Alþýðublaðið - 18.10.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.10.1959, Blaðsíða 6
Sg&Rgjjjí Jorunn, Conn- ie, Nikolina, Jorunn og Simmi á æf- ingu í Austur- bæjarbíói s. 1. föstudag. Þau syngja bæði á ensku, íslenzku og fær- eysku, og þegar myndin var tekin voru þau að syngja nýtt færeyskt dægurlag eft- ir Simma. FÆREYSKA dægurlagið um hann Rasmus í Görum og hana Rasminu hefur not- ið geysilegra vinsælda hér á landi. — Sennilega hafa fá lög orðið vinsælli, nema ef vera skyldi „Litla flugan“ hans Fúsa Halldórs. Og Ras- mus er ekki aðeins vinsælt lga, heldur líka sögulegt lag. Það kom við sögu blessaðr- ar pólitíkurinnar okkar, — sem menn fá væna skammta og digra af þessa dagana. — R«|smus var nefnilega leik- inn í útvarpið á undan og eftir þingslitunum, eins og menn muna eflaust, — og þótti sumum vel við eiga, en öðrum ekki. Annar af höfundum þessa ágæta lags er nýlega kom- inn hingað til lands og syng ur og leikur í kabarett Þrótt ar í Austurbæjarbíói. Hann heitir Simmi Jakobssen og í för með honum eru fjórar gera ýmist að syngja með honum, eða syngja einar. Við litum inn á æfingu kabarettsins árla morguns s. 1. föstudag og á sviðinu var einmitt Simmi og Co. á æfingu. — Þú hefur samið lagið um hann Rasmus? — Já, og þó aðeins að hálfu leyti. Við sömdum það tveir saman, ég og Birni Dam. — Er hann ekki með í förinni? — Nei, hann hefur að undanförnu verið á íslenzk- um togara og þess vegna ekki langt frá ykkur. Við höfum mjög lítið getað unn- ið saman, — aðeins stund og stund, þegar hann er í landi. — Hafið þið samið fleiri lög í sameiningu? — Já, nýjasta lagið okkar heitir „Á bátadekki“ og hef- plötu. Hér á kabarettinum syngjum við fjögur ný fær- eysk dægurlög, — eitt eftir Birna og þrjú eftir mig. — Hvernig geðjast þér að íslenzkum dægurlögum? — Mér geðjast vel að þeim og þau eru mjög vin- sæl í Færeyjum. Sérstak- lega eru lögin „Capri Cata- rina“, „Draumur fangans" og „Nú liggur vel á mér“, mikið sungin í Færeyjum. Simmi hafði varla sleppt orðinu, þegar stúlkurnar fjórar byrjuðu að syngja sviðinu — og meira að segja með fyrsta flokks íslenzk- um framburði. — Hvað starfar þú í Fær- eyjum? — Ég setti á stofn fyrir um það bil þremur og hálf- um mánuði hljóðfæraverzl- un, ,Simmi músikhus", og það hefur gengið sæmilega hingað; tii. Við .seljtun bæði. hljómplötúr og hljóðfæri — sérstaklega sélz't’ mikið af gíturum. , . — Syngið þið ekki mikið á dansleikjum og skemmt- unum í Éæreyjum? — Nei,, það er ekki svo mikið af böllum hjá okkur . og yfirleitt eru engir mögu- leikar á-þessu sviði í Fær- eyjum. Við eigum marga efnilega dægurlagasöngvara — en það vantar allt til þess að þeir geti fengið þjálfun og æfingu. Sérstaklega vant ar okkur einhvern fram- kvæmdamann, sem stæði fyrir skemmtunum og gerði eitthvað til þess að gefa dægurlagasöngvurum tæki- færi. Söngurinn hljóðnaði og I Simmi syngur í Ausfurbæjarbíói \ | ásamf fjórum færeyskum stúlkum | Færeysku söngvararnir fyrir utan Austurbæjar- bíó. — Frá vinstri: Conn- ie Jakobssen (hún er eigin- kona Simma, •—• og systir Birna Dam, sem samdi Ras- mus með Simma), Nikolina Jakobssen (systir Simma), Simmi, Jorunn Dam (systir Birna Dam) og loks Jorunn Dam Jakobssen, en hún er systir Simma. Eins og sést af upptalningunni eru þau öll skyld eða tengd meira og minna. Undarlegast fannst okkur þetta með Jorunni Dam og Jorunni Dam Jak- obssen, en sú, sem ber leng- ra nafnið, mun vera skírð eftir ættingja, sem bar Dam nafnið. það kom í Ijós, að nóturnar stemmdu ekki. Simmi hljóp upp á sviðið og kippti því í lag, en honum var ekki leng ur til setunnar boðið. Hann átti sjálfur að syngja næsta lag. — Rasmus kannski? — Nei, við þurfum nú ekki að æfa hann, sagði Simmi og brosti. -X ÞAÐ eru ýmsir fleiri skemmtikraftar, sem taka þátt- í kabarett Þróttar í Ausurbæjarbíói. Ilse Bronn ley, tólf ára gömul stúlka, leikur á trompet og tíu ára gömul norsk stúlka, Live- metta, syngur og sýnir akro batik. Þá kemur fram dansk ur rokkkóngur, sem sagt er að hafi látið farþegana baða út öllum skönkum í flugvél- inni á leið hingað. Sigríður Geirsdóttir fegurðardrottn- ing syngur og sömuleiðis Haukur Morthens og þarna verður baðfatasýning, sem einungis fegurðardrottning- ar taka þátt í. FANGAR FRUMSKÓGARINS MEÐ kröftugum áratök- um róa þeir Frans og Tom Sabo niður fljótið. — Tom þekkir vel staðhætti alla á þessum slóðum og eftir fárra mínútna róður snýr hann bátnum og fer imi i kvísl, sem liggur út frá fljótinu. Þeir sigla inn í sef og stanza þar í góðu skjóli. STÖÐUGT beras bréf frá legendum bandi við greinina 1 IIIIIKtlllllllllllltkllltlllllllllllKIIIIf Nikulina Jakobsse hefur sungið ein inr plötu „Draumur f eftir Tólfta septen hefur platan verið Ríkisútvarpinu r sinnum. „Hlustaðu“, segir Frans bíður anda hlustar og heyr skvamp. Skömmu þeir stóran bát, se hratt framhjá þei: borð í bátnum vo 6 18. okt. 1959, Alþýðublaðsð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.