Alþýðublaðið - 09.10.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 09.10.1959, Blaðsíða 11
hef hagað mér eins og asni. Ég iðraðist um leið og ég var farin en ég þorði ekki að koma aftur. Það eina sem ég bið um ...“ Hun leit upp og tárvot augu hennar mættu hans. „Leigh, ástin mín, viltu fyrirgefa mér?“ Leigh sagði stuttur í spuna að hann fyrirgæfi henni. Það hafði mikið vatn runnið til sjávar þessi þrjú ár. En hann vildi hana ekki aftur. Hann ætlaði sér ekki að þolá hana hér. „Ég vissi ekki að þú værir svona harður“, kjökraði hún. Hann sló krepptum hnefan- um í borðið. „Það er ýmislegt sem eig- inkona getur ekki leyft sér að gera. Og eitt af því er að yfirgefa eiginmann og barn vegna annars manns“. - „En ef henni skilzt hve rangt hún gerði? Ef hún iðr- ast sárlega og vill bæta ráð sitt?“ „Þú getur aldrei iðrast neins“. „Það er ekki rétt, Leigh. Ég hef breyzt mikið“. Leigh leit efandi á hana. „Hvar ér Adamson?“ „Það er búið fyrir löngu“. Hann vissi ekki hvorí hann gæti trúað henni. Hann bjóst við að hún segði satt, annars hefði hún ekki komið heim. Hann langaði til að vita hve langan tíma það hefði tekið Adamson að skilja hvílíkt fífl hann var að strjúka með henni. Hann hugsaði um það, að nú bölvaði hann honum fyrir að yfirgefa hana, hon- um, sem hann áður hafði bölv- að fyrir að nema hana á brott. „Ég hélt að þér hefði skil- ist, að það hefði gengið illa, þegar ég gerði enga tilraun til að fá skilnað og giftast hon- um“. „Ég bjóst ekki við að smá- munir eins og hjónaband aftr- aði ykkur“. ppaiið yður hláup h ralli margra verálana1- ÚÖRUÚ6L () ölli -AustuxstiseCi Hún roðnaði. „Ég býst við að ég hafi átt þetta skilið“. Hann leit á þrútið andlit hennar og komst ósjálfrátt við. Hann kipptist við. Var hann að kikna? Hann langaði til að segja eitthvað hrana- legt, eitthvað sem særði hana svo mjög að hún færi. „Manstu ekki eftir því, hvað þú elskaðir mig mikið?“ spurðl hún með ekkasogum. „Hvaða máli skiptir fortíð- in? Þetta er til einskis, Adele“. Hann hristi höfuðið. „Það er ekkert milli okkar lengur“. „Jú, Bunty“. Hræðsla hans óx. Hann hafði vonað að hún minntist ekki á Bunty. Bunty var trompás Adelé. Vitanlega vissi hún það. úólið upp. Hráedd ung móðir bað hann um að koma strax. Barnið hennar var veikt og með háan hita. „Ég kem eins fljótt og ég get“ . „Líf læknis ...“ muldraði Adele. „Hann má ekki einu sinni sættast við eiginkonu sína án truflana“. „Ég mun aldrei sættast við þig, Adele“. Hann sá að augu hennar kipruðust saman. „Ekki einu sinni Bunty vegna? Börn fráskilinna eru svo óörugg og erfið“. Þá vissi hann það, hugsaði hann. En hún hafði engin á- hrif á hánn. „Hún lifir það af“. „Það er ekki rétt hjá þér, Leigh, og þú veizt það. Bunty „Þú sást hvað hún var hrif- in að fá mig aftur heim. Leigh, þú veizt, að lítil telpa eins og Bunty, þarfnast móður sinn- ar“. „Það hefði þér átt að detta í hug fyrir þrem árum“. Hann sá allt skýrt núna. Þetta var vel hugsað hjá henni. Adele var ekki heimsk, hvað sem annars var hægt um hana að sbgja. Hún hafði komið heim til að koma í veg fyrir að hann fengi skilnað vegna brottfarar hennar. „Ég var svo hrædd“, hélt hún áfram, „svo hrædd um að einhver væri komin í minn stað. En ég vissi, að það hafði ekki skeð. Til þess hefðirðu orðið að skilja við mig“. Það lá við að hann segðist hafa verið að hugsa um það. En eitthvað hélt aftur af hon- um Óvissa um viðbrögð Ade- le ef hann segði henni frá þeim Jill. Hún myndi kann- ske reyna að særa JiU. Nel Jill varð að vera utan við þetta allt. Það gladdi hann að hún hafði heimtað, að þangað til hann væri frjáls maður, vissi enginn að þau elskuðu hvort annað. Síminn hringdi og hann tók þarfnast mín. Þú hefðir átt að sjá svipinn á henni þegar ég kom. Ég hef haft svo miklar áhyggjur af henni, en ég hafði tekið mína ákvörðun og gat ekkert gert. En nú er ég komin aftur heim .. Ó, Leigh, sendu mig ekki frá þér!“ „Ég ætla að senda þig burt héðan“, sagði hann og honum iannst hann meina það. „Þú gerir það ekki, svo grimmur ertu ekki. Mundu. að hún er ekki síður dóttir mín en þín“. Leigh sagði örvinglaður: „Ég má ekki vera að því að tala lengur um þetta við þig. Ég á eftir að fara í margar heimsóknir“. „Allt í lagi. Við frestum þá umræðunum þangað til í kvöld“. Hann starði á hana. „Þú ætlar þó ekki að vera hér?“ Hún glennti augun upp af undrun. „Vitanlega. Hvar ætti ég að vera annars staðar?“ „Ertu orðin vitlaus, Adele?“ „Hvað viltu að ég geri? Hringi í leigubíl og fái mér herbergi á hótelinu? Það þætti skrýtið“. „Mér er alveg sama hvort það þætti skrýtið eða ekki“. „Ég hélt að allir læknar hugsuðu um það“. „Andskotinn sjálfur!“ Hann leit á hana og illur grunur greip hann um það, hvernig færi fyrir þeim Jill. „Florrie fór með töskurnar mínar upp“, sagði hún. Léigh bölvaði í hljóði! Ad- ele sveifst ekki neins. Hverri annarri konu hefði tekizt að gera honum það ómögulegt að reka hana að heiman? — Honum leið eins og rottu í gildru. „Þá geturðu fengið að vera í einn eða tvo daga, en ég vara þig við Adele, — lengur en í einn eða tvo daga verðurðu ekki hér. Ekkert getur fengið mig til að taka þig í sátt aftur.“ 3. Jill tók hlífina af ritvél- inni og settist við borðið. Hún leit á klukkuna. Eftir nokkr- ar mínútur myndi Leigh líta inn til hennar og athuga hvað hann ætti að gera um dag- inn. Til að ræða við hana um allt ssm máli skipti um dag- inn. Til að ræða við hana um allt sem máli skipti um dag- inn, að halda utan um hana nokkur augnablik, af því það var svo indælt að hittast eftir nokkra tíma aðskilnað. Að minnsta kosti hafði þetta skeð síðan kvöldið sem hann hafði sagt henni að hann elskaði hana og þau myndu gifta sig um leið og hann hefði fengið skilnað og gæti gifst henni. En nú — Síminn hringdi. 'Vélrænt svaraði hún og skrifaði heim- ilisfangið hjá sér. Hún hvíldi aumt höfuð sitt í höndunum um stund og efaðist um að hún lifði daginn af. Var það virkilega í gær, sem kona Leigh hafði komið til að eyði- leggja draumana sem þau hafði dreymt saman? Henni hafði fundist kvöldið áður vera endalaust. Og nóttin. — Hún bjóst við að hún hefði dottað en um morguninn var hún örþreytt. „Jill?“ Leigh hafði opnað dyrnar milli herbergja þeirra og stóð í gættinni og horfði á hana. Hún hélt fast um stólbríkurn- ar til að hún stæði ekki upp og henti sér í faðm hans. „Eru nokkur skilaboð? Ég heyrði að síminn hringdi". „Já, ég hef skrifað þau nið- ur“. Hann leit á blaðið. „Sagði frú Anderson, hvern ig manninum hennar hefði liðið í nótt?“ „Ég er hrædd um að honum hafi liðið hálf illa“. „Ég býst við að hún verði að fá hjúkrunarkonu. Hún get ur ekki vakað yfir honum ein“. Hann leit í augu henn- ar. „Hvernig svafstu í nótt?“ „Illa“. Hann kom inn og stóð við borð hennar og þrýsti hönd- unum á það. 'iSSiis. „Já, já, það getur vel verið, að ég vilji skipta á dúkkunni, en hvað áttu marga snigla“. Höfurn fengið hinar margeftirspurðu molskinn á drengi Stærðir 2—14. M ARKAÐURIN Templarsundi 3. LISTASAFN Einars Jónsson- ar, Hnitbjörgum, er opið á sunnudögum og miðviku- dögum frá kl. 1,30—3,30. VHNJASAFN bæjarins. Safn deildin Skúlatúni 2 er opln daglega kl. 2—4. Árbæjar- safn opið daglega frá kl. 2 —6. Báðar safndeildir eru lokaðar á máaudögum. Kvenfélag Óháða safnaffarins Skemmtifundur verður í kvöld í Kirkjubæ kl. 8,30. Einsöngur, kvikmyndasýn- ing, sameiginleg kaffi- drykkja. Fjölmennið og tak ið með ykkur gesti. Húsmæffrafélag Eeykjavíkur. Bastnámskeiðiö byrjar 14. okt. kl. 8 stundvíslega í Borgartúni 7. Allar nánari upplýsingar í símum 118 10 og 1 47 40. Neskirkja. Séra Jón Thorar- ensen er kominn heim. — Viðtalstími í kirkjunni kl. 6—7 alla virka daga, nema laugardaga, sími 105 35. — Haustfermingarbörn komi í kirkjuna kl. 5 á mánudag- inn. Séra Jón Thorarensen. >. *<V VáVóX<*í<Cwí> m ... væntanleg frá New York í k. W J: kvöld. Fer til Oslö og Stafáng urs eftir stutta | viðdvöl. Saga er væntanleg frá Hamb.org, Kmh. *****»»»«« °S Gautaborg kl. 21 í kvöld. Fer til New York kl. 22.30. Hékla er Væntanleg frá Lond on og Glasgow í nótt. Fer til New York eftir skamma við- dvöl. Edda er væntanleg frá New York kl. 10.15 í fyrra- málið, fer til Amsterdam og Luxemborgar 'kl. 11.45. Skipaútgerff ríkisins: Hekla fór frá R.- vík í gær vestur um land í hring- ferð. Esja er á Austfjörðum á norðurleið. Herðubreið er á leið frá Austfjörðum til Rvk. Skjaldbreið er í Rvk. Þyrill fer frá Laugarnesi í dag til Vestfjarða. Skaftfellingur fer frá Rvk í dag til Vsstm.- eyja. Baldur fór frá Rvk í gær til Snæfellsness-, GilsfjarS- ar- og Hvammsfjarðarhaina. Eimskipafélag íslands h.f.: Dettifoss fór frá London 7. 10 til Kmh. og Rostock. — Fjallfoss fór frá Antwerpen 6.10. til Rvk. Goðafoss kom til Rvk 3.10. frá New York. Gullfoss kom til Rvk í morg- un 8.10. frá Kmh. og Leith. Lagarfoss kom til Rvk 3.10. frá Keflavík Reykjaföss fer frá Siglufirði í dag 8.10. til Akureyrar eða Húsavíkur. — Selfoss fór frá Þórshöfn 5.10. til Hamborgar, Malmö, Rúss- lands og Kotka. Tröllafoss kom til Rvk 6.10. frá Akra- nesi. Tungufoss kom til Rvk 4.10. frá Riga. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell er í Rvk. Arn- arfell er í Rvk. Jökulfell ér væntanlegt til Rvk 1 dag. —- Dísarfell er á Sauðárkróki. Litlafell er 1 Rvk. Helgafell er í Ábo .Fer þaðan í dag til Hangö. Hamrafell fór 1. þ. m. frá Rvk áleiðis til Batum. Alþýðublaðið — 9. okt. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.