Alþýðublaðið - 29.09.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 29.09.1959, Blaðsíða 10
NÍRÆÐ 1 DAG HJALMARSDOTT! EYLAND við Nesveg er lít- ið hús. Öldruð, fátæk hjón byggðu það af litlum sem engum efnum. Það var í sjötta sinn, sem þau hrófluðu upp skýli yfir höfuð sér og barna sinna. Þau börðust áfram langa ævi, bröskuðu með sinn barnahóp, beygðu sig aldrei fyrir einum né neinum en fylgdu Alþýðuflokknum af lífi og sál og sóttu alla hans fundi. Þau komu með sína fáu aura alltaf í kosningasjóðinn eða til Alþýðublaðsins, lögðu fram sinn skerf af skyldu- rækni — og báðu þess að aðr- ir gerðu slíkt hið sama. Maðurinn er dáinn. Hann lézt fyrir nokkrum árum, bak- ið var bogið' axlirnar sligaðar. Stritið hafði verið langt og mikið, en alltaf hafði hann veríð bjartur og hlýr. Konan hans var miklu stoltari, sterk- ari og harðari á brúnina. Hún sat teinrétt og mikilúðleg á fremsta bekk, hlustaði vel, leit á sessunauta sína þegar eitthvað var vel sagt qg kink- aði kolli samþykkjandi. Hún var þykk undir hönd, veður- bitin og vinnulúin en alls ekki sliguð. Hún var, þrátt fyrir þunga brún, alltaf létt í tali, að vísu dálítið óbilgjörn þeg- ar því var að skipta, en hlát- urmild og snör í fasi. Það sóp- aði alltaf mikið að henni. Hjónin í Eylandi voru Sól- veig Hjálmarsdóttir og Eyjólf- ur ísaksson. Nú situr hún í litla timburhúsinu níræð að aldri, skörp í hugsun, fylgist með öllu, en er farið að förla sérstaklega sjónin. Brúnirnar eru eins, bakið eins beint og rómurinn jafn skarpur þegar hún tekur til máls. Hún er Húnvetningur að ætt. Foreldrar hennar voru vinnuhjú og þau gátu ekki fengið neitt jarðnæði. Svo ætluðu þau að ganga í hjóna- band um haust, en hann drukknaði í Blöndu um sum- arið. Sólveig var í skjóli móð- ur sipnar víðsvegar, en gerð- ist svo vinnukona í Vatnsdal. Tæplega tvítug lenti hún suð- ur á Álftanesi og gerðist þar hlutakona. Þar kynntist hún Eyjólfi. Þar var fátt til bjarg- ar og hún dreif í því að þau færu til Sauðárkróks og þar voru þau í 18 ár. Þá fluttu þau til Reykjavíkur. Þau eignuð- ust átta börn og tóku fóstur- son og byggðu sjálf og ein yf- ir sig hvað eftir annað — og loks Eyland. Lífið hefur ekki alltaf bros- að við þessari vinkonu minni. En hún er tákn þeirra ís- lenzkra alþýðukvenna, sem bezt hefur verndað kraftinn og þrekið í þjóðinni — og fært hann til næstu kynslóð- ar. Hún er fátæka alþýðukon- an með barnahópinn sinn við gegningar í byljum, við hlóð- irnar og við rokkinn sinn. Hún er móðirin og amman með söguna. Megi hin síðustu ár hennar gefa henni sama þrekið og hún hefur alltaf sýnt. Lífið beygði hana ekki, ellin beygir hana ekki. Ég gæti trúað því að hún muni kveðja okkur heil í sinni, tein- rétt og brosandi. VSV. BÓKHLAÐAN hefur opnað stóran bókamarkað í kjallara verzlunar sinnar við Lauga- veg, og eru þar á boðstólum f jölmargar gamlar bækur við ótrúlega lágu verði. Bóka- markaður þessi mun verða op- ipn allt til jóla og ef til vill lengur, en þarna á fólk kost á mjög góðum og ódýrum bók- um. Bækurnar, sem fást á bóka- markaði Bókhlöðunnar, hafa Framhald aí 4. síðu. leggja til að kosningaréttur verði í framtíðinni miðaður við 18 ár í stað 21 nú. Þing laiínulærSra Framhald af 12. síðu. . fyrir alla menningu vestur- landa og töldu að auka beri kennslu í henni og gera nám- ið auðveldara og skemmti- legra. komið út síðustu tíu til fimm- tán ár og eru á upphaflegu verði, sem er ótrúlega lágt miðað við núverandi bóka- verð, Er hér um að i'æða bæk- ur af öllum tegundum, frum- samdar og þýddar, en margar þeirra eru illfáanlegar í öðr- um bókaverzlunum. Ætlar Bókhlaðan að halda þessari starfsemi áfram til að gera viðskiptavinum sínum mögu- legt að fá þessar gömlu bæk- ur fyrirhafnarlaust og á upp- haflega verðinu. Mai'gra grasa kennir á þess- um bókamarkaði. Þarna eru bækur, sem vöktu mikla at- hygli, þegar þær komu út fyr- ir tíu til fimmtán árum, góð- ar bækur og fallegar, og nú eru þær á boðstólum með kjör um, sem kallazt geta gjafverð miðað við núverandi verð á bókum, Er í senn um að ræða bækur fyi'ir böi’n og fullorðna og úrvalið mjög mikið. Bæk- urnar eru sem nýjar og fyrir- greiðsla við viðskiptavinina á bókamarkaðinum hin prýði- legasta. K, RÚSTJOV forsætisráð- herra Sovétríkjanna er mikill áróðursmaður og kann vel að haga orðum sínum eftir áheyr- endum. Afvopnunarræða hans á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 18. september sl. var í rauninni ekki annað en túlk- un á draumi hvers manns um frið, og framsetningin var svo einföld, að við fyrstu sýn virð- ist óhugsandi að þrautþjálf- aður stjórnmálamaður hafi flutt þessar tillögur um afnám allra herja og eyðingu allra hervopna á næstu fjórum ár- um. Hinn útópíski boðskapur ræðunnar stingur harkalega í stúf við machiavellískar að- ferðir Krústjovs á liðnum ár- um, bæði áður en hann varð númer eitt ,eftir að hafa rutt úr vegi einum af öðrum sinna gömlu vina, og eins eftir að hann settist í hálfvolgt sæti Stalins, sem fyrrum þrúgaði Krústjov til þagnar. En er þá þessi ræða annað en machia- vellismi? Hrikaleg tilraun til þess að fá vesturveldin til að létta vöku sinni áður en næsta útþensluskref kommúnismans verður stigið í Asíu og Afríku. Það er vert að rifja upp í fáum orðum afvopnunartillögur ráð herrans. K, kRUSTJOV lagði til að á næstu fjórum árum yrði fram- kvæmd alger afvopnun, her og floti lagður niður, herbæki- stöðvar yfirgefnar, herskólar og heryfirvöld lögð niður. Með þessu móti, sagði hann, yrði komið í veg fyrir möguleika til að hefja eða heyja styrjöld. Krústjov bætti við, að hann og aðrir, sem samþykkir væru þessum tillögum, væru raun- sæismenn. 1 SAMBANDI við þetta tók hann það fram, að þessar til- lögur þýddu ekki, að Sovét- stjómin vildi hætta sérvið- ræðum um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn, en ef þær yrðu samþykktar, myndu að sjálfsögðu allar birgðir kjarn- orku- og vetnisvopna verða eyðilagðar. En Krústjov end- urtók einnig hinar síendur- teknu tillögur Rússa um „leið- ir til að draga úr spennu“ eins og það er kallað á máli dipló- mata. Þær eru: Fækkun her- liðs í Mið-Evrópu, kjarnorku- laust svæði í Mið-Evrópu, her- stöðvar þjóða í öðrum löndum lagðar niður og gerður verði griðasáttmáli milli aðildar- ríkja NATO og ríkjanna í 'Var- sjárbandalaginu. Auk þess verði unnið að því að gert verði samkomulag um leiðir til að koma í veg fyrir skyndi- árásir. Þessar margþvældu til- lögur Sovétstjórnarinnar, sem tákna að Bandaríkjamenn flytji her sinn frá Evrópu, benda til þess að Krústjov sé enn ekki reiðubúinn til að leggja Rauða herinn niður á næstunni, og eins hitt, að sam kvæmt hinum nýju tillögum er ekki gert ráð fyrir eftirliti með því að afvopnunin fari fram, en á því hefur strandað samkomulag á liðnum árum. E, tekur, að Þýzkaland sé eld- fimasti staður heimsins í dag og hamrar á Berlínardeilunni. Síðaslliðin tíu ár hafa Rússar afskrifað Vestur-Evrópu og snúið sér að því að leggja lönd Asíu og Afríku undir kommún ismann. Aítur á móti hafa þeir ætíð reynt að hrekja vestur- veldin frá Berlín með einhverj um ráðum og með því að geta orðið umræðugrundvöil- ur víðtækrar afvopnunar. En eins og málum er háttað nú virðist afvopnun aðeins draum ur, sem á í erfiðleikum með að rætast. 1. KR leggja yfirgnæfandi áherzlu á 2. Valur Framhald af 9. síðu. annað sýnna, en að nú mundu KR-ingar öðru sinni deila stig- unum við Frám (sbr. Rvíkur- mótið 0:0). Framlínan var sund urlaus, enda. voru þar sköi'ð fyr ir- skildi. Loks er þrjár mínútur voru til leiksloka átti Gunnar hþrkuskot af löhgu færi, Geir náði knettinum, en hélt ekki, og Sveinn var þá ekki seinn á sér að senda-hann með þrumu- skoti upp undir slá. Og leikn- um lauk 1:0 fyrir KR, en þarna munaði hvað íninnstu í sumar, að öðru vísi færi. Staðan er nú þessi: Þýzkaland hefur þeim tekizt að draga athygli almennings frá því, sem þeir aðhafast í öðrum heimsálfum. A, -ITT ATRIÐI í ræðu Krú- stjovs á allsherj arþinginu vek- ur athygli. Hann margendur- iLMENNINGUR allra landa þráir frið, Foringi heims kommúnismans spilar á frið- arþrá mannkynsins í ræðum sínum, en hverju á að trúa. Eru stórveldin reiðubúin að taka höndum saman um að leggja niður heri sína? Er raun verulegur vilji Sovétríkjanna til að hefja „samkeppni á frið- samlega vísu“? Er Krústjov svo viss um sigur kommúnism ans að hann vilji í einlægni opna land sitt? Svörin við þess um spurningum hljóta að vera neikvæð enn sem komið er. Þess er vert að minnast, að Sovétríkin hafa tvisvar áður borið fram tillögur um algera afvopnun, fyrst 1932 og síðan 1955. Þessar tillögur þeirra voru þá óaðfinnanlegar og svo er sennilega enn. Þrátt fyrir það er það skylda allra aðila að taka til rækilegrar athug- unar hverja þá leið, sem fær kann að reynast til að afvopn- ast, þótt ekki sé nema að nokkru leyti, og forustumönn- um vesturveldanna ber skylda til að athuga gaumgæfilega tillögur Krústjovs. Þeim hef- ur yfirleitt verið tekið með varúð, enda áróðursbragðið á- berandi, en eins og Herter, ut- anríkisráðherra Bandaríkj- anna sagði í sambandi við þær: „Tillögur Krústjovs vei’ða at- hugaðar og Bandaríkin vilja ganga jafn langt og aðrar þjóð ir í að framkvæmd verði af- vopnun undir eftirliti“. Ef vilji er fyrir hendi og gripið verður tækifærið þegar í stað ættu af vopnunartillögurnar að 3. Fram 4. K.Þ. 5. Vík. 0 0 0 0 0 0 7:1 6 st. 0 0 5:1 4 st. 4:4 4 st. 1:4 0 st. 1:7 0 st. 0 2 2 2 Á sunnudaginn leika Valur —Þróttur og Fram—Víkingur, en annan sunnudag lýkur mót- inu með leikjum KR—Valur og Þróttur—Víkingur. — A. SKIF4UttúHB KihlSLN'v austur um land til Bakkafjarð- ar á fimmtudag. Tekið á móti flutningi í dag til Hornafjarð- ar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Boi'garfjarðar, Vopnafjarðar og Bakkafjarðar. Farseðlar seldir á miðvikudag- inn. Baldur fer til Sands, Ólafsvíkur, Grund arfj.arðar og Stykkishólms á morgun. Vörumóttaka í dag. Skaflfellingur fer til Vestmannaeyja á morg- un. — Vöi’umóttaka í dag. • aa sp i s B s 8 Ne B.&a u> a c a c x « »• m k ® s r ■ c s r #t* aí Faðir okkar, ÞÓRÐUR JÓNSSON, bókhaldari frá Stokkseyri, andaðist 28. selpt. í Landsspítalanum Helga Þórðardóttir, Sigurður Þórðarson, Guðrún Þórðardóttir, Ragnar Þórðarson, Kristín Þórðardóttir. 10 29. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.