Alþýðublaðið - 08.10.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.10.1959, Blaðsíða 4
Ötgefaiiu, AipyóufloKKunnn. — Framkvæmdastjon. ingoltur KrlstjánaBon. — Kltstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb ). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- Tln GuBmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýa- tngaidmi 14 906 Aösetur: AlþýSuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðalna, Hverfisgata 8—10. Drau rnamað urinn RITSTJÓRI Tímans elur með sér þann draum, að á íslandi verði í framtíðinni tveggja flokka kerfi. Heilbrigð flokkaskipun er að hans dómi sú, að kjósendur skipi sér annars vegar 1 Sjálf- s'tæðisflokkinn og hins vegar í Framsóknarflokk- inn. Þar með á vandi íslenzkra stjómmála að vera leystur um alla framtíð. Þórarinn Þórarinsson dregur upp í blaði sínu í gær mynd af draumi þessum í framkvæmd. — Verkið lofar meistarann. Myndin er á þessa lund: „Hin eðlilega og ákjósanlega flokkaskipun hér er vissulega sú, að kjósendur skipi sér f tvo meginflokka. Annar flokkurinn yrði flokkur hægri stefnunnar, sem trúir á, að það sé hezt og farsælast, að örfáir svokallaðir ,sterkir‘ einstakl- ingar eigi atvinnutækin og ráði yfir verzluninni, en fjöldinn allur starfi í þjónustu þeirra. Þetta er hin raunverulega stefna Sjálfstæðisflokks- ins, þó að hann látist vera flokkur allra stétta til að villa á sér heimildir. Hinn flokkurinn yrði flokkur vinstri stefnunnar, sem hefur það tak- mark að gera sem allra flesta einstaklinga and- lega frjálsa og efnalega sjálfstæða, með því að gera þá að beinum þátttakendum í framleiðsl- unni og verzluninni, með einum eða öðrum hætti, en þessu takmarki má ná eftir leiðum samvinnu, einkaframtaks og þjóðnýtingar, eftir því hverjar aðstæður eru í hverju tilfelli. Þetta er stefna Framsóknarflokksins. Hann er því merkisberi vinstri stefnunnar.“ Meó öðrúm orðum: Meginandstæðurnar í heimsstjórnmálum samtíðarinnar, kapítalisminn, sem byggir á einkarekstri, og sósíalisminn, sem . byggir á þjóðnýtingu, myndu búa saman í sátt og friði á bújörð Framsóknarflokksins, verkaskipting in yrði aðeins aðstæðurnar í hverju tilfelli, kapí- talisminn réði til dæmis á sumrin, sósíalisminn á vetrin og samvinnustefnan vor og haust. Frumherj ar Framsóknarflokksins voru menn kennisetninga í stjórnmálum, en svona stór draumur komst þó ekki inn í höfuð þeirra, þeim datt aldrei í hug, að þvílík hentistefna væri hugsanlegt fyrirbæri. En Þórarinn Þórarinsson á alls ekki að miða þessa hugmynd við ísland eitt, þó að byrjunin komi hér vitaskuld til sögunnar. Hann þarf að gefa austrinu og vestrinu kost á að sameinast í íslenzka Fram- sóknarflokknum til að gera mannkynið andlega frjálst og efnalega sjálfbjarga. Framsóknarflokkur inn ætti að bjóða Eisenhower og Krústjov hingað heim, kalla svo á Þórarin Þórarinsson og segja ein um munni: Sjá, þarna kemur draumamaðurinn! ALÞÝÐUBLAÐIÐ vantar unglinga til að bera blaðið til áskrifenda í þessum hverfum: ^ Lindargötu, Hverfisgötu. Talið við afgreiðsluna. — Sími 14-900. BARDAGARNIR í Laos hafa að mestu legið niðri undanfar- ið. Veldur þar mestu regntím- inn, sem monsúnvindurinn rekur yfir þetta land frum- skóga og fjalla, og svo rann- sóknarnefnd sú, sem Samein- uðu þjóðirnar skipuðu til þess að kanna ástandið í landinu. Frá því að bardagar hófust þarna um miðjan júlí hefur „styrjöldin“ þar einkum ver- ið eins konar eltingarleikur með strjálum skyndiárásum og umsátrum um afskekkt virki. Styrjöldin í Laos hefur verið einhver hin rólegasta sem um getur á þessari öld kjarnorku- og glóbalstrategíu. Fréttaritari New York Times í Vientiane segir, að skothríð- in hafi verið meiri í stjórnar- skrifstofunum í Laos en á víg- völlunum. KRÁTT FYRIR litlar hern- aðaraðgerðir hafa margir ótt- azt, að atburðirnir í Laos yrðu til þess að kommúnistum opn- aðist leið til valda í allri Suð- austur-Asíu. En við nánari at- hugun kemur í ljós, að sú kenn ing fær vart staðizt. Laos er frumstætt land, vegir eru þar fáir og vegagerð erfið, járn- brautarlínur svo til engar, ör- fáir grasflugvellir eru í land- inu, en engir stórir flugvellir, sem hernaðarflugvélar gætu athafnað sig á. Það er íalið útilokað að gera Laos að hem- aðarbækistöð, sem ógnað gæti nálægum löndum. Frá hem- aðarlegu sjónarmiði er Laos ekki mikilvægt, enda þótt það liggi milli Kína, Norður-Viet- Nam annars vegar og Suður- Vit-Nam, Cambodia og Thai- lands hins vegar. En frá sál- fræðilegu sjónarmiði mundi kommúnistastjórn í.Laos hafa gífurleg áhrif í nærliggjandi löndum. Laos er veikur hlekk- r r ur á þessu svæði og stefnu sinni trúir ráðast kommúnist- ar fyrst á veika punkta, hvar sem þá er að finna. En ÁRÁS kommúnista er ekki mesta vandamál stjórn- arinnar í Vientiane heldur það, að almenningur í landinu veit lítið um stjórnmál yfir- leitt. Helmingur landsbúa veit ekki, að til sé ríkisstjórn í Hannes á h o r n i n u Bónécsonur skrifar. H Hver viíl gerast til þess að hrinda dýr- tíðinni af stað að nýju? ÍZ Það eru ekki bænd- ur, heldur þeir, sem vilja liðveixlu þeirra. BÓNDASONUR skrifar: „Það er á allra vitorði, að verðlag í Iandinu sl. 9—10 mánuði hefur verið sérstaklega stöðugt. Á það bæði við vöruverðlag sem og allt verðlag á vinnu og hverri annarri þjónustu. Þó hefur verð lag lækkað á sumum vörutegund um, t. d. á lyfjum nú nýlega stór kostlega, fyrir aðgerðir stjórn- arvaldanna. Aftur hafa einstaka verzlanir gert sér mat úr að hækka sumar vörur, en álmer.nt aiun það ekkj vera. VERKFÖLL HAFA ENGIN verið, þegar frá er talið prent- araverkfallið og mjólkurfræð- ingadeilan sem engin áhrif höfðu í sjálfu sér Atvinnanhefur verið mikil og jöfn í landinu og útlit er fyrir að svo veroi, ef ekki einstaka stéttir gera sér leik að því að rífa niður það, sem tekizt hefur að byggja upp. AFKOMA BÁTAÚTVEGSINS sæmileg og betri en mörg ár und anfarin, afkoma togaranna hefði orðið góð, ef aflabrestur hefði ekki orðið. Afkoma bænda einn- ig góð. nema þar sem óþurrkar hafa rýrt tekjur þeirra, þeir hafa ennþá haldið áfram að stór auka túnin, grafa skurði, aukið vélakost og búið í haginn fyrir sig. Öllu slíku fagnar þjóðin. Rafmagnið kemur nú á æ fleiri býli, að vegagerð er unnið, lík- lega meir en nokkru sinni fyrr. Flugvellir byggðir, hafnar- og Vitabyggingar sízt minni en áð- ur. Það er góðæri á íslandi. ÞAÐ VIRÐIST SVO að til séu nokkrir menn meðal þjóðar innar, sem langi til að sleppa dýrtíðardraugnum úr fylgsni sínu, og allstór hópur togar nú í alla skanka hans til að gefa non um líftóru á ný. Það má ffiinna á samþykktir eins og frá aðalfundi Kaupfél. Skaftfellinga, frá fundi stéttarfélags bænda o. fl. Þar var krafizt hærra verðs fyrir kjöt og aðrar afurðir bænda og jafnvel krafizt greiðslna aftur í tímann handa þeim. Engum ætti að vera Ijósara en íslenzkum bændum að allar hækkanir á af- urðum þeirra á innlendum mark aði kalla á nýja dýrtíðarskrúfu, sem hefði á skömmum tíma svelgt ímyndaðar bætur. OG ÞEGAR SVO BÆNDTIR koma *með sínar kröfur, segja verkalýðsfélögin upp samning- um hvert á fætur öðru til að vera tilbúin að mæta skrúfu bændanna. Dýrtíðardansinn byrjar á ný, öllum til tjóns og bölvunar og þá ekki sízt þeim, sem nú eru hvað harðastir að toga hann úr híði sínu. ERU ÞESSIR MENN sjálfráð- ir gerða sinna, eða eru þeir í raun og veru svona skammsýn- ir? Ég veit það ekki, en hitt veit ég, að mikið ábyrgðarleysi sýna nú þeir menn, sem ætla að hrinda dýrtíðinni af stað á ný. Þeir geta beðið með sínar kröfur fram yfir kosningar. þar tii ný stjórn, með meirihluta þings að baki sér, hefur verið mynduð. Og þá, ef til vill efnahagskerfið tekið til athugunar í heild. Laos og veit varla, að ríkið Laos er til. Stjórnin hefur heldur ekkert gert til þess að upplýsa almenning um undir- stöðuatriði stjórnarhátta —• enda er erfitt að ná til hinna frumstæðu ættbálka, sem lifa í fjallaskógunum. Það er fráleitt að halda því fram, að það sé hugmynda- fræði kommúnista, — auð- veld bráð. Fólkið veit blátt áfram ekkert um pólitík, en kommúnistgr lofa miklu og ef stjórnin lofar engu þá get- ur svo farið, að loforð kom- múnista verði til þess að ætt- arhöfðingjar gangi einhverj- um lýðskrumurum kospmún- ista á hönd. Stjórnin í Laos ber ábyrgð á því, ef kommún- istum tekst að ná á sitt vald innfæddum höfðingjum í Sam- neua héruðunum. EnGINN vafi leikur á því, að Kínverjar og kommúnista- stjórnin í Norður-Viet-Nam styðja uppreisnarhreyfingu Pathet Lao með ráðum og dáð, eða réttara sagt með vopnum og mannafla. Yfirlýsingar frá Peking og Moskvu benda og til þess, að Laos hafi verið val ið sem tilraunasvæði fyrir á- gengni kommúnista f Asíu. Sameinuðu þjóðirnar og Bandaríkin hafa tekið upp baráttu gegn þessari ásælni, en Laos fellur ekki í hendur kommúnistum, ef stjórn lands ins tekur ábyrgð á stjórnar- athöfnum og læknar meinið innan frá. ÉG FYRIR MITT LEYTI til, að fyrst einu sinni tókst að stöðva dýrtíðina, þá er okkur í lófa lagið, ef ekki verði verð- hækkanir erlendis á neyzluvör- unum, að halda dýrtíðinnj i skefjum. En til þess að svo verði, verða allar stéttir þjóðfélagsinus að taka höndum saman og slá skjaldborg um þá stefnu, sem miðar að því að dýrtíðin hækki ekki. Þá mega ekki einstök stétt arfélög taka sig út úr og kasta fyrsta steininum því þá koma fleiri á eftir, og ég hef þá trú, að heildarsamtök almennings, sam- tök sjómanna, verkamanna, iðn aðarmanna ríkisstarfsmanna og bæja og jafnvel bændasamtök taki ekki að sér niðurrifsstarfið, ef pólitískir spekúlantar verða hafðir utan dyra. ÉG HEF ALLTAF HALDIÐ að íslenzkir bændur væru þeir fyrstu í þjóðfélaginu, sem jafn- an vildu sýna þegnskap, þsgar á reyndi. En því hefði ég ekki trú- að, að þegar jafnlítið reynir á og nú með skitin rúm 3%, sem um er deilt, að þeir vildu vera til að kasta fyrsta steininum. Það má segja að hér hafi þeir stungið höfðinu í sandinn og ekki viljað horfa fram á veginn. En ég, sem er gamall bónda- son, brennandi af áhuga fyrir velferð íslenzkra bænda, hefði kosið þeim betra hlutskipti en verða forgöngumenn í niðurrifg starfi.“ Hannes á horninu. 4 8. okt. 1959 — AlþýðubJaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.