Alþýðublaðið - 24.10.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.10.1959, Blaðsíða 1
(HKfitl® 40. árg. —Laugardagur 24. okt. 1959 — 231. tbl. Einkaskeyti til AlþýSubl. Grimsby, 23. okt. (Reuter). FÉLAG yfirmanna á togur- um hélt sérstakan fund hér í dag til að ræða baráttuna gegn löndunuírý felenzkra togara í! brezkum höfnum. Var fundur- inn kallaður saman til að ræða nýja beiðni til skipstjéira og stýrimanna um að endurskoða viðhorf sitt til landana íslend- inga. Aðilar, er nærri standa fund armönnum, sögðu, að félags- menn hefðu neitað að breyta afstöðu sinni til landanna, og eftir að hinn lokaði fundur hafðj staðið í klukkustund, — sagði ritari félagsins, Dennis Welch, skipstjóri: Ég get ekki skýrt frá ákvörðun okkar fyrr en ég hef gefið sameiginlegri nefnd eigenda, togaramanna, — flutningaverkamannasambands ins, vélamanna og burðar' manna skýrslu um málið á fimmtudaginn kemur_ Ákvörð- unin, sem tekin var, var ein- róma“. Belgrad, 23. okt. ÚRSLIT biðskáka úr 24. um- f.erð urðu þau, að Friðrik vann GligcK'ic fallega í 70 leikjum. Keres vann Tal í 79 leikjum. Biðskák Fischer og Gligoric úr 25. umferð varð jafntefli. Röðin er þá þessi: 1. Tal 18 v. 2. Keres 16V& v. 3. Smysloff 14 v. 4. Petrosjan 13Vá v. 5. Gligoric 11 ¥2 v. 6. Fischer IOV2 v. 7. Friðrik 9 v. 8. Benkö 7 v. Ekki er teflt í dag, en á morg ún teflir Friðrik við Fischer í 26. umferð ÞESSI mynd er tekin á því augnabliki fyrir fá- einum dögum, þegar Ing- rid Bergman loks endur- heimti börnin sín, eftir langa og harða baráttu við manninn sinn fyrrver- andi, Rossellini liinn ítalska. Myndin var sím- send frá Róm til Kaup- mannahafnar og náði blað inu með flugpósti í gær. — Takið eftir svipnum á Ingrid á þessari hamingju stund. ALÞÝÐUBLAÐIÐ HEITIR Á 700,000 ÍSLENDINGA: ÞAÐ eru nálega 100,000 Islendingar á kjörskrá í kosningunum, sem fara fram á morgun. Einarssonar hdl. GUÐLAUGUR Einarsson lögfræðingur, fyrrverandi bæj- arstjóri Sjálfstæðisflokksins á Akranesi, hefur sagt skilið við Sjálfstæðisfíokkinn og ákveðið áð styðja Alþýðuflokkinn við þessar kosningar. f bréfi, sem hann hefur sent Alþýðublaði Vesturlands, ger- ir liann grein fyrir þessari á- kvörðun sinni. Hann segir meðal annars: „ .. . Alþýðuflokkurinn hef- úr tekizt á h’endur ábyrgð og llvergi brugðizt trausti... Ég er utangarðs við flokksviðjar og hef sagt skilið við Sjálf- stæðisflokkinn, en mun eftir megni beita fátæklegum gjörð- um mínum til stuðnings við Alþýðuflokkinn ... Sem fyrr- verándi bæjarstjóri á Akranesi og sveitapiltur í Borgarfirði, skora ég á alla þar, sem annars staðar, að launa verðugum stjórnmálaflokki, Alþýðu- flokknum, heilindi hans í stjórnarforustu undanfarins árs með því að greiða honum atkvæði sitt. Markmiðið er: Benedikt slcal á þing sem kjör- inn þingmaður ...“ - Alþýðublaðið biður hér með þessa 100,000 íslend- inga að treysta dómgreirtd sinni betur en áróðri, rök um betur en fullyrðingum, staðreyndum betur en hrópyrðum, gjörðum bet- ur en loforðum. Þetta hefur verið allhti.'ð kosningabarátta. Blöðin hafa leitast við að ná tij þessara 100.000 íslendinga. —Alþýðublaðið ekki síður en ■andstöðublöðin. Þetta hefur veriði fjörugur slagur, og Alþýðublaðið hefur tekið þátt í honum af lífi og sál. Alþýðublaðið hyggur, að víg- staða þess hafi vci’ið betri en andstöðublaðanna. A’þýðublacfið leyfir sér að vona, að rneira þúður hafi ver- ið í fréttum þess af GJÖRÐUM Alþýðuflokksins en LOFORÐ- UM stjórnarandstöðunnar. Þegar öllu er á botninn hvolft, er Alþýðublaðið feétta- blað, og það er ólíkt aðgengi- legra fyrir fréttablað að slá upp. fréttum SEM HAFA GERST heldur en fréttum, SEM EIN- HVERJIR LOFA AÐ MUNI EINHVERNTÍMA GERAST AÐ UPPFYLLTUM ÁKVEÐN- UM SKILYRÐUM. Frétt er frétt en loforð er ekki hægt að kalla því nafni. Alþýðublaðið treystir því, að almenningur geri sér þetta Ijóst. Þá er þett^ í stakasta lagi. Holan byrjuð að gjósa í GÆR byrjaði borholan á horni Nóatúns og Suðurlands- brautar að gjósa. Er hún orðin 2200 m. djúp og bendir gosið til þess að vatn hafi fundizt. Mæld ust í gær 4 sek. lítcar af yfir 100 stiga heitu vatni. wwwwwwwwww* >VVWWvliV»V»VVVWWWiWD

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.