Alþýðublaðið - 18.10.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.10.1959, Blaðsíða 4
Gtgefancu. AlþýBuflokkurmn. — Framkvœmdastjorl. cugomir KrlMJinanta. — Ritstj’órar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmnndim (éb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Augiýa- IngaKlml 14 908 Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja AlþýðublaBilu. Hverfisgata 8—10. Baráttusœtið í Reykjavík REYKVÍKINGAR kjósa um aðra helgi tólf þingmenn í stað átta. Urslit kosninganna í sumar hefðu orðið þau um skiptingu tólf þingsæta milli flokkanna, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið sjö, Alþýðubandalagið tvö, Alþýðuflokkurinn tvö og Framsóknarflokkurinn eitt. Morgunblaðið vill, að Sjálfstæðisflokkurinn fái átta þingsæti í höfuðstaðnum, Tíminn þykist vongóður um, að Framsóknarflokkurinn fái tvö, og Þjóðviljinn nefnir, að Alþýðubandalagið vilji gjarna fá þrjú. Úrslit sumarkosninganna sýna hins vegar og sanna, að Alþýðuflokkurinn hefði fengið baráttusætið, sem glíman stendur um. Fylgisaukn ing hans verður áreiðanlega nóg til þess, að hann haldi því sæti örugglega. Þá verða Gylfi Þ. Gísla- son og Eggert G. Þorsteinsson kjörnir þingmenn Reykvíkinga, en Sigurður Ingimundarson uppbót- arþingmaður. Annar maður á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík fékk í sumar 2350 atkvæði, áttundi maður á lista Sjálfstæðisflokksins 2243, annar maður á lista Framsóknarflokksins 2223 og þriðji maður á lista Alþýðubandalagsins 2199 atkvæði. I Hér eru því allir frekari útreikningar óþarfir. j Alþýðuflokkurinn á að vera öruggur um að fá S tvo menn kjörna. Kommúnistar og Framsóknarmenn geta enga l von gert sér um sameiginlegan meirihluta eftir 1 kosningarnar aðra en þá fráleitu óskhyggju, að annar hvor flokkur^nn vinni mikinn sigur í Reykja vík. Tíminn og Þjóðviljinn geta auðvitað ekki kom * . % ið sér saman um, hvor flokkurinn eigi að hreppa hnossið, en tilmælin eru samt á þá lund, að Reyk í víkingar kjósi yfir sig samstjóm kommúnista og I Framsóknarmanna, þegar Tíminn biður um tvo í kjörna Framsóknarmenn í höfuðstaðnum og Þjóð viljinn um þrjá Alþýðubandalagsmenn. En þau til mæli bera áreiðanlega ekki árangur. Alþýðubanda lagið heldur áfram að tapa í þessum kosningum, í og Framsóknarflokknum helzt engan veginn á at- ý kvæðum sínum frá í sumar, hvað þá að hann bæti við sig. Reykvíkingar munu hins vegar fá Alþýðu- flokknum úrslitavald á alþingi með því að tryggja A-listanum tvo menn kjörna í kosningunum um aðra helgi. KOSNINGASKRIFSTOFA Alþýðuilokksins í R>eykjavík er í Alþýðuhúsinu, onin kl. 9—7 og 8—10 hvern virkan dag, símar 15020 og 16724. Alþýðuflokksmenn eru beðnir að líta inn og veita allar þær upplýsingar sem að gagni mega koma. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra. Fggert G. Þorsteinsson, múrari, varaforseti A.S.Í. Sigurður Ingimundarson, efnafræðingur, form. B.S.R.B. Katrín Smári, húsfreyja. Garðar Jónsson, Ingimundur Erlendsson, verkstj., form. Sjóm.fél. Rvíkur varaformaður Iðju. Sverrir Þorbjörnsson, forstjóri. Ellert Ág. Magnússon, prentari, form. H.Í.P. Jón Hjálmarsson, verkamaður. mm Einkum er áríðandi að láta vita af þeim, sem fjarverandi verða ^ á kjördag, hvort heldur þeir eru úti á landi eða erlendis. — Kosningasjóðurinn hefur aðsetur sitt á flokksskrifstofunni og er þar veitt viðtöku framlögum í hann. — utankjörstaðat- kvæðagreiffsla stendur nú ypfir og eru allir Alþýffuflokksmenn minntir á að kjósa, sem búast við að vera fjarverandi á kjör- dag. Þeir sem þurfa á fyrirgreiðslu að halda í þessu samhandi eru beðnir að hafa tal af stafsmönnum flokksskrifstofunnar. Kosið er daglega í nýja Fiskifélagshúsinu við Skúlagötu kl. 10—12, 2—6 og 8—10. Á sunnudögum er opið þar 2—6 og 8—10. Baldur Eyþórsson, prentsmiðj ust j óri. Guðbjörg Brynjólfsdóttir, Kári Ingvarsson, húsfreyja. húsasmiður, varaformaður Trésmiðafélags Reykjavíkur. 4 18. okt. 1959. — Alþýðublaðið f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.