Alþýðublaðið - 14.10.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.10.1959, Blaðsíða 1
(HJéXIffl) 40. árg. — Miðvikudagur 14. okt. 1959 — 222. tbl. TROÐFULLT var út úr dyr- um í Iðnó í gærkvöldi á kjós- endafundi A-listans í Reykja- vík. Fengu 1,‘æður þær, er flutt- ar voru, hinar ágætustu undir- tektir og mikiil sóknarhugur ríkti á fundinum. Var fundur- •inn í alla staði hinn glæsileg- asti. Ræðumenn voru þessir: Egg- ert G. Þorsteinsson, varaforseti ASÍ, er ræddi um húsnæðismál- in, Jóhanna Egilsdóttir, form. VKF Framsóknar, er ræddi tryggingamálin, Einar Magnús son menntaskólakennari, er itæddi landbúnaðarmálin, Björg vin Guðmundsson, form. SUJ, er rseddi um æskuna og um- bótabaráttu Alþýðuflokksins, sr. Sigurður Einarsson skáld í Holti, er ræddi um baráttu Al- þýðuflokksins fyrr og nú, frú Katrín Smári, er ræddi um kon una og þjóðfélagið, Helgi Sæmundsson ritstjóri, er ræddi um kosningabaráttuna, Sigurð- ur Ingimundarson, form. BSÍtB, er ræddi efnahagsmálin, og Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra, er ræddi skattamálín. Fundarstjóri var Áki Jakobsson hrl. Sleit hann fundinum með nokkrum hvatningarorðum. — Nánar verður.skýrt frá fundin- um í blaðinu á morgun. i miórri Á HINUM nýja Vestur- landsvegi milli Barðastrand- ar- og ísafjarðarsýslu var í sumar byggð ný brú á Þverá. Brú þessi er allmikið mann- virki eða 35 m. löng. Er brú- arsmíðinni var lokið síðsum- ars, kom í Ijós, að breidd brú- arinnar var ekki það mikil, að jarðýtur þær, sem að vega- gerðinni unnu á þessum slóð- um, kæmust yfir hið nýja mannvirki. Vantaði um í4 m. á að brúin væri nógu breið fyrir ýturnar. Jarðýturnar urðu þvi að klungrast niður djúpt og bratt árgil til þess að komast leiðar sinnar. Þrengsli eru þarna sögð það mikil við ár- gljúfrið, að nokkuð hafi þurft að ganga á vegbreiddina til þess að jarðýturnar kæmust niður í árfarveginn og upp úr lionum afturábak. Að lokum má geta þess, að breidd brúarinnar á Þverá er 3,5 m. en hún er á vegi, sem er 7,8 m. breiður beggja vegna brúarinnar. MUNIÐ FRAMSÓKN/ r y LEGGIÐ EYSTEIN ^ ÍGÖTU OKKAR í BARÁTTUNNI GEQN BEINU SKÖTTUNUM £ Z-< ■ CC oV- d < n'o toofl'-cO Ein Sífii íillaga un? áróðursspjald _"iiuiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiutiiitiiiiii[iiuiimiuiimiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiuiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiii **iiiHi*iinnmiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii«i»iiiiiiiiiuiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiMHiiiiiniiiiiiiiin Við vekjum sérslaka afhygli á ieiðaranum í dag. Hann hesflr: INBRUS 'uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimii^iiiiiiiiiiiiuiiiiiiuiiiiiimimimiiiiiiiimHiiuiiimiiHiuiutiiiiiuuiiiiiiiiiuiimiiliiiiu POLITIKIN er stóra frétt in blaðanna og pólitíkin er meðlætið í kaffihúsun- um, svo að okkur datt í hug að gera okkur glað- an dag og sýna ykkur mynd af tveimur reyk- vískum, sem áreiðanlega hafa ekki af því minnstu áhyggjur, að nú á að kjósa eftir tíu daga. Og það ger- ir myndina áhrifaríkari að okkar dómi, að í bak- sýn er steinhúsið, sem sumum verður skjól og huggun og öðrum — bara skýjaborg. ý ■ ;ý U' : Nýff .iungí á loffi BANDARÍK JAMENN skutu í dag á loft gervitungli sem hlotið hefur nafnið Könnuður VII. Tókst skotið vel og hefur athugunarstöð- in að Jodrell Bank í Eng- landi náð. skeytum frá tungl inu. Eldflauginni, sem bar gervihnöttinn út í geiminn, var skotið frá flugvél úr mikilli hæð. Þykir þetta hið mesta afrek. , Er Ingólfur á Hellu ekki ennþá búinn að átta sig á því, að Vest- mannaeyjar eru hluti af Suðurlandsk j ördæmi? Alþ7ðublaðið getur nú upplýst, að það var Ing- ólfur öðrum fremur sem barði það í gegn, að Sjálf- stæðisflokkurinn snar- snerist í efnahagsmálun- um. Og Vestmannaeyingar, sem og aðrir launþegar, kunna hon- um litlar þakkir fyrir. Hér er það helzta, sem gerð- ist að tjaldabaki áður en for- ustulið Sjálfstæðisflokksins sveik neytendastefnuna; Þegar slagurinn stóð sem hæst innan flokksins, hermdi Ingólfur gamalt loforð upp á forustumennina. Samkvæmt því eiga bænda- fulltrúar í Sjálfstæðisflokkn- um að ráða stefnunni um mál- efni bænda — hver sem afleið- ingin verður fyrir' almenning. iFyrir þessu urðu þeir Ölaf- ur og Bjarni að beygja sig — og ganga tii kosninga með þá yfirlýstu stefnu upp á vasann að fyrsta verk þeirra á þing: verði að hleypa af stað nýrri* dýrtíðarskriðu! Hér er svo það, sem Alþýðu- blaðið veit um framhaldið: Það er mikill kurr í Sjálf- stæðisflokknum: vinsældir við- námsstefnu Alþýðuflokksins ná langt inn í raðir hans. Og svo þungar áhyggjur hafa foiingjarnir af viðbrögðum al- mennings, að sérstökum mönn- um hefur verið falið það eina verkefni að gera árásir. á Al- þýðuflokkinn og stefnu hans í efnahagsmálunum. 1275 MANNS víðs vegar að af landinu hafa undirritað til- mæli eða ósk til Ríkisútvarps- ins um „að það auki stórlega frá því sem verið hefur kynningu og flutning íslenzkra tónsmíða með góðum íslenzkum textum, — ekki aðeins í einstökum: kynningarþáttum, heldttr ennig í dagsktránni almennt, þegar tónlist er flutt, — en dragi að sama skapi úr flutningi sams konar tónlistar eftir útlend- inga“. H Blaðið hefur hlerað Að jafnvel sé í bígerð að hef ja gjrammófón- framlc«3slu hérlendis. Tvær hljóðfæraverzl- anir vinna saman að undirbxiningi málsins. Undirskriftir þessar voru af-w hentar Freymóði Jóhannssyni, sem hefur þegar komið þeim á framfæri við útvarpsstjóra. Er þarna um að ræða fólk á öllum aldri og öllum stéttum Og er búizt við að fleiri undirskriftir kunni að berast enn. I 370 í REYKJAVÍK Undirskriftirnar skiptast þannig í aðaldráttum: Hafnar- fjörður 40, Keflavík 31, Kópa- Framhald á 3. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.