Alþýðublaðið - 30.09.1959, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 30.09.1959, Qupperneq 1
 [£Q£ÍMXD 40. árg. — Miðvikudagur 30. sept. 1959 — 210. tbl. Fregn til Alþýðublaösins. SANDGERÐI í gær. EIGENDUR hlutafélagsins 1 Garður h.f., sem aðallega eru Reykvíkingar, hafa auglýst fyr- irtækið til sölu. Öll vinna við það fyrirtæki féll niður snemma á þessu sumri, og munu eigend- urnir hafa ákveðið, að rekstur þess hefjist ekki að nýju og að félaginu verði slitið. Gerist þetta á sama tíma og ráðamenn Miðneshrepps hafa unnið sleitulaust að því í"mörg Á MORGUNN, 1. október, verður Guðmundur Jónsson fyrrverandi baðhúsvörður 103 ára gamall. Dvelur Guðmundur á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund og er hann elzti vistmaður þeirrar stofnunar. Hann er hress og hefur gott minni ennþá. ÉG ri/ELI HELDUR MEÐ ár að bæta hafnarskilyrði i Sandgérði með það fyrir aug- um að fullnægja vaxandi þörf á atvinnuöryggi hreppsbúa, sem sífellt fara fjölgandi, og hefur hafnargarðurinn nú á þessu sumri verið lengdur um 40 m. TRUFLUN ATVINNULÍFS. Þessi ákvörðun eigenda h.f. Garðs mun valda truflun á at- vinnulífi hreppsbúa, því að auk allmargra fastra starfsmanna hafcT margir hreppsbúar haft þar mikla vinnu þá tíma, sem frystihúsið hefur starfað, og við ýmisleg önnur framleiðslu- störf. Hreppsnefnd Miðneshrepps og stjórn Verkalýðs- og Sjó- mannafélags Miðneshrepps héldu með sér sameiginlegan fund sl. fimmtudag til þess að ræða horfur í atvinnumálum' hreppsins. Framhald á 3. síðu. Vitl rei WMWWIMWmWMWWWW Á FUNDI liafnarstjórnar Reykjavíkur, föstudaginn 18. september 1959 var lagt fram bréf frá Jakobi Sigurðssyni fiskifræðingi og fyrrv. forstjóra Fiskiðjuversins, þar sem hann fer þess á leit, að fá lóð yzt á Grandagarðj tjl þess að reisa niðursuðuverksmiðju næst sunnan við lóð Faxaverksmiðj- unnar. Málinu var frestað og samþykkt, að óska eftir frekari upplýsingum um starfsemina. Bátarnir eru nú byrjaðir á þorskveiðum eftir síld- veiðarnar. f ágústlok byrj aði Drífa á þessum veið- um frá Reykjavík. Síðan hafa fleiri og fleiri bætzt við í þessum mánuði. — Veiðin hefur yfirleitt ver- ið ágæt. Þessi Alþýðublaðsmynd var tekin í gær á Lofts- bryggju. Sjómaður er að bera net um borð. .1HWWMWWWWWWWWWWW I EINN hinna fjögurra manna, sem sendir voru af SÞ í rann- sóknanefnd til Laos, sagði sig skyndilega úr nefndinni í gær UM klukkan 3.30 í gærdag varð það slys, að 19 ára piltur, Guðmundur Sigurpálsson, til heimilis að Eskihlíð 16 A, féil út af vinnupalli á 4. hæð. Mun hann hafa slasazt mikið, en ekki var fullkunnugt rnn meiðsli hans í gærkvöldi. Unnið er að viðgerðum á húsinu Eskihlíð 12 B. Hefur verið komið upp vinnupöllum við það. Slysið vildi þannig til, að Guðmundur var að fara nið- ur af vinnupallinum af 5. hæð niður á þá fjórðu.-Fór hann nið- ur stiga,. Datt hann allt í einu úr stig- anum. Að sögn sjónarvotta slóst hann tvívegis í vinnupalliana i fallinu. Lenti hann á herðarnar á grasbletti við húsiBý Ekki voru meiðsli Guðmund- ai’ rannsökuð að fullu í gær, en er hann skall á jörðina, stakkst blýant’/,- í annað auga hans. Pilturinn var þegar fluttur í Slysavarð-^ofuna og síða# í Landsspítalann. NÝTING sláturafurða verður í haust betri en nokkurn tíma áður og ber þar margt til. Enslt- ur kaupmaður ,sem staddur er hérlendis þessa dagana, ætlar að kaupa 80 tonn af lungum eða öll lungu, sem til falla í öllum sláturhúsum landsins. Þeim hefur áður verið ekið á hauga. Nú eru þau verkuð til útflutn ings á þennan nýja enska mark- að og munu verkuð til fóðurs í kjölturakka og alidýr. Þá eru allar garnir hreinsaðar í þar til gerðri sérstakri vél og eru þær saltaðar ofan í tunnur og seldar úr landi á keypiverði. Nýru eru sett í pappaöskjur fyrir erlendan markað, lifur er sérstaklega verkuð til útflutn- ings og eistu eru verkuð sem fínasta útflutningsvara. í sum- um sláturhúsum eru horn og lappir malaðar til áburðar, en annars staðar eru horn og lapp- ir einustu hlutar kindarinnar, sem ekki eru gerðar að dýr- mætri söluvöru. Þannig hefur betri nýting frá ári til árs aukið afrakstur hverrar kindar. TOGARINN Egill^kallagríms- son seldi afla sinn, 202 lestir, í Bremerhaven í fyrradag fyrir 115.500 mörk.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.