Alþýðublaðið snéri sér til Guðlaugs Einarssonar og Ieit- aði upplýsinga um málið. Hann kvaðst hafa rekið á eftir mál- inu hvað eftir annað undanfar- ið, en engin leið hefði verið að fá það tekið upp, svo að greini- leg tilhneiging hefði verið til þess að liggja á því. Loks hefði því verið lofað, að málið skyldi tekið fyrir í gær. En úr því, að Þórður hefði sagt, að það yrði tekið fyrir einhvern næstu daga, væri greinilega enn ætl- unin að draga það á langinn. Kvaðst Guðlaugur hafa í hyggju, að kæra mál þetta til dómsmálaráðherra með því að óhæfilega langur dráttur hefði orðið á því, að það yrði tekið fyrir. Jafnframt bauðst Guð- laugur til þess að skýra nánar frá máli þessu í Alþýðublaðinu á næstunni og var það þakk- samlega þegið. ýmsir til blaðsins og skýrðu frá MORGUNBLAÐIÐ spyr á sunnucíag á forsíðu: Réði atkvæðakapphlaup setn- ingu bráðabirgðalaganna? Virtist bíaðið algerlega á önverðum meiði við út- gáfu laganna. Skömmu áður sagði blaðið með stóru letri á forsíðu: Verð- lagið tná ekki hækka. Upplýst er ennfremur, að Sjálfstæðisflokkurinn gat stöðvað setningu bráða- birgðalaganna, þar eð rík- isstjórnin var reiðubúin til þess að segja af sér, En það vildi Sjálfstæðisflokk- urinn ekki. Hver botnar í slíkri pólitík? Sannleikur- inn er sá, að Sjálfstæðis- flokkurinn getur í hvor- uga löppina stigið *þessa dagana. — Siá grein á 3. síðu um verðlagsmál land búnaðarins. WWWWtiMWWmMWMM*- KRUSTJOV SENDI ANNAÐ SKEYTI f GÆRMORGUN k 1. rúmlega átta barst forsæt- isráðherra, Emil Jónssyni, svohljðandi skeyti frá N. Kirústjov, forsætisráð- herra Ráðstjórnarríkj- anna: „Þegar ég nú flýg yfir ísland á heimleið frá Bandaríkjunum í flugvél- inni TU 114 hinn 28. sept- ember 1959, sendi ég yð- ur, heura forsætisráð- herra, og íslenzku þjóð- inni beztu óskí og vinsamlegt milli þjóða okkar. Nikita Krústjov, Forsætisráðherra svar- aði kveðjunni samstundis þannig; „Ég þakka yður, hc<rra íorsætisráðherra, fyrir hina vinsamlegu kveðju yðr<r og tek af alhug und- ir ósk yðar um frið og góða sambúð milli þjóða okkar, um, leið og ég árna yður og þjóðum Ráðstjórn arríkjanna allra heilla. Emil Jónsson." 3 ára drengur fyrir bíl UM hádegið í gær varð þriggja ára gamall drengur fyr ir bifreið j Suðurlandsbraut, austan við Grensásveg. Hlaut drenguirinn meiðsli á höfði. Lenti drengurinn á hægra frambretti bílsins. Var hann þegar fluttur á slysavarðstof- una. SAMNINGAR standa nú yfir um sölu á Suðurlandssíld til Sovétríkjanna og Austur-Þýzka lands. Eins og áður hefur kom- ið fram í fréítum var þegar búið að selja 40 þúsund tunnur til Sovétríkjanna, en nú standa yfir samningar um sölu á 20 þúsund tunnum til viðbótar svo og um sölu á 10 þúsund tunnum til A-Þýzkalands. Þá er einnig talið, að miklir möguleikar séu á því að selja 20 þús. tunnur til Póllands eins og í fyrra. UM 100 ÞÚS. TUNNUR í FYRRA. í fyrra nam sala á Suður- landssíld. í kringum 100 þús. tunnum. Eru allar horfur á því, að salan verði svipuð nú, ef ekki meiri. Eru góðar söluhorf- ur og allar mun betri en í sum ar, þegar mjög erfitt var að selja Norðurlandssíld. ATHUGAÐIR MÖGULEIKAR í BANDARÍKJUNUM. Þá hefur Síldarútvegsnefnd undanfarið athugað möguleika á sölu síldar til Bandaríkjanna. Standa þær athuganir yfir enn. 1 || Valbjörn 4.401 I í Dresden { ÍSLENDINGARNIR þrír, sem kepptu á Rudolf Harbig-mótinu í Dresden á sunnudaginn, náðu prýðilegum árangri. • Valbjörn Þorláksson keppti í stangarstökki og sigraði, stökk 4,40 m. Valbjöm hefur sýnt mikið öryggi í þessari utanför sinni, sem staðið hefur í mán- uð, og er þetta fimmti sigur hans í förinni, en hann hefur alls keppt sex sinnum' í stang- arstökki. Hilmar Þorbjörnsson tók þátt í 100 m. hlaupi og varð þriðji á 10,4 sek., sem er ágætur tími og hans langbezti í sumar. Hilm ar átti við þrálát meiðsli og veikindi að stríða á sumrinu, en virðist nú alveg hafa náð sér. Þriðji keppandinn, Jón Pét- ursson, tók þátt í hástökki og varð þriðji með 1,90 m., sem er gott afrek. Fararstjóri íslendinganna er Björn Vilmundarson, gjaldkeri FRÍ. ÚTSÝN, málgagn Alþýðu- bandalagsins, lýsir afdráttar- laust yfir í gær, að kommúnist ar séu á móti bráðabirgðalög- um ríkisstjúrnarinnar um verð lag landbúnaðarafurðanna og útskýrir þannig kröfu Einars Olgeirssonar um að aukaþing verði kvatt saman. Segir Útsýn orðrétt í fjirirsögn um málið: „Sex þingmenp fylgja bráða- birgðalögunumi — 46 á móti“. Þarf þannig ekki frekari vitna við um afstöðu Alþýðubanda- lagsins. Það dansar á línu Fram sóknarflokksins. Fullyrðingin í fyrirsögninni er ekkert slys, heldur ótvíræð ýfirlýsing um, að Alþýðubanda lagið sitji og standi í þessu máli eins og Framsóknarflokkurinn vill. Útsýn kemst svo að orði í greininni til þess að hnykkja á ummælum fyrirsagnarinnar og koma henni sem rækilegast til skila: „Forseti íslands hefur sett nafn sitt undir bráðabirgða lög, sem hann veit nú að yrðu tafarlaust felld, ef alþingi kæmi saman og fengu ekki stuðning nema 6 þingmanna af 52 á al- þingi.“ ! SNÚIZT f HRING Kommúnistar hafa snúizt í hring í afstöðunni til verðlagn- ingar landbúnaðarafurðanna og bráðabirgðalaga ríkisstjórnar- innar. Þjóðviljinn sagði orðrétt Framhald á 5, síðu. ÍÞRÓTTIRISAR eru á 9. sífin í GÆR hófst málflutn- ingur í Hæstarétti í máli neytenda gegn Fram- leiðsluráði landbúnaðar- ins. Ér hér um að ræða mál það, er spannst út af því, hvort Framleiðsluráð ið hefði rétt til þess að leggja 85 aura í heildsölu á allt kjöt, að viðbættum 20% í smásölu eða 1.02 krónur á hvert kílógramm í verðjöfnunargjald vegna útflutnings. Gerir þetta 7—8 milljónir króna á ári. Myndin er tekin í hæsta- rétti í gær. Verjandi er Sveinbjörn Jónsson, en sækjandi Ragnar Jónsson. »%%%%»%%%%%%%%%»«%%»%%«%%%%%%*%a>

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.