Alþýðublaðið - 20.10.1959, Page 1

Alþýðublaðið - 20.10.1959, Page 1
w BELGRAD, 19. okt. — Tuttug- asta og önnur umferð var tefld hér í gœr og hófst þar með 4. lota áskorendamótsins. Allar skákirnar fóru í bið. Tal fórn- aði manni og virtist vera að' tapa skákinni, en sneri þá á Smysloff í tímaþröng og hefur vinningslíkur. Keres á betra gegn Fischer, en Benkö lakara gegn Gligoric. ^ EKKI hefur komið þurrkdag- ur á Suðurlandi síðan 29. ágúst s. 1. Eiga bændur talsvert hey í göltum og liggur það undir skemmdum vegna stöðugrar rigningar. Má heita, að vandræðaástand ríki hjá mörgum bændum á Suðurlandi en aðrir hafa náð mestöllu inn. SLÁTRUN LANGT KOMEÐ Á SELFOSSI. Slátrun stendur stöðugt yfir á Selfossi og miðar vel. Er bú- izt við að henni ljúki í þessari viku. HINN 15. þ. nx. opnuðu Danir svokallaða víkinga- sýningu í Danmci'kurhúsi í París. Tilgangurinn var að sýna hvernig víking- arnir lifðu. Myndin er af tveimur „víkingastúlk- um“, sem starfa í sam- bandi við sýninguna, og hjá þeim eru afsteypur af frægum gripum frá vík- ingaöld. FANNEY hefur leitað síldar í Faxaflóa undanfarið. f fyrri- nótt fann skipið talsveirða síld. Og eru reknetahátar þegar farn ir út til veiða. Er nú búizt við því að síldin sé komin í Flóana og að reknetaveiðar geti nú haf izt af fullum krafti. Friðvik á hrók gegn biskupi og peði Petrosjans, en staðan í biðskák þeirra er þessi: Friðrik (hvítt); Khl, Df3, Hf5, Hfl, a3, g2, h2. Petrosjan (svart): Kg8, Dd8, Hf6, Bg7, a6, b5, c4, f7. Petrosjan á biðleikinn. í 23. UMFERD skákmótsins í Júgóslavíu vann Friðrik Ben- kö og er bann nú kominn upp fyrir Benkö sem fer í neðsta sæti. Aðrar skákir fóru sem hér seg.'ir: Smysloff vann Keres, — Petrosjan gerði jafntefli við Fischer en skák þeirra Tal og Gligoric fór í bið. — Freysteinn. ysteinn ÚTSVARSSKÁK Tímans og Morgunblaðsins verður stöðugt flóknari. Tíminn fullyrðir t. d. í fimrn dálka fyirirsögn á forsíðu s. 1. sunnudag, að niðurjöfnunar- nefnd hafi lækkað útsvörin á þeim Eysteini Jónssyni og Þór- arni Þórarinssyni án þess að þeir hafi farið fram á það sjálf ir. Samkvæmt tilkynningu, er blaðið fékk í gæir frá niðurjöín unarnefnd er hér um ósanna yfirlýsingu iað ræða. Þeir ósk- uðu báðir eftir lækkun — vegna erfiðra ástæðna. Hér fér á eftir' tilkynning sú, er blaðinu barst frá niðurjöfn- unarnefnd í gærkveldi: „Endurrit úr fundargerða- bók niðurjöfnunarnefndar. Ár 1959, mánudaginn 19. okt. kl. 4 síðd., hélt nefndin fund á venjulegum stað. Allir nefndar menn mættu nema E.Á. Þetta gerðist: 1. Formaður skýrði frá því, að í Tímanum í gær hefði birzt grein, þar sem því sé haldið fram, að nefndin hafi lækkað útsvör þeirra Þórarins Þórar- inssonar ritstjóra og Evsteins Jónssonar fv. ráðheri'a án kæru eða beiðni af þeirra hálfu. I tilefni þessa tekur Har- aldur Pétursson fram, að Þór arinn Þórarinsson hafi per- sónulega til hans leitað í hin- um auglýsta viðtalstíma nefndarinnar og spurzt fyrir,, hvort hann gæti fengið lækk- að útsvar sitt. Þótti nefndar- manninum nokkur ástæða til linunar á útsvarsupphæðinni vegna fjörskylduþunga gjaldandans og hún síðar samþykkt af nefndinni. Nefndarmaður getur þess í sambandi við lækkun á út- svari Eysteins Jónssonar, að til sín hafi komið í hinum auglýsta viðtalstíma nefndar innar Ragnar Ólafsson, deild- arstjóri á Bkatttsofunni, og farið fram á lækkun útsvars Eysteins vegna breyttra að- stæðna hans. Var Ragnar mættur á fundinum og viður kenndi frásögn þessa rétta. — Kveðst nefndarformaður hafa getað fallizt á hina frambornu ástæðu, gert til- lögu um 5400 kr. lækkun á útsvari gjaldandans, og hafi sú tillaga síðar verið sam- þykkt af nefndinni, m. a. vegna þess, að gjaldandinn muni hafa lægra kaup á yfir- standandi ári en s. 1. ár vegna missis ráðherralauna. Guttormur Erlendsson. Sigurbjörn Þorbjörnsson. Björn Kristmundsson. Haraldur Pétursson, Varð fyrir ! LAUST fyrir klukkan átta í gærkvöldi varð slys á Suður- götu, rétt við gatnamótin við Vonarstræti. 9 ára drengur varð fyrir skellinöðru. Hlaut hann áverka á höfði og meiðsli á brjósti. Var hann þegar fluttur á slysavarðstofuna. Rannsóknarlögreglan biður vitnj vinsamlegast að gefa sig fram. i

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.