Alþýðublaðið - 23.10.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 23.10.1959, Blaðsíða 12
Við, verkafólki með öðrum flokki en Alþýðuflokknum Ég er staddur í Ólafsvík. Hvarvetna blasir við augum uppbygging, starf og líf enda staðurinn í örum vexti. Ferðinni er heitið að Stígs- húsi og þar ber ég að dyrum. Eldri kona, kvik og létt í hreyfingum og með æskublik í 'augum, kemur til dyra. Þessi kona er Metta Kristjánsdótt- i r. Alramótaárið fluttist hún frá Búðum til Ólafsvíkur ög hefur átt þar heima síðan. Metta hefur um langan ald- ur átt mikinn þátt í öllu fé- lágs- og menningarlífi Ólafs- víkur og lagt mörg góðu mál- efni lið af þeim eldmóði, sem er svo einkennandi fyrir hana. Einkum hefur hún látið slysavarnir og björgunarmál til sín taka ,og hefur óslitið verið formaður slysavarnafé- lagsins í Ólafsvík frá stofnun þess til dagsins í dag og alltaf sýnt sama dugnaðinn og ósér- plægnina. Mér er boðið í bæ- inn og boðinn kaffisopi. Og áður en ég veit af er fyrsta spurningin til Mettu dottin af vörum mínum; þar sem ég sit yfir rjúkandi kaffibollanum. Hver eru nú helztu áhhuga- mál þín, Metta? — Því er nú fljót svarað. Það eru slysavarnir og þá fýrst og fremst björgunar- skúta fyrir Breiðafjörð. Því máli verður að hrinda í fram kvæmd sem allra fyrst. Það þolir enga bið. Hver dagur sem líður án þess að björgun arskip við Breiðafjörð verði að veruleika getur orðið okk- ur óhugnanlega dýr. Þú mannst efalaust tímana tvenna hér í Ólafsvík, Metta? — Já, það má segja það. Ég man þá tíð, þegar við konurn- ar hér vorum í bæði kola- vinnu og saltvinnu, já og hverri þeirri vinnu sem fékkst, fyrir I2V2 eyri á klukkustundina. Og þá datt emgum 8 stunda vinnudagur í hug. Og ég man líka, þegar við vorum að fara upp á fjall til vinnu í mógröfunum kl. 6 að morgni, og unnum stund- um að móburðinum til mið- nættis og fengum svo 1,50 kr. fyrir dagsverkið til 2,00 kr., þegar bezt lét. — Einnig man ég fiskiþvott í hörkufrostum, þegar við vorum að berja með bustum klakann ofan af körun um, og ekki var það fátítt, að líði yfir konurnar í þessari vinnu vegna vosbúðarinnar. En nú er þetta allt að baki, sem betur fer. Og hver telur þú að eigi mestan þátt í þessu mubmát- um, sem orðið hafa í þjóðfé- laginu á þessu tímabili? — Það er Alþýðuflokkurinn og hinn ágæti foringi Jón Baldvinsson. Barátta Jóns Baldvinssonar verður mér allt af minnisstæð, og ég vona, að hans verk í þágu íslenzkrar alþýðu gleymist aldrei. Og hvaða flokk ætlar þú að kjósa og hvers vegna? Metta Kiristjánsdóttir — Auðvitað Alþýðuflokk- inn, eins og undanfarið. Mér finnst bara að við verkafólkið tilheyrum honum og eigum ekki samleið með neinum öðr urn flokki. Hefur þú alltaf stutt Al- þýðuflokkinn? — Nei. Þegar ég kaus í fyrsta skipti kaus ég Halldór Steinsen lækni. Ég var þá ung og hafði ekkert við á stjórn- málum, en þekkti manninn persónulega og fannst hann vera ágætis maður. ■ En hvað' varð þá þess vald andi, að þú breyttir um og fórst að kjósa Alþýðuflokk- inn. — Það, að ég átti sjómann fyrir mann og þrjá uppvax- andi syni, sem allir urðu að stunda sjómanna- og verka- manna vinnu. Alþýðuflokkur- inn og barátta hans fyrir mannúðar- og menningarmál um, áttu hug minn allan, þeg ar ég á annað borð fór að kynna mér stiórnmál og hugsa um þau. Ég breytti þá um skoðun og gekk hreint til verks og fór á fund forustu- manna Sjálfstæðisflokksins hér og sagði skilið við þá, af því að ég, kona verkamanns og sjómanns, átti enga sam- leið með þeim flokki. Hefurðu séð eftir skiptun- um? Framhald á 10. síðu tmsímp 40. árg. — Föstudagur 23. okt. 1959 — 230. tbl. AWnWMMtVHUtMMUMtH ÞETTA er í leikskóla í London. Börnin gera þar ekki annað en leika sér allan liðlangan daginn, — gera allt, sem þau langar til innan sömu takmarka og ef þau væru á götunni eða opnum leikvöllum. — Skólinn er stofnaður til þess eins að forða börn- um frá því að leika sér á götunni. ONNUR PARÁDIS ÞEIR 1 entu í annarri „paradís“ en þeir ætluðu, þrír rómantískir Evrópumenn sem lögðu af stað í leit að friði og kyrrð á óbyggðri eyju í Kyrrahafi. Þeir voru þrír saman á seglskútu og i stað þess að finna eyna rak þá í land í Kína. Kínversk yfirvöld segja, að þeir líði vel og muni bráðum halda förinni áfram, förinni til hinnar paradísarinnar. Það fer tvennum sögum um þjóðerni mannanna. Sumir segja, að þeir séu tveir Svíar og einn Þjóðverji. Aðrir, að þeir séu tveir Svisslendingar og einn Ameríkani. ★------------ ENSKUR piparsveinn hefur tamið íkorna, og segir, að hann sé bæði vitrari og blíðlyndari en liundar og kettir. MMMMMMMMMMMMVMMVMMMMMMMMMMMMMMMMM MWWVAWMVMWmWtVMWVWWWIiWlViVtWWWWW' SERA GUNNAR OG PALL GUNNAR I GLAUMBÆ er geðþekkur maður, en við- vaningur í stjórnmálum utan Seyluhreppsins í Skagafiirði. Utvarpsræða hans á þriðju- dagskvöld bendir til þess, að hann hafi ekki samhengi þjóðmálanna á valdi sínu. Gunnar vill verðhækkun þá á landbúnaðarafurðir, sem bændafulltrúarniir hafa kraf izt, en jafnfi;amt er honum áhugamál, að kapphlaup verðlagsins og kaupgjaldsins komi ekki til sögunnar á ný. Þarna vantar mikið á sam- ræmið. Menn berjast ekki gegn dýrtíðinni með því að láta undan henni. Gunnar getur þannig tekið sér í munn hin frægu orð Páls postula: „Hið góða, sem ég vil, það geri ég ekki, en hið illa, sem ég vil ekki, það geri ég.“ Samt er maðurinn prestur og uppi á eftir Páli, svo að hann gæti hafa lært af meistíiranum. ER ÓLAFUR ALMÁTTUGUR? Ölafur Thcirs talaði í út- varpið á þriðjudagskvöld eins og hann væri almáttug- ur í íslenzkum stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn veit allt og getur allt undir hans forustu. Þess vegna eiga fs- lendingnr að ráða sig í skip- rúm á freigátu Sjálfstæðis- flokksins og fá Ólafi Thors stjórnvölinn í hendur. Ekki var strandkapteinn- inn svona almáttugur í vet- ur, þegar hann gafst upp við stjórnarmyndun. Nei, menn sigla ekki mikinn, ef skipið situr fast á skerinu. DRAUGURINN f HÚSINU Einar Olgeirsson sagði á þriðjudagskvöldið, að draug TÍSKIR PUNKT- ur riði húsi íslenzku þjóðar- innar — og þetta er satt hjá honum. Sá draugur skaut hér upp kollinum 1930 og cir enn við lýði, þó að raunar sé mjög af honum dregið um þessar mundir. Draugur þessi hefur geng- ið undir ýmsum nöfnum eins og títt er um slíka kumpána. Eitt sinn hét hann Kommún- istaflokkur íslands, þá Sam- einingcirflokkur alþýðu — sósíalistaflokkurinní o<r nú Alþýðubandalag, en innræt- ið hefur alltaf verið hið sama, hvað sem nafninu líð- ur. Hann hefur jafnan verið með „höfuðið aftur á haki“ eins og draugurinn í þjóðsög unum. Draugurinn hefuir nefnilega sinnt því meira að líta til austurs eftir línunni frá Moskva en efla hag ís- lenzku þjóðarinnar. spilaskuldirnar Ekki er um annað meira rætt í bænum þessa rlagana en göfuglyndi niðurjöfnun- airnefndar, einkum þó for- manns hennar, Guttorms Er- lendssonar. Hefur hann heitt sér fyrir stórfelldum niður- skurði á útsvörum helztu gæðinga Sjálfstæðisflokks- ins. Þannig hefrir hann gefið fjórum mönnum ofarlega á lista flokksins í Reykjavík 61 400 krónur. Það vekur þó sérstaka athygli í þessu sam bandi, að spilafélagar Bjarna Benediktssonar, allir sem einn, fá mjög ríflegan afslátt á útsvari, en Guttcirmur Er- lendsson er í hópi þeirra. Yirðist af þessu sýnt, að hátt er spilað á heimilinu því, þeg ar ekki verður hjá því kom- izt að láta almenning í höf- uðstaðnum greiða spilaskuld Þeiirri hugmynd skál hér með skotið að þeim félögum að láta Hannes Pálsson „passa pottinn“. Það kynni ‘ að vera ódýrara fyrir útsvars greiðendur í Reykjavík. ÖLVER BARNAKARL ENDURBORINN Tíminn heldur því fram, að Gunnar Thoroddsen hafi 90 barna frádrátt frá skatt- skyldum tekjum!, og geriF Tíminn kuldalegt grín að borgarstjóranum fjrir við-. skipti hans við Guttorm Er- lendsson. En hver veit nema Gunnar hafi 90 bc'i;-n á framfæri sínu, og er þá Ölver barnakarl end urborinn. Hvað skyldu ann- ars kosningasm«lar íhaldsins í Reykjavík vera margir um þessar mundir? „LEGGUR TÍMANS LYGASPJALL“ Bjartmar á Sandi sagði í útvarpsumræðunum, að Tím inn væri einna ógeðslegastur allra blaða og enginn aufúsu gestur á heimilum bænda yf- irleitt. Út af þessum orðum dettur manni í hug vísan, sem Jón Pálniason á Aliri kvað einu sinni um þetta umdeilda blað: Dregur grímu á dal og fjall, Leggur Tímans lygaspjall leggur Tímans lygaspjall líkt og hrím um sveitir. mWWWtWWWWWWWWWMWMWWWMWWWWWwwwwwtwwwwwvwwwwwwwwwwtwww -lisftann! x A

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.