Alþýðublaðið - 29.09.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 29.09.1959, Blaðsíða 9
( ÍÞróttir ) Misjafn árangur á Sepíembermófinu, nokkrir náðu slnu bezf SÍÐASTA frjálsíþróttamót sumarsins,, Septembermótið, var háð á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Keppt var í 10 greinum og voru þátttak- endur um 30 frá 7 félögum og bandalögum. Árangur mótsins var nokkuð góður, en taka verður tillit til þess, að braut- ir voru þungar" eftir miklar rigningu og frekar kalt og hráslagalegt veður. 'V' ALLGOTT í 100 M. HLAUPI. Einar Frímannsson sigraði auðveldlega í 100 m. hlaupinu, en sá sem mest kom á óvart í þeirri grein, var Unnar Jóns- son, sem háði harða baráttu við Grétar Þorsteinsson, hinn unga og efnilega Ármenning. Báðir hlutu sama tíma, 11,2 sek., en Grétar var dæmdur sjónarmun á undan. Þetta er bezti tími þessara hlaupara. Það voru aðeins þrír kepp- endur í 200 og 800 m. hlaupi, Hörður Haraldsson bar yfir- burðasigur í fyrrnefndu grein- inni og náði næstbezta tíma sumarsins, 22,7 sek. Beztur er Valbjörn með 22,6 og Hilmar fékk 22,8 á meistaramótinu í mjóg óhagstæðu veðri, en það er í eina skiptið, sem hann hef- ur keppt í þeirri grein á sumr- inu. — Helgi Hólm var lang- beztur í 800 m., en í þá grein vantaði okkar beztu menn. Björgvin Hólm var eini þátt- takandinn í 110 m. grinda- hlaupi og fékk 15,4 sek. HAUSTMÓT meistaraflokks hélt áfram á Melavellinum á sunnudaginn. Þá fóru fram tveir leikir og urðu úrslit þessi: Valur vann Víking 3:0 og KR vann Frani 1:0. Völlurinn var háll og blautur eftir úrhellis- rigningar og sums staðar stórir pollar, t.d. við syðra markið. Setti þetta svip á leikina, sem ekki voru upp á marga fiska, og áhorfendur voru fáir. Leikur Vals og Víkings hófst kl. 2. Var leikurinn tíðindalítill og marklaus fram á 37. mínútu. Þá tekur Björgvin hornspyrnu frá hægri, Gunnlaugur nær að skalla í mark, næsta óverjandi, og leikar standa 1:0 fyrir Val. Rétt á eftir átti hægri útherji' Víkings fast skot á mark, en Björgvin Hermannsson varði af miklu öryggi. í síðari hálfleik fengu Vík- ingar vindinn á bakið og létu sumir sér detta í hug, að þeim tækist að jafna metin. Svo var þó ekki, og á 24. mín. sendir Gunnlaugur knöttinn fyrir mark Víkings, þar sem Björg- vin tekur við honum og sendir viðstöðulaust í netið, 2:0. Leik- urinn harðnar og Víkingar fá tvær aukaspyrnur. Þá fyrri sendir Pétur yfir valsmarkið, en hina síðari ver Björgvin í horn. Loks bæta Valsmenn við þriðja markinu. Var Matthías þar að verki, skaut föstu skoti af 20 m. færi og kom Jóhann engum vörnum við í markinu, 3:0. — Þróttarar fóru með dóms valdið í leiknum: Baldur dæmdi, en Magnús og Grétar voru lífverðir. Sýndu þeir allir myndugleik í störfum, eins og vænta mátti. KR—FRAM, 1:0. Frammarar mættu vlgreifir til leiks við KR og létU sumir í ljós það álit fyrir leikinn, að nú mundi KR tapa leik! Styrkti það skoðun þeirra, að Þórólfur var ekki með og Ellert farinn utan til náms. Gunnar G. lét því miðherja, en Jón og Óskar Sigurðssynir mynduðu vinstri arm sóknarinnar. Enda kom brátt í ljós, að KR-ingar áttu í vök að verjast, þó að vörnin væri fullskipuð beztu mönnum. Beztu tækifæri þeirra fóru út um þúfur á 15. mín., er Sveinn komst einn með knöttinn inn á vallarhelming Fram og brun aði óhindraður í áttina að marki — og Geir tvísteig um stund, herti sig síðan upp og fór á móti óvininum og þá brást Sveini bogalistin og renndi knettinum rétt utan við stöng. Á 30. mín. átti Grétar hörkuskot upp í horn, en Heim ir bjargaði snilldarlega, og rétt á eftir þrumaði Grétar fram hjá. Lauk hálfleiknum án marka og tíðinda, nema hvað Örn Steinsen varð óvígur skömmu fyrir hálfleik. Kom Þorsteinn inná í staðinn. Síðari hálfleikur var harðari og barátta mikil á báða bóga. Eitt bezta tækifæri Frammara fór forgörðum á 25. mín., er Guðjón skaut yfir úr opnu færi. Þannig fór og um fleiri tæki- færi, en yfirleitt var um meiri sókn Fram að ræða. Var ekki Framhald á 10. síSu sumnnu 'v' HÖRÐUR f 400 M. GRIND. Nú reyndi Hörður Haralds- son sig í 400 m. grind og tím- inn 58,3 sek., í fyrstu tilraun, er allgóður. Hörður hljóp var- lega og þegar hann hefur van- izt grindunum betur, getur tím inn orðið mun betri. Beztu mennirnir voru ekki með í stökkunum, annað hvort vegna fjarveru úr bænum eða einhverjum öðrum ástæðum. Árangurinn í þrístökkinu var samt nokkuð góður, bæði Ingv- ar og Kristján náðu sínum bezta árangri. Afrek Kristjáns er sérstaklega eftirtektarvert, en hann er kornungur, aðeins 17 ára. — Okkar nýi 4 metra maður í stöng, Valgarður Sig- urðsson, sigraði auðveldlega í stangarstökki. Hallgrímur Jónsson gerði sér lítið fyrir og sigraði bæði í kúluvarpi og kringlukasti, en methafarnir og meistararnir, Huseby og Löve, voru í öðru sæti. Árangurinn var frekar slakur í þessum greinum. 'V' EFNILEG STÚLKA. Það er enginn vafi á því, að Rannveig Laxdal er ein efni- legasta frjálsíþróttakona, sem hér hefur komið fram. Það sannaði hún í 100 m. hlaupinu á Septembermótinu. Með reglu- bundinni þjálfun ætti hún að geta náð mjög langt í sprett- hlaupum. 100 m. hlaup: 1. Einar Frímannss., KR, 11,0 2. Grétar Þorsteinss., Á, 11,2 Unnar Jónsson, UMSK, 11,2 4. Guðm. Guðjónsson, KR, 11,4 5. Öl. Unnsteinss., Ölf. 11,5 Framhalid á t. síðu. Hörður Haraldsson tók þátt í 400 m. grindahlaupi á Sept- embermótinu. Hér sést hann yfir einni grindinni, en hantt sigraði með miklum yfirburðum. fþróffaþing ÍSÍ lauk á sunnudagskvötd ÍÞRÓTTAÞING ÍSÍ fór fram í Reykjavík um síðustu helgi. Þetta vair 44. íþróttaþingið frá stofnun íþróttasambandsins 1912 og mættir voru 40—50 full trúar úr öllum landshlutum. Forseti íslands, Herra Asgeir Ásgerisson heiðraði þingið og fþiúttahreyfinguna með nær- veru snni við setnnguna, en for- setinn er verndari ÍSÍ, eins og kunnugt er. ÍÞRÓTTÞING ÍSÍ hefur undanfarna daga setið á rökstólum hér í bænum og rætt málefni íþróttahreyf- ingarinnar. Meðal stór- mála, sem þingið fjallaði um, var slysatrygging í- þróttamanna. Málið var undirbúið af framkvæmda- stjórn, en framsögumaður þess á þinginu var Gísli Ólafsson. Reifaði hann mál ið í ýtarlegri framsögu- ræðu og lagði hann mikla áherzlu á þýðingu þess fyr ir íþróttamenn í heild og taldi að hér væri um slíkt stórmál að ræða, sem það vissulega er. að nauðsyn bæri til að gera aðilum öll- um, félögum, ráðum og samböndum hreyí.ngarinn- ar þetta enn Ijósar en orð- ið væri. Lagði hann til að skipuð yrði nefnd til þess að undirbúa enn betur mál ið fyrir næsta sambands- ráðsfund. En það, sem þá hvað mest var rætt á þinginu, voru eins og endranær f jár málin, einkum þó framlög hins opinbera til íjffótta- málanna. Iíom fram sú skoðun hjá fulltrúum yfir- leitt, að íþróttastarfsemi væri svo snar þáttur í upp- eldi æskunnar, að hinu op- inbera bæri skylda til að styðja og styrkja íþrótta- hreyfinguna fyllilega eins mikið og gert væri annars staðar á Norðurlöndum. En í Svíþjóð t. d. er íþrótta hreyfingin styrkt með rúm um 27 kr. á hvern meðlim íþróttasambandsins, í Nor- egi er samsvarandi styrk- ur tæpar 20 kr. Hér á landi fær íþróttasambandið ein- ar 12 krónur á hvern með- lim sinn. Íþróttasíðan vill taka undir þá kröfu íþróttasam bandsins, að hlutur þess hér verði í engu rýrari hlutfallslega en annars staðar á Norðulöndum, þar sem hann er mestur. Benedikt G. Wáge, forseti ÍSÍ ávarpaði forseta Islands og þakkaði honum þann heiður, sem hann sýndi íþróttahreyfing unni m%ð því að mæta við þing setningu. Forseti íslands flutti stutt ávarp og þakkaði íþrótta- forystunni og öllum íþróttaleið- togum vel unnin störf í þágu. æskunnar og allrar þjóðarinn- ar. 'Hann lagði áherzlu á sívax- andi gildi íþróttanna, en á þess um tímum vélvæðingar er öll- urn nauðsyn að iðka einhverja íþrótt, sér til heilsubótar og á- nægju, sagði forseti íslands. —< Að lokum óskaði forseti íslandg íþróttahreyfingunni allra heilla á komandi árum. Forseti ÍSÍ, Benedikt G. Wáge þakkaði forsetanum orð hans og bað þingheim að hylla hann með ferföldu húrrahrópi og var það gert kröftuglega. Einnig flutti ávörp Birgir Thorlaciuc, ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytis, en menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason gat ekki mætt við setningu þingsins. Skúli Þor- steinsson, flutti kveðju frá UMFÍ. Benedkt G. Wáge minntist látinna íþróttaleiðtoga frá síð- asta íþróttaþingi og heiðraði þingheimur minningu þeirra með því að rísa úr sætum. Þess- ir menn voru Helgi Jónsson frá Brennu, Óskar Þórðarson, lækn ir, Sigurjón Danivalsson, for- stjóri, Jón Guðmundsson, verzi- unarstjóri, Lúðvík A. Einars- son, málarameistari og Erlend- ur Ó. Pétursson, foi'Stjóri. Þingforsetar voru kjörniij, Framhald á 2. síðu. Alþýðublaðjð — 29. sept. 1959 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.