Alþýðublaðið - 09.10.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.10.1959, Blaðsíða 5
Fregn til Alþýðublaðsins. Raufarliöfn í gær. MIKIL vinna er hér í bænum og hefur verið allt þetta ár. Rússinn er hér að taka síldina og er talsverð vinna enn við að ganga frá henni. Síldarverk- smiðjan er að láta undirbúa að stækka þrærnar og að steýpa wpp lýsisgeymi. Verið er að byggja hérna póst- og símahús og fer reisu- gildi þess fram í dag. Þá er verið að byggja talstöðvarhús fyrir síldarleitina rétt utan við bæinn. Skapa allar þessar fram kvæmdir næga atvinnu og geta allir hér fengið vinnu sem viija. Hefur ekkert atvinnu- leysi verið hérna allt þetta ár. Tíð hefur verið ákaflega góð og hagfelld að undanförnu. Sæmilega fiskaðist í sumar og ' : haust, en ekki hefur verið ró- ið það sem af er október-mán- uði, enda mikil landvinna. Heimtur bænda hafa verið góð ar á Sléttunni og ekki orðið vart við, að fé hafi farizt að ráði í hretunum í vor, eins og óttast var. Dilkar eru yfirleitt með vænna móti. Má því segja, að hér um slóðir háfi árað vel, bæði til lands og sjávar. GÞÁ. FJÖLDI sjálfboSaliða | hefur að undanförnu : unnið að því að ganga frá : merkjunum „Friðun miða, • framítð lands“ og setja í ; umslög. Verður þeim síð- í an dreift um allt land fyr- : ir kosningadagana. Flest- ■ ir sjálfboðaliðanna eru úr ■ skólunum. í gær unnu t. í d. stúlkur úr Haga- og : Laugarnesskóla í Grófinni ; 1 að því að ganga frá • merkjunum og er myndin : þá tekin. Búið er að : prenta yfir 100 þús. merki. ; Stiórn leyst upp BANGUI, 8. okt. (Reuter). Forsætisráðherra Mið-Afr- íku ríkjasambandsins leysti í dag upp stjórn sína vegna pólitiskrar. upreisnar hans eigin flokksmanna. ''ELAG ungra jafnaðarmanna ar endurreist í Vestmanna- yjuni í fyrrakvöld. Hafði FUJ kki starfað á staðnum um okkifra ára skeið en á fund- num í fyrrakvöld voru mættir ’O ungir jafnaðarmenn, er á- rváðu að hef ja starf á ný. í stjórn félagsins voru kjörn- Formaður: Vilhelm Júlíus- on, verkstjóri; og aðrir í stjórn Hggert Sigurlásson, bólstrari: '■Cristleifur Magnússon, neta- naðui'; Elly B. Þórðardóttir og Tunnhildur Bjarnadóttir. Unnar Stefánsson. efsti mað- ur á lista Alþýðuflokksins í ^uðurlandskjördæmi flutti á fundinum kveðjur stjórnar Sam bands ungra jafriaðarmanna Og FUJ í Arnessýslu. Hvatti hann félaga tip starfa og öfiugrar j sóknar fyrir Alþýðuflokkinn. Ingólfur Arnarson, formaður Alþýðuflokksfélags Vestmanna eyja tók einnig til máls og flutti kveðjur Alþýðuflokksfélagsins. Ríkti mikill sóknarhugur á fundinum. — í lok fundnr sátu félagar kaffismasæti í boði stjómar SUJ. Nokkrir ungir jafnaðarmeim í Eyjum, er ekki gátu verið á fundinum. í lok fundarins sátu félagar kaffisamsæti í boði í gærkvöldi. — Ákveðið var að halda spilakvöld í næstu viku. Minnit sjötugs- Auslur-þýzkir TÖNLEIKAR voru í gær- kvöldi haldnir í Austurbæjar- bíói í tilefni af því að 10 ár eru liðin síðan komúnistar tóku völdin í Austur-Þýzkalandi. — Komu þarna fram fjórir lista- menn, hjón, sem sungu, píanó- leikari og var ekki verulega ánægjulegt að heyra nema fiðluleikarann, sem getur tals- vert. Efnisskráin fór öll á ringul- reið vegna kvefs söngkonu, sem þó virtist ekki ko-ma mjög að sök. Yfirleitt fór Mstafólkið þokkalega með það, sem það bauð upp á, en tónleikarnir í heild voru hreint ekki á þeim standard, sem við erum orðin vön hér. — G.G. MINNZT verðui' sjö tugsafmælis Jakobs Jóh. Smára kl. 20.30 í kvöld. Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarps- stjóri flytur ávarp, Baldur Pálmiason les ritgerð skáldsins: „Hvernig ferðu að yrkja?“ og Guð- björg Vigfúsdóttir les nokkur kvæði. Loks verða flutt lö^ við Ijóð skáldsins. Kl. 21.20 Með Antoine Saint- Exupéry í eyðimörkinni - fyrri hluti. Vilhjálmur S. Vilhjálms- son rithöfundur. Kl. 21.45 Tón- leikar. Kl. 22.10 Kvöldsagan. Kl. 2230 Létt lög — spánsk tón- list. Kl. 23.00 Dagskrárlok. Taft-Martley PITTSBURGH, 7. okt. (NTB- REUTER). MacDonald, foringi stálverkamanna, kvað samband þeirra mundu neyta allra lög- legra ráða til að koma í veg fyrir, að dómstóll gefi, samkv. Taft-Hartley-lögunum, fyrir- mæli um, að verkfallsmenn snúi aftur til vinnu í 80 daga WASHINGTON, 8. okt. — (Reuter). — Fulltrúar fimm ríkja ;sem voru tengd í Bag- dad-bandalaginu (nú Mið- bandalaginu) hittust hér í dag: til að íhuga hernaðará- standið í Austurlöndum nær. Einnig er talið, að þeir hafi rætt möguleika á að bæta Hfskjör í Tyrklandi, íran og Pakistan. RáSherrar í faogeSsi (Reuter). — Kommúnistinn SAN MARINO, 8. okt. — Marani og sósfalistinn Gia- comini, er vciru fyrirmenn „vinstri stjórnar“, er hrökkl aðist frá völdum eftir nokkur átök í ríkinu fyrir tveim ár- um, voru í dag dæmdiir í 15 ára fangelsi fyrir þátt sinn í uppþotunum. — Voru þeir fundnir sekir um að leysa upp þingið ólöglega og skipa lögreglunni að koma í veg fyrir, að þingmenn jafnaðar- nianna og kristilegra demó- kirata kæmust inn í þinghús- ið. Fleiri meðlimir þessarar stjórnar voru dæmdir fyrir samsekt. Kommúnistar og sósíaHst- ar höfðu í 12 ár verið við völd í San Marino, en sú stjórn féll í „október-bylt- ingunni 1957“, en þeir Mar- ani og Giacomini höfðu neit- að að fara frá völdum, er þeir höfðu misst meiri.hlut- ann við það, að sex af stuðn- ingsmönnumi stjórnarinnar á þingi höfðu slegizt i liÖ með stjórnaiandstöðunni. Hvílir Lanza hjá Caroso? RÓM, 8. okt. (Reuter). Líklegt er talið, að söngvarinn Mário Lanza vcirði á Iaugar- dag grafinn við hliðina á hinum fræga söngv- ara Enrico Caruso. NEW YORK, 8. okt. — (Reuter). — Pólitíska nefnd- in byrjar á morgun almenn- ar umræður um tillögur Krústjovs um afvopnun í heiminum almennt. Er það fj'rsta málið, sem nefndin ræðir. Önnur mál, sem nefnd in mun ræða, er mótmæli Marokkó gegn atómtilraun- um Frakka í Sahara, tiMaga íra um hindrun á útbreiðslu atómvopna, tillaga Indveria um stöðvun tilrauna með at- ómvopn, og skýrsla Hammar skjölds frá afvopnunarnefnd SÞ. Öeirðir Samningar um Nfl KAIRO, 8. okt. (Reuter). - Forsætisráðherra Súdans er væntaplegur til Kaiiro eftir tvo daga til að undirrita sam komulag um deilingu vatns úr Níl. HAAG, 8. okt. (Reuter). — Nokkrar tylftir manna munu hafa látizt í óeirðum í Bal- eimdal á Hollenzku Nýju- Guíneu um síðustu helgi,— segir hollenzka innanríkis- ráðuneytið í dag. Munu óeirð iirnar hafa byrjað vegna orð- róms um að höfuð ættai' einn ar og allrnargar. konur hans hafi verið myrt. Kómedía? PEKING, 8. okt. (Reuter). Eitt Pekingblaðanna lýsti í dag brezku kosningunum sem kómedíu borgaraíegs lýðræðis til þess að skera úr um hvor hluti yfirráðastétt- arinnar skuli kosinn til að kúga og bæla niður þjóðina. Bernson jarðaóor FLORENS, 8. okt. (Reuter) Listfræðingurinn Berenson var grafinn í dag í lítilli kap ellu á landareign sinni. Um 1000 irianns var viðstatt jarð arförina, þar á meðal kónga- fólk og þorgarstjórinn í Fiór ens, en þar var Berensor. heiðursborgari. Bróir Dalai Lama NEW YORK, 8. okt. — (Reuter). — Bróðir Dalai Lama fcir í dag fram á, að sérstök nefnd SÞ gerðist málamiðlari milli Tíbeta og Kínverja. Kvað hann Kín- verja vera að „reyna að upp- ræta tíbetsku þjóðina og trú og menningu Tíbetbúa“. Vatikan - Berlsn BERLÍN, 8. okt. (NTB-AFP). Ulbricht, ritari austur- þýzka kommúnistaflokksins, stakk í dag upp á því sem lausn á Berlínarmálinu, að gera borgina að eins konar Vatíkani. Kvað hann lausn verða að finnast með því sniði. Kom þetta fram í ræðu, sem Ulbricht hélt á fjöldafundi í tilefni 10 ára afmælis kommúnistastjórn- ar í Austur-Þýzkalandi. TOKÍÓ. 8. okt. (Reuter). Japönum fjölgaði um 293. 190 manns á árinu, sem lauk 1. sept. s. I. Voru Japanir þá 9.102.929 að tölu og karl- menn aðeins fleiri en kven- menn. Páfi hækkar laun Róm, 8. okt. (Reuter). — Jóhannes páfi hækkaði í dag laun minniháttar starfs- manna Vatíkansins talsvert upp fyirjr samsvarandi laun á Ítalíu. Alþýðublaðið — 9. okt. 1959 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.