Alþýðublaðið - 14.10.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.10.1959, Blaðsíða 5
Minninflanjóður Hau bi . nar afi enti 111 VINIR og vandamenn Hauks heitins Snorrasonar tritstjóra og fleiri aðilar hafa stofnað minningarsjóð, er ber nafn hans. Faðir hans, Snorri Sig- Haukur Snorrason fússon, fyrrverandi námsstjóffi, kom í gær á fund stjórnar Blaðamannafélags íslands og afhenti félaginu sjóðinn til vörzlu fyrir hönd stofnenda. Tilgangur sjóðsins er að veita íslenzkum blaðamönnum fjár- hagslega aðstoð til styttri náms og hressingnrdvalar erlendis. Snorri' Sigfússon lét svo um mælt, er hann afhenti sjóðinn, að hann vildi bera félaginu og íslenzkum blaðámönnum kveðju frá hinum látna syni sínum með þeirri ósk, að þessi sjóður mætti verða íslenzkum blaðamönnum í framtíðinni til aukins þroska. Sjóðurinn er nú nimlega 58 þús. kr., en gjöfum í hann vei’ð ur framvegis veitt móttaka., og eru nöfn gefenda skráð ásamt stofnendum .í sérstaka gefenda- bók sjóðsins. Jón Magnússon, formaður Blaðamannafélags íslands, þakkaðj sjóðstofnunina fy'i\r hönd Blaðamannafélagsins og þann heiður og vinsemd, er stofnendur sýndu félaginu með því að bjóða því aðild að vörzlu og starfrækslu sjóðsins. Murt félagið leggja kapp á að efla sjóðinn og stuðla að því að hann Framhald á 2. síðu. Tveir erlendir gestir á Sinfóníuhl jómsveifar íslands á fösiudaginn. STARFSÁR Sinfóníuhljóm- sveitar Islands fir nýlega hafið. Einir tónieikar hafa verið haldn ir í haust, en þeir næstu verða á föstud'agskvöldið 16. okt. Tón- leikarnir verða haldnir í Þjóð- leikhúsinu, stjórnandi hljórn- Sveitarinnar cf að þessu sinni ungur, þýzkur hljómsvcitar- stjóri, Hans Zanotelli. Einleik- ari á píanó er hin bandaríska ungfrú Ann Schein, sem kom hjngað í fyrra og lék einleik með hljómsveitinni við frá- bæra dóma áhejlrenda. Hljómsveitarstjórinn H. Za- notelli er yfirhljómsveitarstjóri í Darmstadt í Þýzkalandi. Sýn ir það bezt þá dóma, sem hann hefur hlotið, að hann skuli skipa svo ábyrgðarmikið emb- ætti, eins ungur að árum og hann enn er. Þetta eru einu hljómleikarnir, sem hánn stjórnar hér að þessu sinni. í Darmstadt hafa ýmsir ís- lenzkir söngvarar verið við nám, meðal þeirra Pétur Jóns- son, og er' hann enn geymdur í minnum manna þar í borg. Vildi Zanotelli bera honum kveðjur vina hans þar ytra, en það reyndist heldur seint. tlNGFRÚ ANN Ann Schein býr í Washing- ton, en er nú á leið til Evrópu í hljómleikför. Á síðastliðnu ári fór hún einnig í hljómleikaför hér um álfu og hlaut sérstakt lof gagnrýnenda. Er hún jafn- vel talin í sérflokki meðal pí- anóleikara nútímans í dómum þeirra. Ungfrúin er aðeins ní- tján ára að aldri. Á efnisskránni á föstudaginn Ann Schein. eru þessi verk: Sinfónía opus 25 eftri Prokofieff (það er hin svokallaða klassíska sinfónía), píanókonsert í b-moll eftir Tschaikowsky og Sinfónía nr. 41 í c-moll eftir Mozart (hin svokallaða Júpítersinfónía). Það er síðasta sinfónía Mozarts og af flestum talið hans mesta verk. Þetta er að gerast Fallon í 38 ár HELSINKI, (Reuter). — Finnskur hermaður, sem hvarf stuttu eftir heims- styrjöldina fyrri, kom í dagsljósið í dag. Hann hef- ur falizt um 38 ára skeið á hesthúsloftinu á bæ for- eldra sinna. Vissu engir um dvalarstað lians nema foreldrarnir og tvö systkini hans. Kilpinin flúði úr herþjón ustunni af því að hann þoldi ekki heragann og gat ekki lært að sitja hest. Lögreglan komst að því um síðustu helgi hvar hann faldist og dró hann út. Var Kilpinen mjög óttasleginn í fyrstu en þegar hann hafði verið full- vissaður um, að honúm yrði ekkert gert, . jafnaði hann sig og hóf vinnu á búinu hjá systkinum sínum, en for eldrar hans eru bæði dáin. „Þetta er allt mjög furðu- Iegt“, var það eina, sem hann sagði. Brezka sjórnin LONDON, (Reuter). — Bú- izt er við að Macmillan end- urskipuleggi stjórn sína fyr- ir næstu helgi. Ekki er talið að miklar breytingar verði á ráðuneytinu, nema hvað Lennox-Boyd, nýlendumála- ráðherra lætur sennilega af störfum og snýr sér að verzl unarstörfum. Ýmsar aðrar smábreytingar verða vafa- laust. Brezka þipgið kemur sam- an í naestu viku. Aukið fé fil Mölfu VALETTA, Malta, (Reuter). ■— Brezka stjórnin hefur á- kveðið að leggja 29 milljón- ir punda til uppbyggingar atvinnulífsins á Möltu, næstu fimm árin. Meðal annars verður var- ið 6 milljónum punda til þess að breyta herskipa- slinpnum þar í viðgerðar- stöð fyrir verzlunarflotann. Samvinna fyrir öllu ABILENE, Kansas,, (Reuter) — Eisenhower Bandaríkja- forseti hélt í dag ræðu er hann lagði hornstein að bókasafni í Abilene, sem reist er til minningar um hann, og skoraði á allar frjálsar þjóðir að taka þátt í aðstoð við vanþróuð lönd. Forsetinn sagði, að þjóðir heims yrðu að vinna saman, að öðrum kosti mundu eng- ar framfarir verða meir. „Það verður að frelsa þær þjóðir, sem búa við.skort og ánauð“, sagði forsetinn að lokum. Kyrrð í Laos VIENTIANE, (Reuter). — AHt er með kyrrum kjörum í Laos nú eftir því, sem her- stjórnin þar segir. Smá- skærur hafa þó verið sums staðar í Iandinu. Ríkisstjórnin hefur ákveð ið að seíja sérstaka stjórn yfir sum héruð landsins til þess að hraða friðuninni. Rannsóknarnefnd Samein- uðu þjóðanna í Laos er nú á leið tjl New York og mun gefa Allsherjarþinginu skýrslu um för sína og á- standið í Laos. Ekkert nema íTrín BOLTON, (Reuter). — Mont gomery lávarður sagði í ræðu í dag,.að England væri frjálsasta land jarðar, Hann sagði þetta í boði bofgar- stjórnarinnar í Bolton, en fulltrúar Verkamánnaflokks ins í bæjarstjórn neituðu að koma í veizluna vegna þeirra urnmæla hershöfð- ingjans fyrir kosningarnar, að setja ætti þá menn á geð- veikrahæli, sem kysu Verka- mannaflokkinn. Hann baðst þó afsökunar á þessum um- mælum þegar í stað og sagði, að þetta hefði verið sagt í gríni. Eden segir frá LONDON, (Reuter). — Sir Anthony Eden, sem lét af störfum forsætisráðherra í Bretlandi um áramót 1956— 57 vegna heilsubrests, mun í febrúar n. k. gefa út bók um Súezstríðið. Talsmaður útgáfufyrir- tækisins Cassels í London upplýsti þetta í dag. Hann sagði að Eden væri þeirrar skoðunar, að hann hefði farið rétt að er hann skipaði fyrir um árásina á Egypta- land 1956 og ekkert, sem hann hefði heyrt eða lesið síðan, breyti þeirri skoðun sinni. ___ Tíbef á dagskrá NEW YORK, (Reuter). - ír- Ignd og Malaya lögðu ti] á AHsherjarþingi S. Þ. í dag, að þingið samþykkti stuðn- ing v/ið grundvallarréttindi Tíbetbúa og viðurkenndi sér stöðu þeirra í trúarlegum og menningarlegum efnum. Allsherjarþingið samþykkti í gær eftir liarðar umræður að taka Tíbetmálið á dag- skrá. Ekki hefur enn tekizt að kiósa fulltrúa í Öryggisráð- ið í stað Tékkóslóvakíu. Tyrldand og Pólland kepna um sætið og þrátt fyrir 18 atkvæðavreiðslur samanlagt hafa úrslit ekki fengizt enn. Adenauer v&ngóður BAD GOÐESBERG, (Reut- er). — Konrad Adenauer kanzlari Vestur-Þýzkalands, sagði I dag, að hann byggist við því að fundur æðstti manna yrði haldinn mjög bráðlega. Hann kvað Bandaríkjaför Krústjovs sennilega hafa borið meiri árangur en bú- ast befði mátt við. Adenau- er sagðist ekki sjá neina breytingu á utanríkisstefnu Bandaríkjanna efíir fráfaíl DuIIesar, en aðferðirnar hefðu breytzt. Adenauer ræddi um hina I erfiðu sambúð Breta og ÞjóS \ verja og sagði að sameigin- í legi markaðurinn æíti \ nokkra sök á henni. Hann ! kvað framkvæmd Rapaci- ; áætlunarinnar tákna enda- ; Iok NATO og því fjarstæðu ' eina. I Riískaðun méfmælf ZURICH, (Reuter). — Al- þ j óðablaðamannastof nunin, sem aðsetur hefur í Sviss, sendi í dag harðorð mót- mæli til Dahanayeke forsæt isráðherra á Ceylon vegna ritskoðunar þeirrar, sem hann hefur sett á í landinu. Einnig hafa blaðamanna- samtök brezku samveldis- landanna sent mótmæli til Ceylon. Debré býður frið PARÍS, (Reuter). — í dag hófst þriggja daga umræða um Alsírmálið og utanríkis- má! í franska þinginu. De- bré, forsætisráðherra, sagði í upphafi umræðtmnar, að á fundi æðstu manna yrði að varast að gefa neitt efíir fyrir Rússum á kostnað Evrópu. Debré endurtók ennþá einu sinni boð frönsku stjórnarinnar til foringja uppreisnarmanna í Alsír um að koma íil Parísar og ræða um framííð lands síns og vopnahlé. Hann kvað boð de GauIIe um sjálfsákvörð- unarrétt Alsírbúa í fullu gildi. Debré sagði ennfremur að fundur æðstu manna væri spor í rétta átt, en þó mætti almenningur ekki búast viS of rniklu. Hlutabréf í Saharaolíufé- laginu hækkuðu mjög í kauphöllinni í París í dag vegna orðróms um að upp- reisnarmenn í Alsír hefðui ákveðið að koma ti! Parísar og ræða vopnahlé. Ferrhat Abbas hefur borið til baka allar slíkar fregnir. vinna i RANNSÓKNIR hafa farið fram á því undanfarið, hvort tiltækilegt muni að koma á á- kvæðisvinnu í frystihúsum hér á landi. í Noregi mun það tíðkast allmikið og þykir hafa gefizt vel. Afköst munu aukast mjög mikið með þessu fyrirkomú- lagi og starfsmenn bera meira úr, býtum. íslerizkir kunnáttumenn segjá, að ákvæðisvinnukerfið hafi marga kosti, en einnig mikla galla. Þykir vafasamt að hægt verði að koma því á bér á landi, nema þá í stærstu húsunum. Alþýðublaðið. — 14. okt. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.