Alþýðublaðið - 22.10.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.10.1959, Blaðsíða 6
reglan rannsakar nú þetta mál og mun gera kröfu til, s að gullið verði afhent. En Jones neitar harðlega að gefa upp staðinn, þar sem hann geymir sinn fundna fjársjóð og segist kæra sig kollóttan um landslögin. — Ég hef dregið það þar til nú, að segja frá gullfund inum, segir hann, — ein- faldlega af því að ég hélt að eigandinn gæfi sig fram. Nú er liðið meira en ár og enginn hefur komið og sann aðeignarrétt sinn. Þess vegna er gullið mitt. Lifir á kjaftasögum 38 ARA gamall benzín- afgreiðslumaður í Texas, D. E. Jones að nafni, hefur fyr ir skemmstu lýst því yfir, að hann hafi í maímánuði í fyrra fundið hvorki meira né minna en 86 gullstengur í kjarri fyrir austan Alto í Texas. Jones hefur ekki fært sér þennan fund í nyt ennþá, og stendur við sinn benzíntank dag út og dag inn eins og hann hefur allt- af gert. En það er annað, sem er merkilegra við þenn an fund. Samkvæmt amer- ískum lögum er einstakling um bannað að eiga svo mik- ið magn af gulli í fórum sínum og skaðabæturnar, sem eigendunum er gert að greiða fyrir gullhamstrið, geta verið helmingi hærri en andvirði gullsins. Lög- Fyrst við erum farm að tala um gull og óvænt höpp skulum við láta fylgja aðra frásögn frá Dalby í Ástral- íu. 31 árs gamall vélarnaður, Colin Evans, varð á einum degi 17 000 áströlskum pundum ríkari. Evans, sem er fjögurra barna faðir (og það fimmta á leiðinni) fann þessa peningaupphæð undir baksæti í Fordbíl módel 1927. Skrjóðinn keypti hann fyrir tveimur árum síðan. Dómstóiarnir úrskurðuðu, að ef enginn hefði gefið sig fram eftir stöðugar auglýs- ingar í tvö ár, væri Evans löglegur eigandi pening- anna. Aumingja Evans gat ekki þolað svona langa bið. Eftir rúmt ár varð að setja hann á taugahæli. Þar var hann í hálft ár og aldrei gaf eigandi peninganna sig fram. Fyrir skömmu voru tvö árin liðin og þann dag varð Evans svo glaður — að það varð aftur að fara með hann beinustu leið á taugahælið! ÞAÐ fer ekki á milli mála, að þetta er frægasta kjaftaskjóða ver- aldar, Elsa Max- well. ,,Segðu mér hverja þú um- gengst og ég skal segja þér hver þú ert.“ Þannig hljóð ar mottóið henn- ar. Elsa er furðu- leg. manntegund. Hún keðjureykir Churchill-vindla. Hún vinnur með - Margréti Eng- landsprinsessu. Hún er einkavin- kona Gretu Gar- bo. Chaplin heim- sækir hana til þess að fá andann yfir sig og svo mætti lengi telja. ^ TÍMARIT nokkurt í London velur árlega verst klæddu menn í heimi. Á listanum í ár voru eftir- taldir menn efstir: + Elvis Presley, Liberace, Hertoginn af Windsor. Það kom á óvart að her- toginn af Windsor skyldi hafna á listanum. Hann hefur nefnilega til þessa verið ofarlega á lista yfir bezt klædda menn í heimi. Athugasemd ritstjóra tíma- ritsins: — Hertoginn er farinn að eldast. Hann fylgist ekki lengur með tízkunni. lUiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiniiniiiiiniiiiiuiiiiiimiiniiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiuiuiuiiiiiiimiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiíiiiiiiíuiiiiiiiiiiii !izabet fær hinar furðulegustu gjafir SKÖMMU eftir að Elísa- bet Englandsdrottning kom heim úr Kanadareisu sinni, kom embættismaður frá toll inum til Buckingham-hall- arinnar. Verkefni hans var að skoða hundruð gjafa, sem drottningin hafði fengið í förinni og segja, hverjar af þeim skyldu tolllagðar. Lögum samkvæmt er þjóðhöfðingi Englands ekki skyldugur til þess að borga toll, en síðan Játvarður VII byrjaði að borga hann af fúsum vilja, hafa allir eftir- menn hans gjört slíkt hið sama. Hér er reyndar að- vorhreingerningu hvað gjaf ir snerti í sinni stjórnar- tíð. Hún flokkaði þær þá samvizkusamlega og sendi á söfnin það sem henni fannst eiga heima þar. Hertoginn af Edinborg á fulla skúffu af flauelsspjöldum og á spjöldin eru festir skyrtu- hnappar af öllum stærðum og gerðum og hvaðanæva úr veröldinni. Og drottningin á í fórum sínum stórt og merkilegt safn af brjóstnæl- um. Drottningin tekur ekki á móti gjöfum frá fyrirtækj- um'. Álitið er, að slíkt myndi iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu Hljómplötur, pylsur með sinnppi, reiðhesta, fugla, konfekt og m. fl. ititiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiMmmmiiiiiiimiiiiiiimiiimmiimmiiiMmmiiifiiiiiiiiii eins um persónulegar gjafir að ræða. Hvað snertir hluti, sem á einhvern hátt eru í sambandi við embætti kon- ungs eða drotthiiigaf, er að sjálfsögðu enginn tollur greiddur. Margar af gjöfum kon- ungsfjölskyldunnar eru í daglegri notkun. Silfurmun ir og postulín er notað við meiriháttar veizlur og mót- tökur og sömuleiðis um borð; í hinni konunglegu snekkju, „Britannia". Ef gjafirnar eru sögulegs eðlis eru þær lánaðar á söfn. •' Ur' ■ María ekkjudrottning var vön að gera eina allsherjar aðeins verða til þess, að fyr- irtæki færu að senda gjafir eingöngu í auglýsingaskyni. Yfirleitt er mjög sjald- gæft, að drottningih taki á mót; gjöfum frá bláókunn- ugu fólki. Undantekningar eru gerðar ef um er að ræða börn eða gamalmenni, og í einstöku dæmum öðrum. Fyrir nokkrum árum saum- aði ung móðir í Bretlandi, sem átt dóttur á aldur við Önnu prinsessu, tvo kjóla, — annan fyrir dóttur sína, en hinn vildi hún gefa prins essunni. Elísabet varð svo hrifin af hugulsemi móður- innar, að hún tók við gjöf- . inni með kæru þakklæti. Einhverju sinni sendi söngkonan Sophia Tucker drottningunni að gjöf úrval af hljómplötum, sem hún hafði sungið inn á. Allir héldu, að Sophia fengi þær endursendar, en svo var ekki. Elísabet tók við þeim og sendi gefandanum meira að segja þakkarbréf. Fyrir nokkrum árum tap aði ELísabet gullarbmands- úri, sem hún hafði þegið að gjöf þegar hún var tólf ára gömul'frá franska forsetan- um Lebrun. Hún var mjög leíð yfir því að hafa týnt úrinu. Hún hafði verið með það á brúðkaupsdegi sínum og áleit það heillagrip. Hún taldi sig hafa glatað því ein hvers staðar í námunda við Sandringhamhöllina og heil herdeild var sett í gang til þess að leita. En leitin bar ekki árangur. Þegar Elísabet kom í heimsókn til Parísar 1957, fékk hún að gjöf frá ónafh- greindum manni nákvæma eftirlíkingu af úrinu, sem hún týndi. Eftir að drottningin hafði verið í Ameríku komst sá orðrómur á kreik, að hún hefði gætt sér á heitum pyís um og þótt þær góðar. Þeg ar hún var komin heim, sendi amerískur pylsusali í London henni að gjöf 100 pylsur — með sinnepi. Sama daginn sendi Eisen- hower henni 15 kíló af sér- stakri gerð konfekts, sem hún hafði farið mjög lofsam legum orðum um, þegar hún var gestur í Hvíta húsinu. Þegar rætt er um gjafir drottningar má ekki gleyma dýrunum. Hussein konung- ur af Jordan gaf henni tvo arabiska gæðinga og Bus- seca, hesturinn, sem hún sést oft á í Windsor garð- inum, er gjöf frá forseta Portúgals. Zoological Socie- ty hefur gefið Elísabetu 12 flamingóa, sem spóka sig nú í garðinum umhverfis Buc- kingham-höllina. Anna litla prinsessa hef- ur líka fengið dýr að gjöf. Þegar Krústjov og Bulgan- in voru á ferð í Englandi, gáfu þeir henni tveggja mán aða gamlan bjarnárunga, sem aldrei er kallaður ann- að en Nikki. DANSKT vikublað fékk eftirfarandi bréf frá einum lesenda sinna. Bréfið var þegar í stað innrammað og hangir nú uppi á vegg í herbergi ritstjórans. Það hljóðar svo í allri sinn ein- feldni: — Nýlega birtuð þið gi’ein í blaðinu ýkkar, sem var 100%“ vitleysa. Ég ætlaði að klippa hana út og senda ykkur hana, en gleymdi því og nú er ég búinn að glata blaðinu. En ef þið flettið nú síðustu tölublöðum, þá hljótið þið að rekast á hana, því að eins og ég sagði áð- an: Hún er 100% vitleysa. ÞAÐ er aldeilis furðu- legt hvernig kvik- myndaleikkonur nú á dög- um geta olnbogað sig áfram með brjóstunum. Povel Ramel. .Jl, SÉRHVERJA vinnu má inna af hendi betur en gert er. Henry Ford. ☆ HUNDAÁST Breta virð ist ekki eiga sér nein takmörk. Nýlega skildu hjón þar í landi og eftir mikið stríð fékk konan að halda hundinum. Eiginmað- urinn grét í réttinum, þegar hann heyrði um málalokin. Dómarinn sá aumur á hon- um og veitti honum leyfi íil þess að heimsækja hvuttann einu sinni í viku! FANGAB FRUMSKÓGARINS | , I NÝJUSTU ir H Myndin heitir: „] j| ir hljómsveitarst; |j gefur hann stöðv jj þrífur af honum 'm Myndin hér að c ÞEIR félagar heyra vél- arhljóð í fjarska. Það hlýt- ur að vera í flugvél. „Sjáðu, sjáðu,“ hrópar Tom Sabo, „þarna -er flugvél." Já, það er ekki um að villast. Þarna er á ferðinni ókunnug flug- vél með tveimur hreyflum og stórri hurð á belgnum. Skyldi þetta ver flugvél? Skyldi 1 hætta á að lend yrði heldur bet samt fyrirtæki. £ 22. okt. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.