Alþýðublaðið - 09.10.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.10.1959, Blaðsíða 4
( Útgefandl: Alþýðuflokicunnn. — Framkvæmdastjon. mguuui Krtstjánaaoa. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (4b ). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björfi- Tln Guðmundsson. — Simar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýa- tngasiml 14 906 Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðia Alþýðublaðalna. Hverfisgata 8—10. j Heppileg málamiðlun TÍMINN ræðir mikið verðlagningarmál land- búnaðarafurðanna þessa dagana til að reyna að telja bændum og öðrum þjóðfélagsþegnum trú um nauðsyn þess að sleppa dýrtíðinni og verðbólg- unni lausri. En Framsóknarmönnum virðist ekki koma til hugar nein önnur kjarabót bændum til handa en verðhækkun. Til dæmis hefur ekki heyrzt á það minnzt 1 Tímanum að lækka beri milliliðakostnaðinn við dreifingu og söliu land- búnaðarafurðanna. Og reiknimeistararnir hjá Stéttasambandi bænda fást við allt önnur dæmi en það. Milliliðakostnaðurinn er ekki nefndur á nafn í þessu sambandi. Þó er Tíminn stundum að halda því fram, að hann þurfi að lækka á öðrum sviðum. En landbúnaðarafurðirnar eru víða fjarri þeim umræðum. Alþýðublaðið vill hér með skora á þá aðila, sem beita sér mest fyrir verðhækkun landbúnað- j arafurðanna til að skila einhverri skrifstofu- vinnu í þágu bændastéttarinnar, að reikna út j milliliðakostnað þann, sem leggst á landbún- i aðarafurðirnar, gera grein fyrir, hver hann er I hér og í nágrannalöndunum, útskýra, hvað valdi j muninum, og segja til um, hverjir fleyta rjém- ann af þessu trogi. Lækkun milliliðagróðans er j að sjálfsögðu sameiginlegt áhugamál framleið- j enda og neytenda. Sú verðlækkvm, sem fengist með minnkuðum milliliðagróða, gæti komið j báðum að gagni. Neytendur þyrftu þá minna að borga fyrir vörurnar, en framleiðendur gætu | þó borið meira úr býtum. Framsóknarmenn hugsa hins vegar verðlags- mál landbúnaðarafurðanna eingöngu út frá hækkunarsjónarmiðinu, þó að framkvæmd þeirr- ar stefnu þýði verðbólgu og dýrtíð, raski jafn- vægi allra efnahagsmála okkar og tefli atvinnu- vegunum og afkomu landsmanna í tvísýnu. Sú afstaða er þjóðhættuleg. Og Sjálfstæðisflokkur- inn eltir Framsóknarflokkinn í þessu efni, býður í kapp við hann til að reyna að fá bændaatkvæð- in, en Alþýðubandalagið segir já og amen við öllum kröfum Framsóknarflokksins í von um stjórnarsamstarf við hann eftir kosningar. Alþýðu- flokkurinn er hins vegar staðráðinn í að hindra óheillaþróun verðbólgunnar og dýrtíðarinnar. — Slíkt er enginn fjandskapur við bændur — þeir græða áreiðanlega ekki á hruninu fremur en laun þegarnir. En honum væri kært að leysa deilumál- ið um verðlag landbúnaðarafurðanna með lækkun milliliðakostnaðarins. Myndi það ekki heppileg málamiðlun? ALÞÝÐU BLAÐIÐ vantar unglinga til að bera blaðið til áskrifenda í þessum hverfum: Lindargötu, Hverfisgötu. Talið við afgreiðsluna. — Sími 14-900. ð fekur vi i Ceylon! HlNN NÝI forsætisráðherra á Ceylon, Dhanayake, fyrrver andi kommúnisti, trozkyisti og sósíalisti, knúði ríkisstjórnina um síðustu helgi, til að taka upp dauðarefsingu í landinu og jafnframt að tryggja jafn- rétti allra kynflokka eyjar- innar. Hann fer allt aðrar götur en gert var ráð fyrir í stefnuskrá flokks hans fyrir síðustu kosningar og fram- kvæmir stefnu, sem í algerri andstöðu er viðskoðanirflokks manna hans og urðu til þess að veita honum þingfylgi. Dhan- ayake er kröftugur maður, sem ekki hefur verið hrædd- ur við að skipta um skoðun um ævina, en hvort honum tekst að stöðva upplausnina, sem fylgdi í kjölfar morðsins á Bandaranaike er annað mál, og margir eru þeirrar skoðun- ar, að hann sé allvaltur í sessi. MóTSETNINGAR milli aðal- þjóðflokkanna tveggja á Ceyl- on, singhalesa og tamíla. eru meiri en milli Hindúa og Mú- hammeðstrúarmanna, sem leiddi til skiptingar Indlands í Indland og Pakistan. Þessar þjóðir hafa ekki aðeins ólík trúarbrögð, heldur tala þær gjörólík tungumál, erfðavenj- ur þeirra eru alls ósvipaðar og svo og útlit þeirra. Singhalesar, sem eru um sex milljónir, komu frá Norður- Indlandi fyrir um það bil 2000 árum og eru skyldir Norður- Indverjum og tala svipað mál og þeir. Eina séreinkenni þeirra er, að þeir halda fast við Búddatrú, enda þótt hún sé að mestu útdauð á Indlandi. Hinar tvær milljónir tamíla eru aftur á móti hindúar og tala dravidiskt mál eins og flestir íbúar S'uður-Indlands. Þeir hafa átt heima á Ceylon um langan aldur, en sumir eru tiltölulega nýkomnir frá meg- inlandinu. MeÐAN Bretar réðu yfir Ceylon fór allt fram með friði og spekt. Kristnir menn voru fjölmennir í borgunum, bæði innflytjendur frá Evrópu og kynblendingar Evrópumanna og innfæddra. í Colombo, höf- uðborg Ceylon, eru margar kirkjur, en ekki eitt einasta musteri Búddatrúarmanna. Tamílar notuðu öll tækifæri til þess að menntast og komast áfram, en eftir að Ceylon öðl- aðist sjálfstæði reyndu sing- halesar að ná til jafns við þá. Mikill og ofsalegur áróður hófst fyrir því, að Ceylon yrði búddiskt og singhaliskt ríki, en tamílar veðurkenndur minnihluti. Bandaranaike og flokksmenn hans gengu ekki svo langt í áróðri sínum, en kosningasigri þeirra fylgdu fjöldamorð á tamílum, sem bjuggu í singhalskum héruð- um. Einnig voru shghalesar myrtir í tamílahéruðum í smærri stíl. Bandaranaike reyndi að miðla málum, en honum tókst ekki að kveða niður þá uppvakninga, sem hann hafði tekið í þjónustu sína. í augum ofstækismanna var hann samt sem áður svik- ari, sem að lokum fékk mak- leg málagjöld. A CEYLON YAR aldrei til neinn öflugur flokkur eins og indverski kongressflokkurinn, sem gæti haldið niðri smá- flokkum. Smáflokkar og sér- trúarhópar óðu uppi og stjórn- málamenn voru hentistefnu- menn, sem höguðu stefnunni eftir því, hvernig vindur blés. Margir öflugir róttækir flokk- ar voru í landinu, sósíalistar, trozkystar og aðrir marxist- ískir flokkar, sem höfðu það á stefnuskrá sinni, að þjóðnýta allt milli himins og jarðar og skipuleggja verkalýðinn, en þeir höfðu ekkert raunhæft fram að færa eða nokkra mögu leika á, að gera nokkurn hlut af viti. AÐ SKRÝTNA gerðist líka, að þessir vinstri flokkar studd ust við hinn singhalska þjóð- ernisrembing og búddíska ofsatrúmenn. Þeir kváðust líta svo á, að nú væri tími til kom- inn, að meirihlutinn heimtaði rétt sinn eftir að Bretar hefðu dregið taum kristinna manna og tamíla. Vinstri flokkarnir fóru hér út á braut, sem átti eftir að fá hroðalega andalykt. Indlandsstjórn hefur til þessa ekki skipt sér af innan- ríkismálum Ceylon, en ef fjöldamorð og óöld hefst þar (Framhald á 10. sí3u> Hannes ýV Veðurspáin spáir hraglanda. ýV Hálfur mánuður til kosninga. ýlý Flestir eru þegar ráfðnir. W Hrópin síðustu dag- ana hafa ekkert að segja. RÚMUR HÁLFUR MÁNUÐ- UR er til kosninga. Kosninga- baráttan fer að harðna ef að vana lætur. Hún mun ekki harðna málefnalega, heldur fer nu að færast í aukana persónu- legt níð og' stefið: ,,Þú líka, fífl- ið þitt.“ — Ég vii segja við Al- þýðuflokksfólk og þá kjósendur, sem styðja Alþýðuflokkinn við þessar kosningar: „Yið skulum ekki breyta út af þeirri stefnu, sem við liöfum haft. Ekki svara í sama tón þegar deilt er, ekki ráðast persónulega á andstæð- ingana, enda liggur Iausn vanda- málanna ekki í því. VANDAMÁLIN eru fyrst og fremst verðbólgan, sem vofir yfir og sekellur á, ef breytt er út af þeirri stefnu, sem reynt hefur verið að halda síðan um síðustu áramót,_ og breytingar á skattakerfinu. Ég sé að andstæð ingablöðin reyna að kæfa aðal- atriði þessa máls í persónulegu moldviðri u mþennan eða hinn, nafngreinda, sem beri óeðlilega lága skatta. Þetta er að líkindum rétt, en lausnin fæst ekki með þessu. GALLARNIR liggja í kerfinu sjálfu. Því þarf að breyta. Það er enn ekki fyllilega ljóst hvern ig er hægt að breyta því svo að leiðrétting fáist og meira rétt- læti í úthlutun skyldnanna, því- að enginn flokkur hefur í raun og veru bent á nákvæma braut, sem fara skuli. Enda er það varla von. Hér er um svo fiókið mál að ræða, að það þarf að rannsakast niður í kjölinn. ALÞÝÐUFLOKKURINN fékk samþykkta tillögu u mnefndar- skipun til þessa starfs. Nefndin var skipuð, Framsóknarmaður var kosinn formaður nefndarinn ar, en hann hefur farið sér hægt og ekki kvatt til funda. Þannig var eyðilagt mál Alþýðuflokks- ins í framkvæmd, því miður. Hvernig á maður þá að taka al- varlega kosningaskrif Tímans um þetta nú? Og það skiptir ekki neinu máli þó að blaðið birti kafla úr skattskránni. Menn geta ekki stuðst við ann- að en staðreyndirnar. ÞAÐ ER MÍN TRÚ, að yfir- leitt hafi kjósendur ráðið við sig hvernig þeir eigi að verja atkvæði sínu hálfum mánuðl fyrir kosningar, eða jafnvel fyrr. Þess vegna séu hrópin síð • ustu dagana heldur tilgangslítil enda eru þau venjulega sprott- in af reiði, ótta eða öðru verra. Það er viturlegt af kjósanda að hafa kynnt sér afstöðuna tii mál- anna áður en hrópin bðH.Ía. Það eru meiri líkur fyrir því, að honum hafi tekizt að velja rétta stefnu. STEFNA ALÞÝÐUFLOKKS- INS er augljós. Hann vill ekki víxlhækkanir. Hann vill halda þeirri stefnu um sinn, sem farið hefur verið eftir á þessu ári og sýnt liefur góðan árangur' eins og Garðar Jónsson og Jóhanna Egilsdóttir lýstu hér í blaðinu. Til viðbótar má benda á það, að innlög í bankana hafa stóraukizt frá því í fyrra og hafa ekki verið eins mikil og þau hafa verið síð ustu mánuðina. TÍMINN SEGIR, að verzlun hafi eitthvað dregizt saman. Hvers vegna? Ef svo er, þá staf- ar það meðal annars af því að fólk sparar meira, leggur féð , fyrir, hefur aukizt að trú á verð- gildi peninganna. Það ber allt að s ama brunni. Fólk hefur meira traust á peningunum en það hafði áður. Smáframleið- andi nauðsynjavöru sagði við mig í gær: „Það er allt annað að skipuleggja atvinnurekstur sinn nú en var áður. Nú er friður. Áður gat maður aldrei gert nein ar áætlanir, því að víxlhækkan- irnar ruddu öllum plönum um koll.“ — Ætli þetta sé ekki mergurinn málsins? Hannes á horninu. i 4 9. okt. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.