Alþýðublaðið - 22.10.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 22.10.1959, Blaðsíða 12
IH3£ÍIIIÉP ! I If 1 i Kafli úr ræðu Emils Jónssonar forsæcisráðherra í útvarpinu í fyrrakvöld. „AFSTAÐA flokkanna til þessa máls alls hefur verið Iærdómsrík. Framsóknairflokk- urinn taldi þessa tilraun ríkisstjórnarinnar til bess að ná samkomulagi rríilli launastétt- anna og bænda fordæmálaust og gtirræðis- fullt ofbeldi, og átti yfirleitt cngin nógu sterk orð til að fordæma það, en minntist aldrei á, Qg lét sig engu skipta þær afleið- ingar, sérh það mundi hafa haft að hleypa vcrðbólguskrúfunni einhliða á stað á ný. Hefði þó rnátt ætla að mennirnir, sem haustið 1958 töldu sig ycira komna á hengi- flugsbrúnina Og sjá holskeflu verðbólgunn- ar vera að ríða yfir, og hlupu skelkaðir frá öllu saman, hefðu átt að láta sig það mál einhverju skipta. En svo var ekki. Komrn- Únistarnir eða Alþýðubandalagsmjenn höfðu þó enn einkennilegtri afstöðu til málsins, ef afstöðu skyldi kalla. Fyrst eftir að bráðabirgðalögin voru sett, sagði Þjóð- viljinn: Bráðabiirgðalögin voru óhjákvæmi- leg iráðstöfun. Tveim dögum síðar: Eðlileg lausn út úr vandanum vieri iað kveðja al- þingi saman (en þá lá fyrir að bráðabirgða- lögin mundu Chafa verið felld). Þriðja mein- ingin erin tveim dögum síðar: Vcirkamenn neita ekki bændum um neinn rétt. Fjórða skoðun enn litlu síðar: Allir útreikningar um rétt bænda eru byggðir á sandi. Fimmta skoðun um sama leyti: Bráða- birgðalögin ciru árás á almennt réttarör- yggi allra stétta. Svo endar Þjóðviljinn vikuliringsnúning fram og til baka á því að kalla lögin húmbúkk og kák, sem í upp- hafi vikunnar voru að hans dómi óhjá- kvæmileg. Hvar þessi flokkur kemur niður á endanum er því cirfitt að segja fyrir. Af- staða Sjálfstæðisflokksins er einnig furðu- leg, miðað við það sem hann áður hefur lýst yfir um áhuga sinn fyrir stöðvun verð- bólgunnar. I yfirlýsingu, sem birt vior í Morgunbl. 19. f. m. segir að flokkurinn telji eðlilegt að úr því ekki náðist samkomulag í verðlagsnefndinni, verði gamli grundvöll- urinn látinn gildi og hækkaður um 3,18%, en hækkunin g'reidd niður. Enn fremur lýsir hann því yfir að hann muni beita sér fyrir þessu á næsta Þingi, fyrst það ekki fékkst samþykkt þá þegar. Þessa yfirlýsingu gefur hann þrátt fyrir það þó að upplýst sé að þessi iráðstöfun mundi þegar í stað kalla á gagnráðstafanir frá stéttarfélögunum og verðbólguskrúfan þegar fara í gang á ný. Og þessa yfirlýsingu gefur hann þó að grundvellinum hafi vcoð sagt upp og enginn viti hvernig niðurstaðan verði af þeim samkomulagsumleitunum um málið, sem hljóta að fara fram þegar þing kemur saman. Til þeirra samninga kemur flokkvrinn nú með þann bagga á herðun- um, sem erfitt verður fyrir hann að valda. Loforð, sem einhverjir flokksmenn þeirra kunna að hafa gefið um að taka nú tillit til 3%, sem bændur töldu sig vanta í vetur þegcir niðurfærslulögin voru afgreidd, breyta hér engu um, því að vitanlega verð- ur tekið tillit til þeirra eins og annarra kostnaðarliða, þegar hinn nýi grundvöllur vc'rður fundinn. Að binda sig því áður við þessi 3,18% er hreint fráleitt, áður en nokkuð er vitað um hina endanlegu niðu— stöðu.“ IVMMVnWMMMWMUmWMMMWWM'mWMWItflWMMWMVHMMMUMMMMMMMMMiMMMi 40. okt. — Fimmtudagur 22. okt. 1959 — 229. tbl. GEIMRYK A ISAUÐNUNU iH'oltadag' ur í Wigeríuj ÞAÐ er þvottadagur hjá húsmóðurinni og hún tek- ur allan þvptíinn, vefur honum saman og rigsar svo með hann á höfðinu (eins og myndin sýnir) til - árinnar. Svona hafa þær það í Nigeríu. IMWWWVtWWtVWVWCW LONDON, OKT, (UPI). Enda þótt geimrannsóknir séu nú einu vísindin, sem veru- lega athygli og umhugsun vekja, þá er samt okkar gamla jörð að verulegu leyti ókönnuð og þar bíða ýmis verkefni, sem ekki cru minna virði en endalaust kapphlaup um hver getur skotið eld- flaugum lengra út í geiminn. Um þessar mundir situr ráð stefna 12 þjóða í Washington og er verkefni hennar að ná samkomulagi um framtíð Suð urskautslandsins. Og nú ný- lega lagði brezka rannsóknar skipið John Biscoe úr höfn í Southamton og stefnir til brezkra stöðva á hinu mikla meginlandi við suðurpól. John Biskoe er 2250 lestir að stærð og verður fyrsta skipið til að sigla um hið ísi- þakta Weddel-haf síðan sir Ernest Shacleton fór þar um á skipin sínu Endurance árið 1915. Reynt verður að komast til Halley-flóa, en þar eru enskar bækistöðvar. Þaðan fer John Briskoe í fylgd með danska íshafsfarinu Kista Dan til Stonington eyjar, sem er syðst á Falklandseyjasvæð inu. Ófært var að koma þang að skipum á síðasta ári en nú ber nauðsyn til að færa leið- angursmönnum vistir, en það- an fara rannsóknarleiðangrar suður á meginlandið. Sir Vivian Fuchs verður með Kista Dan og er það fyrsta för hans til suður- skautslandsins síðan hann fór þvert yfir meginlandið 1958. Hann mun safna síðustu upp lýsingum, sem fengist hafa í 15 ára rannsóknum enskra vísindamanna, sem bækistöðv ar hafa haft á Grahamslandi og nálægum eyjum. Næsta vet ur verða stundaðar þar rann- sóknir á geimryki, sem nær til jarðarinnar en talið er að nokkur tonn af því falli á jörð ina á ári hverju. Þykir lieppi- l'egt að safna þessu ryki á suð- urskautslandinu. Andrúms- loftið þar er mjög hreint og rykið fellur á ís og snjó. Á suðurskautslandinu bíða mörg verkefni úrlausnar og allt útlit er fyrir að þjóðir heims náí samkomulagi um samræmdar aðgerðir þar suð- ur frá á sviði vísinda og hag- nýtingu náttúruauðæva. LONDON. — Huber- | bræðurnir ferðast varla öðru | vísi en í flugvél. Þeir segja § að það sé bæði ódýrara og | svo miklu þægilegra. | Þeir eiga sjálfir flugvél, 1 tveggja sæta vél, sem þeir | hyggðu sjálfir, það tók þrjú | ár og vélin kostaði fullbúin | 12.000 svissneska franka. Albert, 34 ára og Herman, | 24 ára, eiga heima f Rapp- | erswil í Sviss. Þeir luku við | flugvélasmíðina fyrir rúmu I ári og þeir komu til Lond- | on um daginn í sambandi | við svissneska sýningu þar. | Farmur þeirra var sviss- | neskur ostur, sem fara átti iiiiiiiiiiiiimiiiuitimiiiiimiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiimi, Skrifstofu Alþýðuflokksins vantar börn til að annast dreif ingu á ritlingum. Vinsamleg- ast komið eða hringið, símar 15020, 16724. til munaðarlcy sing j ahælis- ins á búgarði Montgomery lávarðar í Kent. Herman, Albert og bróðir | þeirra Josef, 28 ára, eyddu | öllum frístundum sínum um | þriggja ára skeið í flugvéla- | smíðina. Þeir eru allir flug- E menn og Albert hóf að fljúga | aðeins þrettán ára og hafði I stundað svifflug um marg- = ra ára skeið áður en hann | fékk vélflugpróf. | Vél þeirra er að franskri | gerð og kemst 90 mílur á | klukkustund. 1 Bræðurnir hafa flogið um | alla Evrópu á vél sinni og | segja að það sé bæði þægi- | legra og ódýrara heldur en | að fara með járnbrautarlest. Tiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmmiimiiiimiiiimimimi ll£llllUXl|l*II!IIIIIIllIIIIllllllllElllll!llllllI811IIIIIIIIllIllllllll||l|IS!IIII|IIlIllllll!lllllllllllllllllllllIlllllIIlUlllllUlUlUillJlUlllll^Ul|IUIIIII!llllllllllllliaílílll'lllIlllUllllllllllllllllllllUli

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.