Alþýðublaðið - 20.10.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.10.1959, Blaðsíða 6
Lisfin FORSTJÓRI fyrir stóru fyrirtæki í London átti ný- lega fimmtugsafmæli. í fyr- irtækinu voru starfandi 15 000 manns og á fundi starfsmannafélagsins var á- kveðið, að forstjóranum skyldi gefin vegleg afmæl- isgjöf frá starfsfólkinu. Ein- um manni var falið að sjá um gjöfina að öllu leyti. Hann var ekki lengi að ákveða sig í málinu. Hann innheimti 3 shillinga og 11 penny af hverjum manni og sendi síðan sendilinn í næstu tóbaksverzlun og sagði honum að kaupa 15 þús. pakka af ákveðinni sígarettutegund, en pakk- inn kostaði einmitt 3 sh. og 11 d. í hverjum sígarettupakka var miði þar sem tóbaks- verksmiðjan auglýsti, að þeir sem kæmu með svo og svo marga seðla gætu valið sér verðlaunagrip fyrir til- tekna upphæð. Maðurinn reif nú upp alla pakkana og safnaði saman seðlunum og fór bein ustu leið til fyrirtækisins og fékk fyrir þá ljómandi fallegan silfurborðbúnað fyrir tólf manns. Þessu næst sagði hann starfsfólkinu, að það gæti fengið hvert sinn sígarettu- .pakkann og hefði þar með fengið andvirði peninganna, sem lagðir voru í gjöfina til forstjórans. Afmælisgjöfin var vand- lega pökkuð inn og síðan afhent forstjóranum með pomp og pragt. Sömuleiðis var honum sagt frá því, hvernig gjöfin væri til kom in. Forstjórinn varð svo hrif inn af þessu, að hann til- kynnti manninum, sem hafðj fundið þetta upp og staðið fyrir þessu, að hann yrði hækkaður í tign og honum fengin staða, þar sem hann gæti notað sína óvenjulegu fjármálahæfi- leika. Hinn hamingjusami skrif stofumaður er nú á skemmtiferð á Riviera- ströndinni ásamt konu sinni. Hann hafði nefnilega tryggt sér afslátt á sígar- ettupökkunum hjá tóbaks- verzluninni, sem hann sendi sendilinn í. KARLMENN IIL LEIGU! í STÓRBORGUNUM úir og grúir af einmana konum, sem kannski eru í við- skiptaerindum eða 1 sumarleyfum eða við nám. í London þurfa konur af þessu tagi ekki að vera einmana. Ef þær langar til þess að fara eitthvað út að skemmta sér, — þá er hægurinn að fara á sérstaka skrifstofu, sem gegnir því hlutverki að „leigja út“ myndarlega og vel menntaða karlmenn. Nú hugsa menn kannski sem svo, að hér sé einhver sóðaskapurinn á ferðinni, en svo er ekki. Þetta er allt í fyllsta máta lögum samkvæmt «g einungis örlítil þjónusta við einmana konur í hinni stóru borg. SAMTÍNINGU MEIRA en 85% inmönnum í Þýzkalandi segja kor um nákvæmlega, mikla peninga þeir þ Þetta kom í ljós í si könnun, sem þýzka „Bild Zeitung“ efndi ir skömmu og vel að — eingöngu konui spurðar! oOo ^ BJARTSÝNISM er sá, sem á n aldri giftir sig og fæ búð í námunda við leikvöll! oOo ^ Á HVERJUM de um við að hlusta arkorn á góða tónli eins og eitt fallegt ! horfa andartak á si legt málverk. Þegai er lokið þurfum við va dálítið. Goet ___ oOo __ EINA ráðið til fá heilan saun til þess að þegja er aí — hver sé elzt. liililá : ÞAÐ er ekki víst, að allir kannist við þetta andlit. Þetta er Inger Stevens. Hún er sænsk að uppruna, dóttir þekkts prófessors í þjóðfé- lagsfræði, sem fluttist til Bandaríkjanna árið 1944 og varð prófessor við háskól- ann í Texas. Inger var þá 10 ára og tíu árum síðar var hún skyndilega orðin fræg kvikmynda- og sjónvarps- stjarna. Hún var uppgötvuð í Hollywood og lék í hverri myndinni á fætur annarri með hinum frægustu leik- urum, eins og Harry Bela- fonte, Mel Ferrer, Bing Crosby og James Mason. Hún hlaut hvarvetna góða dóma fyrir leik sinn og sum ir gagnrýnendur líktu henni við Ingrid Bergman og Grace Kelly. En dag nokkurn í janúar síðastliðnum hringdi einn af vinum leikkonunnar dyrabjöllunni á íbúð henn- ar í Manhattan. Hann hringdi aftur og aftur, en enginn svaraði. Hann varð dálítið órólegur, af því að hann vissi, að ekki var mögulegt, að hún hefði far- ið í ferðalag eða neitt slíkt. Samband þeirra var mjög náið og hún hlaut að segja honum frá því, ef hún ætl- aði sér að vera fjarverandi — þó ekki væri nema skamman tíma. Hann fór rakleitt til hús- varðarins og bað hann að opna íbúðina og athuga, hvort ekki væri allt með felldu. Þeir fundu Inger Stevens meðvitundarlausa í rúmi sínu. • Eftir örfáar mínútur var lögreglan komin á vettvang og leikkonan var flutt á sjúkrahús með það sama. Hópur lækna stundaði hana og lífgunartilraunir voru gerðar svó að segja stöð.igt. En allt virtist vera vöniaust. Loksins á fimmta deg; kom hún til meðvitundar og hið fyrsta sem hún sagði, þeg- ar hún opnaði augun var: — Hvaða dagur er í dag? Blöð og útvarp birtu dag lega fregnir af líðan Ieik- konunnar og sagan barst eins og eldur í sinu: Inger Stevens gerir tilraun til þess að svipta sig lífi. Menn veltu því mjög fyrir sér, hvers vegna ung og lagleg kvikmynda- stjarna, sem hafði hlotið svo skjótán og glæsilegan frama skyldi reyna aðsvipta siglífi Gizkað er á, að ástarsorgir hafi verið ástæðan. Hún var mikið í tygjum við Antony Steel. sem eins og kunnugt er var giftur Anitu Ekberg. Hann átti mikinn þátt í hversu yel Inger gekk á hinum hála ísi kvikmynd- anna. Hann var hennar eini trúnaðarvinur og ráðlagði henni og örvaði hana, þegar með þurfti. Hjá Paramount-félaginu var stórt nafn í veði eftir atburð þennan. og félagið reyndi hvað eftir annað að fá Inger til þess að halda fund með blaðamönnum og gefa fullnægjandi skýringu á því, sem gerðist. En Inger Stevens neitaði. Kvöld eitt um miðnætti var hún með Ieynd flutt af sjúkrahúsinu og heim í íbúð sína. Það hefur verið hljótt um Inger Stevens að undan- förnu. Þó hafa birzt viðtöl við hana hér og þar og ails staðar er hún spurð um á- stæðuna til sjálfsmorðstil- raunarinnar. En hún neitar enn og segir aðeins. — Hollywood er hræði- leg borg. Hér hugsa menn um ekkert annað en pen- inga. Þegar hún er spurð, hvort hún ætli að halda áfram að leika, svarar hún: — Ég er neydd til þess. Ég fékk nefnilega reikning frá sjúkrahúsinu fyrir dvöl mína þar. Hann hljóðaði upp á „aðeins“ 200 000 kr. ÞAÐ er ebki oft, sem my af rússnes sýningarstúlh biríast í blöc En hér er sem viS ráki á í norsku b Hún heitir 1 ara Mingashu ova og er að nýjustu hattí una fyrir au tjald. Þeir vii fylgjast vel i Stráhattar af tagi, sem húu ir, eru ein númer eitt í I tízkunni í I llllll FANGAR FRUMSKÓGARINS LEIÐIN liggur í gegnum frumsköginn. Frans líður ekki vel. Hann hefur að vísu sloppið frá villimönnunum, en hér í frumskóginum er urmull af rándýrum, sem ekki væri gott að komast í kynnj við. Tom reynir eftir mætti að róa Frans. „Það eru bara bansettir ki arnir, sem eru hætt segir hann, ,,og við ekki að þurfa að v. fljót. Önnur dýr mu þora að ráðast á oki £ 20. okt. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.