Alþýðublaðið - 10.10.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.10.1959, Blaðsíða 6
DOORS Kleinhans í Port Elizabeth hefur fyrir skemmstu orðið faðir í sextánda sinn. Það er í sjálfu sér varla í frásögur færandi, en maðurinn er 88 ára gamall. Hann hefur eignazt 11 börn með síðarx konu sinni, sem hann giftist fyrir 18 árum síðan, og fimm átti hann með fyrri konu sinni. Hið elzta þeirra er orðið 55 ára gamalt og þrjú þessara barna herra Kleinhans eru orðin afar og ömmur. Kleinhans er sem sagt allt í senn: afi, langafi og nýbakaður pabbi Lang- lífi er sterkt í ættinni. Pað- ir Kleinhans varð 99 ára og 8 mánaða gamall. Annar sprækur kari býr í London. Hann heitir Ed- ward Welch og er orðinn áttræður. Hann gifti sig ný- lega í fimmta sinn. og nýja konan hans er 66 ára göm- ul. Það verður að líkindum ekki mikið um börn í hjóna bandi þeirra, en hins vegar fóru þeu í veglega bruð- kaupsreisu, ,,því að nýgift- ir vilja vera einir,“ að því er Welch gamli sagði við blaðamenn. Iruman píanisli b FYRRVERANDI forseti Bandaríkjanna, Harry S. Truman, er síður en svo setztur í helgan stein, þótt hann sé hættur að skipta sér af stjórnmálaþrasinu. Hann verður léttari í skapi og sprækari með hverju árinu sem líður. Eins og menn minnast kannski frá þeim dögum, sem blöðin voru full af myndum og frásögnum af Truman sem forseta, — þá gerir hann það sér tii gam- ans í tómstundum að leika á píanó. Nú hefur honum gefizt betra næði til þess að gefa sig að ljstinni og er nú svo komið, að hann ætlar að fara að leika opinberlega. Hann hefur gert samning við hinn þekkta söngvara Jack Benny, og þeir ætla að syngja og leika saman í sjónvarpsdagskrá, sem send verður út af Columbia Broadcasting System. Vonandi verður gagnrýn- in hagstæðari fyrir Truman heldur en fyrir dóttur hans, þegar hún var að syngja hér á dögunum sællar minn ingar. -K tffc TRYGGINGASÖLU- ** MENN eru orðlagðir fyrir snjalla sölumennsku, og eftirfarandi færir okkur vissulega sönnur á það: Lögregluþjónn í Chicago stöðvaði tryggingasala og jós yfir hann skömmum og svívirðingum fyrir of hrað an akstur. Tryggingasalinn lét sér ekki breggða, og við skiptum þeirra lauk þann- ig, að hann seldi þessum lag anna verði líftryggingu fyr- ir sig og alla fjölskylduna. AMIRIM í ísrael er senni lega eina þorpið í veröld- inni, sem eingöngu er byggt jurtaætum og aðdáendum „einfalds lífs“. Amirim er við rætur Jermakfjallsins við Galileu vatnið. Við fyrstu sýn er það eins og önnur þorp í ís- rael, en þegar nánar er að gætt er margt, sem skilur það frá öðrum slíkum þorp- um. Það eru sem sagt sárafá húsdýr þar. Amirim var stofnað í byrj un yfirstandandi árs af þremur ungum hjónum, sem gerzt höfðu jurtaætur af persónulegum ástæðum. en áttu erfitt með að komast hjá að snæða kjöt á sam- yrkjubúunum, sem þau unnu á. Nú eru yfir eitt hundrað íbúar í Amirim og fjölgar stöðugt. Fiestir, sem þangað flytja, gera það til að fá tækifæri til þess að lifa einföldu lífi. Elzti íbú- inn er 73 ára náttúrulæknir frá Englandi. Sumir hafa nýverið hætt að borða kjöt og þykir heilsufarið hafa farið stórum batnandi síð- an. íbúarnir í Amirim hafa engar kenningar varðandi heilsufræði. Þeir segjast vera að þreifa sig áfram. Hver ög einn gerir tilraunir á sjálfum sér með mataræði. Sumir borða ekkert af skepnum, kjöt, egg, smjör eða mjólk. Aðrir eru nátt- úrulækningafólk og borða engan soðinn mat. Amirim er eina þorpið í ísrael þar sem sjúkrasam- lagið safnar gróða. Héraðs- læknirinn kemur þangað tvisvar í viku, en stanzar aldrei nema í nokkrar mín- útur. Enginn tekur meðul þar eða fer til læknis. Þorpsbúar framleiða sjálfir heilsulyf úr jurtum. Yehuda Carmel,_ ungur þorpsbúi, segir: „Ég trúi því, að jurtafæði geti bjarg að mannkyninu frá glötun. Ef við hættum að álíta fæðu aðalnauðsyn okkar, munu þjóðirnar brátt hætta að berjast hver við aðra.“ /jt OLSEN var í sinni fyrstu flugferð og flug- freyjurnar gáfu fýrirskipún áður en lagt var af stað, eins og venjan er: „Spennið belt- in.“ Þegar Olsen heyrði þetta, fölnaði hann upp og hrópaði síðan, svo að heyrðist un\ alla flugvélina: — Guð minn almáttugur. Hvað á ég að gera? Ég nota axlabönd 1 Salurinn snýsí í NÝTÍZKU leikhúsum er það venjulega sviðið, sem snýst, en í sumarleikhúsinu Pyynnikkis í litla finnska bænum Tampere er þessu öfugt farið: Þar snýst allur áhorf- endasalurinn eins og hann leggur sig. Þetta undarlega útileikhús hefur vakið athygli um allan heim og mýndir og greinar um það bir'tast nú í blöðum og tímaritum heims- pressunnar. Bandaríska blaðið LIFE bað um að fá að senda ljósmyndara til Tampere og fékk útvegaða þyrilvængju til þess að ná myndum af leikhúsinu úr lofti. Myndirnar hér til hliðar eru teknar af finnskum ljós- myndai'a og hann þurfti ekki þyrilvæúgju, heldur aðeins gamlar buxur — til þess að komast upp í tíu metra hátt tré. HOFUNDUR „Home, sweet Home“ átti aldr- ei heimili. Hann var lands- hornaflakkari, hét John Howard Payne og orti þetta heimsfræga söngljóð einu sinni þegar hann var á rölti um brústeinana í Parisar- borg. Hann dó árið 1852 á flæk ingi í Túnis. Lík hans var flutt til . ættlands hans og loksins var þá þessi heimil- islausi höfundur „Home, sweet Home“ kominn heim til sín. ★ ÞÝZKA orðið „Frau“, sem þýðir eiginkona, er myndað úr orðunum ,,froh“ og „weh“, sem þýða gleði og angur! ★ 0 JAFNVEL eilífðin fær ekki bætt okkur upp eitt andartak, sem við höf- um sóað til einskis. Schiller. HOLLENZKA stjórnin hefur ákveðið, að dular- fullur hlutur, sem féll til jarðar nótt eina fyrir nokkru skammt frá hol- lenzku borginni Wormer og gerði þriggja metra djúpa holu í jörðina, skuli graf- inn upp. Ýmsir eru þeirrar skoðunar, að þarna sé um a ðræða hlut úr amerísku eða rússnesku gervitungli. Það er of reglulegt í lögun, eftir því sem sýnist af gerð holunnar, til þess að vera loftsteinn, og of stórt til að geta verið af benzíntank úr flugvél. MADAME i tenon, hjákoi XIV, lét taka sér ar í viku, til þess hjá því að roðna þeim, sem sagðai hirðina! ★ 0 ÁRIÐ 1851, Napóleons hraðboði ■ hlauj sagði, að skríllin búa sig undir ai JIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII I Linc | BANDARiÍKJ | mikla virðing | að neðan gl | myndastyttu | viku hverri e: | hátt og lágt. FANGAR FRUMSKÓGARINS SKYNDILEGA verður nashyrningurinn leiður á öllú saman og hverfur eins fljótlega og hann kom. — Þetta ævintýri, sem vissu- lega leit ekki vel út um tíma, hefur fengið happa- sælan endi og orðið Frans til bjargar. Hann lætur sig síga niður úr trénu. Frans lítur í kringum sig og sér hvergi nokkra 1 og hyggur því g( arinnar að forc heyrir hann hlj herra . . .“ Frans lítið undrandi í £ 10. okt. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.