Alþýðublaðið - 21.10.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 21.10.1959, Blaðsíða 12
 ÞETTA er þýzka leikkon- an og „kynbomban“ Bar- bara Valentin. Hún er þarna í leik í kvikmynd, sem á að heita „Dauður í neti“. Myndin er leikin á eyju utan við Adriahafs- strönd Júgóslavíu. 1000 ionn af íundri undir mið- borginni UM TUTTUGU ára skeið hafa íbúarnir í miðbiki borg- arinnar Lublin í Póllandi bók- staflega talað, setið á púður- íunnu. Og sú púðurtunna var nægilega öflug til að sprengja upp alla miðborgina. Þarna er nm að ræða 1000 tonn af sprengiefni, er þýzkir herir settu í kjallarann á hóteli nokkru. Hótelið hafði brunn- ið 1939 og tilgangurinn var sá, að sprengja borgina í loft upp, ef Þjóðverjar yrðu að hörfa. Eftir stríðið var jafnað yf- ir rústirnar og gerður þarna skrúðgarður. Engan grunaði, hvað undir skrúðgarðinum var. Nú ákváðu yfirvöld borg- arinnar að reisa þarna vöru- ská.a, og í Ijós kom allt sprengiefnið, þegar farið var að grafa fyrir grunni þess. — Það hefur tekizt að fjarlægja það allt, án þess að slys hafi hlotizt af. FÉLAG ungra jafnað- armanna í Reykjavík hekl ur aðalfund sinn n. k. mið vikudagskvöld, 28. þ. m. Fundurinn verður nán- ar auglýstur síðar. Belgrad, okt. (UPI). EKKI er langt um liðið síð- an eiginkonur gengu kaupum og sölum meðal hinna mú- hammeðstrúar Albana, sem heimja eiga í suðuirhluta Júgó- slavíu. En Júgóslavar sögðu að þessi forni siður væri úr sögunni, hefði horfið þegar rafmagn, bílar og „menning“ héldu innreið sína. Nú hafa Júgóslavar séð að enn lifir í gömlum glæðum í hinum hrikalegu suðurbyggðum landsins. Málaferli þeirra Mustafa Veapu og Abdulla Kasamiu hefur verið aðalum- ræðuefni manna suður þar nú um skeið. Mustafa er aðeins 19 ára gamall en forríkur og vant- aði fallega og góða konu. — Abdulla er bláfátækur en á undurfagra 16 ára dóttur, sem heitir Nakia. Vandamál þess- ara tveggja heiðursmanna leystist með því, að Mustafa keypti Nakiu fyrir 135.000 dínara og færði hana heim til sín. Allt hefði gengið vel og ekkert komist upp ef Abdulla hefði ekki fengið bakþanka og komist á þá skoðun, að Nakia væri miklu meira virði en 135.000 dínara. Hann fór til Mustafa og bað um að dótt- ir sín fengi að heimsækja for- eldra sína og var það veitt. En svo leið og beið og ekki kom Nakia aftur. Mustafa varð óþolinmóður og heimt- aði brúði sína, en Abdulla sagði að hana fengi hann ekki nema han borgaði 100.000 dín- ara í viðbót. Mustafa neitaði og nú fóru þeir með málið til dómara. Þegar hann heyrði hvernig í öllu lá, voru þeir kumpánar báðir settir í stein- inn fyrir að hafa verzlað með ólögráða stúlku. TANNLÆKNIR í Kaliforn- íu, Eugene Wood, 44 ára að aldri, hefur undanfarin ár stundað gullleit í frístundum sínum. Fyrir skömmu var honum tjáð, að hann hefði fundið einhverja auðugustu gullæð, sem fundist hefur í Bandaríkjunum. Hann sendi gullið, sem liann fann til Tvvining-rannsóknarstöðvar- innar og sérfræðingarnir þar hafa nú gengið úr skugga um, að gullfundur hans á síðasta ári nemur um 75.000 krónum á tonn. Woods fann þessa æð ekki langt frá hinni þekktu Coarse- gullnámu, sem áður fyrr var áfangastaður gullgrafara hvað anæva úr heiminum. Tann- læknirinn hefur tryggt sér samvinnu olíukonungs og hafa þeir keypt mikið land á þcssum slóðum. Þeir borguðu fimm milljónir króna fyrir réttindin og auk þess fá fyrri eigendur 10 prósent af tekj- unum af gulli því, sem þarna verður unnið. IB M M SUNNANVINDURINN er líkur Golfstraumnum að því leyti að hann færir okkur úr suðrinu margt áður óséð. Nú hafa sunnanvindar blásið um tíma og með þeim komið nokkrar tegundir fugla. sem ekki hafa sést hér áður. Á sunnudaginn var, 18. 10. sá ég tvo mjög litfagra fugla í görðum hérna í bænum. Fuglar þessir voru á stærð við auðnutittlinga, með lengra stél, gráir á bringu og maga með hvítan blett í vöngum, svarbláir á hnakka og baki og með gulan blett á síðum og undir vængjum. Þeir höfðu nef eins og finkur hafa. Mest voru heir á birkitrjám og tíndu gráðugt lirfur og skordýraegg. Ekki sá ég þá eta birkifræ, enda virtust þeir hafa nóg af lirfum. Stélið var óklofið. Kvakið var hressandi og hvellt. Væri gaman að heyra hvort fleiri hefðu orðið varir við líka fugla. Ég hef ekki séð þá hér áður. Leitaði ég strax í fuglabækur með litmyndum, en fann enga líka. Jón Arnfinns. a B B 3 H H H H H H B H H H H H B H H MHHBHHHBHHHHHHHBBBHSHHHHHHHHHHHBBBHHHBEHSHHBHa 40. árg. — Miðvikudagur 21. okt. ,1959 — 228. tbl. HÆG HEIMATÖKIN ÞJÓÐVILJINN var á dög- unum að inna eftir mynd iaf Iðnófundi Alþýðuflokksins. — Vilji kommúnistahlaðið frétta um fundarsókn og mál flutning, eru hæg heimatök- in. „Bréfhjrðingamaður“ Al- þýðubandalagsins, Sigurður Sigmundsson, sat fundinn og hlustaði gneypur á ræður manna. Sennilega fengist hann til að gefa Þjóðviljan- um skýrslu. A BÆJARLAUNUM Margir velta því fyrir sér, hvað ,bréfhirðingamiaður‘ AI þýðubandalagsins hafi sér til lífsframdráttar í orlofinu. Þetta þarf engurm að vera á- hyggjuefni. Launin fyrir störfin í húsnæðismálaötjórn voru laukageta Siguirðar. Megintekjur sínar fær „bréf- hirðingamaðurinn“ hjá Gunnari Thoroddsen borgar- stjóra. Hann hefuir ágætt, embætti j!há einni bæjar- stofnuninni í Reykjavík. SAMKEPPNISMAÐUR Framsóknarflokkurinn hef ur hleypt iaf stokkunum kosn ingablaði, sem nefnist „25. október“ og er borið í hús Reykvíkinga eins og „Kjör- dæmablaðið“ sællar minn- ingar. Þíir er skýrt frá stefnu frambjóðenda Framsóknar- flokksins í skattamálum og fyrsta boðorðið að flýta inn- heimtu útsvars og skatta. Einnig skrifar í blaðið Krist- ján Thorlacius, deildarstjciri í fjármálaráðuneytinu, og er tiilaga hans sú, að öll yfir- vinna skuli vera útsvars- og skattfrjáls. Sami maður hef- ur áður vakið þá athygli á s(i: að gera kommúnista orð- lausa með yfirboði á bæjar- stjórnarfundi. Þetta virðist vera efnilegur samkeppnis- maður. INGOLFSSTYTTAN Meginatriðið í deilunni um verðlag landbúnaðarafurð- anna a: sú staðreynd, að full- trúar neytenda sögðu upp samkomulaginu um grund- völl verðlagningarinnar í vet ur. Krafan um 3,18% hækk- un til bænda byggist hins vegar á hinum uppsagða grundvelli. Fulltrúar neyt- enda telja aftuir á móti, að landbúnaðarafurðirnar eigi að læklca um 7—8%. Og svo eru Reykjavíkurframbjóð- endur Sjálfstæðisflokksins látnir vitna einn af öðrum í Morgunblaðinu um „laga- rétt“ bænda. Sú meðfnrð mun að fyrirskipun Ingólfs á Hellu, sem stjórnar yfir- boðum Sjálfstæðisflokksins í baráttunni við Fnamsóknar- flokkinn um sveitafylgið. Bændur láta sér þetta póli- tíska uppboð hins vegar litlu skipta. Þe'ir kannast við verð bólguna og muna eftir Ing- ólfsstyttunni. NYJU FOTIN KEISARANS Jóhann Hafstein lætur mikið af því, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi fundið upp nýja efnahagsstefnu í vetur. Ekki nægði hún þó til þess, að Ólafur Thors gæti mynd- að ríkisstjórn eftir að Her- mann Jónasson baðst lausn- ar. Ól'afur reyndi að mynda stjórn á undan Emil Jóns- syni, en gafst upp. Þá féllst Sjálfstæðisflokkurinn á úr- ræði Alþýðuflokksins f efna- hagsmálunum. Ætli efna- hagsstefna Sjálfstæðisflokks ins sé ekki sniðin úr sömu voð og nýju fötin keisarans? TIMAGLEYMSKA Tíminn ritar allmikið um skipuliagsmál Reykjavíkur þessa dagana og nefn'tr í því sambandi Gufunes og Örfir- isey. Framsóknarmenn vilja höfn í Gufunesi og teljia illa farið með Örfirisey. Hins vegnr lætur Tíminn þess ekki getið, liver sé eigandi Gufuness. Þar er þó um að iræða fyrirtæki nákomið FramBÓknarflokknum - Sam band íslenzkra samvinnufé- laga. Og Tíminn þegir vand- lega yfir því, hvað lýtir Ör- firisey mest. Framsóknar- menn 'hafa ekki særzt á feg- urðrrtilfinningunni vegna ol íugeymanna, sem þiár eru. Ætli skýringin geti verið sii, að þeir eru eign annars fyr- irtækis, sem er nákomið Framsóknarflokknum, - Olíu félagsins h.f.? |isv»vv-^w.í,v,i^,yivvwiv8vvvvvtvvv»vvvvfcv»»vvv»vvivye/vvvvvvvvvv»v>».

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.