Alþýðublaðið - 29.09.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 29.09.1959, Blaðsíða 11
33. dagur saminiiHmiiiiiiMiHflimmsMiimmitiinrHninsiRraBi í litlu töskunni. Svo henti hann pilsi og blússu eins og bóndastúlkurnar notuðu. „Farðu í þetta, mér þykir verst, að hér er ekkert bún- ingsherbergi," sagði hann. „Mér er alveg sama,“ sagði hún. Hann brosti og sagði stríðn- islega. „Duglega litla Linda!“ „Ég gæti slegið þig fyrir að segja þetta,“ sagði hún. „Allt í lagi! Sláðu mig bara! En vertu ósmeik ég skal snúa baki í þig á meðan!“ Þegar hún leit við aftur, klædd í bóndabúninginn, sá hún, að öll ummerki um gamla veiðimanninn voru horfin. Maðurinn, sem sat við tösk- una, leit út eins og bóndi, alls ekki ósvipaður Gerhardt Hell- mann. Stuttklippt hárið var Ijóst, andlitið ferkst og rjótt, og hann var í bættri gamalli skyrtu, sem var of þröng yfir breiðar axlirnar og í slitnum buxum. Hún veinaði af hrifningu. „Davíð, hvílík breyting! Ég hefði ekki trúað, að það væri þú, hefði ég ekki verið hér inni allan tímann!“ „Þakka hrósið, Fráulein Redfern. Og nú er röðin kom- in að þér. Komdu, ég skal laga til andlitið á þér. Þú ert allt- of föl og fínleg til að vera bóndakona.11 Hún gat varla trúað því, að það væri hún sjálf, sem hún sá í speglinum, þegar hann var búinn að laga hana til. Hár hennar var enn raðu- brúnt, en það var styttra og ljósar rákir voru í því. And- lit hennar var brúnt og hraust legt og það voru rauðar rósir í kinnunum, sem olli því, að hún virtist breiðleitari. Hún leit út eins og ung og hraust bóndakona og líktist ekkert dóttur Redfern prófessors. Hún klappaði saman hönd- unum og sagði hrifin. „Við erum glæsileg saman, Davíð. Ég .er viss um, að enginn þekk ir okkur aftur!“ „Við skulum brenna hin fötin í ofninum. Það er viss- ara að gera allar varúðarráð- stafanir. Ég kom með brauð og smjör frá bænum. Það er bezt, að við borðum áður en við höldum af stað. Við skul- um vona, að nú sé síðasti þátt ur ævintýrsins að hefjast.“ „Ó, Davíð!“ stundi hún og þrýsti sér að honum. Aftur tóku sterkir armar hans um hana og hann kyssti hana lengi og innilega. Þau þrýstu sér hvort að öðru eins og þau gætu ekki afborið að skilja. Svo ýtti hann henni hrana- lega frá sér. „Komdu, við höfum lítinn tíma! Þú freistar mín um of, Linda. Á hverju augnabliki geta verðirnir farið að leita Herr Kommandantens og hvar erum við þá stödd? Við skul- um koma okkur af stað.“ Linda hló aðeins og leit í kringum sig. „Ég vil helzt ekki fara héðan. Hér finnst mér ég eiga heima.“ „Við verðum alltaf heima saman, Linda,“ sagði Davíð lágt. „Jafnvel þó að við höf- um aðeins eitt herbergi verð- ur það heimili því að ástin er til staðar. Komdu ástin mín.“ Hann rétti henni hendina og þau hlupu hönd í hönd niður veginn til þorpsins, þar sem bændurnir söfnuðust saman til að ganga til Austur-Berlín- ar. 20. Þau gengu alla nóttina. Þau gengu við hliðina á hinum bændunum, þó að þau töluðu ekki við neinn. Þau höfðu á- kveðið að segja, að þau væru frá Goetz bænum, ef einhver spyrði þau. En Lindu létti við að enginn tók eftir þeim. Kon ur og menn bráu spjöld, sem á var letrað: VIÐ HEIMTUM OKKAR EIGIÐ LAND. NIÐUR MEÐ SAMYRKJU- BÚIN í ÞÝZKALANDI. VIÐ 'VILJUM EIGA ÞAÐ SEM ER OKKAR EIGN. Davíð hélt um axlir Lindu. Þegar þau komu til borgar- jaðarins í dögun var hún þreytt en ánægð. Aldrei hafði hún verið hamingjusamari. Hún var hjá Davíð. Þau deildu hættu og erfiðléikum — það var allt sem hún óskaði. Bara að hún gæti alltaf verið við hlið hans! Hún gat ekki hætt að hugsa um samtalið í kof- anum og hún óskaði, að hún vissi, hvað framtíðin bæri í skauti sér. Þegar þau komu til Austur- Berlínar reyndi lögreglan að dreifa . mannfjöldanum, en þau voru of mörg og gengu ó- áreitt leiðar sinnar. „Við skulum fara að koma okkur undan núna,“ sagði Davíð. „Mig langar til að kom ast sem fyrst til Schloss Gást- haus og vita, hvernig gengur og tala við Madame Helene. Það’eru svo margir bændur í Austur-Berlín, að enginn tekur eftir okkur. Hans Sell er sá eini, sem gæti þekkt okkur aftur og ég vona inni- lega, að hann sé enn lokaður inni í búrinu í kofanum.“ „En sé hann það ekki?“ Hann yppti öxlum. „Hvern- ig ætti hann að finna okkur í þessum fjölda? Hvernig ætti hann að vita, hvert við höfum farið?“ „Karl veit það.“ „En hann spyr ekki Karl.“ „En hann spyr ekki Karl.“ Hún skalf. „Það væri voða- legt ef hann gerði það. Hann og Helga eru svo ung og ást- fangin.“ „Við verðurn að sjá um að ekkert komi fyrir þau,“ sagði hann alvarlegur. Og í grárri dagsbirtunni notuðu þau tækifærið til að komast frá hinum. Davíð þekkti bæinn og hann og Linda fóru eftir alls konar rangölum og bakstígum áður en þau komust til Schloss Gásthaus. Það var verið að taka til morgunverðinn, en þeir, sem unnu í eldhúsinu, létu sem þeir sæju ekki Lindu og Da- víð þegar þau læddust upp bakstigann. „Ég veit hvar horbergi Ma- dame Helene er,“ sagði Da- víð. „Ég ber á dyr og segi hver ég er.“ En það Þurfti meira en var- legt bank til að vekja Ma- dame. Þegar hún loks opnaði leit hún skelfd á þau. „Hver eruð þið?“ spurði hún á þýzku. „Þekkirðu mig ekki, Ma- dame litla?“ spurði Davíð hlæj andi. „Dávíð, nú hræddirðu mig!“ sagði hún. Hún hleypti þeim inn og læsti á eftir þeim. „En hvað ertu að gera hér? Lög- reglan hefur leitað þín alls .... 3parið yður þlaup é miUi maxgra veralana! «61 ÁttlUM HfWl! -Austostrætá Nýkomið fyrir flestar tegundir bifreiða: Bremsuljósarofar Útvarpsstangir FOBD-umboðið Kr, Kristjánsson h.f. Suðurlandsbraut 2. Sími 35300. Nýkomið mikið úrval varahluta í ameríska Ford-bíla, svo sem: Bremsuborðar Spindilboltar Framfjaðrir Afturfjaðrir, vörubíla Útblástursrör Hljóðdeyfar Fjaðraboltar Fjaðrahengsli Olíusigti V élapakkningar Gírkassahiutir Dynamóanker Kveikjuhlutir Lugtarrammar Afturöxlar Stýrisarmar Stýrissektorar Framrúður ’55—’59 fólksb. Bakkljés Hraðamælisbarkar Drif Drifhlutir Vatnskassahlífar Parkljós Framstuðfjaðrir Afturstuðfjaðrir og ótal margt fleira. Margfalt meiri ending í: FORD-umboðið KR. KRISTJÁNSSON h.f. Suðurlandbsraut 2. Sími 35300. NÝJASTA NÝTT TÍZKUPEYSAN með leynibandinu. PEYSUVESTIÐ Stærð: 2—6, þrír litir. ATHUGIÐ LÁGT VERÐ: Kvenpeysur kr. 130,00 Kvennærsett — 39,00 Kvenbuxur — 16,00 Barnagolftreyjur — 65,90 Samfestingar — 30,90 * Opnar daglega kl. 8,30 árdegis, ALMENNAB VEITINGAR allan daginn. Ódýr og vistlegur macsölustaður Reynið viðsMptía. Iigélfi-Café. j - S WM H H J| R M 111 ”Es lu,gsa að Pab1)i verði glaður, þegar við komum. Hann er nafni- lega að safna selgarnsspottum. LISTASAFN Einars Jónsson- ar, Hnitbjörgum, er opið á sunnudögum og miðviku- dögum frá kl. 1,30—3,30. Fríkirkjan. Haustfermingarbörn eru beðin að koma til viðtals i kirkjuna á föstudaginn kl. 0,30. Séra Þorsteinn Björns- son. Flugfelag ‘M Islands. i Millilandaflug: Gullfaxi fer til Glasgow og K,- hafnar kl. 8 í §•*"* dag. Væntanleg í; aftur til Rvíkur kl. 22.40 í kvöld. Milli- er væntanleg til Reykjavíkur kl. 16.30 í dag frá Barcelona og London. Flugvélin fer til Glasgow og Kaupmannahaín ar kl. 8 í fyrramálið. Innan- landsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferð- ir), Blönduóss, Egilsstaða, Flateyrar, ísafjarðar, Sauðár- króks, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þingeyrar. Á morg un er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar (2 ferðir), Hellu, Húsavíkur, ísafjarðar og Vest mannaeyja. Loftleiðir. Leiguvélin er væntanleg frá Stafangri og Osló kl. 19 í dag. Fer til New York kl. 20.30. Edda er væntanleg frá London og Glasgow kl. 21 í dag. Fer til New York bl. 22.30. Saga er væntanleg frá New York kl. 8.15 í fyrramál- ið. Fer til Osló og Stafangurs kl. 9.45. Ríkisskip. Hekla fer frá Rvík á morgun vestur um land til Akureyrar. Esja er á Aust- fjörðum á norö- urleið. Herðubreið er í Rvík. Skjaldbreið fór frá Reykja- vík í gær vestur um land tíl Akureyrar. Þyrill fór frá Reykjavík í gær til Aust- fjarða. Skaftfellingur fer frá Reykjavík í dag til Vest- mannaeyja. Skipadeild SÍS. Hvassafell er í Stettin. Arn arfell er í Hafnarfirði. Jökul fell er í New Yórk. Dísarfell losar kol og koks á Norður- landshöfnum. Litlafell er í Reykjavík. Helgafell fór í gær frá Raufarhöín áleiðis til Helsingfors, Ábo og Hangö. Hamrafell er í Reykjavík. Eimskip. Dettifoss fór frá Vestm,- eyjum 27/9 til Leith, Grims- by, London, Kaupmannahafn ar og Rostock. Fjallfoss kom til Bremen 27/9, fer þaðan til Hamborgar, Antwerpen og Reykjavíkur. Goðafoss fór frá New York 25/9 til Riík- ur. Gullfoss fór frá Reykja- vík 26/9 til Leith og Kaup- mannahafnar. Lagarfoss kom til Haugasunds 26/9, hefur væntanlega farið þaðan í gær til Faxaflóahafna. Reykjafoss kom til Reykjavíkur í gær- morgun frá New York. Sel- foss fór frá Akranesi í gær- kvöldi til Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá Hull 24/9, var væntanleg- ur í gærkvöldi. Tungufoss fór frá Mantyluoto 26/9 til Riga og Reykjavíkur. Alþýðublaðið — 29. stept. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.