Alþýðublaðið - 21.10.1959, Síða 10

Alþýðublaðið - 21.10.1959, Síða 10
MINNINGARORÐ: DR. BJÖRN SIGURÐSSON, forstjóri Tilraunastöðvar Há- skólans í meinafræði á Keld- um, andaðist í Landsspítalan- um föstudaginn 16. þ. m. Sjúlt- dómsins, sem leiddi hann til bana, hafði hann kennt í eitt ár. Á fyrrihluta þessa árs var hann frá starfi um tíma í sam- bandi við uppskurð, en tók til starfa að nýju strax eftir að hann gat farið að hafa fótavist og hélt því áfram þar til rúm- um mánuði áður en hann lézt. Méð Birni er horfinn frá okkur einn fremsti vísindamað- ur íslenzku þjóðarinnar og einn ágætasti forvígismaður lækna- stéttarinnar. Sæti hans stendur autt og mun reynast erfitt að skipa það. Dr. Björn var fæddur á Veðramóti í Skagafirði 3. marz 1913. Foreldrar hans voru þau Sigurður Björnsson bóndi og hreppsstjóri á Veðramóti, síð- ar framfærslufulltrúi í Reykja- vík, og kona hans Sigurbjörg Guðmundsdóttir frá Holti í Svínadal. Hann lauk stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík vorið 1932 og hóf síðan nám við Læknadeild Háskóla ís- lands og lauk því vorið 1937 eftir fimm ára nám. Fyrsta ár- ið eftir kandidatspróf starfaði hann við Sjúkrahús Hvítabands ins og sem aðstoðarmaður á Rannsóknarstofu Háskólans. — Allt frá því Björn hóf nám í læknisfræði mun hugur hans hafa stefnt að vísindastörfum. Sumarið 1938 sigldi hann til Kaupmannahafnar og hóf nám við Carlsbergsfondets biolog- iske Institut jafnframt því sem hann vann þar að rannsófcsar- störfum. Til þess naut hann styrks frá Generalkonsul E. Carlsen og hust.rus Mindelegat og síðar frá Landsforeningen til Kræftens bekæmpelse. Við fyrr nefnda stofnun starfaði hann í tvö ár og síðan þrjá mánuði við Statens Seruminstitut. Að því loknu hvarf hann heim til íslands aftur og starfaði við R^nnsók.narstofu Iláskóiþns, sem aðstoðarlæknir í tæpt ár. Frá ágúst 1941 til júlí 1943 lagði hann stund á rannsókn- arstörf aðallega varðandi virus- sjúkdóma við „The Rockefell- er Institute for Medical Rese- arch“ í Princeton í Bandaríkj- unum og naut til þess styrks frá Rockefeller Foundation. — 1943 hvarf hann að nýju heim til íslands og starfaði sem að- stoðarlæknir við Rannsóknar- stofu Háskólans þar til hann var skipaður forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði á Keldum 1. janúar 1946, og gegndi hann því starfi upp frá því, Jafnframt starfinu sem forstöðumaður á Keldum átti hann sæti í Rannsóknar- ráði ríkisins-og var formaður þess frá 1954. Þá átti hann sæti í Læknadeild og hélt síðari ár- in fyrirlestra fyrir læknastúd- enta. 1955 varði hann doktors- Ijgitgerð við Kaupmannahafnar- háskóla, en efni þeirrar ritgerð- ar byggðist á rannsóknum, er hann hafði unnið að á Keldum. Dr. Björn var óvenjulega heilsteyptur persónuleiki. — Hann var mjög hugkvæmur, en jafnframt hagsýnn í starfi. Hann bjó yfir óvenjulegum hæfileikum sem vísindamaður ;að ávöxtur þeirra gæti tryggí og vann sleituluast að vísinda- afkomu þjóðarinnar. Þetta legum rannsóknum, en stjórn- mundi kosta mikið átak, en aði jafnframt stofnun þeirri, hann væri þess fullviss, að það e rhonum var trúað fyrir, með átak mundi borga sig. Eins og þeirri festu og nákvæmni en búast mátti við, lét ekki Björn án allrar smámunasemi, að sitja við orðin tóm, heldur hann ávann sér virðingu og hafði hann þegar hafizt handa vináttu allra samstarfsmanna ásamt samstarfsmönnum sínum sinna. Björn bar mikla virð- í Rannsóknarráði að safna gögn ingu fyrir starfi sínu en mat um og gera frumdrög að áætl- það ekki til fjár. Hann var öt- un um stofnun nauðsynlegra ull starfsmaður og tókst að af- vísindastofnana. Framtíðin kasta miklu á beim stutta tíma, mun leiða í ljós, hvort Björn sem hann hafði til umráða. — hefir ekki þarna bent á rétta Hann notaði hverja stund og braut. hélt áfram að vinna og stjórna Dr. Björn átti miklu heimil- stofnun sinni eftir að hann var isláni að fagna. Hann kvænt- lagztur fárveikur á sjúkrahús, ist Unu Jóhannesdóttur frá þótt hann gæti þá ekki lengur Hofstöðum í Skagafirði árið haldið á penna. Um niðurstöð- 1936. Þau áttu þrjú börn og er ur rannsókna sinna ritaði hann Edda þeirra elzt, gift Leifi Björnssyni, lækni. Þá er Sig- urður, sem stundar nám í fimmta bekk Menntaskólans, en yngstur er Jóhannes, aðeins 12 ára. Hið fallega heimili þeirra hjóna hefir jafnan stað- ið opið vinum þeirra, sem voru margir, og var það óspart not- að. Flestum þeirra mun hafa fundizt óvíða ánægjulegra að koma. Hið ótímabæra fráfall dr. Björns er eitt hið mesta áfall, sem íslenzka þjóðin hefir orðið fyrir um langan tíma. Hún missir þar einn afkastamesta og ötulasta starfsmann úr hin- um fámenna hópi vísinda- manna og einn bezta starfs- mann á sviði heilbrigðismála. Það skarð, sem hann skilur eft- ir gagnvart sínum nánustu, M iðnæturskemmtuíi úíi á landi fjölda greina, én flestar þeirra . . . , , . voru birtar í erlendum vísinda- ættmgjum og vinum, er ekki tímaritum, sem hafa aðeins ör- æ®*' að y a. fáa lesendur hérlendis og því Snorri Hallgrímsson. fáum gefizt tækifæri til þess að _____________________________ fylgjas't með starfi hans. Áuk rannsóknarstarfanna voru heilbrigðismál landsins al- mennt og menntun lækna sér- staklega hans aðal áhugamál og lét hann þar drjúgt til sín taka. Þótt hann kenndi ekki mikið við Læknadeildina var starf hans í þágu hennar ómet- anlegt. Hann flutti með sér anda umbóta, framsýnis og raunsæis og átti drjúgan þátt í að móta starf deildarinnar á seinni árum. Læknavísindin voru þó ekki hans einu áhuga- mál. Hann var einn aðal for- vígismaður raunvísindaiðkana í landinu yfirleitt, og í því sam- bandi má nefna, að hann var einn aðal hvatamaður þess, að ’Vísindasjóður var stofnaður og átti sæti í Raunvísindadeild Vísindasjóðs frá upphafi. Bjöm var hugsjónamaður, djarfur í hugsun, en þó raun- sær. í einhverjum síðustu sam- ræðum, sem ég átti við hann um landsins gagn og nauðsynj- ar, lét hann þau orð falla, að að vísu væri land okkar fátækt og ekki hægt að kreista auð úr iðr- um þess, en hinsvegar ættum við gildan en lítt notaðan fjár- sjóð þar sem væri álitlegur hópur velgefinna karla og kvenna. Ættum við ekki, sagði Björn, að reyna að notfæra okk ur þessar gáfur, gera ávöxt þeirra að útflutningsvöru og byggja afkomu okkar og fram- tíð á þeim í stað þess að byggja hana á þorskinum. Með þessu átti Björn við, að við ættum sjálfir að leggja stund á hag- kvæm vísindi í það ríkum mæli, ÞEIR, sem bjuggust við skjóári lausn á stjórnarvanda- málinu í Finnlandi eftir að þingið kæmi saman, ikafa orð- ið fyrir vonbrigðum. Suksel- ainen ræddi um það í vor, að með haustinu yrði hafist handa um að mynda ríkis- stjórn á breiðari grundvelli en ennþá virðist engra breytinga á ríkjandi ástandi að vænta. Bændaflokksstjórn Sukselain en, sem verið hefur við völd í nær því ár hefur möguleika á að verða áfram um ófyrir- sjáanlega framtíð, enda þótt hún hafi aðeins um það bil fjórða liluta þingmanna á bak við sig. Stjórnin hefu rnýlega lagt fram fjárlög fyrir árið 1960, og fer nú fram á, að andstöðu flokkarnir styðji þau. Stjórn- arandstaðan er sjálfri sér sundurþykk og hefur ekki tekist að koma með neinar samræmdar tillögur í efna- hagsmálum, enda þótt ríkis- stjórnin hafi mjög verið gagn- rýnd. Jafnaðarmenn hafa gert það ljóst, að þeir muni j ekki ræða fjárlögin fyrr en gengið hefur verið frá nýrri stójrnarmyndun. — Það eru mörg vandamál, sem úrlausn- ar bíða og minnihlutastjórn getur ekki ráðið við. — Ma þar nefna atvinnuleýsistrygg- ingar, lög um sjúkratrygging- ar, aukin ellilífeyri og eink- um og sér í Iagi fjárfestingar- málin. Marga furðar á afstöðu rík- isstjórnarinnar til stjórnar- kreppunnar. Lausnina er sennilega að finna í þeirri staðreynd, að Bændaflokkur- inn er skiptur í tvo hópa, — annar þeirra vill samstarf við aðra flokka, liinn ekki. Þá valda utanríkismál nokkru um. Sumir halda því fram, að flokksforustan vilji fyrir alla muni halda völdum meðan hægt er. Þessi síðasta skýr- ing er varla alveg út í hött. Eitt er víst að mörg aðkall- andi vandamál verða ekki leyst nema í andstöðu við Bændaflokkinn. Sú lausn, sem Jafnaðarnrenn vilja fara í| iðnaðarmálum mundi senni- lega hafa slæm áhrif á fylgi Bændaflokksins. í TILEFNI af 10 ára áf- mæli Þróttar hafa að undan- förnu verið haldnar miðnæt- urskemmtanir í Austurbæjar bíói. Mun nú í ráði, að skemmtikraftar þeir, sem þar hafa komið fram, fari út á landsbyggðina með skemmtun þessa. Þarna koma fram fjórar færeyskar stúlkur ásamt Simma, sem þekktur er hér fyrir hálft faðerni að Rasmus, ó, Rasmus. Yoru þau augsýni lega mjög ósviðsvön, en á- kaflega elskuleg og rauluðu skemmtilega, hefði þó verið meira gaman að heyra fieiri færeysk lög, því að nóg er af amerísku slögurunum hér ■heima. Lítil norsk stúlka sýndi írábæra fimi í akroba- tik og hún söng einnig. Tólf ára stúlka lék á trompet af miklum móði (alveg var það óskiljanlegt af hverju hún kynníi lögin á ensku, sem auð heyrilega var henni ótöm, fremur en á sínu móðurmáli). Nilli rokkari lét ekki sitt eftir liggja og loks söng kynnirinn, Haukur Morthens og fegurð- ardrottningin Sigríður Geirs- dóttir, sem hefur meiri og fallegi rödd en flestar þær, sem fengizt hafa hér við dæg urlagasöng, og fögui' var hún á að líta eins og búast mátti við. Fimm í fullu fjöri léku undir þessu öllu saman. Var ekkert sérstakt um leik þeirra að segja, en þeir voru allan inn, að ómögulegt væri tímann svo súldarlegir á svip- að segja að þeir bæru hið „fulla fjör“ utan á sér. Fregn til Alþýðublaðsins. Höfnum í gær. VERIÐ er að stækka frysti- húsið hér talsvert. Gengur verk ið vel og er nýbyggingin komin upp undir jáirn. Mikið er þó ógert innanhúss. Verður þarna fyrst og fremst um að ræða auk ið móttökupláss. Enn er verið að vinna við hafnarframkvæmdir, en bryggj an var lengd um 40 rnetra í sumar. Mun verkinu ljúka á .nsesta ári, ef fjárfesting fæst. Hafa þá skilyrði til útgerðar héðan batnað til rnuna og þess að vænta að útgerð fai"i vaxandi hér. 4—5 trillubátar eru gerðir út héðan og hefur einn þeirra ró- ið að undanförnu, þrátt fyrir rysjótt veður. Hefur hann feng- ið reytingsafla á línu, en ekkert á. færi. — V.M. KOSNINGASKRIFSTOFA Alþýðuflokksins í Reykjavík er í Alþýðuhúsinu, opin kl. 9—7 og 8—10 hvern virkan dag, símar 15020 og 16724. Alþýðuflokksmenn eru beðnir að líta inn og veita allar þær upplýsingar sem að gagni mega koma. Einkum er áríðandi að láta vita af þeim, sem f jarverandi verða á kjördag, hvort heldur þeir eru úti á landi eða erlendis. — Kosningasjóðurinn hefur aðsetur sitt á flokksskrifstofunni og er þar veitt viðtöku framlögum í hann. — utankjörstaðat- kvæðagreiðsla stendur nú ypfir og eru allir Alþýðuflokksmenn minntir á að kjósa, sem búast við að vera fjarverandi á kjör- dag. Þéir sem þurfa á fyrirgreiðslu að halda í þessu sambnndi eru beðnir að liafa tal af stafsmönnum flokksskrifstofunnar. Kosið er daglega { nýja Fiskifélagshúsinu við Skúlagötu kl. 10—12, 2—6 og 8—10. Á sunnudögum er opið þar 2—6 og 8—10. Þeir sem vilja vinna fyrir Alþýðuflokkinn á kjördag, láti vinsamlegast skrá sig. Sxmi 150 20 og 167 24. 10 21. okt. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.