Alþýðublaðið - 20.10.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.10.1959, Blaðsíða 3
AUDREY Hepburn og Mel Ferrer maðurinn hennar hafa að undan- förnu verið í sumarleyfi í Kaupmannahöfn. Tilefn- ið er frumsýning á „Nunnunni“, sem hin heimsfrœga, þrítuga Ieik- kona fer með aðalhlut- verkið í. Hún hlaut Osc- arverðlaunin 1953 fyrir leik sinn í myndinni „Prinsessan fær sér frí“. — Myndin með þessum línum er tekin í Kaup- mannahöfn. Sæfaxi vísaði skipu veainn út Or ísnum SÆFAXI, Katalinafluvél Flugfélags Islands, kom í gær úr Grænlandsleiðangri. Hafði vélin verið fengin íil þess að aðstoða 3 dönsk flutningaskip . er teppzt höfðu í ísnum við Grænland. Sæfaxi lagði upp í leiðangur þennan í fyrradag. Skyldi flug- vélin kanna ísrek úti fyrir aust- urStrönd Grænlands, en þar voru þrjú dönsk flutningaskip teppt í ísnum. Vegna óhag- stæðs veðurs varð Sæfaxi að hætta við athugun í fyrradag og lenti vélin í Kulusuk. Gisti áhöfnin þar um nóttina. En ki. 8 í gærmorgun fór vélin í flug og tókst henni að finna rennu er skipin gátu komizt eftir út i gegnum ísinn og út á cpið haf. Kom Sæfaxi til Reykja - víkur i gær kl. 16.25 og hafði þá verið samfleytt 8 stundir og 10 mínútur á lofti. Flugstjóri í ferðinni var Ólafur Indriða- son. Ellefu nfi r GLÆSfLEG m- HÁIÍÐ MÞÝÐU- FLOKKSIMS í KEFLAVÍK ÁRSHÁTÍÐ Alþýðuflokksfé- laganna í Keflavík var haldin í Ungmennaféliagshúsinu s. I. sunnudag. Húsfyllir var á skemmtuninni og urðu þó rnarg ir frá að hverfa. 'Hafsteinn Guðmundsson, for maður Fulltrúaráðs Alþýðu- flokksfélaganna, setti skemmt- unina'. Ávörp fluttu: Emil Jóns- Bon, forsætisráðherra, Ragnar Guðleifsson, form. Verkalýðs- Og Sjómannafélags Keflavíkur, og Eggert G. Þorsteinsson, vara formaður Alþýðusambands ís- lands. Leikararnir Bessi Bjarna son, Steindór Hjörleifsson og Knútur Magnússon skemmtu. Var árshátíðin sérlega vel Sieppnuð og fjölmenni mikið, eins og á fundinum í síðustu viku. Sýnir þetta glöggt sóknar- liug og aukið fylgi jafnaðar- ananna á Suðurnesjum. Rétt er að leiðrétta hér prentvillu,, — sem slæddist í fregnina af A- litsa fundinum í Keflavík fyr- ir helgi. Stóð þar að um 150 manns hefðu verið á B-lista fundi skömmu áður, en átti að vera D-lista fundur. KOSNINGASKRIF- STOFA Alþýðuflokksins í Garðahreppi er í Silfur- túni F-5. Skrifstofaii er opin dag- Iega frá klukkan 5 til 10 síðdegis. ÞJÓÐVILJINN birti nýlega verð ýmissa vörutegunda 1. október 1958 og til samanburð- ar verð sömu vörutegunda 1. ágúst s. 1. Samkvæmt þessum tölum kostaði umrætt vöru- magn 3.622,43 kr, í okt. 1958 en 3.886,45 kr. 1. ágúst 1959. Deildi Þjóðviljinn síðan í þess- ar tölur með tímakaupi Dags- hrúnarmanns 1. ágúst 1959 og fékk út að verkamaður þurfi að vinna 188 stundir í ár ti^ þess að geta keypt sama vöru- magn og kostaði hann 165 stunda vinnu 1958. Síðan sló Þjóðviljinn því upp með mrkl- um bægslagangi, að kaupmátt- urinn hefði rýrnað mikið, eða sem þessum mismun svaraði. Tölur þessar í Þjóðviljanum voru byggðar á þeirri fjar- stæðu, að menn noti jafn mikið af fatnaði og matvælum, t. d. jafn mikla mjólk og föt eða aðeins 1 líter mjólkur á móti 1 hraðsaumuðum fötum. En í vísitölugrundvellinum er hins vegar gert ráð fyrir, að vísi- tölufjölskylda neyti 1022 lítra mjólkur á ári og mun það sönnu nær. í töflu þeirri er Þjóðviljinn birti u'm verð ýmissa vöruteg- unda (sjá 10. síðu) eru ekki all- ar þær vörutegundir, er gert er ráð fyrir í visitölugrundvell inum nýja. En ef athugað er hversu mikið vísitölufjölskyld- an notar af þessum vörum og hvað það magn kostar yfir ár- ið, miðað við verðlag 1. okt. 1958 annars vegar og verðlag 1. ágúst 1959 hins vegar, verð- ur útkoman þessi: Á verðlagi því er gilti 1. okt. 1958 kosta þessar vörur kr. 20.317,89. En á verðlagi því er gilti 1. ágúst s. 1. kosta þær 18.342,23 kr. Ef deilt er upp í þessar töl- ur með tímakaupi Dagsbrún- armanns, 21,85 kr. í fyrri töl- una og 20,67 kr. í þá síðari kem ur í Ijós, að það hefur tekið Dagsbrúnarmann 930 stundir að vinna fyrir umræddu vöru- magni í fyrra en 887 stundir í ár. Samkvæmt þessu hefur kaupmáttur launanna hækkað um 4,8%. í rauninni hefur kaupmátturinn þó ekki hækk- að svo mikið þar eð í þessu dæmi eru ekki taldar allar vísitöluvörur, heldur aðeins þær, er Þjóðviljihn nefndi. Ef allar vísitöluvörur éru hins veg ar taldar með kemur í ljós, að kaupmátturinn hefur aukizt um 1.6%. Er það nærri lagi og sést af þessu hversu miklar blekkingar Þjóðviljinn hefur , farið með. Heimiiisblaðið Vikan í nýju húsnæði, endurbæff og aukin Keflavík í gær. ELLEFU drengir úr Ung- mennafélagi Keflavíkur lóku bronzmerki KSÍ í vikunni sem leið. Hafa þá alls 16 drengir tekið bronzmerkið hér. Þessir 11, sem náðu merk- inu í s. 1. viku, eru: Guðni Skúlason, Ólafur Marteinsson, Jóhann Ólafsson, Geirmundur Kristinsson, Stefán Berg- mann, Magnús Thorfason, Karl Hermannsson, Sigurður Hall- grímsson, Bragi Eyjólfsson, Sveinn Pétursson og Rúnar Júlíusson. Er greinilegt, að fundurinn, sem unglinganefnd KSÍ efndi kjörinn forn. Hbi- HEIMILISBLAÐIÐ Vikan er nú 21 árs. Fyrir réttu ári síð- an urðu eigendaskipti á blað- inu, og voru þá hafnar miklar breytingar á útgáfunni. Var blaðið þá stækkað úr 16 síðum í 28, og nú, ári síðar, hefur verið ákveðið að stækka blaðið úr 28 síðum upp í 34. Verð mun haldast óbreytt, en efni verður töluvert aukið og fjórar síður og seinna átta, verða litprentaðar. Ritstjóri, Gísli Sigurðsson, og framkvæmdastjóri, Hilmar A. Kristjánsson, ræddu við blaðamenn í gær um stækkun Vikunnar. Þeir sögðu, að á- herzla yrði lögð á að hafa inn- lent efni og í ráði er að fram- haldssaga, sem brátt mun hefj- ast í blaðinu, verði eftir inn- lendan höfund. Hefur saga þessi aldrei komið fyrr á prenti. Hinir föstu innlendu þættir, sem verið hafa í blað- inu að undanfömu, munu einn- ig.vera framvegis, má þar á meðal nefna þáttinn í aldar- spegli, uppeldisþætti dr. Matt- híasar Jónassonar, vikulegur þáttur J. M. S. um innlenda menn og málefni og þátturinn Fólk á förnum vegi. Enn verð- ur ýmislegt efni, sem sérstak- lega er ætlað konum — um matreiðslu, sauma, snyrtingu og því líkt. Vikan hefur nú flutt 1 nýtt liúsnæði og er nú prentað í prentsmiðjunni Hilmir h.f. að Skipholti 33. Þessi prentsmiðja tók til starfa í núverandi hús- næði í sumar og skömmu síð- ar fluttist ritstjórnin einnig þangað. Annast prentsmiðjan nú smá Framhald á 10. síðu. 17. ÞING ISnnemaSambands íslands var haldið í Reykjavík um síðustu helgi. Þingið sóítu um 50 fullírúar víðs vegar að af Iandinu. Iðnaðarmálaráð- herra, Gylfi Þ. Gíslason, og framkvæmdastjóri Alþýðusam- bands íslands, Óskar Hall- grímsson, vcru viðstaddir setn- ingu þingsins og fluttu ávcrp. Þingið ræddi einkum helztu málefni iðnnema — sérstaklega kjaramálin — og voru sam- þykktar margar ályktanir um þessi mál. Verður þeirra nán- ar getið hér í hlaðinu síðar. Formaður Iðnnemasambands íslands var kjörinn Sigurjón Pétursson, húsasmíðanemi, en varaformaður Eyjólfur Sig- urðsson, prentnemi. Aðrir í stjórn: Guðbergur Guðbergs- son, járniðnaðarnemi, Jóhann- es B. Jónsson, rafvirkjanemi, og Trausti Finnhogason, prent- nemi. í varastjórn voru kjorn- ir: Örn Friðriksson, A.dólf Tómasson, Einar Hjálmtýsson og Barði Guðmundsson. Verður Chessmann líflátinn á föstudaginn? WASHINGTON. — Verjandi Caryl Chessman, hins banda- ríska fanga og rithöfundar, hefur leitað til dómforseta hæstaréttar Bandaríkjanna og beðið þess, að aftöku Chessmans, sem fram á að fara næsta föstudag, verði frestað. George T. Davis, málflutn- ingsmaður í San Franeisko bað um frest til þess að Chessmann gæti látið taka mál sitt upp að nýju fyrir hæstarétti, én unnið er nú að því, að undirbúa nýja upp- töku máls hans. Chessman var fyrst dæmd- ur til dauða 1948, en sjö sinn- um hefur aftöku hans verið frestað. Hann hefur getið sér heimsfrægð fyrir bækur, sem hann hefur skrifað í fangels- inu, og sem gefnar hafa verið út í mörgum Iöndum. Fjöldi bænarskjala hafa nú borizt til forseta hæstaréttar Bandaríkjanna, auk þess, sem fyrr er getið, um náðun Chessmans. Hæstiréttur var ennfrernr-r heðinn að fresta aftöki?r.rsi, þar eð Chessman sé ómetrn- legt vitni í máli, sem rssið hefur vegna bóka hans, sem smyglað hefur verið úí ár fangelsinu. Maðnr, sem á- kærður hefur verið fyrix að hafa staðið að smyglinu, hef- ur beðið um að aftöku Chess- mans verði frestað, því verði hann líflátinn áður en rétíar- höldum er lokið í smyglmál- inu, segist hinn ákærði roíssa. sitt mikilvægasta vitni. Alþýðublaðið — 20. okt. 1959 Jþ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.