Alþýðublaðið - 23.10.1959, Side 1

Alþýðublaðið - 23.10.1959, Side 1
„STÓRU flokkarnlr eru furðulega litlir þeg- ar mest á reynir. Línumar í efnahags- málunum eru skírar. Alþýðuflokkurinn stendur einn í barátt- unni gegn verðbólg'u og vaxandi dýrtíð, gegn hinum flokkunum öll- um — verðbólguflokkun um“. Á þennan hátt komst Sig- urður Ingimundarson, 3. maður á Reykjavíkurlista Alþýðuflokksins, að orði í útvarpsræðu sinni í fyrra- dag í harðri ræðu og bein- skeyttri, þar sem hann hét á landsmenn að hugleiða at- ferli stjórnarandstöðunnar undanfarna mánuði — og hugleiða hana rækilega. Sigurður lagði áherzlu á eftirfarandi staðreyndir: 1) Að vísitöluskerðingin var orðin 17 stig vegna verðbólguþróunarinnar síð- asta mánuði, sem Her- mann Jónasson var forsæt- isráðherra. 2) Að ráðstafanir núver- andi ríkisstjórnar komu í veg fyrir stórkostlegar verð- hækkanir í byrjun yfirstand andi árs, auk þeirra beinu lækkana, sem framkvæmdar voru. 3) Að kjötkílóið, sem kost- aði fyrir áramót 29,80, var lækkað niður í 21 krónu, en hefði nú verið komið upp í röskar 40 krónur, ef ekkert hefði verið að gert. 4) Að mjólkurlítrinn hef- ur lækkað úr kr. 4,10 í 2,95. 5) Að verðlag á allri þjón- ustu hefur lækkað um 5%. 6) Að stjórn Alþýðuflokks ins lækkaði ennfremur verzl unarálagningu um 5%, en það hafði í för með sér 3— 4% lækkun á innlendri iðn- aðarvöru og 1—2% lækkun á erlendri vöru, samkvæmt útreikningi Jónasar Haralz. m 7) Að ef verðbólguleiðin hefði verið valin, hefði orð- ið að leggja á þjóðina 400 milljón krónur í viðbót í nýjum tollum og innflutn- ingsgjöldum. 8) Að ef núverandi ríkis- stjórn hefði ekki tekið efna- hagsmálin þeim tökum, sem hún gerði, væri vísitalan komin £ 270 stig — glund- roðinn orðinn að hreinni vit- firringu. Um afstöðu kommúnista og Framsóknar sagði Sig- urður mcðal annars: „Kommúnistar réðust á verðbólgustöðvunina með öllu því afli sem þeir höfðu yfir að ráða. Framsóknar- flokkurinn vildi ekki trúa því, að hægt væri að stöðva verðbólguna með svo litlum fórnum sem nú er orðin raun á, án nýrra skatta“. Og ræðu sinni lauk Sig- urður Ingimundarson með eftirfarandi orðum: „Þjóðin verður að refsa Framhald á 5. síðu. „ÞJéSiii verður að refsa verðbólguflokkunum" OKKÚR VANTAR LÍKA MARGA BÍIA ' VIÐ biðjum Alþýðuflokks- menn og aðra velunnara Al- þýðuflokksins, sem ætla að lána bíla sína á kjördag, að hafa við okkur samband hið fyrsta. SJÁLFBOÐALIÐAR OG BÍLAMENN HRINGI VIN- SAMLEGA í SÍMA 1 50 20 OG 1 67 24. Ríkharour sló í ge@n ÍÞRÓTTÍRISAR eru á 9. *íðn STJÓRN Seðlabankans ákvað á fundi sínum í fyrradag, samkvæmt ósk ríkisstj ómarinnar, að lofa að sjá um sölu á skulda- bréfum vegna hafnargerð ar í Þorlákshöfn, að upn- iiiiiimHiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiinmmiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiii dæmir verk hæð 1,2 millj. dollara eða 30 millj. íslenzkra króna, til 12 ára, að áskildu sam- þykki alþingis. Emil Jónsson, forsætisráð- herra, sendi í gær Páli Hall- grímssyni sýslumanni, for- manni bafnarnefndar Þorláks- hafnar, skeyti þess efnis, að Seðlabankinn hefði lofað þessu. Taldi forsætisráðherra rétt, að verkið skyldi boðið út ís- lenzkum og erlendum verktök- um. Hafnargerð í Þcolákshöfn hcf ur lengi verið á döfinni, enda eitt brýnasta hagsmunamál Sunnlendinga, þar sem engin höfn er fyrir öllu Suðurlands- undhlendi. Fyrir nokkrum árum var gerð bryggja í Þorlákshöfn og á undanförnum vertíðum hafa þpjr verið gerðir úr 7—3 bátar, 20—30 lesta. Hafa þeir aflað vel og rekstur þeirra verið arð- vænlegri en víða annars staðar. (Framhald á 5. síðu.) B B I FYRRINOTT og í allan gær dag V£if leitað að vélbátnum Maí frá Húsavík, sem átti að koma úr róðri klulskan fimm í fyrradag. Leitin bar ekki árang ur — og er báturinn nú talinn af. A honum voru tveiir menn. 3S Haft var samband við Maí, sem er 8 tonn, um hádegið í fyrradag og kvaðst hann þá eiga eftir tvo tíma að draga. Þegar liðið var fram yfir þann tíma, sem báturinn hafði áætlað að Framhald á 4. síðu. Hárprýði og SILVANA Mangano er dá lítið íhugul á svipinn, enda er verið að krúnu- raka hana. Við sögðum frá því £ sumar, að ætl- unin væri að snoðklippa Ginu Lollobrigidá, og var tilefnið kvikmynd, sem hún átti að leika aðalhlut- verkið í. En kjarkurinn brást þegar á reyndi og hún neitaði að fórna hár- inu fyrir listina. Afleið- ing: Silvana, sem lýsti sig fúsa til að færa fórnina, fékk hlutverkiS. Myndin er tekin á því -alvarlega augnabliki, þegar snoð- klippingin hefst. Takið eftir alvörusvipnum á á- horfendum! VIÐ ERUM áS FISKA EFTIR FÓLKI OKKUR vantar sjálfboðaliða á kjördag. Okkur vantár lipurmenni í kjördeildir og á kosningaskrif- stofur, sendla og fleira starfs- fólk. i viiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuB

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.