Alþýðublaðið - 29.09.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.09.1959, Blaðsíða 4
TEFNA Útgefandi. Aljiýðnflokkurinn. — Framkvæmdastjórl: Ingólfur Krlstjénason. — Rítstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli 3. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- vln Guömundsson. — Simar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- lngasimi 14 906. — Aösetur: AlþýðuhúsiÖ. — Prentsmiðja Alþýðubiaðsina, Hverfisgata 8—10. Svar forsœtisráðherra EMIL JÓNSSON forsætisráðherra hefur svar að þeim tilmælum Framsóknarflokksins og Al- þýðubandalagsins, að alþingi skuli hvatt saman til aukafunda vegna bráðabirgðalaganna um verðlag landbúnaðarafurðanna, og vísað þeim á bug fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Birti Alþýðublaðið svar forsætisráðherrans til Hermanns Jónassonar og Einars Olgeirssonar á sunnudag. Telur hann þing- hald nú óþarft og þýðingarlaust. Þetta svar kemur sjálfsagt engum á óvart. Núverandi ríkisstjórn ljær ekki máls á, að dýr- tíðinni og verðbólgunni sé sleppt lausri. Þess vegna verður ný ríkisstjórn að taka við, ef hinir stjórnmálaflokkarnir hyggjast hverfa að því ráði. Hins vegar liggur ekkert fyrir um, að þing meirihluti sé fyrir nýrri stjórn. Þar af leiðandi • eru tilmæíi Hermanns og Einars út í hött. Lausn dýrtíðarmálanna á aukaþingi myndi vafalaust taka lengri tíma en þær fjórar vikur, sem eftir eru fram að kosningum, og þess vegna fer hezt á, að þjóðin kveði upp sinn úrskurð í deilumál- r [ mu. Aðalatriði þessa máls er sú staðreynd, að sam komulag er ekki fyrir hendi um grundvöll að verð lagningu landbúnaðarafurðanna eftir að fulltrúar framleiðenda sögðu því upp í vetur. Sjónarmið full trúa framleiðenda og neytenda í sex manna nefnd inni eru svo ólík, að sá skoðanamunur jafnast naum ast á skömmum tíma. Alþingi getur varla borið sáttarorð á milli þeirra aðila. Þess vegna er bezt, að þjóðin segi sitt orð um þetta mál, enda hægt um vik, þar sem kosningar standa fyrir dyrum. Verðlag landbúnaðarafurðanna er heídur ekki hægt að afgreiða nema fjallað sé samtímis um efnahagsmálin í heild. Slíkt væri óráð, og af leiðingarnar yrðu næsta alvarlegar fyrir land og þjóð. Alþýðuflokkurinn unir ekki, að rasað verði um ráð fram í þessu efni, meðan hann fer með stjórn landsins. Vilji hinir stjórnmálaflokkarnir ekki sætta sig við bráðabirgðalög hans til 15. des ember í haust, þá verða þeir að taka á sig ábyrgð dýrtíðarstefnunnar. Þeir segja til um, hvort meirihluti er fyrir nýrri stjórn. Ella situr núver- andi ríkisstjórn fram yfir kosningar, og Alþýðu- flokkurinn mun ekki eftir þær fremur en fvrir ljá máls á nýju verðbólguflóði. — Stefna hans er þannig skýr og afdráttarlaus. ÁLÞÝÐUBLÁÐIÐ vantar unglinga til að bera blaðið til áskrifenda í þessum hverfum: Skjólunum Högunum Miðbænum Laufásvegi Lönguhlíð Grímsstaðaholti Laugarási Kópavogi Talið við afgreiðsluna. — Sími 14-900. SKAMMT ER NÚ TIL kosninga í Bretlandi. Kosn- ingabaráttan er að nálgast há- mark og flokkarnir hafa lagt fram stefnuskrár sínar, Hér verður stuttlega greint frá stefnuskrá Verkamannaflokks ins, en síðar verður rætt lítil- lega um stefnuskrá íhalds- flokksins. í upphafi stefnuskrár Verka mannaflokksins er rakið hvaða stefnu sá forsætisráðherra þurfi að hafa, sem kemur til með að vera fulltrúi Breta á væntanlegum fundi æðstu manna. 1) Hann verður að trúa á löglegar aðferðir í al- þjóðaviðskiptum og vísa vald- beitingu á bug. 2) Hann verð- ur að sjá til þess, að Bretar taki forustuna í viðræðum um algera afvopnun. 3) Hann verð ur að leysa vandamálin á þann hátt, að Bretar vinni tiltrú Asíu- og Afríkuþjóða. Um AFVOPNUNAMALIÐ segir: Enda þótt önnur ríki hefji að nýju tilraunir með kjarnorku- og vetnisvopn, ber Bretum að hætta algerlega slíkum tilraunum og krefjast þess, að haldið verði áfram að vinna að banni við tilraunum. Flokkurinn leggur til, að haf- izt verði þegar í stað handa um víðtæka afvopnun, fækk- un herliðs og eyðileggingu allra kjarnorku- og vetnis- vopna og einnig allra bakteríu vopna. Verkamannaflokkurinn set- ur fram þrjár höfuðreglur varðandi lausn nýlenduvanda mála og telur, að þau verði ekki leyst nema þeirra verði gætt. 1) Að nýlenduþjóðir hafi jafnan rétt við aðrar þjóðirum að ákveða sjálfir stöðu sína. 2) Að reglan um jafnan kosninga rétt allra manna skuli gilda um heim allan. 3) Að kynþátta misrétti verði útrýmt. I STEFNUSKRÁ Verka- mannaflokksins segir, að enda þótt deilumál austurs og vest- urs verði leyst, þá eigi vest- urveldin við gífurlegt vanda- mál að etja, sem sé sú fátækt, sem tveir þriðju hlutar mann- kynsins búi við. „'Við teljum, að allar þjóðir eigi að búa við sósíalistiskt velferðarríki. Tveir heimar, annar, þar sem búa hvítir menn í allsnægtum og hinn byggður dökkum mönnum í eymd, geta ekki blessazt á sama hnetti. Milli þeirra hlýt- ur að verða óeining11. Hugh Gaitskell, foringi Verkamannaflokksins, hélt fund með blaðamönnum um síðustu helgi og svaraði spurn- ingum. Hann var spurður um álit sitt á skoðanakönnun Gal- lups, sem telur, að íhaldsmenn hafi 7,5 prósent fylgi fram yfir Verkamannaflokkinn. Gait- skell kvaðst ekki óttast óttast þessi úrslit, og minnti á, að fyrir kosningarnar 1950 hafi Gallup sagt, að íhaldsmenn væru með 10 prósent yfir, en samt hefði Verkamannaflokk- urinn unnið kosningarnar. — Hann lýsti ánægju sinni yfir því, að íhaldsmerm hefðu kos- ið að heyja kosningabarátt- una án persónulegra árása. Báðir flokkarnir fengu kosn- ingadagskrá í brezka útvarp- inu um daginn og þóttu þær svo lélegar og ósiðlegar, að flokkarnir ákváðu að draga í land og heyja málefnalega baráttu í staðinn. j GaITSKELL lagði áherzlu á, að Verkamannaflokkurinn gerir ráð fyrir að hægt verði að framkvæma ýmsar þjóðfé- lagslegar umbætur án þess að leggja á nýja skatta. Ekkert er minzt á nýja þjóðnýtingu í stefnuskránni og skattar á fjármagn gilda aðeins um kauphallarfé, verðbréf og fast eignaviðskipti. Flokkurinn hefur einnig í athugun að (Framhsld á 10. sí2u). Hannes á h o r n i n u ýV Hvenær verður íbúðin tilhúin. Kaupesndur illa! svikn ir. ☆ Saga af bygginga- hraski. 'fo Akranes — ekki Akur- eyri. „SVIKINN" skrifar mér á þessa ieið: „Ég vil þakka þér fyrir skrif þín um skattamálin og sögurnar frá lesendum þín- um. Allar þessar sögur kannast maður að vísu við, þó að þær séu mismunandi. Ég vil taka undir ummæli þín, að það er ekki rétt að ráðast á einstaka menn, skattþegna, nefndir eða annað slíkt þegar rætt er um skattamálin. Sannleikurinn er sá, það er alveg rétt, sem þú segir, að meinið liggur í skatta- kerfinu sjálfu. HVERNIG á líka öðru vísi að vera? Þjóðfélagið hefur gjör- breyst á örstuttum tíma, tekjur manna og afkoma. Þá kemur það og til, að við íslendingar ætlum okkur um of. Við ætlum að gera allt í einum logandi hvelli, og förum þá sannarlega ekki að eins og aðrar þjóðir. Við förum að eins og unglingur, sem kemst í uppgripavinnu að sumri til. en eyðir öllu kaupi sínu að hausti — og hugsar ekkert fyrir vetr- inum. AÐ VÍSU er ég ekki með þessu að segja, að við eyðum fjármunum okkar í vitleysu, og þó gerum við allt of mikið að því. Höfuðvandamálið er það, að við reisum okkur hurðarás um öxl með því að framkvæma það á einu ári, sem aðrar þjóðir gera á áratug. Það þarf að breyta skattakerfinu. Það er aðalatrið- ið. EN TILEFNI þessa bréfs míns er þó í raun og veru ekki þetta mjög svo umrædda mál, heldur byggingamál. Ég vil minna þig I á, að í sumar skrifaðir þú um 1 svikastarfsemi með byggingar, | sölu íbúða og fyrirframgreiðsl- j ur. Það voru orð í tíma tþluð. I Ég hringdi til þín og þakkaði j þér fyrir skrifið og þú kvaðst ! mundi halda áfram að skrifa um i málið. En síðan hef ég ekkert séð um það. Ég skal nú segja þér mína raunasögu. ÁRIÐ 1957 stóð ég á götunni með konu mina og þrjú börn. Ég hafði.leigt og borgað mikið á mánuði og fyrirfram, þar af nokkuð ^,undir borðið“ eins og það er kallað. Alls borgaði ég fyrirfram 18 þúsund krónur. — Ég sá fram á það, að hagkvæm- ast væri fyrir mig að reyna að klófesta mér íbúð og ég sparaði saman, sem svaraði fyrirfram- greiðslunni eða rúmlega það. — Ég átti 26 þúsund krónur. Þetta dugði ekki, því að ég átti að borga 110 þúsund krónur um leið og ég léti skrá mig fyrir í- búð í einni blokkinni. ÉG SLÓ, mér tókst það. Af því voru tveir víxlar, sinn í hvorum banka, hvor upp á 20 þúsund kr. Ég hafði reiknað út að húsaleig- an, sem ég borgaði, myndi, á- samt því sem við gætum sparað, nægt fyrir afborgunum og vöxt- um, en vitanlega þurfti ég að klófesta meira fé síðar til þess að geta flutt inn í íbúðina. Þetta braskaðist. Mér hafði veriö lof- uð íbúðin snemma í vor, en áríð- andi var fyrir mig, að ég kæm- ist inn í húsnæði áður en allar afborganirnar dyndu yfir mig og áður en ég þyrfti að fara að borga húsaleigu annars staðar. EN ÉG var þrælslega svikinn. íbúðin er enn ekki tilbúin — og það er langt frá því. Vixlarn- ir falla og önnur lán. Ég verð að borga rándýra húsaleigu. Ekk- ert stendur heima. Ég tel mig því illa svikinn og sé ekki fram á annað en að ég verði að selja í- búðina og borga skuldirnar. — Hvað segirðu við þessu fram- ferði, Hannes minn? Eigum við, sem þannig er farið með — og þeir eru mjög margir, ekki kröf- ur á hendur byggendunum?“ AF TILEFNI þessa bréfs vil ég mælast til þess við þá lesend- ur mína, sem standa í þessu stríði, að þeir sendi mér sannar sögur af því hvernig farið er. með þá. Ég veit, að um þetta eru fjölda mörg dæmi. Á LAUGARDAGINN birti ég bréf frá gömlum manni um stríð hans við skatta og útsvar og ræddi hnan um beiðni sína um ellilaun hapda sér og konu sinni, sem honum var neitað um. — Nafn mannsins fylgdi og sagt var að bréfið væri frá Akureyri. Þetta var prentvilla. Gamli mað- urinn er búsettur á Akranesi. Hannes á horninu. á 4$ 29. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.