Alþýðublaðið - 10.10.1959, Side 1

Alþýðublaðið - 10.10.1959, Side 1
HÆSTIRÉTTUK kvað upp í gær dóm í málinu Hreiðar Jónsson gegn Borgarstjóra Reykiavíkur f. h. Húsalrygg- inga bæiarins. Er dómur und- irréttar ákveðinn óraskaður, en þar v,->r stefndi sýknaður, og málskostnaður felldur niður. Hæsth-éttur hafði ómerkt hinn áfrýjaðs dóm ásamt málsmeð- ferð í h"raði og yísað málisiú frá héráðsdómi 9. marz s. 1. Hreiðar Jónsson, klæðskera- meistari, höfðaði mál þetta á bæjarþmei Reykjavíkur með stefnu útgefinni 12. marz 1959 gegn borgarstjóra f.h. Húsa- trygginua bæjarins til greiðslu á kr. 48.100,00 auk 6% árs- vaxta frá 9. sept. 1956 og máls- kostnaðar að mati dómsins. Stefndi krafðist sýknu og máls- kostnaðar að mati dómsins. MÁLAVEXTIR. Málavextir eru þeir, að stefnandi átti húsið Snæland í Blesugróf og var húsið vá- tryggt hjá stefnda fyrir kr. 48. 100,00. Iðgjald fyrir. árið 1956 hafði verið greitt. Árið 1954 eða 1955 hóf stefnandi húsbygg -ingu við hliðina á Snælandi og fluttist í nýja húsið í ágúst 1956, þótt það væri eigi full- gert, en skildi nokkuð af bú- slóð sinni eftir í Snælandi. Skömmu síðar flutti hann eldra húsið af grunninum og stóð það á botnvöltum um 100 m. frá grunninum þar til það brann til kaldra kola ásamt öllu, sem í því var, aðfaranótt 9. sept. 1956. Þetta var járnklætt timb- urhús, innan við 35 ferm, að stærð, ólæst. Grunur lék á í- kveikju, en rannsókn fyrir saka dcmi leiddi ekki í Ijós orsakir eldsvoðaris. Er stefnandi leitaði eftir greiðslu brunabóta, fékkst stefndi ekki til að greiða þær, og höfðaði stefnandi loks mál það, sem hér frá greinir. UNDIRRÉTTARDÓMUR. í dómi undirréttar, sem Hæstiréttur staðfesti, segir að ljóst sé, að við flutning húss- ins og frágang þess að honum loknum, hafi orðið mikil breyt- ing á verðmæti þess og varð- veizlu, svo og þeirri hættu, sem tryggingarsamningurinn náði til. Allar aðstæður hafi verið svo breyttar, að stefn- andi mátti ekkí gera ráð fyrir að stefndi. mundi sætta.sig við að tryggingarsamningurinn héldi gildi óbreyttur án þess Framhald af 3. síðu. ÞJÓÐVILJINN er byri- aður að gera grín að les- endum sínum — stólpa- grín. Hann staðhæfir í fjögurra dálka forsíðufrétt í gær, að stórfelld skerð- ing á kaupmætti launa hafi átt sér stað síðan 1. í GÆRMORGUN kl. 10 hófst málflutningur fyiúr Hæstarétti í máli Karólínu Jósefsson gegn Jóhannesi Jósefssyni, hóteleig- anda, og réttargæzlustefndum Pétri Daníelssyni og Ragnari Guðlaugssyni. Stóð málflutning ur yfir ti| kl. 6 síðdegis os má vænta dóms Hæstaréttar í næstu viku. Mál þetta er þannig til komið, Sæmuiidur Ólafsson: Tvær fylkingar eru albúnar í stríð Slðru flokkarnir æsa þær upp - Ríkissljérnin og em gegn verðbólgunni mwmwwvwwwwwwMw að Jóhannes Jósefsson, eigandi Hótel Borgar, hafði gert þeim Pétri Daníelssyni og Ragnari Guðlaugssyni sölutilboð í Borg- ina, fyrir 18,2 milljónir króna, og þeir tekið tilboðinu. Kona Jóhannesar, Karólína Jósefsson — taldi verðið ekki nærri nógu hátf og höfðaði mál gegn fyrr- nefndum aðilum, þar sem hún krafðist þess, að sölutiiboðið yrði ógilt, þar sem Jóhannes einn hefði ekki haft heimild til að ganga þannig frá málinu. Undiréttur kvað upp dóm í máli þessu í febrúar s .1., þar sem Jóhannes var sýknaður af kröfum konu sinnar. Munu nú margir bíða málaloka í Hæsta- rétti með nokkurri eftirvænt- ingu. Gunnar Þorsteinsson hr., fer með málið fyrir hönd Jóahnnes- ar fyrir Hæstarétti, Magnús Thorlacius hrl., fyrir hönd frú- arinnar og Benedikt Sigurjóns- son hrl„ fyrir hönd Péturs og Ragnars. Ekki teflt í gær í GÆR var ekki teflt á áskor- endamótinu í Zagreb og því eng ar nýjar fréttir þaðan. í dag fer fram 19. umferð og hefur Friö- rik þá hvítt á móti Fischer. október í fyrra — og að þessari niðurstöðu kemst hann með því að ganga út frá því, að annað hvort kaupi Dagsbrúnarmaður 1022 alfatnaði á ári eða ekki nema einn mjólkur- lítra! Blaðið leggur semsagt verð- breytingar á hvorutveggja að jöfnu í útreikningum sínum. Það er skýrsla frá verðlags- skrifstofunni, sem Þjóðviljinn ber fyrir sig í fullyrðingum sín- um. Alþýðublaðið hefur náð í afrit af skýrslunni. Er skemmst frá að segja, að útreikningar kommúnista eru birtir á gróf- ustu fölsunum: Þjóðviljamenn hafa fleygt skýrslunrii í rusla- körfuna, áður en þeir sömdu rosafréttina. ÞAR SEM HÉR ER UM Ó- VENJULEGA ÓFYRIRLEITN- AR TALNAFÁLSANIR AÐ RÆÐA, ÞYKIR ALÞÝÐU- BLAÐINU RÉTT AÐ GEFA LESENDUm SÍNUM. SEM GLEGGSTA MYND AF VINNUBRÖGÐUM ÞJÓÐVILJ ANS. VIÐ HVETJUM LESENDUR TIL AÐ SLÁ UPP Á 5. SÍÐU. ÞEIR eru seinheppnir, Fram- sóknarmenn. • Rétt eins og þeir hafi ekki nóg á sinni könnu, komust þeir iað þeirri niðurstöðu í Tím- anum í gær, að úr bví HanneS liafi ásakað Sigurð íyn-ir bréfa- þjófnað og Sigurður ákært Hannes fyrir pólitískar njósnir — þá verði yfirvöldin að víkja Eggert og Ragnari úr Húsnæð- ismálastjórn! Þetta mun ve/ra Framsóknar- réítvísi. Merki?“ Pregn til Alþýðublaðsins. Bolungavík í gær. HÉRNA er mikið um bygg- ingaframkvæmdrir o^ atvinna næg. Fyrst skal þá nefna, að byrjað er að framkvæmdum við stækkun íshússins, senn mun eiga að stækka mikið. Þá er verið að stækka spari- sjóðshúsið. Verður byggt ein hæð ofan á það og flatarmál aukið jafnframt. Steinn Emils- son,- jarðfræðingui', er spari- sjóðsstjóri. Hefur hann rekið fyrirtækið með miklum sóma. Sex verkamannabústaðir eru í smíðum og tvö önnur íbúðar- hús. Er þegar búið að steypa upp þrjá verkamannabústaðina — slá upp mótum fyrir þann fjórða og verið er að grafa fyrir tveim. Bátarnir hafa veitt dálítið af smokkfiski að undanförnu. Tíð er rigningasöm og hefur verið lengi. — Í-S. HÉR er sigurvegarinn í brezku kosningunum, Har old Macmillan forsætisráð herra. Þjóðin vottaði hon- um traust sitt síðastliðinn fimmtudag: Macmillan er maður dagsins. Myndin er tekin í kosningaslagnum: Forsætisráðherra ræðir við lestarstjóra. Kosninga úrslitin tryggja honum for ystu um málefni Breta næstu finun árin. Það er frétt m kosningamar á bls. 5. USgmM) 40. árg. — Laugardagur 10. okt. 1959 — 219. tbl.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.