Alþýðublaðið - 18.10.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 18.10.1959, Blaðsíða 10
SjálfboSaliði Framhald a£ 12. síðu. nafn, sagðist vera sex árum eldri en hann var og gekk i bandaríska herinn. Núna er Ernie Wrentmore auðugur verzlunarmaður og rithöíundur í Santa Bar- bara í Kaliforníu og vonast eftir að verða elzti lifandi uppgjafahermaðurinn úr fyrra stríðinu. Iiann hefur oft verið að því spurður hvers vegna hann hafi hlaup izt að heiman til þess að fara í stríð. Wrentmore svar ar því í einni bók sinni. „Ég „ er af enskum ættum og for- feður mínir börðust í upp- " reisninni og borgarastyrj- öldunum. Á heimili mínu var mikið rætt um Þjóð- verja á stríðsárunum. Eg heyrði svo mikið um bar- daga að ég fékk þá flugu í * höfuðið að ég yrði að fara í stríðið. Svo ég pakkaði sam an og fór til Altoona og var innritaður. Enginn spurði hvað ég væri gamall, en þar sem ég var mjög hávaxinn og sver eftir aldri trúðu all- ir að ég væri 18 ára. En það var langt bil á milli mín og hinna hermannanna, ég varð að gera verk fullorðinna manna og leysa þau þannig af hendi, að engan grunaði að ég væri aðeins strákling- ur“. í heilt ár vissi fjölskylda hans ekkert hvar hann var, móðir hans varð veik og faðarinn eyddi miklu fé í að leita að syni sínum. Ernie kom heim sem sjúklingur 1919 eftir að hafa verið mán uðum saman á frönskur^ herspítala. Honum var tek- ið með kostum og kynjutti. Tíu ár liðu áður en hann náði sér eftir áhrif gassins, en eftir það fór hann að vinna. Nú er hann majór í flughernum, enda gekk hann í herinn í síðari heimsstyrj- öldinni. Birgitte Framhald af 12. síðu. sér. Nútímastúlkan fer í karls mannsnáttföt og hneppir þeim upp í háls, en gengur ekki í kjólum, sem eru flegnir nið- ur í mitti. Það sem kemur sér verst fyrir Bardot, er að hún er ekki leikkona fyrir fimm aura. Hún er gáfuð og sneisafull af hæfileikum en getur ekki leikið. Það eru gáf- ur að fá alla menn til að girnast sig alltaf, ekki að vita hver Rodin var eða hvað stytturnar hans heita. Það er heimskulegt fyrir kvikmynda stjörnu að vera menntasnobb. Það er nauðsynlegt fyrir kvik myndastjörnu að vera hún sjálf. Brigitte Bardot er mikil stjarna af því að hún er ekki leikkona. Hún er full af kyn- þokka af því að hún reynir ekkert -til að vera kynþokka- full. í Bardotkvikmynd tekur enginn eftir söguþræðinum. Af hverju? í síðustu mynd- inni lét ég hana í hermanna- búning og þar er hún girni- legri en nokkru sinni fyrr. Hún er klædd upp í háls út alla myndina og ég held að hún verði girnilegri því meir sem hún er klædd. Ég veit ekki hvers vegna, ég er ekki kynóður“. Raoul Levy hefur talað. ÚHIegumaður Framhald af 12. síðu. rætt saman smástund bráði strax af honum og lofaði hann að koma heim þegar hann losnaði af spítalanum, sem hann er nú á. Farrell sagði, að í fyrstu hefði hann farið út í Griffith- garðinn til þess að fyrirfara sér, en það tókst ekki. Hann ætlaði að svelta sig í hel en hungurkvalirnar urðu honum ofviða. Honum tókst þó einu sinni að vera matarlaus í 11 daga. Kaupum hreinar lérefístuskur Prenlsmiðja Alþýðublaðsins. ÉG VAR að leggja frá mér 221. blað Tímans í ár, þar sem verið er að ræða um skatta- og tollahækkanir. Kennir Tím inn Alþýðuflokknum um hæi'ri skatta, útsvör og tolla í Reykjavík en í fyrra. Hví í dauðanum á að við- hafa svona blaðamennsku? A að taka upp þá aðferð í Tím- anum sem einu sinni var við hann kennd, sem sé að segja skröksöguna þrisvar, — þá myndi fólkið trúa henni í þriðja sinni. Ég vil nú spyrja Tímann: — Ber Alþýðuflokkurinn ábyrgð á útsvaisálagningu í Reykja- vík? Það vita allir, sem vilja vita, að þar getur flokkurinn engu um ráðið. Þetta veit Tíminn og þó segir hann ósatt. Tekjuskatturinn er lagður á af skattstofunni í Reykjavík, þar mun vera mest uppfullt af Fnamsóknarliði. Ég efast ekki um, að þeir hafa sem góðir embættismenn, lagt skattinn á eftir því sem framtöl ein- staklinga og félaga gáfu til- efni til. Það var vitað að tekj- 1 ur manna yfirleitt voru hærri' 1958 en 1957, en skattur álagð ur 1959, er lagður á tekjur 1958 og skattur álagður 1958 á tekjur 1957. — Það, að skatt- urinn 1959 skuli vera í Reykja vík 79,4 milljónir, en 65,3 milljónir 1958, eða 14 milljón- um hærri en árið áður, (ég styðst hér eingöngu við tölur úr áðurnefndu tölublaði Tím- ans) er eingöngu vegna þess að 1958 var góðæri til sjós og lands. Laun nokkuð hærri 1958 en 1957. Skattstig- inn var ekki hærri 1959 en 1958. Ég spyr nú Tímann: Hver var þá sök Alþýðuflokksins, vegna þess, að Skattstofan i Reykjavík reiknaði víst alveg rétt út tekjuskatt þegna bæj- arins við álagningu tekju- skattsins í ár? Ég veit að Tíminn verður að svara þessu, vilji hann hafa góða samvizku, alger- lega neitandi. En hvers vegna þá að segja ósannindin? Þá eru það loks tollarnir, sem Tíminn segir að hafi hækkað gífurlega fyrir að- gerðir Alþýðuflokksins í ár. Tíminn veit ofurvel að síð- asta Alþingi hækkaði enga tolla á neinni vöru, nema bíl- um, vegna þarfa Útflutnings- sjóðs. Hvernig getur þá Tím- inn kennt Alþýðuflokknum um það, að Tollstjóraskrifstof an í Reykjavík fær fleiri milljónir í tolla nú en í fyrra? Séu tollarnir rétt út reikn- aðir af skrifstofu tollstjóra, sem ég ber engar brigður á frekar en þeir á Skattstofunni reikni rétt út tekjuskattinn, þá eru þeir hærri nú en í fyrra eingöngu vegna þess, að vöruinnflutningur hefur verið meiri í ár en í fyrra fyrstu 9 mánuði ársins í ár. Þetta er lausn þessarar kross gátu Tímans. Það mætti ef til vill segja, að stóðvunarlögin, sem Al- þýðuflokkurinn fékk sam- þykkt á Alþingi s. 1. vetur, meðal annars með þegjandi samþykkt Framsóknarþing- manna, eigi sinn stærsta þátt- inri í hærri tollum, vegna betri gjaldeyrisafkomu og greiðari millilandaviðskipt- um. Þarna færðu svarið, Tíma- tetur. En hvers vegna er þá Tím- inn með svona þvætting? Á- byggilega veit hann betur. Og það verð ég að segja, að það hefði þótt ótrúleg spá- sögn fyrir nokkrum missirurn að sjá í Tímanum kvartað yf- ir því, að tollatekjur ríkisins væru háar. En meðal annars: Hver er höfundur. íslenzku tollalag- anna, sem þessir háu tollar á máli Tímans hafa verið inn- heimtir samkvæmt? Svari Tíminn því. Sem sagt, állar vangavelt- ur Tímans um háan tekju- skatt, háa tolla, getur hann sparað sér. Hann skal bara hringja í síma 13277 og fá þar greinargóðar upplýsingar um þetta hjá eiganda þessa síma- númers. Sá símnotandi getur eflaust upplýst hann ágætlega um tolla og tekjuskatt, og leitt Tímann út úr myrkri vanþekkingar í tolla- og tekjus'kattsmálum, þ e. a. s., ef þar er þokan ekki svo níða svört að vonlaust sé um út- göngu. Útnesjakarl. Stór skrilborð úr teaki fyrirliggjandi. Húsgagnaverzðunin Skólavörðusfíg 41 Sími 13107, 16593 (Næsta hús fyrir ofan Hvítaband). „Hjálpið blindum" - Merkjasöludagur Blindravinafélagsins er í dag í DAG er merkjasöludagur Blindravinafélags íslands. Merkjasalan er til ágóða fyrir starfsemi félagsins. Félagið starfrækir nú heim- ili fyrir blinda við Bjarkar- götu 8. Þar er þeim veitt öll aðhlynning og fyrirgreiðsla. Þar er til húsa blindraskóli fé- lagsins ætlaður blindum börn- um þar sem þau eru sem bezt búin undir hið starfandi líf. í Ingólfsstræti 16 rekur félagið vinnustofu fyrir blinda. Þar geta fulltíða menn lært ýmsar handiðnir, svo sem burstagerð, körfugerð, smíði legubekkja o. s. frv. Yfirleitt er mark og mið félagsins að gera hvern ein- stakling sem sjálfstæðastan at- vinnu- og fjárhagslega séð. Allar þessar framkvæmdir kosta mikið fé, en tekjur fé- lagsins eru ekki annað en fé- lagsgjöld og gjafir og áheit al- mennings að undanteknum nokkrum styrk úr bæjarsjóði Reykjavíkur og frá alþingi. Þess vegna ríður á því, að al- menningur sýni hjálpfýsi og taki vel á móti börnunum, sem bjóða merki dagsins með árit- uninni hjálpið blindum. — Með því er stutt gott málefni. ÁRSHÁTÍÐ Alþýðuflokks félaganna í Keflavík verð- rl' haldinn í kvöld, — sunnudag, kl. 9 í Ung- mennafélagshúsinu. Stutt ávörp flytja: Emil Jóns- son, Ragnar Guðleifsson og Eggert G. Þorsteinsson. Leikararnir Bessi Bjarna- son, Steindór Hjörleifs- son og Knútur Magnússon fei:a með gamanvísur og leikþátt. Dansað til kl. 1. Aðgöngumiðar verða sekl- ir á skrifstofu flokksins, Hafnargötu 62, sími 123. Fundarboð. HúsbycgglsfidaSélag Reykjavíkur og nágrennis heldur útbreiðslufund í Breiðfirðingabúð niðri, sunnudaginn 18. okt. kl. 2 e. h. Skorað á alla húsbyggjendur að mæta. Stjórnin. mV 18. okt. 1959. — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.