Alþýðublaðið - 18.10.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 18.10.1959, Blaðsíða 11
13e da$ur Þessu“, sagði hann. „Það koma ekki flugvélar svona seint“. „Ég vona að hún komi á morgun“. „Vanþakkláta stúlka! Við sem yrðum þá tvö ein“. „En ég kom til að hitta hana og ég sá hana varla“. „Komdu aftur um næstu helgi“. „Það get ég ekki“. „Þá kem ég qg hitti þig. Er hótel í bænum?“ Hún lagði hendim v létt á arm hans. „Við skulum ekki ákveða neitt svona seint. Góða nótt Bill minn. Ég er þreytt og ætla að fara að hátta. Þakka þér fyrir skemmtunina“. Hann tók um axlir hennar og leit í andlit hennar. „Langar þig ekkt til að vera ögn lengur á fótum? Við get- um setið við arininn“. „Nei, alls ekki, auk þess er eldurinn slokknaður“. „Ég skal kveikja á raf- magnsofninum11. „Nei, ég ætla að fara að hátta“. Hann tók fastar um axlir hennar. „Veiztu hvað mig langar til að gera?“ spurði hann og hóf að raula lágt „Just once in a lifetime . . .“ Hún sleit sig af' hónurn. „Einu sinni á æfinni vsr í ' gær. Ég fyrirgeí þér ekki aft- ur“. Hann kyssti hana á ennið. „Þá verð ég að vera sið- • prúð. Engri stúlku gæti ver:ð illa við þetta“. Hún dró gluggatjöldin til hliðar, þegar hún var búin að hátta sig og komin í náttföt- in og stóð og horfði á Ijósa- dýrð Londonar út um glug'g- ann. Hún hugsaði' um Leigh og hvernig helgi hans hefði verið. — Var hann sofnaður núna? Eða. lá hann v.akandi í myrkrinu og hugsaði um hana? Hún hugsaði um Bi.ll, fþ0B5»íiK«> .... gparið yður hlaup 6. railji murgra veralama! OöMJOðL ÁÓILUM ($i$) - Austuxstxðéti sem hún hafði þekkt svona stutt og sem hún kunni svo vel við. Hann var áreiðanlega algðjörlega ábyrgðarlaus og hann hefði átt að hafa meira vit en svo að hann eltist við hvaða pils sem hann sá. En það var eitthvað svo aðlaðandi við hann. Henni fannst líka að bak við léttúðugt vfirborðið fælist annar Bill sem hún hefði ekki enn hitt. Bill. sem gæti orðið keppinautur Leigh um ástir hennar. Eða var það rétt? Kannski var hún ekki sjálf með öilum mjalla í nótt. Kannski var hún ekki alveg viss sjálf. Adele leit út um gluggann og hana hryllti við. „Vitanlega. Hvers vegna ekki?“ . Hann leit á hana undrandi yfir frekju hennar. Trúði hún virkilega að hann myndi sam þykkja uppástungu hennar? Hafði hann ekki sagt það nægilega greinilega að þau væru ekki og mundu aldrei verða elskendur framar. „Mér finnst þetta ónauðsyn leg spurning11, sagði hann hranalega. Hún roðnaði. „En hvað þú hefur breytzt, Leigh! Mig dreymdi ekki um að þú værir orðinn svona harðneskj ulegur ‘ ‘. Hann skellti dyrunum á eftir sér. Adele kveikti sér í sígarettu og horfðist í augu við þá staðreynd að í þær HENÉ SHANN: DSIREVMI „Hvað er langt síðan þú fórst í frí síðast Leigh?“ „Ég man það ekki?“ „Mér finnst þú ættir að fara í frí núna“. „Ég má ekki vera að því, ég er of önnum kafinn“. Hann leit á klukkuna og ýtti stóln- um frá borðinu. Ég þarf að fara“. „Þú ert ekki búinn að borða?“ „Ég er búinn að borða það sem mig langar' til að borða“. Hann borðaði seint því hann hafði verið kallaður á slys- stað snemma morguns og Ad- ele og Bunty voru að verða búnar að borða þegar hann ko'm. Bunty hafði farið með ungfrú Evans til að læra það sem hún átti að læra þann daginn. Þau Adele voru ein í , borðstofunni. Leigh gat ekki þolað að vera nálægt henni. Venjulegá voru þau aðeins ein við kvöldverðarborðið,. því sem betur fer sat Bunty við borðio aðrar máltíðir. ,,Leigh?“ Hann hikaði á leiðinni til dyranna. „Hvað?“ „Getum við ekki farið eitt- hvað ein í viku eða svo?“ „Við?“ tvær vikur, sem hún hafði verið heima hafði Leigh ekk- ert breytzt í hennar garð. Hvaða ástæða gat verið fyrir því? Hún hafði gert ráð fyrir erfiðleikum. Hún hafði óttast að hann leyfði henni ekki að koma inn í húsið. Hún vissi að ekkert var líklegra en að einhver önnur hefði komið í hennar stað og að þó hann hefði ekki gert tilraun til að skilja við hana, var ekki þar með sagt að hann ejskaði ekki einhverja aðra konu. Það gat verið að hann biði eftir að tíminn væri útrunninn. Það gat verið að hann biði eftir að tíminn væri útrunninn. Það gat verið að hann hefði ákveðið að láta þrjú ár líða svo hann fengi skilnað vegna þess að hún hefði yfirgefið hann. Hún hafði líka hugsað um árin þrjú og þess vegna hafði hún komið aftur áður en þau voru liðin. Og það var engin önnur kona í lífi Leigh. Eða var það og hún vissi það bara ekki enn? Hún hélt ekki. Hann hafði aðeins varpað allri ást sinni á starf sitt þegar hún yfirgaf hann. Starf sitt og Bunty. En nú var hún komin heim —. Hún ygldi sig. Það særði síolt hennar að hann kærði sig ekki um hana. Hún hugs- aði um fyrstu hjónabandsár þeirra. Hún var viss um að enginn maður hefði elskað konu meira en hann hana. Og hún hafði líka elskað hann þá. Hún skildi ekki hvers vegna hún hafði yfirgefið hann vegna Ronalds Adam- son. Leigh var meira aðlað- andi en hana hafði minnt. Eða var það aðeins vegna þess að hann vildi hana ekki, sem henni fannst hann svo aðlað- andi? „Má ég bera fram, Ma- dam?“ spurði Florrie og leit inn um gættina. „Já, endilega. Við höfum víst tafið þig“. Florrie leit aðeins á hana með vanþóknun. Adele var að því komin að gefast upp þeg- ar hún fann óvináttuna streyma til sín. Hún hafði reynt að vinna gömlu kon- una á sitt band síðan hún kom. En henni hafði ekki tek- ist það frekar en með Leigh. Adele bjóst við að Florrie hefði heldur viljað ráða öllu ein. Hún hafði verið vön því og bjóst nú við að öllu yrði breytt. Adele leit á hana og ákvað að hún yrði fyrir meiru en að húshaldinu yrði breytt, Hún skyldi fá einhverja aðra í staðinn. Einhverja sem hefði ekki verið áður en hún kom aftur heim. Ungfrú Faulkner skyldi verða'rekin líka. En hún vissi að þar varð hún að stíga varlega. Leigh var ánægður með þær báðar og hann var alltaf að segja að ungfrú Faulkner væri sá albezti einkaritari sem hann hefði haft og Florrie væri fjársjóður. En með tímanum gat allt breytzt. Ungfrú Ev- ans var ’að fara og*Bunty gat farið í heimavistarskóla, „Ég þarf að fara í búðir í dag, Florrie. Láttu mig vita hvað vantar“. „Það vantar ekkert, Ma- dam. Ég er búin að fara í búðir“. Adele greip andann á loft. Hún neyddist þá til að sýna vald sitt fyrst ekki þýddi að vera töfrandi. „Framvegis sé ég um inn- kaupin, Florrie“. Florrie leit illilega á hús- móðir sína. Hún kunni ekki við hvernig atburðarásin var. Hún hafði rætt állt við frú Ford, sem kom þrisvar í viku til að hjálpa henni við erfið- ari verkin, og sem hafði þekkt frú Sanders áður en hún hafði hlaupizt brott með herra Ad- amson. Frú Ford sagðist ekki hafa getað þolað haná þá og hún þyldi hana ekki frekar núna. Hún sagðist vera stein- hissa á lækninum að taka hana aftur inn á heimilið. Hún sagði, að allir væru stein- hissa. Þetta var meira en flestir aðrir menn hefðu gert. Þær höfðu komist að þeirri niðurstöðu að það væri vegna Bunty litlu, sem hann hefði gert þetta. Barn þarfnaðist móður sinnar, þó þær efuðust báðar um að frú Sanders væri góð móðir, „Hlébarðinn miss- ir ekki blettina“, sagði frú Frod. „Ég er viss um að hún strýkur með einhverjum öðr- um áður en langt um líður. Og hvað verður þá um aum- ingja lækninn?“ „Ég skal panta afmælis- tertu handa Bunty“, sagði Adele. „Það er bezt að láta Parker búa hana til“. Florrie hikaði á leið sinni til dvranna. „Ég hef bakað afmælistert- ur fyrir Bunty undanfarin tvö ár. Henni finnst þær góð- ar. Þær eru hollar og miklu Íþróttir Framhald af 9. síðu. KR, Forsetabikarinn fyrir bezta afrekið á 17. júní-mótinu 1959, sem var í 1500 m. hlaupi á 3:57,4 mín., sem er 952 stig, samkv. stigatöflunni. Að síðustu afhenti formaður Körfuknattleiksráðs Reykjavík ur, Ingólfur Örnólfsson, ÍSÍ að gjöf stóra ljósmynd í ramma af leikmönnum, þjálfara og fararstjórum fyrsta landsliðs íslendinga £ körfuknattleik. unnudagur Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Safndeildin Skúlatúni 2. Opið daglega kl. 2—4, nema mánudaga. Flugfélag P™ íslands h.f.: Millilandaflug: __ *WP*®| — Gullfaxi er §. væntanlegur til Rvk kl- 16'40 £ t dag frá Hamb, *' Kmh. og Oslo. - Glasgow og K,- mh. kl. 09.30 í SSíÚ'íífemí'ííí fyrarmálið. •— Hrímfaxi fer til London kl. 10.30 í fyrarmálið. Hrímfaxi fer til London kl. 10.30 í fyrramálið. •— Innanlands- flug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Húsavíkur og Vestmannaeyja. •— Á morgun e ráætlað að fljúga íil Akur- eyrar, Hornafjarðar, ísafjarð- ar, Siglufjarðar og Vestm,- eyja. Loftleiðir h.f.: Hekla er væntanleg frá Amsterdam og Luxemburg kl. 19 í dag. Fer til New York kl. 20.30. Edda er væntanleg frá New York kl. 10.15 í fyrra málið. Fer til Glasgow og London kl. 11.45. Skipadeild S.Í.S.: Hvasafell fór £ gær frá Húsavík áleiðis til Malmö og Stettin. Arn- arfell er á Raufar höfn. Fer þaðan til Húsavíkur og Siglufjarð- ar og Ventspils. Jökulfell er væntanlegt til Hornafjarðar á morgun. Dísarfell er vænt- anlegt til Antwerpen á morg un. iLtlafell fer í dag frá Rvk til Vestmannaeyja. —■ Helgafell er í Óskarshöfn. — Hamrafell fer í dag frá Bat- um áleiðis til íslands. Kvenréttindafélag íslands. — Fundur verður haldinn J fé- lagsheimili prentara, Hverf isgötu 21, þriðjud. 20. okt. kl. 8,30 e. h. Fundarefni: Umræður urn vetrarstarfið og kvikmyndasýning. -o- Kvenfélag Halgrímskirkju heldur fund þriðjudaginn, 20. okt. kl. 3 e. h. í húsi KFUM, Amtmannsstíg. — Fundarefni: Rætt um vetr- arstarfið, kvikmyndasýn- ing, kaffidrykkja. Félags- konur fjölmennið. Stjórnin. -o- Kvenfélag Neskirkju: Fyrstl fundur félagsins á vetrinum verður miðvikud., 21. okt. kl. 8,30 í Félagsheimilinu. Rætt verður um fyrirhugs- aðan bazar og fleira. SpiluS verður félagsvist, ef tími vinnst til. -o- Tónlistartilkynning verður í hátíðasal háskólans í dag kl. 5 e. h. Flutt verður a£ hljómplötum Carmina Bur- ana eftir Carl Orff. Guð- mundur Matthíasson kynnir verkið. -o- Gustaf VI. Svíakonungur hef- ur sæmt Sigurð Kristjáns- son varar.æðismann Sví- þjóðar á Siglufirði riddará- krossi Nordstjarne-orðunn- ar í tilefni þess að hann. lætur af vararæðismanns - starfinu eftir að hafa gegnt því í 33 ár. Sigurður hefur áður verið sæmdur riddara- krossi Vasaorðunnar. I Alþýðublaðið. — 18. okt. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.