Alþýðublaðið - 10.10.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.10.1959, Blaðsíða 5
í gær birti Þióðviljinn grein á forsíðu með fjögurra dálka fyrirsögn, þar sem blaðið stað- hæfir, að stórfelld skerðing á kaupmætti launa hafi átt sér stað síðan 1. október í fyrra. Niðurstöður blaðsins eru — eins og bent er á í frétt í Al- þýðublaðinu í dag —- byggðar á þeirri furðulegú forsendu, að annað hvort kaupi Dagsbrún- armaður 1022 alfatnaði á ári eða ekki nema 1 lítra af mjólk, þar eð verðbreytingar á hvoru tveggja eru lagðar að jöfnu í útreikningum blaðsins! Það er skýrsla frá . verðlags- skrifstofunni (sem Alþýðu- blaðið nú hefur aflað sér), sem Þjóðviljinn ber fyrir sig. Þess- ir útreikningar eru hreinar falsanir, sem blaðið hefur búið til sjálft, og'eru að engu leyti inmunnmiiimisiiiiiiiiiHimmiiiiuiiiiimiinimiiiim | . KOMMÚNISTAR á Vest- jl | fjörðum hafa gefið út § 1 blað, sem þeir kalla Vest- |. | firðing. Hannibal Valdi- | = marsson er látinn skrifa = 1 grein á forsíðu, þar sem | | hann biður Vestfirðinga í \ | örvæntingu að kjósa SIG, | 1 og er sýnilega smeykur. | | Greininni lýkur með | | þessum orðum: 1 ,jÉg veit vel, að miðað | I við flokkslegt fjlgi, er = | mjög hæpið, að ég nái | | kosningu. Þar þarf meira | | til. Meðal annars mikið | I starf margra áhugamanna | I EN ÉG HEF SJÁLFUR I | KOSIÐ MÉR ÓVISSUNA | 1 Á VESTFJÖRÐUM, - EN § I ÖRUGGT ÞINGSÆTI í | I ÖÐRUM KJÖRDÆM- I 1 UM“. | n “ UIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIHIIIIIMHIU.IM FramboMindir í Suðurlands- kjördæmi FRAMBOÐSFUNDIR í Suð- urlandskjördæmi verða eins og hér segir: Klaustri, sunnudaginn 1. okt. Vík, mánudaginn 12. október. Gunnarshólroa, þriðjudaginn 13. október. Hellu, miðviku- dáginn 14. október. Flúðum, fimmtudaginn 15. október. Hveragerði, föstudaginn 16. október. Selfossi, laugard. 17. október. Fundirnir byrja kl. 8,30 s. d. Fundur í Vestmannaeyjurn verður ákveðinn síðar. byggðar á skýrslunni, sem vitn að er í. Skýrslan, sem um ræðir, var send Alþýðusambandi íslands samkvæmt beiðni þess í bréfi frá 20. ágúst s. 1. og gerir grein fyrir einingarverði ýmissa vörutegunda 1. október 1953 og 1. ágúst 1959. Skýrslan seg- ir með öðrum orðum, hvað 1 kg. af kindakjöti hafi kostað 1. okt. og 1. ágúst, hvað 1 líter af | mjóik hafi kostað, hvað 1 hrað- 1 saumuð föt hafi kostað, og hvað 100 lítrar af dieselolíu hafi kostað, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Annað er ekki í skýrslunni. Þar eru engir út- reikningar um breytingar á verðlagi í einstökum vöru- flokkum eða um almennar breytingar verðlags, eða um breytingar á kaupmætti tíma- kaupsins, enda eru slíkir út- reikningar á verksviði Hag- stofunnar, en ekki verðlags- skrifstofunnar.. Nú tekur Þjóðviljinn töl- urnar í skýrslu verðlagsskrif- stofunnar, leggur þær saman og fær út, að þetta vörumagn hafi kostað 3.622,43 kr. í októ- ber 1958, en kosti 3.886,45 kr, 1. ágúst í ár. Síðan deilir Þjóð- viljinn inn í þessar upphæðir með tímakaupi Dagsbrúnar- manns og fær þá niðurstöðu, að verkamaðurinn þurfi að vinna 188 kiukkustundir 1. ág. í ár til að geta keypt sama vörumagn og kostaði hann 165 klukkustunda vinnu 1. október 1958. Það sem Þjóðviljinn legg- ur saman, er 1 kg. af kindakjöti, 1 líter af mjólk, 1 kg. af kar- töflum, 1 hraosaumuð föt og 1 par af skóm o. s. frv. Hækk- unin, sem Þjóðviljinn fær fram stafar öll að heita má af hækkun á alfatnaði og skóm. Með öðrum orðum: Ef tölur Þjóðviljans ættu að gefa hug- mynd um breytingar á kaup- mætti tímakaupsins, yrði að gera ráð fyrir, að verkamaður keypti jafnmörg hraðsaumuð föt á ári eins og hann kaupir rnarga lítra af mjólk, mörg kg. af kindakjöti, mörg kg. af kar- töflum eða mörg hundruð lítra af díselolíu!! Það er á þessari fjarstæðu, sem allir útreikning- ar Þjóðviljans eru byggðir. En til fróðleiks má geta þess, að samkvæmt hinum nýja vísi- tölugrundvelli Hagstofu ís- lands, er mjólkurneyzla vísi- tölufjölskyldunnar 1.022 lítrar á ári, en hins vegar kaupir þessi fjölskylda ekki meir en 1 hraðsaumuð föt á ári. * En hverjar hafa þá orðið raunverulegar breytingar á kaupmætti tímakaupsins frá 1. október 1958 til 1. ágúst 1959? Um það. gefa breytingar. ,á vísi- tölu framfærslukostnaðar upp- lýsingar. Það er öllum Ijóst, og ekki sízt meðlimum launþega- samtakanna, að sú vísitala, sem í gildi var fram til 1. marz 1959 var síður en svo nákvæm, enda hefur nú verið tekinn upp nýr og réttari grundvöllur. Á hinn bóginn gaf þessi vísitala nokkuð rétta mynd af neyzlu tekjulágra og barnmargra fjöl- skyldna. Þar að auki gefur þessi vísitala einu upplýsing- arnar, sem til eru um breyting- ar á framfærslukostnaði frá því á s. 1. ári, þar sem ekki er hægt að reikna nýja vísitölu- grundvöllinn aftur í tímann. Hinn 1. október 1958 var vísi- tala framfærslukostnaðar 217 stig, og hinn 1. marz 1959 var hún 202 stig. Þann dag var skipt um grundvö.ll vísitöl- unnar, en engar hækkanir hafa síoan orðið á vísitölunni. Má því segja, að miðað við grund- völl hinnar gömlu vísitölu sé vísitalan nú 202 stig, og fram- færslukostnaður hafi lækkað um 6,9%. Á sama tíma hefur tímakaup Dagsbrúnarmanns lækkað úr kr. 21,85 í kr. 20,67, þ. e. um 5,4%.: Þetta þýðir, að kaupmáttur tímakaupsins hef- ur hækkað um 1,6% í stað þess að lækka eins og Þjóðviljinn staðhæfir. Þjóðviljinn segir, að það hafi tekið 188 stundir fyrir Dagsbrúnarmann hinn 1. ágúst 1959 að vinna fyrir ákveðinni krónuupphæð, sem það tók hann 166 stundir að vinna fyr- ir hinn 1. október 1958. Sann- leikurinn er sá, að sé þessi upp- hæð talin hluti af framfærslu- kostnaði mannsins, tekur það hann ekki nema 163 stundir. ÞETTA ER AÐ SS-maður dæmdur OSNABRUUK, 9. okt. — (Reuter). — Bfiínard Rakers, fyrrveranli stjórnandi fanga búðanna x Auschwitz- Mono- witz, var í dag dæmdur í 6 ára hegningarvinnu fyrir morðtilraun á fanga í búðun- um.- Raker, sem or 54 ára gamall, fyrrverandi bákara- meistari, er nú þegar að af- plána lífstíðar hegningar- vinnu, sem hann. var dæmd- ur í 1952 fyrir mcvð, tilraun til morðs og aðstoð við morð. Krabbadauði LONDON, 9. okt. (Reuter). í nýrri árás á sígarettureyk- ingar sagði heilsugæzlustjór inn í Middlessex í dag, að krabbamein hefði valdið ein- um fimmta hluta alha dauðs falla í héraðinu á s. 1. ári. — Dóu 3.992 úr sjúkdóminum eða 331 fleiri en árið áður. Næstum þriðjungur var uud ir 65 ára aldri og 83% voru karlar. 1 Henfugar fermingargjafir fyrir pilta og stúlkur Bankastræti 7. London, 9. okt. (Reuter). ÍHALDSFLOKKURINN náði meirihluta í neðri málstofunni við þriðju kosningarnar í röð, í gær. Hefur flokkurinn rúm- lega 100 sæta meifihluta í deild inni og jók hann um nálega 50 sæti. Lauk þair með góðum von- um jafnaðarmanna um að binda endi á átta ára stjórnarsetu í- haldsmanna. En ókunnugt var um úrslit í aðeins fimm kjör- dæmum, höfðu íhaldsmenn fengið 363 sæti, jafnaðarmenn 257 og frjálslyndir 5. Búizt er við, að íhaldsmenn hljóti 3 af Framboðsfundir í Horðuriandskjör- dæmi vestra FRAMBOÐSFUNDIR í Norð- urlandskjördæmi vestra verða sem hér segir: Siglufirði, Miðvikudaginn 14. október, kl. 20. Haganesvík, fimmtudaginn, 15. október, kl. 15. Hofsós, föstudaginn, 16. októ ber, kl. 20. Sauðárkróki, laugardaginn, 17. október, kl. 20. Blönduósi, sunnudaginn, 18. október, kl. 15. Fundir á Hvammstanga og Skagastxönd verða auglýstir síðar . sætunum, sem eftir eru, en jaf» aðairmenn og frjálslyndir siít hvort. Hafa íhaldsmenn Þá 102 atkvæða meirihluta yfir and- stöðuflokkana samanlagt. I flestum vafakjördæmum, — þar sem íhaldsmenn höfðu sæí- j ið, juku þeir meirihluta sinn, en unnu talsvert á í vafakjör- j dæmum jafnaðarmanna. Nettó vinningur íhaldsmanna var 23 j sæti, öll frá jafnaðarmönnufn. I Um 78,5% af 35,4 milljónum. kjósenda flykktust á kjörstað á móti 76,8% árið 1955. Höfðu jafnaðarmenn vonazt til, að hin. mikla kjörsókn væri þeim í hag — en svo reyndist ekki. Gaitskell, leiðtogi jafnaðar- nianna, koxn til London frá kjör dæmi sínu Leeds í dag. „Sveifl- an gegn okkur var mjög lítii“, sagði hann. „Aðeins 3 menn af hverjumi 200“ nægðu til að veita stjéirninni vinning sinn. — „Tapið er aðeins á jaðrinum, því er haegt að ná upp“, sagði Gaitskell. Hundraðshluti íhaldsmanna af greiddum atkvæðum minnk,- aði úr 49,9% árið 1955 í 49,4%, en jafnaðarmanna úr 46% í 43,9%. Þótt frjálslyndum tæk-. ist ekki að auka fulltraúatölu sfna á þingi, juku þeir hundr- aðstölu sína úr 2,6% í 5,8%. Það var aðeins í LancashirQ, þar sem kreppa ríkir í baðro- ullariðnaðinum, Og á iðnaðar- svæði Skotlands, þar sem aí- ] vinnuleysi ríkir, að jafnaðar- I menn unnu verulega á. elsi fyrir að neita að hlýða skipun lögreglunnar um að dreifa sér og valda óspektum fyrir utan dómhúsið. Krúsljov enn á heimleið LONDON, 9. okt. (Reuter). Krústjov fór frá Krasnoy- arsk í Mið-Síberíu í dag eftir eins dags heimsókn á leið heim frá Peking, sagði Mosk vu-útvarpið. Ekki var getið um, hvert ferðinni væri heit ið. Leyfa eftirilt BONN, 9. okt. (Reuter). — Strauss, landvarnaráðheira Vestur-Þýzkalands, sagði í dag, að stjórn sín væri reiðn búin til að leyfa eftirlit og rannsóknir í landi sínu, ef stórveldin kæmu sér saman um allsherjarafvopnur.. Vownsend iíúlofaður i; BRÚSSEL, 9. okt. (Reutetv) — Belgíska fréttastofan til- kynnti í dag, að „trúlofun Peter Townsend og Marie- „ Luce Jamagne væri opin- <; her“. Lunik til baka LONDON, 9. okt. (Reuter). — Lunik III. er nú að nálg- ast mestu hæð sína og mun snúa aftur til jarðar á morg- un, sagði Tass í dag. Iaff-Harl!av beilf NEW YORK, 9. okt. — (Reuter). — Hafnarvenka- menn sneru aftur ti] vinnu sinnar í dag eftir átta daga verkfall. Skipaði samband þeirra þeim að snua aftur, er stjórnin hafði fengið sam- þykki dórotstóls fyrir beit- ingu Taft-Hautley laganna. BAGDAD, 9. okt. (Reuterl Kassem, forsætisráðherra, er særðist í morðtilraun fyrir 2 dögum, sat í dag í hjólastól í fyrsta sinn og sögðu læknar — að honum væri stöðugt að batna. Hægri handleggur hans brotnaði og önnur hönd in særðist, er skotið var af vélbyssu á bíl hans, er var á ferð eftir einni aðalgötu Bagdad. Maður, sem sá bíl- inn, segir, að 43 göt væru í honum eftir kúlur'. Ekillinn dó. Óþjálar konur PIETERMARITZBURG. - 9. okt. (Reuter). — Aukalið lögreglu var flutt í skyndi héðan til Izopo, um 60 mílur héðan, er 200 ófrískar konur fóru fylktu liði til dómshúss ins. Þær settust á jörðina við þinghúsið og sungu sálma. í gær voru 350 aftrískar kon- ur dærndar í 4 mánaða íang- IIIWWWMWWMIWWWWMiMM^MWMWMWWWWWWWVVWMWWWWWIiWWWWWMMiMIMWl Brunnu í bíl NORTH BRUNSWICK, 9. okt. (Reuter). — 9 stúlkur og sögukennari þeirra dóu og 11 stúlkur særðust, er kviknaði í langferðavagni þeirra eftir árekstur við vöru bíl. í dag. 41 stúlka var í vagninum. Tókst ökumann- inum að kasta mörgum þeirraa út, en fyrrnefndar níu stúlkur og prófessorinn dóu. Alþýðuhlaðið — 10. okt. 1959 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.