Alþýðublaðið - 08.10.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 08.10.1959, Blaðsíða 10
Auglýsmg um framboðsfundi I Vesf urlandskjördæmi: Framboðsfundir verða haldnir á eftirgreind- um stöðum í Vesturlandskjördæmi: 1) Að Kirkjuhóli í Saurbæ Dalasýslu, föstu- daginn 9. október kl. 20,30. 2) í Búðardal, Dalasýslu, laugardaginn 10. október kl. 20,30. 3) Að Breiðabliki Snæfellsnessýslu, sunnu- daginn 11. október kl. 15. " 4) í Grundarfirði Snæfellsnessýslu, mánu- daginn 12. október kl. 20.30. 5) í Ólafsvík Snæfellsnessýslu, þriðjudaginn 13. október kl. 20,30. 6) Á Hellissandi Snæfellsnessýslu, miðviku- daginn 14. október kl. 20,30. 7) Á Arnarstapa Mýrasýslu, fimmtudaginn 15. október kl. 20.30. 8) Að Varmalandi Mýrasýslu 16. október kl. 20.30. 9) Að Brún Borgarfjarðarýslu, laugardaginn 17. október kl. 15. 10) í Borgarnesi Mýrasýslu, sunnudaginn 13. október kl. 15. 11) Að Hlöðum Borgarfjarðarsýslu, mánudag inn 19. október kl. 20,30. 12) í Stykkishólmi Snæfellsnessýslu, fimmtu daginn 22. október kl. 20.30. 13) Á Akranesi, föstudaginn 23. okóber kl. 20.30. Alþýðubandalag. Alþýðuflokkur. Framsóknarflokkur. S j álf stæðisf lokkur. vetrarstarf sitt Aðalf undur Sýnlngarsanitaka alvinnu- veganna h.f. verður haldinn í Þj óðleikhúskj allaranum, fimmtudaginn 8. okt. 1959 kl. 4,30 e. h. Dagskrá: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og fram kvæmdum á liðnu starfsári. 2. Endurskoðaðir reikningar hins umliðna árs með athugasemdum endurskoðenda lagðir fram til úrskurðar. 3. Tekin ákvörðun um skiptingu ársarðs. 4. Stjórn félagsins kosin. 5. Kosnir tveir endurskoðendur fyrir hið yfir- standandi ár. 6. Jón Bergs, framkv.stj. skýrir frá för sinni til Þýzkalands, Frakklands og Danmerkur á vegum samtakanna. 7. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem löglega eru upp borin. Stjórnin. Auglýsingasími Alþýðublaðsins er 14906 FYRRA laugardag hélt Jazz- klúbbuir Reykjavíkur fyrsta fund starfsársins og var hann mjög fjölmennur. Tómas Tóm- asson formaður setti fundinn og sagði frá því helzta, sem fyrirhugað er í vetur í sam- bandi við félagsstarfið og koma þar fram mairgar breytingar frá því sem var á síðasta starfs- ári. Er því vonandi, að klúbbur þessi njóti lengri lífdaga, en samskonar klúbbar sem hér hafa áður veirið stofnaðir, en lognast hafa út af, vegna ónógr- ar fjölbreyttni. Á þessum fundi kom fyrst fram hljómsveit Björns R. Ein- arssonar og söngvari hennar, Ragnar Bjarnason söng með þeim 1 lag við ágætar undir- tektir áheyrenda. Þá heyrðum við trompetleikarann Viðar Al- freðsson ásamt kvartett Jóns Páls Bj arnasonar og léku þeir nokkur lög og fórst það vel úr hendi. Viðar hefur undanfarin ár dvalist við nám í Þýzkalandi og er farinn utan aftur til frek- ara náms og eftir því sem við heyrðum í Jazzklúbbnum s. 1. laugardag, má við miklu af hon um búast í framtíðinni. Tríó Jóns Páls, sem skipa auk hans —Gunnar Ormslev tenor-saxa- fon og Sigurbjörn Ingþórsson bassi, var næst á dagskrá. Þetta tríó vakti mjög mikia at- hygli fyrir skemmtilegan leik, er það kom fram á seinasta fundi Jazzklúbbsins s. 1. vor og er mjög svo ánægjulegt að heyra hve okkar ungu jazzleik- arar eru í stöðugri framför. — Þessi fundur var fyrir margra hluta sakir mjög sérstæður og mun hans verða minnst sem merkisviðburaðr í sögu Jazz- klúbbsins. Orsökin fyrir því er sú, að stjórn klúbbsins hafði heyrt þess getið, að hinn aust- urríski píanóleikari Friedræh Gulda, sem hér var á íerð á vegum Ríkisútvarpsins væri INGOLfS CAFE mjög mikill jazzáhugamaður og hefði m. a. komið fram á'Bird- land í New York og einnig leik- ið jazz inn á nokkrar hljómpiöt ur. Því var það sem Guldu var boðið á þennan fyrsta fund klúbbsins. Það, að þessi frægi klassíski píanóleikari skyldi koma í Jazzklúbbinn og leika það hreinan jazz af þvílíkri inn lifun að unun var á að hlusta, mun vera hinn merkasti atburð ur í heimi jazzins hér á landi. Hann valdi eftirtalda menn í Jam Session með sér: Jón Páll gítar, Gunnar Ormslev tenor, Sigurbjörn Ingþórsson bassi og bandaríkjamanninn Jim Stone trommur. Það er ógleymanlegt að hafa hlustað á þá. Okkar ís- lenzku hljóðfæraleikarar virt- ust algerlega umhverfast og hafa aldrei leikið betur' og er það víst að þetta verður þeim mikil uppörvun. Og er vonandi, að þeir leyfi okkur að heyra sem oftast leik á borð við þann, sem við heyrðum er þeir léku með Gulda. — J. Skatiabyrði... Framhald af 3. síðu. því að hækkunin til þeirra var stöðvuð með bráðabirgða- lögum. Það var ekki látið svona 1956 þegar launþegarn- ir gáfu eftir 6 prósent. Her- mann Jónasson kom í bónorðs ferð til Alþýðusambands- þings og bað um stórlækkun á launum og þegar liann fékk neitun um uppáskrift á þenn- an ótryggða víxil hans, þá stökk hann í burtu frá vand- anum. — Mig langar að lok- um að spyrja: Hvað ætla hin- ir stjórnmálaflokkarnir að gera á alþingi? Framsókn krefst verðhækkana, Sjálf- stæðisflokkurinn slíks hins sama og kommarnir eru hrá- æti eins og vant er. Það ligg- ur nú fyrir að ef hækkanir verða, hvort sem þær verða beinar eða ekld, þá fara laun- þegasamtökin af stað. Ætlar alþingi að fleygja þjóðinni út í nýja verðbólgu? Það er ekki nema um tvennt að velja: Al- gjörlega óbreytt ástand eða nýja verðbólguskriðu. Við Al- þýðuflokksfólkið í verkalýðs- hreyVngunni biðjum alla að taka höndum saman við okk- ur gegn nýju steypiflóði dýr- tíðarinnar“. Opnar daglega kl. 8,30 árdegis. ALMENNAR VEITINGAR allan daginn Ódýr og vistlegur matsölustaður Reynið viðskíptíba.. Ingólfs-Café. Láfið ökkur aðstoða yður við kaup og sölu bifreiðarinnar. Úrvalið er hjá okkur. AðsfoSS við Kalkofsveg og Laugaveg 92. Sími 15812 og 10650, manna í tilefni 10 ára afmæl- is Þýzka Alþýðulýð- veldisins í Austurbæjarbíói dag, fimmtudaginn 8. okt. 1959 kl. 19.00 Einleikur á fiðlu: Werner Scholz. Einleikur á píanó: Dieter Brauner. Einsöngur og dúettar: Ina-Marie Jenss og Max Janssen. Undirleikari: Dieter Brauer. Aðgöngumiðar seldir í bókabúðum Lárusar Blöndals Skólavörðustíg, Kron, Bankastræti, Sigfúsar Ey- mundssonai' Morgunblaðshúsinu, Máls og Menningar Skólavörðustíg og Austurbæjarbíói. Hljómleikarnir verða ekki endurteknir. Konan mín, móðir okkar og tengdamióðir', MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, Skothúsveg 15, andaðist í Landsspítalanum í morgun. R,eykjavík, 7. október 1959. Guðmundur Magnússon, Svanhvít Guðmundsdóttir, Guðmundur I. Guðmundsson, Gunnar Davífcson, Rósa Ingólfsdóttir. Útför mannsins míns, KARLS ÓSKARS HEDLUND, fer fram frá Fóssvogskapellu föstudaginn 9. október kl. 1,30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þuríður Hcdlund. 10 8 okt. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.