Alþýðublaðið - 14.10.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.10.1959, Blaðsíða 6
SÉRHVER bílategund. hefur sinn svip. Suniar eru fýldar, en aðrar glað- legar. Bíllinn hér á mynd inni er vissulega glaðieg- ur. Hann skellihlær og það er sitthvað fleira merkilegt við hann, en hinn hlæjandi svipur. — Þar sem lúxusbílar liafa framan á sér króm og skraut, er þessi þakinn gúmmíi í staðinn. Það er þrestur í Ameríku, sem hefur byggt vagninn, en ekki fylgir það sögunni, hvort bifreiðasérfræðing ar þarlendir hafa trú á fyrirtækinu. EKKI færri en 75.000 manns víða um heim eyða árlega 75 millj. dollara til þess að verða sér úti um verðlaus próf frá bréfaskól- um í Bandaríkjunum. Þetta hefur orðið sífellt vaxandi vandamál og :nú er ákveðið að yfirvöldin geri róttækar ráðstafanir til þess að binda endi á þetta. Þetta getur skaðað álit Bandaríkjanna, svo að ekki verði aftur unn- ið, — og hefur þegar gert það. Það eru til bréfaskólar í Bandaríkjunum, sem veita nemendum sínum læknistit- il eftir að þeir hafa aðeins verið á námskeiði við skól- ann. Námstíminn er kann- ski 12 til 20 mánuðir. Og svo eru auk þess fjölmargir minniháttar skólar, sem. kalla sig háskóla og veita mönnum próf áreynslulítið. Skólar af þessu tagi eru t. d. í ríkjum eins og Colorado, Delawre og Indiana. Dr. Arthur Adams, sem er formaður „American Council og Education" sagði nýlega eftirfarandi sögu, — sem sannar áþreifanlega, •— hversu ástandið er alvarlegt í þessum málum: Hann var á ferðalagi í Afríku og hitti þar burðar- karl á hóteli. Einhvern veg- inn tóku þeir tal saman og burðarkarlinn fór að segja honum frá því, að nú færi hagur sinn að vænkast. — Maður fer að hafa það gott, þegar maður fær próf- ið sitt, sagði hann. Dr. Adams spurði, hvers konar próf þetta væri og hvort það væri ekki þungt. — Ég fæ það frá Ameríku — sagði burðarkarlinn sigri hrósandi. Þungt? Nei, ekki aldeilis. Það eina, sem ég þarf að hafa fyrir því er að aura saman 60 dollurum! 0 FLESTIR vilja heldur vera í • einhverjum fé- lagsskap, en vera einir. — Hvers vegna? Af því að það er auðveldara að tala en hugsa. Chr. Kjellerup. (o) PETROLISME NOKKRIR Þjóðverjar hafa safnað saman hinum ýmsu stefnum og aðferðum nútíma myndlistar í ofur- litla handbók, sem ber nafnið: „Hvernig málar mað POSITIVISME ur abstrakt?" í formálsorð um lofa höfundar góðum ár- angri öllum þeim, sem vilja mála, en geta það ekki. — Eina ráðið er að fara ná- kvæmlega eftir þeim ráð- NÉGATIVISMr Ieggingum, sem gefnar eru í bókinni og hefjast svo handa þegar í stað. Við skulum blaða örlítið í ofangreindri bók, ef einhver kynni að hafa gagn og gam- an af. Áður en nemendur fá að kynnast hinum ýmsu og margslungnu ismum nútíma málaralistar, verður hann að gera nokkrar undirstöðu- æfingar: 1) Vopnaður teiknibók og blýant skal hinn verðandi málari setjast upp í stræt- isvagn og byrja að teikna lóðrétt strik á pappírinn. — Hreyfing vagnsins gerir það — að verkum, að abstraktið verður sérlega magnað og þróttmikið. 2) Hinn verðandi málari skal fá sér hvítt léreft og vefja því saman og dýfa því síðan ofan í fulla málning- arfötu. Þegar léreftið er tek- ið upp aftur og breytt úr því blasa við augum djarfar og þrauthugsaðar myndir. Þegar þetta hefur verið æft til fullnustu, er tími til kominn að skyggnast inn í undirheima ismanna. Pedalisminn. Til þess að verða liðtækur í honum, — þurfa menn að eiga reið- hjól (annað hvort eins eða tveggja hjóla). Auk þess þurfa menn að vera gæddir PEDALISME »*«£ GEORG gamli var Skoti og bjó í Glasgow. Eitt sinn kom vinur hans til hans og þeir fóru að rifja upp gamlar minningar. — Þeir töluðu um gamlan kunningja, sem var nýlát- inn. — Ég heyri sagt, að Harry hafi látið eftir sig '5000 pund, sagði vinurinn. -—■ Það gerði hann hreint ekki, svaraði Georg gamli og logaði af bræði. •— Nú, ertu viss um það? — Já, Harry lét ekki éft- ir sig svo mikið sem græn- an eyri. Hinsvegar var hann rifinn burt frá 5000 pund- um. VENTILATIONISME dálitlu jafnvægisskyni. Að öðru leyti vísast til meðfylgj andi myndar. Ventilationisminn. Hann krefst þess, að menn kaupi sér rafmagnsviftu. — Hún kann að vísu að vera dálítið dýr, en hins vegar er lita- kostnaður lítill fyrir þá, sem vilja helga listræna hæfi- leika sína þessari stefnu. Það þarf nefnilega ekki nema örfáa dropa af máln- ingu, sem eru látnir falla á viftuna, sem síðan þeytir þeim á léreftið. Dækisminn er aðeins fyr- ir þá listamenn, sem eiga konu og bíl. Konan ekur bílnum yfir málningu og að því búnu ekur hún yfir lér- eftið. Listamaðurinn á að standa álengdar og stjórna verkinu. — N.B. Það getur gengið að helga sig þessari stefnu með ,,vinkonu“ og leigubíl, — en þó næst ekki fullkominn árangur. Petrolisminn er hinn þægilegj heimilisstíll. Lamp inn hennar ömmu gömlu er sóttur upp á háaloft og kveikt varlega á honum. — Listamaðurinn tekur fram léreftið og hreyfir það hægt fram og aftur yfir reyknum — þangað til hann er orðinn þreyttur í handleggjunum. Þá er björninn unninn og listaverkið tilbúið til sýning ar og sölu. FANGAB FRUMSKÓGARINS KLUKKUSTUND eftir klukkustund halda villi- mennirnir áfram að dansa stríðsdans í kringum Frans. Sólin sezt á bak við trjá- toppa frumskógarins og hinn stutti tími rökkurs- ins hefst. Æðiskastið fer nú að renna af villimönnunum smátt og smátt og um leið fer Frans að gera sér Ijóst, að öll von um björgun er úti. Eftir stutta stund geng- STARF blaðal; ara getur oft veri legt. Flestir hafa a um heyrt einhverj af djörfum blaðaljö um, sem fórnuðu til þess að blað þei góðar myndir af um. Þetta gerðist 1 í síðari heimsstyrjc gerist enn í dag! Meðfylgjandi m; af dálítið sérkenn viki. Sænskur 1 myndari, Áke H: var staðráðinn í þv „myndir ársins“. E lrægara sagt en ge ins kom tækifærið töframann leika li: Hann fleygði hní jafnvel öxum á sp spjaldinu var hen maður á löppunun son hlýtur að hafa og lengi á töframs sannfærzt um snii list sinni. Ella hi ur einn af villim út úr hópnum. S ferlega grímu fyr inu. Þetta er senni maðurinn eða eitt Q 14. okt. 1959. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.