Alþýðublaðið - 21.10.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 21.10.1959, Blaðsíða 11
15. dagur hjá. Ég ætla að senda hana þangað.“ „Hún lærir ekki nóg þar.“ „Sex ára barn lærir nóg þar.“ „Hún verður sjö á laugar- daginn.“ „Sjö ára barn þá.“ Adele hikaði. Svo sagði hún slitrótt: „Zg held að seinna ættum við að senda hana eitt- hvað annað.- Góðir telpuskól- ar eru ekki á hverju strái og þar eru langir biðlistar. Mig langar til að senda hana að Manor Hause í Oxted.“ Leigh lagði gaffalinn og hnífinn frá sér. Hann vissi hvernig yrði á heimilinu ef þau Adele yrðu tvö ein án Bunty. Hann ætlaði sér ekki að leyfa það. „Leggur þú til að við send- um hana að heiman?“ „Ekki enn. En ungfrú Evans sagði í morgun að hún hefði gott af að komast í heimavist arskóla og eftir að é gsá læt- in í henni í dag er ég ungfrú Evans sammála.“ „Það er ég ekki.“ Adele yppti öxlum. „Ja, ef þú vilt að hún læri ekki neitt, þá —“ „'Láttu ekki eins og fífl!“ Þau borðuðu þegjandi um stund. Svo sagði Leigh: „Ég hélt að ástæðan fyrir því að þú heimtaðir að koma aftur heim væri sú að þú saknaðir Bunty svo mjög og þú. álitir að hún þarfnaðist þín.“ „Við sjáumst í fríunum.“ „Ég segi þér í eitt skipti fyrir öll að Bunty fei’ ekki í heimavist —“ ,‘Einhvern tíma verðurðu að senda hana. Hún getur ekki fengið alla sína menntun hér. Hér er aðeins barna- skóli." „Hún getur farið í gagn- fi'æðaskóla í Baradale.11 „Með verkamannabörnum?" „Hún fær ekki siðri mennt un þar en annars staðar.“ .... $parið yður lJaup ú miUi margra veralana'- «ðL (i ttlOM HÍDÖM! $i$) - Austairstxseti aðeins saman eins og ókunn- ugt fólk? Honum leið mjög „Hún verður ekki í heppi- legum félagsskap þar.“ „Vertu ekki svona mikill snobb.“ „Ég skil ekki hvers .vegna Bunty á ekki að fá heppilega menntun aðeins vegna þess að við skildum um þriggja ára skeið. Ég er komin heim og við erum saman núna.“ „Saman!“ Leigh var bitur. „Guð minn góður!“ „Það er ekki mér að kenna að þú — þú—“ Rödl Adele brást henni. Leigh undraðist yfir hæfn- isskorti hennar til að skilja aðstæðurnar. Hafði hann virkilega ekki enn sýnt henni svart á hvítu að þau bjuggu illa. Hann óskaði að hann hefði aldrei leyft henni að koma inn fyrir dyr. Það var r'angt af Jill að heimta að hann hugsaði fyrst um vel- ferð Bunty og svo um ham- ingju þeirra. Hann fyndi aldrei neitt nema óhamingju nú þegar Adele var komin heim á ný. Adele gat ekki lið ið betur en honum sjálfum. „Adele?“ „Hvað?“ „Hvers vegna horfistu ekki í augu við staðreyndir?11 „Hvaða staðreyndir9" „Það að þú skulir vera hér núna. Hvað heldurðu að þú græðir á Því?“ Adele varð hrædd. Hún vissi að hún hafði talað aí sér. Hún hefði aldrei átt að minnast á að senda Bunty í heimavistarskóla. „Leigh, ég vona að allt yerði gott milli okkar aftur.“ Hann hugsaði um Jili, sem hafði sagt að það væri það, sem ske ætti. Sem hafði sagzt hverfa úr lífi hans til að það gæti skeð. Það sem hún gat ekki skilið var að Adele hafði sært hann of djúpt þegar hún strauk með Adamson til að • hann gæti nokkru sinni elskað hana aftur. „Þú sagðist fyrirgefa mér.“ „Já, ég fyrirgef þér. En — skrattinn sjálfur, Adele, get- urðu ekki skilið að allt, sem við áttum sameiginlegt er ,'horfið? Það! er tdautt. Það getur ekki lifnað við. Við get- um reynt að búa hérna saman eins og kunningjar Bunty vegna. En við erum ekki leng- „Þannig líður þér núna. En ur hjón.“ ég vona ,að þér líði einhvern tíma öðruvísi. Ég held þú ætt- ir að reyna Bunty vegna.“ „Guð minn góður, ég hef þegar liðið nóg Bunty vegna.“ „Með að hafa mig hér?“ Hann vissi ekki hvað hann átti að segja. Hann hafði ekki átt við það. Hann átti við að missa Jill. En hún viss’ ekk- ert um Jill og hún skyldi aldrei fá að vita það. Hann var viss um að hún myndi þá reyna að hefna 'sín á henni á einhvern hátt. Gera líf hennar svo óbærilegt að hún segði upp stöðunni. Hún var hvort eð er að því komin að geia það. Hann gæti ekki lifað lengur, ef hann fengi aldrei að sjá Jill. Gg þó var það rétt af honum að halda henni hjá sér? Var hann ekki að- eins leigingjarn? Hann gat ekkí boðið henni neitt nema vináttu í laumi. „Þú ert ekki búinn að svara spurningu minni.“ „Við skulum sleppa því.“ Adele var fegin þegar máltíðin var á enda. „Byrjar ekki heimsókn kl. hálfþrjú? spurði hún. Jú, en þú skalt láta það ,eiga sig. „Ég hélt að ungfrú Faulk- ner vísaði sjúklingunum inn til þín.“ „Hún gerir það, ten þess er ekki þörf.“ „Til hvers þarftu hana þá?“ „Adele, hún gerir margt annað en það!“ Hann var á leiðinni til dyra. en hún elti hann. „Má ég vinna hennar verk, Leigh? Það sparar okkur peninga og mig lang'ar til að hafa eitthvað að gera.“ Hún varð cróleg þegar hún heyrði hve fljótur hann var að þvertaka fyrir það. „Hvers vegna get ég það ekki? Margar eiginkonur lækna vinna fyrir þá?“ „Kannske, e.n ég vil ekki að þú gerir það.“ „Ég skal samt hjálpa þér í dag. Við þurfum víst að svara í símann. „Florrie getur gert það.“ „Þú ert ekki þakklátur fyrir það sem ég vil gera fýrir þig-“ Hann vissi að hann var það efcki. Én hartn hafði ékkert að þakka henni fyrir! Hún hefði komið heim fyrir Ihálfum mánuði síðan og hann vildi að hún hefði ald- rei komið heim. Hvers vegna hafði hann eiginlega verið svo veiklundaður að láta það eftir henni ? Það var hans annað stóra glajppaskot. Hans fyrsta hafði verið að kvæn. ast henni. Hann leit á hana og reyndi að sjá í henni kon- una sem hann hafðj einu elskað svo ákaft. Hann vissi að það var óréttlátt af hon- um að leyfa henni ekki að reyna. Hann bjóst við, að Bunty vegna eins og hún sjálf sagði og eins og Jill sagði, hefði hann samþykkt að ta'ka hana aftur inn á heimilið og þess vegna ætti hann að reyna að umbera hana betur. „Eg er að fara upp til Bunty.“ „Leigh — góði láttu ekki of mikið með hana. Hún verður að skilja að hún getur ekki leyft sér að láta eins og hún lét í morgun.“ „Allt í lagi —“ sagði hann svekktur. Bunty sat flötum beinum í rúminu sínu, föl og hnugg- in. „Hvað er það sem ég heyri um þig?“ 'Varir hennar titruðu. Hún var svo lítil og örvæntingar full og Leigh langaði mest til áð róa með hana og hugga hana. „Mamma sagði mér að þú hefðir verið svo óþekk.“ — Hann settist á rúmstokkinn hjá henni. „Þú vilt ekki vera óþekk, er það Bunty mín?“ „Nei,“ hvíslaði Bunty. Hún skreið til hans og lagði hendurnar um hálsinn á hon úrn. „Mamma er hryllingur, — pabbi. Ungfrú Evans líka. Eg hata þær!“ Leigh hélt henni þétt að sér. Bunty vegna vafði hann tekið við Adele og nú vildi hún hana ekki. Og þó, það gat verið að Bunty vildi ekki hafa mömmu sína í dág, en sennilega vildi hún þáð á morgun, þegar hún yrði eldri. Lítil stúlka þarfn- aðist mömmu sinnar. En Jill hefði verið stjúpmóðir henn- ar og gengið henni í móður stað. Hann andvarpaði, þeg- ar hann hugsaði um hve stutt var síðan það hefði getað skeð. Bunty andvarpaði og þrýsti sér að honum. „Það var miklu betra þeg- ar við vorum bara tvö ein, pabbi. Þú og ég áður en hún mamma kom heim.“ „Hlustaðu nú á mig, kerl- ingin mín. Mamma er kom- in og þú átt að vera góð við hana. Viltu gera það fyrir mig?“ Hún leit hikandi á hann. Hún vildi ekki lofa þessu. „Eg hélt að þú værir svo fegin að fá hana heim, Bun- ty?“ „Það var ég, en ég heyrði að Florrie sagði við ungfrú Evans að hún hefði hlaupist að heiman frá mér, Þá var ég ekki hrifin lengur.“ Leigh bölvaði í hljóði. Hann vildi óska að konur væru ekki slíkar kjaftakind- ur. „Fór hún pabbi? Þú sagð- ir hún væri veik og hefði farið langt, langt í burtu.“ ,’Það var satt, elskan mín“, sagði Leigh sem fannst lyg- in fyllilega réttlætanleg. — „Viítú nú ekki fara niður og segja mömmu að þú iðrist óþekktarinnar?“ Hann vildi ekki biðja hana ;um þetta. Honum H* \miðvikiidqgúr Árbæjarsafn lokað. Gæzlumaður, sími 24073. Húsmæður. Bastnámskeið Húsmaiðra- félags Reykjavíkur hefst í kvöld. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Safndeildin Skúlatúni 2. Opið daglega kl. 2—4, nema mánudaga. LISTASAFN Einars Jónsson- ar, Hnitbjörgum, er opið á sunnudögum og miðviku- dögum frá kl. 1,30—3,30. Gjöf til Blindrafélagsíns. — iSafnað á Akranesi af skóla- börnum og skátum, kr. 10 þúsund. — Beztu þakkir. Stjórn Blindrafélagsins. -o- Séra Garðar Þorsteinsson bið- ur þau börn, sem fermast eiga í vor í Hafnarfjarðar- kirkju, að koma til viðtals í kirkjunni í dag, drengina kl. 5 og stúlkur kl. 6, Bandalag ísl. listamanna: — Iji'stjtmannnklúbburinn í Baðstofu Naustsins er op- inn í kvöld. Flugfélag ísiands h.f.: ..... Millilandaflug: pprfrrlfaxp fer til - Glasgow og K,- mh. kl. 09,30 í dag. Væntanleg aftur til Rvk kl. 17.10 á morgun. Innanlandsflug: .-.mn_______ í dag er áætlað að fijúga tu Ak- ureyrar, Húsavíkur, ísafj., og Vestmannaeyja. — Á morg- un er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar (2 ferðir), Bíldudals, Egilsstaða, ísafjarðar, Kópa- skers, Patreksfjarðar, Vestm. eyja og Þórshafnar.. Loftleiðir h.f.: Hekla er væntanleg frá Hamborg ,Kmh, og Oslo kl. 19 í dag. Fer til New York kl. 20.30. Edda er væntanleg frá New York kl. 10.15 í fyrramálið. Fer til Glasgow og London kl. 11.45. Skip'aútgerð ríkisins: Hekla er á Aust- fjörðum á suður- leið. Esja er vænt anleg til Rvk í dag. Herðubreið er í Rvk. Skjaldbreið kom til Rvk í gær ,að vestan frá Ak- ureyri. Þyrill er á Austfjörð- um á suðurleið. Skaftfelling- ur fór frá Rvk í gær til Vest- mannaeyja. Eimskipafélag íslands h.f.: Dettifoss fer frá Rostock í dag 20.10 til Gdynia, Hull og Rvk. Fjallfoss fer frá Aktfr- eyri í kvöld 20.10. til Kefla- víkur og Rvk. Goðafoss íer frá Keflavík um hádegi í dag 20.10. til Flateyrar, Ísaíj., Bíldudals, Akraness og Rvk. Gullfoss fer frá Kmh. 27.10. til Leith og Rvk. Lagarfoss fer frá Vestmannaeyjum í kvöld 20.10. til Nörresundby, Kmh. og Amsterdam. Reykja foss fór frá Vestm.eyjum 18. 10. til Bremen og Hamborgar. Selfoss kom til Kotka 19.10. fer þaðan til Riga, Ventspils Rostock, Hamborgar og Rvk. Tröllafoss fer frá Rotterdam 22.10. til Antwerpen. Hamb., og Rvk. Tungufoss fer frá Siglufirði í kvöld 20.10. til Dalvíkur og Raufarhafnar og þaðan til Lysekil, Gautaborg ar og Kmh. Alþýðublaðið — 21. okt. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.