Alþýðublaðið - 29.09.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 29.09.1959, Blaðsíða 12
Hemingway vill ekki leika sjálfan sig ERNEST HEMINGWAY hef- ur verið beðinn að leika Ern- est Hemingway í kvikmynd. Tilboðið kom frá Hollywood leikstjóranum Nunnaly John- son, sem er að gera kvikmynd, er nefnist „Fögur brúður“. Hún gerist á Spáni 1936, og þar á að koma fram frétta- rnaður, sem líkist sjálfum Hemingway. — Ég hef ekki lagt fyrir mig leiklist enn, svaraði Heming- waY, og það er nógu erfitt að vera rithöfundur. En konan hans sagði: — En leiðinlegt. Hann er fæddur leikari. Illt ásfand TÓKÝÓ, 28. sept. (REUTER). Hörmungarástand ríkir nú í Japan eftir hin hroðalegu skakkaföll, sem margir hafa orðið fyrir af völdum þriðja versta hvirfilvinds, sem komið hefur frá því að sögur hefjast. Þúsundir manna hafa misst heimili sín og allar eignir, — fjöldi skipa, bæði innlend og erlend, hafa sokkið og týnzt, margra er saknað. Margir eru afkróaðir, en flóð urðu mikil. íslenzk tón- | list í útvarp r r ri rj • l öVip]OÖ 14. OKTÓBER n.k. verður útvarpað um IBRA-útvarps- stöðina íslenzkri orgeltónlist. Hefst útsendingin kl. 20,25, sænskui tími. Árni Arinbjarn arson mun þá leika Chaconne eftir Pál ísólfsson, Preludium og koral eftir Jón Þórarins- son og kóralforjeik eftir Jón Nordal. Árni Arinbjarnarson er einnig fiðluleikari og er org- elleikari Fíladelfíusafnaðarins i Reykjavík. Hann sótti mót sænskra kirkjuorganista í Svíþjóð á þessu ári í stað Páls Isólfssonar og í þeirri för lék hann inn á segulband fyrir IBRA. IBRA er stytting á Inter- national Broadcasting Associ- ation, én það er útvarpsstöð, sem sænskir Hvítasunnumenn eiga og sendir daglega út- varpsefni á mið- og stutt- bylgjum á 23 málum. LOS ANGELES. Sérfræð- ingar í sálfræði hvala eru ekki eftirsóttir, en ein stofnun telúr þó, að ekki verði komizt af án manna með sérþekkingu á við- brögðum hvalanna og hegðun þeirra. Stofnun þessi er Marineland of the Pacific, stærsta sjávar- dýrasafn heimsins. Kent Burgess heitir sjávardýra- sálfræðingur safnsins. Er starf lians ekki fólgið í því, að leysa sálræn vanda mál hvala, heldur að kenna þeim að leika listir. Burgess kveðst nota grundvallaraðferðir sál- fræðinnar til þess að kenna hvölunum og telur sálræn viðbrögð þeirra mjög svipuð viðbrögðum mannskepnunnar. Hann segir, að sérhver hvalur hafi sérstæðan persónu- leika, hann sé annaðhvort introvert eða extrovert. Þeir hafi að vísu ekki sekt- artilfinningu, en þeir sýni bæði reiði, afbrýðisemi og ótta. Burgess segir, að einn hvalur ríki yfir hin- um í safninu. Það er hnís- an Bubbles, 14 fet á lengd og vegur 1700 pund. Hún syngur, dansar, réttir fram hreyfana til kveðju, fer í boltaleik og hoppar yfir kaðal. Burgess, sem er sál- fræðingur að mennt, hef- ur kennt fimm hnísum að leika körfubolta og knatt- leik, þær kunna að bjarga manni frá drukknun, — syngja, levka á trommu, slökkva eld, hoppa upp úr vatninu og draga smábát. Segir Burgess, að dýrin megi hvorki vera of vel nk of iila alin til þess að þau láti vel að stjórn. 40. árg. — Þriðjudagur 29. sept. 1959 — 209. tbl. sj TVÆR UNGAR blómarósir frá Ástralíu hafa ákveðið að ferðast um allan heiminn í bif- reið, og þær auglýsa eftir bif- reiðastjóra til að stjórna fyrir sig bifreiðinni. — En, bíðið við, þær hafa sett leiðinlegt Latínulærðir FYRIR skömmu komu sér- fræðingar í latínu saman til fundar í Lyon í Frakklandi og ræddu um latínukennslu og þýðingu latínu í heimi nú- tímans. Fulltrúar frá 17 lönd- um mættu á ráðstefnunni undir forsæti Capelle. f á- varpi, sem ráðstefnan sam- þykkti, segir m. a., að hætta verði að kenna latínu eins og dautt mál. Fundarmenn telja að latínan hafi enn hlutverki að gegna, á henni séu til merkilegar bókmenntir, heim- ildarrit og skjöl. Hún sé þaa’ af leiðandi undirstaða húman- istiskra fræða og hentugt tæki til túlkunar manna á meðal. Allir ræðumenn lögðu á- herzlu á hið mikla gildi latínu Framhald á 10. síðu. skilyrði: Bílstjórinn verður að heita því upp á æru og trú, að verða ekki ástfanginn í þeim — hvorguri. Þær heita Jan Caldwell og June Flack, en þrítugur Norð- maður frá Fauske í Norður- Noregi, Sigurd Gabrielsen, hefur líkur til að verða sá, sem gengst undir hið leiðin- lega heit. Fjöldi manns gaf sig fram, en guð má vita, af hverju Sigurður þessi er tal- inn líklegastur. Sigurður er nú orðinn blaða matur, og hér er 'viðtal, sem norskt blað átti við hann fyrir fáum dögum: — Heldurðu, að þú getir staðið við heit þitt að verða ekki ástfanginn í annarri hvorri? Þetta eru sjálfsagt laglegar stelpur og þú verður með þeim mánuðum saman — meiri líkur til, að þú verðir ástfanginn í báðum, hvorri á eftir annarri eða báðum í einu. — Ég er nú ógiftur, en . . . ég held mér takist að sleppa, bara ef viljinn er nógu sterk- ur. — En hvað um hæfni þína til að gerast leiðangursstjóri ungmeyjanna að öðru leyti? — Ég hef starfað sem bif- reiðastjóri árum saman, m.a. í Kanada. Þár að auki er ég bifvélavirki og rafvirki. MADRID: — Hinn opinberi ákærandi krefst 30 ára fangels- isdóms yfir kommúnistaleiðtog- anum Simon Sanchez Montero, sem ásamt fimm öðrum er sak- aður um að hafa skipulagt alls- herjarverkfall 18. júní s. 1. Mál- ið er rekið fyrir herdómstóli. BLAÐ eitt í Vatikan- inu hefur rætt þann mögu- leika að menn séu á tungl- inu, og ef svo sé, ekki sé mögulegt að þeir séu í náðarstöðu fullkom- inni. Vikublaðið Osservatore della Domenica birtir grein eftir þekktan dóm- iníkanaprest, Riamondo Silazzi um þetta mál. Silazzi segir, að ef séu á tunglinu, þá sé mögu legt, að þeir séu afkom- endur Adams og Evu, sem komizt hafi til tunglsins á einhvern hátt einhvern tíma á forsögulegum tíma og þá fæddir með erfða- synd. Þá er einnig mögu- legt, að þeir séu í útliti eins og jarðarbúar, en af- komendur annarra for- eldra, sem Guð hafi skap- að. f því tilfelli eru þeir: 1. Hrein náttúrubörn, ekki náðar aðnjótandi eins og Adam og áður en þau féllu. 2. Fullkomnar mannlegar verur í náðarstöðu. 3. Fallnir menn eins og afkomendur Adams fyr ir komu Krists. 4. Endurleystir, annað hvort fyrir dauða Krists á jörðunni eða þá fyrir sérstaka gjöf Guðs.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.